Morgunblaðið - 27.03.2004, Side 29
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 29
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I
Y
D
D
A
/
s
ia
.i
s
/
N
M
1
1
7
7
5
Aðalfundur
Hampiðjunnar hf.
Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður hald-
inn í fundarsal félagsins, Bíldshöfða 9,
Reykjavík, föstudaginn 2. apríl 2004 og
hefst kl. 16:00.
Dagskrá fundarins:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Tillaga um heimild félagsins til að kaupa
eigin hluti samkvæmt 55. gr.
hlutafélagalaga.
3. Önnur mál sem löglega eru upp borin.
Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á
aðalfundi skulu hafa borist í hendur stjórnar
með skriflegum hætti eigi síðar en sjö dögum
fyrir aðalfund.
Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur
félagsins, ásamt skýrslu endurskoðenda,
munu liggja frammi á skrifstofu félagsins,
Bíldshöfða 9, Reykjavík, hluthöfum til sýnis,
sjö dögum fyrir aðalfund.
Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á
fundarstað.
Hluthafar sem ekki geta mætt á fundinn en
hyggjast gefa umboð verða að gera það
skriflega.
Stjórn Hampiðjunnar hf.
Húsavík | Fyrir skömmu fengu
þau sem komu að gerð geisla-
disksins „Í faðmi mínum“ afhentan
gulldisk í tilefni þess að 5.000 ein-
tök af honum höfðu selst. Sá
áfangi náðist reyndar í desember
sl. og diskurinn hefur selst gott
betur en það, 8000 eintök eru nú
seld. Það var útgefandinn, Skúli
Sævarsson, sem afhenti gulldisk-
inn við athöfn á Gamla-Bauk við
Húsavíkurhöfn.
Það var Anna Soffía Halldórs-
dóttir sem átti hugmyndina að
gerð þessa geisladisks. Hún átti
nokkuð safn texta í fórum sínum,
texta sem hún hafði samið til
minningar um ungan son sinn,
Pétur Davíð Pétursson sem lést
árið 1999. Hún kom að máli við þá
Kristján Halldórsson og Jósep Sig-
urðsson, tónlistamenn og laga-
smiði, um það hvort þeir væru til í
að semja lög við þessa texta með
það að markmiði að koma þeim á
geisladisk. Þeir tóku áskoruninni
og sömdu öll lögin á disknum að
frátöldu lagi sem Lára Sóley Jó-
hannsdóttir samdi. Borgar Þór-
arinsson var fenginn til að útsetja
lögin og stjórna upptökum auk
þess sem hann leikur á flest hljóð-
færin.
Hetjurnar, stuðningsfélag að-
standenda langveikra barna á
Norðurlandi, fær allan ágóða af
sölu geisladisksins. Sigurlaug Sig-
urðardóttir sem sæti á í stjórn fé-
lagsins kom til Húsavíkur til að
taka við gulldiski og þakkaði um
leið fyrir ómetanlegan stuðning.
Hún sagði þeirra litla félag vera
orðið stórt vegna þessa frábæra
framtaks Önnu Soffíu og félaga.
Anna Soffía og félagar hennar
ætla ekki að láta staðar numið
hér, innan skamms hefjast upp-
tökur á nýjum geisladiski. Á hon-
um, eins og þeim fyrri, verða lög
við texta Önnu Soffíu.
Eins og var með fyrri diskinn „Í
faðmi mínum“ munu húsvískir
listamenn syngja lögin í bland við
þjóðþekktari raddir. Þær raddir
eiga m.a. Margrét Eir, Regína Ósk
og Hera Björk og Jón Sigurðsson.
Að sögn Önnu Soffíu Halldórs-
dóttur mun allur ágóði af nýja
disknum renna til félagsins Barna-
geð.
Ljósmynd/Hafþór
Þau sem fengu gulldisk fyrir geisladiskinn „Í faðmi mínum“ ásamt Skúla Sævarssyniútgefanda: Fv. Skúli, Kristján
Halldórsson, Anna Soffía Halldórsdóttir, Jósep Sigurðsson, Borgar Þórarinsson og Sigurlaug Sigurðardóttir frá
Hetjunum. Hetjurnar, stuðningsfélag aðstandenda langveikra barna á Norðurlandi, fær ágóða af sölu disksins.
Fengu gulldisk fyrir „Í faðmi mínum“
Grímsey | Sæfari, ferjan okkar
Grímseyinga, kom heldur betur
drekkhlaðin að bryggju í aukaferð
sinni hér eitt kvöldið. Hún var stút-
full af stórtækum vinnutækjum til
flugvallargerðar. Á síðasta ári var
hafist handa við endurbætur og end-
urbyggingu flugbrautarinnar á
Grímseyjarflugvelli. En það er ein-
mitt þessi braut sem gerir það að
verkum að íbúum hér finnast þeir á
engan hátt einangraðir, því yfir vet-
urinn eru þrjár fastar flugferðir í
viku og í sumar verður flogið alla
daga vikunnar! Brynjólfur Árnason,
flugvallarvörður og sveitarstjórnar-
maður, sagði að nú væru fram-
kvæmdir að hefjast á ný, eftir hlé frá
því í desember. Það er Borgarverk í
Borgarnesi sem sér um vinnuna.
Tveir Borgarverksmenn eru þeg-
ar byrjaðir en fleiri bætast við síðar.
Það sem gert var 2003 var að skipta
um jarðveginn í flugbrautinni og
byggja öryggissvæði. Í dag er komið
að því að undirbúa brautina fyrir
klæðingu og setja upp ný brautar-
ljós. Stefnt er að því að „ný“ flug-
braut verði tilbúin 30. júní. Eða eins
og Brynjólfur flugvallarvörður
sagði: „Aldrei meiri drulla í vorleys-
ingum – bætt öryggi og grímseyskir
flugfarþegar og ferðamenn ekki eins
háðir veðri og vindum.“
Morgunblaðið/Helga Mattína
Ný og betri flugbraut!
Hólmavík | Árshátíð Grunnskólans
á Hólmavík fór fram í lok síðustu
viku og sóttu hana á þriðja hundr-
að manns. Segja má að það hafi
verið uppselt því sætin í Félags-
heimilinu voru á þrotum. Grunn-
skólinn stendur fyrir árshátíð nem-
enda annað hvert ár og heldur
síðan þemaviku hitt árið. Yngri
bekkirnir flytja leik- eða söngatriði
undir stjórn sinna bekkjarkennara
og að þessu sinni gat að líta söng-
syrpu í IDOL-stíl, leikritið um
Hlina kóngsson, atriði úr Grease
og söngleikinn Hljómsveitin.
Auk þess söng skólakórinn nokk-
ur lög undir stjórn Stefaníu Sig-
urgeirsdóttur. Í hléi voru seldar
kaffiveitingar á vegum foreldra-
félagsins. Að því loknu var sýnt
nýtt íslenskt leikverk, Þrymskviða
hin nýrri eftir þær mæðgur Hrafn-
hildi Guðbjörnsdóttur, kennara við
skólann, og Hörpu Hlín Haralds-
dóttur kennaranema. Það voru
nemendur í 8.–10. bekk sem fóru
með hlutverkin og gerðu auk þess
sviðsmynd og veglega leikskrá fyr-
ir árshátíðina. Leikstjóri í Þryms-
kviðu var Kristín Sigurrós Einars-
dóttir kennari og naut hún
aðstoðar leikara í Leikfélagi
Hólmavíkur en góð reynsla er
komin á samstarf þeirra við skól-
ann. Tónlistarstjóri var Bjarni Óm-
ar Haraldsson tónlistarkennari
sem í samstarfi við sex manna
nemendahljómsveit skreytti verkið
með fjölbreyttri tónlist. Árshátíðin
er stærsta fjáröflun nemenda-
félagsins og gat Victor Örn Vict-
orsson skólastjóri þess í upphafi
hátíðarinnar að hún hefði verið bú-
in að borga sig áður en sýningin
hófst, enda voru nemendur afar
duglegir við auglýsingasölu og
metaðsókn var á sýninguna.
Á þriðja hundrað manns
á árshátíð Grunnskólans
Morgunblaðið/Kristín Sigurrós
Úr atriði 1. og 2. bekkjar: Fremst eru Guðmundur Ari Magnússon og Odd-
ur Kári Ómarsson. Á bak við þá má sjá Stellu Guðrúnu Jóhannsdóttur og
Brynju Karen Daníelsdóttur.