Morgunblaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 26
SUÐURNES 26 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það er gott að vera í Hafnarfirði ar gu s 04 -0 15 3 Tilvalin gjöf til fermingarbarnsins sem vex og dafnar um ókomin ár! • Þú velur binditímann • Hagstæð ávöxtun • Enginn kostnaður Komdu í heimsókn – við tökum vel á móti þér! Allir 14 ára unglingar, sem búa í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi, fá gefins reiknivél frá SPH. – með ánægju! GJAFABRÉF SPH Strandgötu 65 • 220 Hafnarfjörður • fjorukrain.is Hótel Víking og t veir öðruvísi veitingastaðir borðapantanir í síma 565 1213 Strandgötu 33 - Hafnarfirði - Sími 565 4533 - www.albatros.is Úrval af golfvörum til fermingargjafa Glæsilegt úrval fermingargjafa Pennasett og ferðatöskur á tilboði Opið: mán - föst 09 - 18 og laug 10 - 16 Nike vörurnar komnar Reykjavíkurvegi 60 · 220 Hafnarfi rði Sími 555 2887 Þú ættir að smakka nýju ostarúlluna með MANGÓ og JALAPENO Ostahúsið - Strandgötu 75 - Sími: 565 3940 Nú á tilboði í Hagkaupum NÝTT Skóhöllin Firði, S: 555 4420 Mikið úrval Frábær verð Miðlun ehf UNDIRBÚNINGUR gufuaflsvirkj- unar á Reykjanesi gengur vel, að því er fram kom á aðalfundi Hitaveitu Suðurnesja hf. í gær. Vonast er til að skrifað verði undir orkusölusamn- inga við Norðurál hf. fyrir páska. Ákveðið hefur verið að taka tilboði í Fuji-hverfla fyrir virkjunina. Til þess að ráðast í virkjun sem þessa þarf ellefu opinber leyfi og úr- skurði. Í tilviku Reykjanesvirkjunar eru þessi leyfi hins vegar heldur fleiri vegna þess að sum þarf að sækja til tveggja sveitarfélaga. Júl- íus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suð- urnesja hf., sagði á aðalfundi félags- ins í gær að flest leyfanna væru fengin og önnur myndu skila sér í hús næstu dagana. Endanlegt starfsleyfi verður þó ekki gefið út fyrr en virkjunin verður tilbúin. Hitaveitan hefur keypt land undir virkjunina og svæðið hefur verið skipulagt. Þar verður byggt tæplega 3.000 fermetra orkuver og sagði Júl- íus að helst þyrfti að vera hægt að byrja á þeirri framkvæmd á vormán- uðum. Framkvæmdin verður boðin út á Evrópska efnahagssvæðinu. Gert er ráð fyrir því að um miðjan næsta mánuð verði unnt að senda út forvalstilkynningu. Jarðboranir hf. hafa borað sex há- hitaborholur og er samið hefur verið við fyrirtækið um borun fjögurra til viðbótar. Er það talið nægja um- ræddri virkjun. Ekki hefur verið ákveðið hvort keyptir verða tveir 40 MW hverflar í virkjunina eða tveir 50 MW hverflar og því ekki ljóst hvort afkastageta vélanna verður 80 eða 100 megavött samtals. Sex fyrirtæki sendu inn til- boð í hverflana og ákvað stjórn fyr- irtækisins í gær að ganga til samn- inga við japanska fyrirtækið Sumitomo um kaup á hverflum frá Fuji. Kaupverð hefur verið áætlað nálægt hálfum öðrum milljarði kr. Þá hafa kaup á eimsvölum og gas- sogskerfum verið boðin út. Fram kom hjá Júlíusi að mikilvægt er að ganga frá kaupum á öllum þessum tækjum sem fyrst, til þess að strang- ar tímaáætlanir standist en gang- setja á virkjunina í byrjun maí 2006. Skrifað undir fyrir páska Enn hefur ekki verið gengið end- anlega frá samningum við Norðurál hf. sem hyggst nota rafmagnið vegna stækkunar álversins á Grund- artanga en Júlíus sagðist í gær von- ast til að skrifað yrði undir fyrir páska. Báðir aðilar stefndu ákveðið að því. Fram kom hjá honum á fundinum helst hafi valdið vandræðum samn- ingaviðræðunum væri hið nýja flutn- ingsfyrirtæki raforku sem verið er að koma á fót. Rifjaði hann upp áhyggjur sínar vegna stofnunar þessa „blessaða“ fyrirtækis, eins og hann komst að orði og sagðist frekar hafa vanmetið vandamálin sem af því hlytust. „Í öllum viðræðum þarf þetta fyrirtæki að hafa allt á hreinu og velta allri áhættu á framleið- endur. Engin tengsl verða við álverð eða gengi og ýmsir þjónustuþættir eiga að vera nánast á dagprísum eft- ir því hvað tilboð Landsvirkjun – orkusvið býður hverju sinni. Með því eykst mjög áhætta framleiðenda sem hafa þá alla ál- og gengisáhætt- una,“ sagði Júlíus. Tók hann svo til orða að þeir sem rækju flutningsfyr- irtækið vildu ekki einungis vera með belti og axlabönd í þessum við- skipum heldur einnig klæðast sam- festingi. Taldi hann þó að samningar myndu nást að lokum. Hann gat þess að miðað við þann ramma sem nú lægi fyrir mundi flutningurinn taka um 30% teknanna af stóriðjusamn- ingnum en þetta hlutfall gæti bæði hækkað og lækkað eftir aðstæðum á gjaldeyris- og álmörkuðum. Kostnaður við virkjunina er áætl- aður hátt í 8 milljarðar kr. og að auki hálfur milljarður vegna línulagn- ingar sem tengir virkjunina við raf- orkukerfið. Um síðustu áramót var búið að leggja um einn milljarð í til- raunaboranir og fleira og áætlað er að fjárfesta fyrir 2,5 milljarða í virkj- uninni á þessu ári. Áætlað er að 75 til 80% kostnaðarins verði tekinn að láni en undirbúningur fjármögnunar er vel á veg kominn. Taldi Júlíus miklar líkur á að Norræni fjárfest- ingarbankinn NIB kæmi með um helming þess lánsfjár sem Hitaveit- an þyrfti vegna verkefnisins. Þá hefði Evrópski fjárfestingabankinn EIB málið til skoðunar og fleiri bankar. Undirbúningur Hitaveitu Suðurnesja á Reykjanesvirkjun gengur vel Gengið til samninga um kaup á hverflum frá Fuji Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Handhafar hlutabréfa: Þeir sem fóru með atkvæðisrétt eigenda sátu á fremsta bekk á aðalfundi Hitaveitu Suð- urnesja í gær. Hér sást fjórir þeirra, frá vinstri. Ómar Jónsson úr Grindavík, Þórir Skarphéðinsson úr við- skiptaráðuneytinu, Gunnar Svavarsson úr Hafnarfirði og Böðvar Jónsson úr Reykjanesbæ. ELLERT Eiríksson, fyrrverandi bæjarstjóri í Reykjanesbæ, var kjörinn formaður stjórnar Hita- veitu Suður- nesja hf. á fundi sem nýkjörin stjórn hélt strax að loknum aðal- fundi í gær. Ell- ert tekur við af Birni Herbert Guðbjörnssyni framkvæmda- stjóra sem var formaður á liðnu starfsári. Samstaða var um kjör stjórnar. Árni Sigfússon, Björn Herbert Guðbjörnsson og Ellert Eiríksson eru fulltrúar Reykjanesbæjar, aðr- ir stjórnarmenn eru Gunnar Svav- arsson úr Hafnarfirði, Jón H. Norðfjörð úr Sandgerði, Magnús Gunnarsson, fulltrúi ríkisins, og Ómar Jónsson úr Grindavík. Er þetta óbreytt stjórn nema hvað Jón H. Norðfjörð kom í stjórnina í staðinn fyrir Lúðvík Bergvinsson úr Vestmananeyjum en þessir eignaraðilar standa saman að stjórnarkjöri og skiptast á um að tilnefna fulltrúa í stjórn. Þá til- nefndi fjármálaráðherra Magnús Gunnarsson, fyrrverandi bæjar- stjóra í Hafnarfirði, í stjórnina. Kemur hann í stað Óskars Þór- mundssonar sem viðskiptaráð- herra skipaði á síðasta ári. Á fyrsta fundi stjórnar, sem haldinn var strax að loknum aðal- fundi Hitaveitunnar í gær, var Ell- ert kosinn formaður, Ómar Jóns- son varaformaður og Gunnar Svavarsson ritari. Ellert var stjórnarformaður starfstímabilið 2002 til 2003 en Björn Herbert á nýliðnu tímabili. Með breyttri skipan fulltrúa ríkisvaldsins hafa valdahlutföllin í stjórninni breyst aftur og Ellert endurheimti for- mannssætið. Ellert for- maður á nýjan leik Ellert Eiríksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.