Morgunblaðið - 27.03.2004, Page 24

Morgunblaðið - 27.03.2004, Page 24
AKUREYRI 24 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Tækniteiknari Óskum eftir að ráða tækniteiknara í hlutastarf Við bjóðum þér framtíðarstarf í spennandi fyrirtæki. Áhersla er lögð á faglegan metnað, sjálfstæð vinnubrögð og þægilegt viðmót. Æskilegt er að þú getir hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu okkar, Strandgötu 13, Akureyri, í síma 461 4014 eða opus@opusehf.is Vatnaskógur – sumarbúðir fyrir hressa stráka – og það er bara það sem ég geri fyrir hádegi! Upplýsingar í síma 588 8899 og á www.kfum.isNON N I O G M A N N I I Y D D A • 1 1 7 0 3 • s ia .i s Skráning hefst 31. mars kl. 8.00 Eyjafjarðarsveit | Samfylking- arfélagið í Eyjafjarðarsveit var stofnað á fundi á Hótel Vin í Hrafna- gili fyrir skömmu. Á stofnfundinum voru m.a. formaður Samfylkingarinnar, Össur Skarp- héðinsson, þingmenn flokksins í kjördæminu og aðrir forystumenn. Stjórn Samfylkingarfélagsins skipa Rögnvaldur Símonarson for- maður, Ásdís Ásmundsdóttir og Aníta Jónsdóttir. Varamenn í stjórn eru Guðrún Harðardóttir, Hannes Örn Blandon og Hans Rúnar Snorrason.    Orgeltónleikar | László Attila Almásy organisti við kirkju heil- agrar Önnu í Búdapest í Ung- verjalandi leikur á tónleikum í Ak- ureyrarkirkju á morgun, sunnudaginn 28. mars, kl. 17. Hann hefur haldið tónleika í yfir 20 löndum, m.a. í borgunum Búda- pest, Prag, Salzburg, Vatíkaninu í Róm, Barcelona, Haag, London, Singapúr, Sydney, Tomsk í Síb- eríu og Guanajuato. Hann hefur leikið með frægum hljómsveit- arstjórum en starfar nú sem org- anisti við kirkju heilagrar Önnu í Búdapest.    HIÐ árlega Stjörnutölt Hesta- mannafélagsins Léttis fer fram í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld. Um 80 hestar tóku þátt í forkeppni og af þeim komust 20 í úrslit í tölt- keppninni. Búast má við harðri keppni í kvöld, þar sem margir af bestu hestum og knöpum landsinu munu reyna með sér. Einnig koma fram á svellið 19 kynbótahross. Undanfarin ár hefur verið húsfyllir í Skautahöllinni og mikil stemning. Stjörnutöltið hefst kl. 20.30 og stendur í um tvær og hálfa klukku- stund.    Stjörnutölt Léttis Myndrænt samtal | Karl Guð- mundsson (Kalli) og Rósa Kristín Júlíusdóttir opna sýningu sem þau kalla „myndrænt samtal“ í Bóka- safni Háskólans á Akureyri í dag, laugardaginn 27. mars kl. 14. Sýningin var á Kjarvalsstöðum í nóvember sl. og var liður í listahátíð- inni List án landamæra, sem stóð yf- ir allt síðastliðið ár í tilefni af Evr- ópuári fatlaðra. Karl og Rósa Kristín hafa unnið saman að myndlist í mörg ár og líta á þá samvinnu sem nám og leik í senn. Kalli er í myndlistarnámi og um leið eru þau að gera verk saman. Karl Guðmundsson stundaði nám á barna- og unglinganámskeiðum í Myndlistaskólanum á Akureyri í fimm ár og í nokkur ár hefur hann komið á vinnustofu Rósu Kristínar til náms og leiks. Hann er alvarlega mál- og hreyfihamlaður en býr yfir góðum skilningi. Á sýningunni á laugardaginn munu Karl og Rósa segja frá sam- vinnu sinni klukkan 14.30. FRAMTÍÐIN – Styrktarsjóður aldraðra hefur afhent Dvalarheim- ilinu Hlíð að gjöf sjúklingalyftu og tvö sjúkrarúm með dýnum og nátt- borðum. Framtíðin varð til eftir að Kvenfélagið Framtíðin var lagt niður í nóvember árið 2000 og hefur ein- göngu verið með sölu á minning- arkortum og jólamerkjum. Margrét Kröyer, formaður Framtíðarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að trúlega væru þetta síðustu gjafirnar sem Framtíðin afhenti. „Við erum fimm í stjórninni og hef- ur sala jólamerkja aðallega hvílt á okkur sl. þrjú ár. Við erum orðin gömul, það er engin endurnýjun í fé- laginu og nú er svo komið að við treystum okkur ekki til að standa í sölunni lengur. Það er sárt að þurfa að hætta útgáfu jólamerkjanna, sem félagið hefur gefið út nær óslitið frá árinu 1937. Margir safnarnar hafa verið fastir áskrifendur að merkj- unum, bæði hér heima og erlendis.“ Hugmyndina að útgáfu jólamerkja til fjáröflunar átti danski póst- afgreiðslumaðurinn Einar Hoböll. Hann vann við jólapóstinn árið 1903 en fyrsta jólamerkið var gefið út ári síðar. Margrét sagði að það hefði orðið mikil breyting hjá póstinum, sem væri hættur að nota frímerki í sama mæli og áður og eins væru fyr- irtæki hætt að senda jólapóst en styrktu ákveðin góð málefni í stað- inn. Útgáfa minningarkortanna heldur áfram og Dvalarheimilið Hlíð tekur að sér umsjón með sölu þeirra en ágóðinn rennur til heimilisins. Minn- ingarkortin verða seld á sömu stöð- um og áður, í Blómabúðinnni Akri, Bókabúð Jónasar og í Hlíð. Margrét vildi nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum, bönkunum á Akureyri og bæjarbúum öllum fyrir frábæran stuðning í áratugi. Án þessa mikla stuðnings hefði Fram- tíðin aldrei áorkað því sem hún gerði. Framtíðin – Styrktarsjóður aldraðra færði Dvalarheimilinu Hlíð gjafir Síðustu gjafirnar sem Framtíðin afhendir Morgunblaðið/Kristján Ný sjúkralyfta. Fulltrúar frá Dvalarheimilinu Hlíð og Framtíðinni . BÚSETI á Akur- eyri er nú með til skoðunar að reisa íbúðabyggð á svæði austan tjarnar við Eyjafjarðarbraut eystri, sunnan Leiruvegar, en ef af verður er rætt um að þarna gætu risið 97 íbúðir. Þá á Búseti í viðræðum við umhverfisráð Akureyrar um að fá byggingasvæði í Nausta- hverfi fyrir allt að 100 íbúðir. Hugmyndin er að félagið myndi annast skipulagningu slíks svæð- is, innan ramma aðalskipulags og hönnun íbúða í samræmi við óskir þess fólks sem þar mun búa. Ýms- ar nýjungar eru til skoðunar í þessu sambandi, s.s. eins og fé- lagsaðstaða, aðstaða fyrir börn, bílageymslur og fleira. Gert er ráð fyrir að byggingaáfangi af þessu tagi yrði 4–5 ár í vinnslu. Búseti á Akureyri er 20 ára í dag, félagið var stofnað 27. mars 1984. Félagið á nú og rekur 107 íbúðir, þar af hafa 63 íbúðir verið byggðar á undanförnum þremur árum. Í byggingu eru 12 íbúðir við Stallatún sem verða afhentar í vor og fram á sumar. Þá er að hefjast bygging 18 íbúða við Lækjartún og verða þær afhentar í desember næst- komandi og fram á sumarið 2005. Öllum þessum íbúðum hefur verið úthlutað til félagsmanna ef undan eru skildar örfáar sem afhentar verða um mitt næsta ár. Félagið hefur lánsheimildir til byggingar á 10 íbúðum til viðbótar á næsta ári, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvar þær verða. Stefna félagsins er að byggja 20 nýjar íbúðir á ári á meðan eftir- spurn er fyrir hendi. Búseti á Akureyri 20 ára Hugmynd að tæp- lega 100 íbúða hverfi við Leiruveg SMS tónar og tákn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.