Morgunblaðið - 27.03.2004, Side 31

Morgunblaðið - 27.03.2004, Side 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 31 Fjórðu og síðustu tónleikar í tónleikaröðTríós Reykjavíkur og Hafnarborgar,verða haldnir í Hafnarborg annað kvöldog hefjast kl. 20. Bandaríska tónskáldið Gerald M. Shapiro hefur nýlokið við að semja pí- anótríó sem hann hefur tileinkað Tríói Reykjavík- ur. Verkið nefnist Píanótríó númer 2 og verður frumflutt á tónleikunum. Gerald M. Shapiro er prófessor í tónlist við Brown University á Rhode Island. Hann hefur samið fjölda tónverka, bæði sinfónísk og fyrir kammerhópa. Verk hans hafa verið flutt víða um heim og gefin út á hljómdiskum m.a. hjá Naxos og Neauma. Þetta er í fyrsta sinn sem Tríó Reykjavík- ur frumflytur verk eftir erlent tónskáld í tónleika- röðinni. Shapiro kemur sérstaklega til landsins til þess að vera viðstaddur frumflutninginn. Hann segir nýja píanótríóið hafa verið samið á miklum viðsjártímum í pólitískri sögu mannkyns. „Stríðið í Írak braust út á sömu stundu og ég byrjaði á verkinu. Hér í Bandaríkjunum fylgdi viðvarandi frelsisskerðing þess- ari smánarlegu aðgerð og am- eríski draumurinn snerist upp í martröð. Á sama tíma hafði ég aldrei haft það betra í mínu einkalífi. Mér fannst þetta beiskar andstæður, og þær sóttu gríðarlega á mig. Ég held ég hafi reynt að skilja þær í gegnum tón- listina sem ég var að semja – þetta verk, og þær voru vissulega ofarlega í huga mér allt frá því ég byrjaði á því, og þar til ég lauk því.“ Lítið rísandi stef Shapiro segir að allir fjórir þættir tríósins séu byggðir á litlu rísandi stefi á nótunum gís-a-h-c. „Ég byrjaði reyndar á öðrum þættinum, og þá kom þetta litla lag upp í kollinn á mér eins lítið millispil – ekki mikilvægt til að byrja með – en það sótti á mig og óx að mikilvægi, og dafnaði allt til loka verksins. Ég samdi fyrsta þáttinn síðast, vissi því hvernig verkið endaði þegar ég byrjaði á fyrsta þættinum. Ég ákvað því að hefja verkið með því að kynna þetta stef til sögunnar.“ Shapiro segist vilja halda að tónlist hans sé fjöl- breytt að stílbrigðum, en þó segir hann að það sé í sjálfu sér ekki stórt atriði fyrir hann. „Tónlistin mín er í grunninn tóntegundabundin, og hneigist helst að djassi og minimalisma. Í þessu verki er úr- vinnsla þessa litla stefs þó sennilega mest áberandi, því það gengur í gegnum alla þætti þess.“ Píanótríóið – sem tegund tónverka er að mestu afkvæmi 19. aldarinnar, segir Shapiro, en hljóð- færasamsetningin, fiðla, selló, píanó, afkvæmi 18. aldarinnar. „Verkið mitt, þótt glænýtt sé, end- urspeglar þetta hvort tveggja. En mest af öllu end- urspeglar það þó ást mína á hljómrænum mögu- leikum píanótríósins og rödd mína sem tónskálds. Þetta er ekki spurning um að vera gamaldags eða nýmóðins. Um daginn var ég að hlusta á verk fyrir selló, tölvu og myndband, byggt upp á svipaðan hátt. Á sinn hátt er það auðvitað nútímalegra, en þó ekkert meira verk okkar augnabliks en mitt. Sumir myndu telja mitt verk gamaldags, aðrir ekki.“ Mjög spenntur að koma hingað Shapiro kveðst hafa heyrt leik Tríós Reykjavíkur á geisladiski, en ekki í lifandi flutningi. En hann er mjög spenntur að koma hingað og vera viðstaddur tónleikana. „Þetta eru listamenn á heims- mælikvarða, og það er mér heiður að vinna með þeim. Reyndar hef ég oft unnið með Íslendingum áður. Ég kom fyrst til landsins um miðjan tíunda áratuginn, til að vera viðstaddur flutning fyrsta pí- anótríósins míns. Þess vegna finnst mér koman nú enn ánægjulegri. Síðarmeir flutti ég tvö verk á Ís- landi í samvinnu við Guðmund Emilsson og þá átti Guðný Guðmundsdóttir einmitt að vera einleikari í öðru þeirra. Það gekk því miður ekki eftir, gleður það mig sérstaklega að hafa nú haft tækifæri til að semja verk fyrir hana og tríóið. Atli Heimir Sveins- son sem leysti mig af eina önn í fyrra við kennslu í Brown háskólanum, hafði hönd í bagga með að þetta verk gat orðið til. Þessa vini mína og fleiri ætla ég að hitta þegar ég kem til landsins. Það, ásamt tónleikunum, sem ég veit að verða góðir, vakti með mér mikla tilhlökkun meðan ég var að semja verkið, og það má meir en vel vera að sú til- hlökkun skíni í gegn í verkinu.“ Aðrir góðir gestir munu einnig sækja tríóið heim á þessum tónleikum, fiðluleikarinn Almita Vamos og víóluleikarinn Roland Vamos. Þau hjón hafa margoft sótt Ísland heim, bæði sem kennarar og flytjendur og eru einnig kominn hingað til lands til að halda námskeið fyrir nemendur tónlistardeildar Listaháskóla Íslands og Tónlistarskólans í Reykja- vík. Auk Guðnýjar skipa Tríó Reykjavíkur þeir Peter Máté píanóleikari og Gunnar Kvaran selló- leikari. Tríó Reykjavíkur frumflytur verk eftir Gerald M. Shapiro Tilhlökkun í tónlistinni Morgunblaðið/Ásdís Tríó Reykjavíkur, Gunnar Kvaran, Guðný Guðmundsdóttir og Peter Máté, ásamt Vamos-hjónunum á æfingu. Gerald M. Shapiro tónskáld var ekki kominn til landsins þegar myndin var tekin.Gerald M. Shapiro ÞAÐ er umfram allt ísmeygilegt sjónarhornið sem setur svip sinn á þetta leikrit Þorvalds Þorsteinsson- ar. Hann lætur gamminn geisa um vígvöll upplýsingabyltingarinnar en skeytir minna um uppbyggingu verksins – t.d. kemur skýringin á titli verksins aðeins í blálokin. Eins og höfundum sem tóku þátt í leik- ritasamkeppninni var uppálagt tek- ur um klukkustund að flytja verkið; tími sem nægir til að sýna ýmsa möguleika margslunginnar hug- myndar, sýna nokkrar spaugilegar hliðar á henni, velta sér upp úr mis- munandi aðstæðum og binda ein- hverskonar endahnút á herlegheit- in. Fréttamaðurinn María er gestur í Kringlusafninu, útibúi Borgar- bókasafnsins, en hún á það sameig- inlegt með starfsmönnum þar að starfa við miðlun upplýsinga. Hægt er jöfnum höndum að álíta að þörf almennings fyrir að afla sér upplýs- inga stjórnist af fróðleiksfýsn, sannleiksleit eða jafnvel áráttu- kenndri staðreyndasöfnun. Dæmin sem hér eru gefin um Maríu og Katrínu, starfsmann bókasafnsins, gefa þó frekar þá mynd af þeim sem tekur við upplýsingaflóðinu að hann sé fórnarlamb flæðisins en virkur þátttakandi. Katrín nýtir sér fréttir og heimildamyndir, sem María og kollegar hennar hafa skapað, til að byggja upp undarlega heimsmynd sem leggur áherslu á grimmd annarra þjóða, hún kaffær- ir jafnframt Maríu í einskisverðum upplýsingum. María snýst til varn- ar með því að leggja til mola af því sem hún hefur sjálf upplifað, öðrum þræði til að sanna eigið ágæti í glímunni við viðmælanda sem, eins og hún sjálf, þykist alltaf vita betur. Áherslan er á að persónurnar upp- hefja sjálfar sig á því hvaða upplýs- ingum þær búa yfir en velja ein- ungis þær upplýsingar sem henta þeim til að styðja fyrirframgefnar hugmyndir. Fyrr en varði blandast inn í atburðarásina aðrir starfs- menn bókasafnsins uppfullir af upp- lýsingum sem þeir vilja koma á framfæri sem hafa ekkert beint notagildi fyrir Maríu uns hún er komin – í þeirra augum – í alvar- lega klípu, tölvukerfið viðurkennir hana ekki, sennilega vegna gamalla ávirðinga í safninu. Hún er orðin leiksoppur afla sem virðist meira í mun að standa vörð um heim sinn heldur en að gefa öðrum hlutdeild í honum. Fréttamaðurinn, María, er það sem allt snýst um hér. Hún er öðr- um þræði fulltrúi almennings enda utanaðkomandi á safninu og sér það með augum áhorfenda. En hún er líka persóna sem aflar upplýsinga, mótar og notar sjálfri sér til fram- dráttar. Það er líka mögulegt, þar sem áhorfendur sjá atburðina með hennar augum, að atburðirnir séu skekktir og skældir til að þjóna hennar hagsmunum. Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikur Maríu blátt áfram, í samskiptum þeirra Katr- ínar er hún alvarlegi aðilinn. Þetta kemur ágætlega út enda þurfa áhorfendur fastan punkt til að styðjast við í allri vitleysunni. Katla Margrét virðist laus við ýmis gam- alkunn svipbrigði og látbragð sem hún hefur komið sér upp á ferlinum og fyrir bragðið verður leikur henn- ar mun trúverðugri og látlausari. Margrét Helga Jóhannsdóttir er á gamalkunnum slóðum í hlutverki Katrínar, búast má við að áhorf- endur hafi séð hana búa til svipaða týpu ótal sinnum – en það breytir því ekki að hér á látbragðið vel við og túlkun hennar verður bráðfynd- in. Hárnákvæm tímasetningin hefur líka mikið að segja. Sama má segja um Eggert Þorleifsson sem Guð- mann, hann gengur inn í þetta hlut- verk eins og það hafi verið skrifað fyrir hann. Hér byggist það ef til vill að einhverju leyti á fyrirfram- gefnum hugmyndum leikskálds um hvað ákveðinn leikari gerir best sem eru svo kannski byggðar á hvernig hlutverk leikarinn hefur túlkað best hingað til. Afleiðingin er að leikarinn er fastur í hringrás án möguleika á leið út úr vítahringnum og leiðin fram á við lokuð. Ilmur Kristjánsdóttir leikur tvö hlutverk. Útlit og hegðun annarrar persónunnar virðist byggt á Kenny, persónu úr teiknimyndaflokknum South Park sem notið hefur mikilla vinsælda. Í sjálfu sér ekki ýkja frumlegt en þessi hugmynd leik- stjóra þjónar þeim tilgangi að Guð- mann hafi viðmælanda og virkar mjög vel, sérstaklega þar sem áhorfendur grunar að þetta sé stúlkan sem María bíður eftir. Sköpunarkraftur Ilmar sem leik- konu nýtist svo við að móta persónu Huldu, sem kemur einungis fram í skamma stund. Þar er hvert tilsvar yfirvegað, hver hreyfing úthugsuð og gervið frábært. Leikur hennar, ógnin sem fylgir orðum hennar og viðbrögð Kötlu Margrétar bæta nokkuð úr skák þegar endirinn reynist snubbóttur. Þetta verk vekur upp vangavelt- ur um bókasöfn, fjölmiðla og upp- lýsingamiðlun og það að fylgja leiknum eftir er nokkur hugarleik- fimi fyrir áhorfendur. Það sem knýr áfram áhugann er svo að sjálfsögðu kímni höfundarins sem leikstjórinn, Stefán Jónsson, færir hér í einfald- an en afar fyndinn búning. Einfald- leikinn endurspeglast í færanlegri leikmynd Snorra Freys Hilmars- sonar og grínið í bráðsmellnum búningum Stefaníu Adolfsdóttur og leikgervum Sóleyjar Bjartar Guð- mundsdóttur. Upplýsingabyltingin étur börnin sín Morgunblaðið/Ásdís „Þetta verk vekur upp vangaveltur um bókasöfn, fjölmiðla og upplýsinga- miðlun og það að fylgja leiknum eftir er nokkur hugarleikfimi fyrir áhorf- endur,“ segir Sveinn Haraldsson meðal annars í umsögn sinni. LEIKLIST Leikfélag Reykjavíkur Höfundur: Þorvaldur Þorsteinsson. Leik- stjóri: Stefán Jónsson. Hönnun lýsingar: Kári Gíslason. Hönnun leikgerva: Sóley Björt Guðmundsdóttir. Búningahönnun: Stefanía Adolfsdóttir. Hönnun leik- myndar: Snorri Freyr Hilmarsson. Hönnun hljóðmyndar: Kristín Björk Kristjáns- dóttir. Leikarar: Eggert Þorleifsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Katla Margrét Þorgeirs- dóttir og Margrét Helga Jóhannsdóttir. Miðvikudagur 24. mars. SEKT ER KENND Sveinn Haraldsson TÓNLEIKUM Snorra Wium og Jónasar Ingimundarsonar, sem vera áttu í Tíbrá, tónleikaröð Kópavogs, í Salnum í dag er frestað af óviðráð- anlegum orsökum til sunnudagsins 9. maí næstkomandi. Tónleikum frestað ÞJÓÐSAGNASAFN Jóns Árnasonar, Íslenskar þjóðsög- ur og ævintýri, hefur verið end- urprentað en það hefur verið ófáanlegt um nokkurt skeið. Frá því að þetta stóra safn kom fyrst út fyrir nærri einni og hálfri öld hafa Íslendingar sótt þangað ómælda skemmtun og fróðleik. Þaðan hafa landsmenn flestar þekktustu táknmyndir sínar fyrir drauma, vonir, heimsku, hrylling og ógn, hvort sem það eru Bakkabræður, Djákninn á Myrká, Þorgeirs- boli, álfameyjar, huldufólk eða óskasteinar. Safnið var gefið út í sinni þekktustu mynd árið 1961 af Árna Böðvarssyni og Bjarna Vilhjálmssyni í sex stórum bindum. Það var endurprentað nokkrum sinnum. Edda útgáfa hefur nú staðið að endurprent- un þess í samstarfi við SÍBS sem gefur vinningshöfum í happdrætti sínu eintak af bind- unum. Bókin verður einnig til sölu á almennum markaði. Endurprentun sagnanna var mikið verk, enda prentuð 4.000 sett af safninu. Í hverju safni eru sex bindi, samtals um 3.485 blaðsíður. Því voru prentuð 24 þús. eintök eða um 14 milljónir blaðsíðna. Hvert sett vegur 7,6 kg og því vegur þessi stóra prentun 30 tonn og 400 kg. Þjóðsögur Jóns Árna- sonar aftur á markað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.