Morgunblaðið - 27.03.2004, Qupperneq 22
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
ÞAÐ vorar á Djúpavogi eins og annars
staðar. Náttúran að lifna við og farfuglarnir
farnir að láta sjá sig. Aðrir fara burt. Fólk
frá öðrum löndum sem kemur og býr hér
yfir veturinn. Fólk sem vinnur í fiski og sér
fyrir fjölskyldu í öðru landi. Flýgur burt að
vori, kemur aftur að hausti. Fólk frá Pól-
landi, Hondúras, Filippseyjum og Serbíu.
Undanfarna mánuði hafa útlendingarnir
stundað íslenskunám hjá Berglind Ein-
arsdóttur sem á oft fullt í fangi með að út-
skýra af hverju við flækjum tungumálið
okkar svona mikið. Þar mætast ólíkir
menningarheimar en allir leggja sig fram.
Á meðan æfa grunnskólanemendur sig
fyrir stóru upplestrarkeppnina. Grunnskóli
Djúpavogs sendir tvo keppendur á Horna-
fjörð og þeir lenda í fyrsta og þriðja sæti.
Frábær árangur hjá Davíð Arnari Sigurðs-
syni og Gretti Gautasyni. Fullorðna fólkið
keppir í árlegri spurningakeppni á vegum
Ungmennafélagsins Neista. Þar er hart
barist. Sextán lið eru með, fjögur fara í úr-
slit. Björn Hafþór sveitarstjóri fer á kost-
um sem spyrill og í kvöld er úrslitakvöldið.
Bræðslan, Bútasaumshópurinn, Sunnu-
tindur og Ósnes keppa um stóran bikar og
blómakörfu. Búist er við fullu húsi og
spennandi keppni.
Mars er líka tónlistarmánuður á Djúpa-
vogi. Svavar Sigurðsson, skólatjóri Tón-
skóla Djúpavogs, hefur lagt mikla vinnu í að
undirbúa árlega tónlistarhátíð með nem-
endum skólans. Yngri deildin heldur sína
tónleika í kirkjunni en eldri deildin spilar á
Hótel Framtíð. Húsfyllir er á hótelinu og
dagskráin fjölbreytt. Popp, rokk, rapp og
klassík. Allir fá að njóta sín og margir prófa
að spila í hljómsveit.
Avinnumálin hafa verið mikið í um-
ræðunni undanfarnar vikur. Laxeldið í
Berufirði gengur vel. Nú hafa verið settar
út fimm kvíar með fjögur hundruð þúsund
seiðum. Gunnar Steinn Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Salar Islandica, er bjartsýnn
á framtíðina. Í sumar er stefnt að slátrun
og markaðsverð á laxi er orðið gott. Nú
vinna þrír hjá fyrirtækinu og í vor verður
ráðið í þrjú ný störf.
Úr
bæjarlífinu
DJÚPAVOGUR
EFTIR SÓLNÝJU PÁLSDÓTTUR FRÉTTARITARA
Mikil þátttaka var íhugmynda-samkeppni
Landsbankans um hvern-
ig efla megi miðbæ
Reykjavíkur. Dómnefnd
er nú að fara yfir tillög-
urnar og gert er ráð fyrir
að þær tillögur sem vöktu
hvað helst áhuga dóm-
nefndar verði sýndar í
Ráðhúsinu í byrjun maí.
Alls bárust rúmlega 600
tillögur, ýmist í tölvupósti
eða sem innsendar greinar
og teikningar, segir Krist-
ján Guðmundsson, for-
stöðumaður markaðs- og
þróunardeildar Lands-
bankans. Hann segir til-
lögurnar sem bárust vera
mjög fjölbreyttar, sumar
séu framkvæmanlegar en
aðrar ekki líklegar til að
komast til framkvæmda.
Kristján segir mikla
breidd í þeim hópi sem
sendi inn tillögur.
Tillögur sýnd-
ar í byrjun maí
Flaggað var og pönnukökur bakaðar á HótelRangá þegar síðustu sperrurnar í sex her-bergja viðbyggingu við hótelið höfðu verið
reistar og festar.
Hafist var handa við verkið þremur vikum áður og
voru einingarnar smíðar annars staðar og síðan fluttar
á staðinn. Reiknað er með að viðbyggingin verði fullbú-
in að innan og utan í lok júní og verður Hótel Rangá þá
orðið 27 herbergja hótel.
Morgunblaðið/Óli Már
Hótel Rangá stækkað
Sagt er að séra BjörnHalldórsson í Lauf-ási hafi ort á yngri
árum er hann hlýddi á
messu hjá nágrannapresti:
Sauðurinn séra Jón
sagður er mesta flón.
Blessuð guðsorðabulla,
– bullar kirkjuna fulla.
Sem aftur minnir á þessa
braghendu:
Biblían er sem bögglað roð
fyrir brjósti mínu.
Gleypti ég hana alla í einu
ekki kom að gagni neinu.
Mikilvægt trúnaðarstarf
við Héraðsskólann í Reyk-
holti var starf hringjara.
Ort var um Helga Júl-
íusson hringjara á fjórða
áratugnum:
Mikið Helgi Hönnu ann,
harðskeyttur að binda og
glíma.
Óstundvísi hatar hann,
hringir rétt í alla tíma.
Og að lokum vísa eftir
Björn G. Eiríksson sér-
kennara:
Daggardropar glóa
í dagsins gullnu skálum.
Vor í lofti vekur
vor í okkar sálum.
Mergur Máls
Fljót | Gamlir bílar fá stundum
nýtt hlutverk. Þannig var það
með Land-Rover bifreiðina K
1254 sem er árgerð 1970 og er
elsti gangfæri bíll í Fljótum um
þessar mundir. Hann var not-
aður sem brúðarbíll þegar Hall-
dór Hálfdánarson og María
Númadóttir gengu í hjónaband í
Barðskirkju síðastliðinn laug-
ardag.
„Ég var nú búinnn að „skvera“
hann aðeins til fyrir þetta en held
að þetta hafi tekist eins og vonast
var til. Þetta er náttúrlega
Reykjavíkursiður að fá svona
gamlan bíl til að keyra brúð-
hjónin í en ég gat að sjálfsögðu
ekki neitað nágrönnum mínum
um að keyra þau þennan spotta
við svona hátíðlegt tækifæri,“
sagði Guðbrandur Þór Jónsson í
Saurbæ, eigandi Land-Rovers-
ins. Þeir sem þekkja Þór vita að
hann er einstakt snyrtimenni og
ber Land-Roverinn glögglega
merki um það því hann lítur nán-
ast út sem nýr, jafnt utan sem
innan. Bíllinn er því góður
fulltrúi þessarar merku bílateg-
undar sem var til nánast á öðrum
hverjum sveitabæ fyrir nokkrum
áratugum.
Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
Hrísgrjónum rigndi yfir brúðhjónin þegar þau komu að félagsheimilinu Ketilási í brúðkaupsveisluna.
Völdu þann elsta sem brúðarbíl
Gifting
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
STERIMAR
Skemmir ekki slímhimnu
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 sími 551 4050 Reykjavík
Á MIÐVIKUDAG sendi Impregilo S.p.A.
út tilkynningu til starfsmanna sinna við
Kárahnjúka um að þeim bæri framvegis að
taka þátt í kostnaði sem þeir yllu á öku-
tækjum fyrirtækisins. Að sögn fram-
kvæmdastjórnar Impregilo var ætlunin að
draga úr slysum á starfsmönnum og kostn-
aði hjá fyrirtækinu, en fram til þessa hafa
sumir starfsmenn ekki gætt nægjanlega
vel að sér í akstri við íslenskar aðstæður.
Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar
mótmæla þessu og segja kröfuna ekki
standast íslensk lög að neinu leyti.
Þrír yfirmenn Impregilo undirrita til-
kynninguna og er þar greint frá því að
starfsmenn skuli greiða helming af við-
gerðarkostnaði við annað óhapp og allan
kostnað við þriðja óhapp.
Oddur Sigurðsson, yfirtrúnaðarmaður
við Kárahnjúkavirkjun segist hafa varað
yfirmenn fyrirtækisins við að krefja starfs-
menn um slíkar greiðslur því enginn eyði-
leggi vélar viljandi.
Impregilo sendi í gær frá sér yfirlýsingu
þar sem segir að ákvörðunin hafi verið tek-
in í flýti og ekki í samráði við lögfræðinga
fyrirtækisins eða tryggingaráðgjafa.
„Ætlunin var að vekja athygli á því að
þeir sem valda tjóni á eignum fyrirtækisins
af ásetningi eða með stórkostlegu gáleysi,
kunna að þurfa að bera einhvern kostnað
af slíkri hegðan. Ljóst er að tilkynningin
frá 24. mars var ekki nægjanlega skýr og
verður hún því endurskoðuð.“
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Framkvæmdastjórn
Impregilo vill tyfta
ógætna ökumenn sína
Krafa um
þátttöku
starfsmanna í
tjónakostnaði
endurskoðuð
pebl@mbl.is