Morgunblaðið - 27.03.2004, Síða 21

Morgunblaðið - 27.03.2004, Síða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 21 James Brennan, sem veriðhefur sendiherra Írlands áÍslandi með aðsetur íKaupmannahöfn frá því vorið 2002, var staddur í Reykjavík í vikunni og átti viðræður við ís- lenzka ráðamenn þar sem Evrópu- málin voru í brennidepli. Er Írar tóku við formennsku- hlutverkinu í ESB af Ítölum um síðustu áramót „erfðu“ þeir deiluna um nýjan stjórnarskrársáttmála sambandsins, sem mistekizt hafði að ná samkomulagi um á leiðtoga- fundi í desember. Brennan segir írsku stjórnina hafa það sem af er formennskumisserisins verið mjög upptekna af sáttaumleitunum sem miðuðu að því að leysa ágreining- inn um stjórnarskrársáttmálann. Stefnt að samkomulagi fyrir 17. júní Og hún uppskar árangur þessa erfiðis á leiðtogafundi ESB sem fram fór í Brussel nú í vikulokin, er samþykkt var ályktun um að kalla ríkjaráðstefnuna um stjórnar- skrársáttmálann aftur saman fjót- lega og stefnt skyldi að því að ljúka frágangi hans fyrir 17. júní nk. Í desember strandaði samkomu- lag einna helzt á and- stöðu Pólverja og Spán- verja við að fallast á breytingar á því at- kvæðagreiðslukerfi og vægi atkvæða aðildar- ríkjanna sem samþykkt hafði verið í Nice-sátt- málanum svonefnda í árslok 2000. Honum var ætlað að vera grundvöll- urinn að þeim stofnanabreytingum sem nauðsynlegar töldust til að ESB héldist starfhæf og skilvirk stofnun eftir að aðildarríkjunum fjölgar úr 15 í 25. „Ég held að það sé æ breiðari skilningur á því meðal aðildarríkj- anna að það græðist ekkert á því að slá samkomulagi á frest. Það er mitt persónulega mat að það verði frekar erfiðara en auðveldara að finna lausn eftir því sem tíminn líð- ur. Þá bætast önnur brýn mál á dagskrána sem kalla á fulla athygli allra aðila,“ segir Brennan og nefn- ir sem dæmi að á næstu misserum þarf að semja um fjárlagaramma sambandsins fyrir tímabilið 2007– 2013. Það verði mikil rimma. Hvað gera á varðandi beiðni Tyrkja um að hefja aðildarviðræður (þeim hef- ur verið heitið svari við því fyrir lok þessa árs); að að- laga hin 10 nýju aðildarríki sambandinu og stefnu þess sé út af fyrir sig gríðarmikið verkefni. Lokasprettur aðild- arviðræðnanna við Rúmeníu og Búlgaríu sé líka eftir. Og þannig mætti lengi telja. „Í stuttu máli: Vinnudag- skrá sambandsins er á mikilli hreyfingu og viðfangsefnin mikil- væg. Það vinnst ekkert með frekari frestun“ á samkomulagi um stjórn- arskrársáttmálann, að sögn sendi- herrans. Hvert formennskuríki hefur sína aðferð Þessi árangur írsku formennsk- unnar, að hafa tekizt að draga öll aðildarríkin aftur að samninga- borðinu um stjórnarskrársáttmál- ann og koma samkomulagi í sjón- mál, er nýjasta dæmið um það hvernig litlum aðildarríkjum sem gegna formennskunni virðist oft ganga betur að miðla málum í ágreiningsmálum innan ESB en stórum. Spurður um þetta tekur Brennan undir það að vissulega séu þess mörg dæmi að minni að- ildarríkin hafi náð góðum árangri þegar þau gegndu formennsku- hlutverkinu. Þau eigi stundum betra með að miðla málum en stærstu ríkin sem hafi jú meiri hagsmuna að gæta í mörgum mál- um og eigi því erfiðara með að að- skilja málamiðlunarhlutverkið og hagsmunavörzluhlutverkið. En þetta sé þó ekki einhlítt; dæmi megi nefna um árangur sem e.t.v. er erfiðara að sjá fyrir sér að litlu formennskuríki hefði reynzt unnt að ná en stóru. Aðildarríkin, eins ólík og þau eru, hafi einfaldlega hvert sína aðferð við að gegna for- mennskuhlutverkinu. Aðspurður sagði Brennan að hann ætti ekki von á öðru en að samningarnir um stækkun Evr- ópska efnahagssvæðisins (EES) gætu gengið í gildi á sama tíma og sjálfir samningarnir um stækkun ESB, þ.e. 1. maí næstkomandi. Fullgildingarferlið sé á góðum skriði og sér vitanlega hefði ekkert hinna 28 framtíðaraðildarríkja hins stækkaða EES (ESB-ríkin 25 auk Íslands, Noregs og Liechtenstein) neina tiltekna ástæðu til að af- greiða ekki staðfestingu samning- anna tímanlega. Dagskrá Evrópusambands- ins er á mikilli hreyfingu James Brennan Ekkert vinnst með því að slá því frekar á frest að ganga frá samkomulagi um stjórnar- skrársáttmála ESB, sem mistókst í desember sl. Þetta segir írski sendiherrann James Brennan í samtali við Auðun Arnórsson, en Írland gegnir nú formennsku í ESB. Númer eitt í notuðum bílum Týndust flug- skeyti í Úkraínu? Kíev. AP. RÁÐHERRA varnarmála í Úkra- ínu, Jevhen Martsjúk, segir að ekki séu til nein gögn um afdrif mörg hundruð öflugra flugskeyta sem fullyrt sé að hafi verið eyðilögð. Umrædd flugskeyti eru af gerð sem Rússar nefndu S-75 en vest- rænir sérfræðingar kölluðu SA-2. Þau voru seld til margra landa og voru meðal annars notuð í Balkan- stríðunum á tíunda áratugnum til að skjóta niður flugvélar. Ekki munu vera til nein gögn um eyðingu flugskeytanna. Martsjúk gaf í skyn að ástæðan fyrir upplýs- ingaskortinum væri fremur stjórn- sýsluklúður eða þjófnaður en að þeim hafi ekki verið eytt í reynd. „Þeir segja, þeim var eytt. Allt í lagi. En í hvert flugskeyti er notað gull, silfur og platína. Hvað varð um hagnaðinn af eyðingunni?“ Úkraínumenn erfðu mikið af vopnum þegar Sovétríkin liðuðust í sundur 1991 en afhentu Rússum öll kjarnorkuvopn landsins og var það gert undir alþjóðlegu eftirliti. SA-2-skeytin, sem voru hönnuð 1957, geta skotið niður vélar í allt að 20 km hæð. Skeyti af þessari gerð var notað þegar U-2 njósna- flugvél Bandaríkjamanna var skot- in niður yfir Sovétríkjunum árið 1960, flugmaðurinn, Francis Gary Powers, komst lífs af. Málið olli miklum titringi í samskiptum risa- veldanna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.