Morgunblaðið - 27.03.2004, Side 32
LISTIR
32 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Í ÖLLUM sölum Listasafns Íslands
er að hefjast sýning sem veitir yf-
irlit yfir þau margvíslegu viðfangs-
efni sem íslenskir listamenn feng-
ust við fyrstu þrjá áratugi 20. aldar
bæði í málara- og höggmyndalist.
Sýningin verður opnuð kl. 15 í dag
og nefnist Íslensk myndlist 1900–
1930. Landslag, þjóðsögur, manna-
myndir, goðsögur og uppstillingar
voru allt áleitin myndefni á þessu
tímabili. Fyrstu þrír áratugir 20.
aldar voru umbrotatímar í íslensku
samfélagi. Íslendingar fengu
heimastjórn árið 1904 og fullveldi
frá danska konunginum árið 1918.
Íslenskt bæjarsamfélag tók örum
breytingum á þessum tíma og
menningarsamfélagið einnig.
Fyrstu íslensku listmálararnir
komu heim eftir nám í Danmörku í
byrjun aldarinnar og hófu að sýna
verk sín. Mikilvægi þess að skapa
sjálfsímynd þjóðar sem laut yf-
irráðum erlends ríkis kemur fram á
þessum tíma og það var ekki síst
með myndefni málaranna og með
yrkisefni skáldanna sem þjóðin var
vakin til vitundar um þjóð-
areinkenni og þann fjársjóð sem Ís-
lendingur áttu í náttúru sinni og
sögu.
Á sýningunni verða um 100 verk
eftir 26 listamenn. Verkin eru úr
eigu Listasafnsins, annarra safna
eða fengin að láni úr einkaeigu.
Sýningin hefur að leiðarljósi að
sýna þau mismunandi viðfangsefni
sem listamennirnir fengust við á
þessum tíma og skoða þá öru þróun
sem verður í myndmáli málara og
myndhöggvara á fyrstu áratugum
20. aldar. Sýningin stendur til 2.
maí. Snæfell. Freymóður Jóhannsson, 1926. Eitt verkanna á sýningunni í Listasafni Íslands sem opnuð verður í dag.
Verk tuttugu og
sex listamanna á
umbrotatímum
UNGUR píanóleikari frá Síberíu, Denis Matsu-
ev, vakti gríðarlega hrifningu fyrir þremur árum
þegar hann kom fram með Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands. Þá var þriðji píanókonsert Rakhmanínovs á
efnisskránni og var leikur Matsuevs svo glæsilegur
að maður féll í stafi. Eftirvæntingin var því mikil í
Háskólabíói á tónleikum Sinfóníunnar síðastliðið
fimmtudagskvöld, Matsuev var kominn aftur og á
dagskránni hvorki meira né minna en fyrsti píanó-
konsert Tsjajkovskís, eitt vinsælasta tónverk sög-
unnar.
Matsuev vann gullverðlaunin í Tsjajkovskí-
keppninni árið 1998 (ekki fyrir tveimur árum eins
og stóð í tónleikaskránni), en fyrir þá sem ekki vita
er keppnin, sem haldin er reglulega í Moskvu, ein
sú virtasta í tónlistarheiminum. Fyrsta keppnin var
haldin árið 1958 og síðan þá hafa nokkrir píanóleik-
arar hafið feril sinn þar, t.d. sjálfur Ashkenazy.
Matsuev er því enginn aukvisi og óhætt er að full-
yrða að aðdáendur hans hafi ekki orðið fyrir von-
brigðum á fimmtudagskvöldið. Túlkun hans var
þrungin fítonskrafti án nokkurrar tæknilegrar fyr-
irstöðu; erfiðustu áttundahlaup og önnur áhættu-
atriði léku í höndum hans og voru mögnuðustu kafl-
arnir svo áhrifamiklir að maður leitaði ósjálfrátt að
sætisólum til að spenna sig fastan.
Flugeldasýningin var tempruð með mýkri köfl-
um sem Matsuev gerði prýðileg skil; innhverf byrj-
unin á hæga kaflanum var í senn blátt áfram og
skáldleg, án þess að eðlislægur sætleiki tónlistar-
innar væri yfirdrifinn. Er ekki annað hægt að segja
en að þetta hafi verið frábær píanóleikur.
Hljómsveitin spilaði nánast alltaf af öryggi,
stjórnandinn, Arvo Volmer, var greinilega með sitt
á hreinu því einleikarinn og allir hinir hljóðfæra-
leikararnir voru ávallt samtaka. Margt í hljómsveit-
arleiknum rann fallega saman við rödd píanósins,
t.d. var flautusóló Hallfríðar Ólafsdóttur einkar vel
heppnað. Strengjaleikararnir voru sömuleiðis í
góðu formi þó strengjaplokkið á undan flautusól-
óinu hefði mátt vera nákvæmara.
Sellóleikararnir áttu stundum erfitt í öðrum
verkum efnisskrárinnar, Hátíðarforleik op. 96 eftir
Sjostakovítsj og Petrúsku eftir Stravinskí. Auð-
heyrt var að á köflum voru þeir ekki alveg að spila
sömu nóturnar og var samhljómurinn falskur. Sem
betur fer gerðist það ekki oft.
Hátíðarforleikur Sjostakovítsj er óttalega lítil-
fjörlegur miðað við margt annað sem hann samdi,
en balletverkið Petrúska er ódauðlegt snilldarverk.
Fyrir utan ónákvæmni sellóleikaranna var frammi-
staða Sinfóníunnar til fyrirmyndar, túlkunin undir
stjórn Volmers var litrík og lífleg og margir hljóð-
færaleikararnir áttu glæsta spretti. Fiðlurnar voru
í heild pottþéttar, píanóleikur Guðríðar Sigurðar-
dóttur var hnitmiðaður; sömu sögu er að segja um
trompetleik Eiríks Arnar Pálssonar og klarinettu-
leik Einars Jóhannessonar.
Í stuttu máli voru þetta skemmtilegir tónleikar
þar sem Matsuev var toppurinn; megi hann koma
hingað aftur og aftur.
Tsjajkovskí sprengdur
„Voru mögnuðustu kaflarnir svo áhrifamiklir að
maður leitaði ósjálfrátt að sætisólum til að
spenna sig fastan,“ segir Jónas Sen meðal ann-
ars í umsögninni um píanóleik Denis Matsuevs.
TÓNLIST
Háskólabíó
Sjostakovítsj: Hátíðarforleikur op. 96; Tsjajkovskí: Pí-
anókonsert nr. 1; Stravinskí: Petrúska. Einleikari: Denis
Matsuev; stjórnandi: Arvo Volmer. Fimmtudagur 25.
mars.
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Jónas Sen
Kling & Bang, Laugavegi 23
Sýningu Eirúnar Sigurðardóttur
lýkur á sunnudag. Á sýningunni,
„Sundur – Saman“, hefur Eirún flutt
til landsins ritarafugl.
Opið fimmtudag til sunnudags kl.
14–18.
Sýningu lýkur
VERKEFNIÐ Handverk og hönn-
un er tíu ára um þessar mundir og
verður opnuð sýning í sýning-
arsalnum, Aðalstræti 12, kl. 16 í dag,
laugardag. Á sýningunni er bæði
hefðbundinn listiðnaður og nútíma
hönnun úr fjölbreyttu hráefni, verk
tuttugu og þriggja listamanna.
Sýningin verður síðan sett upp á
nokkrum stöðum á landinu. Fyrst í
Listasafni Árnesinga, Hveragerði í
maí. Næsti viðkomustaður verður
Norska húsið í Stykkishólmi. Ferða-
lagið mun síðan halda áfram og fer
sýningin til Ísafjarðar, Akureyrar,
að Skriðuklaustri, í Reykjanesbæ og
til Hafnar í Hornafirði.
Verkin á sýninguna voru valin af
nefndinni sem skipuð var Aðalsteini
Ingólfssyni listfræðingi, Eyjólfi
Pálssyni hönnuði og Guðnýju Magn-
úsdóttur leirlistamanni.
Sýningin stendur til 25. apríl. Opið
alla daga, nema mánudaga, kl. 13–
17.
Þetta verk eftir Margréti Jónsdótt-
ur er meðal verka á afmælissýningu
Handverks og hönnunar.
Listiðnaður
og hönnun
á afmælis-
sýningu
♦♦♦
SKÓLAKÓR Kársness og
Tónmenntarkennarafélag
Íslands standa fyrir söng-
viku barnakóra, „Europa
Cantat Junior“, dagana 12.–
18. júlí nk. í Kársnesskóla og
Salnum, Tónlistarhúsi
Kópavogs. Europa Cantat
eru ein stærstu kórasamtök
í heiminum og standa árlega
fyrir ýmsum kóramótum og
námskeiðum í samvinnu við
ýmis kórasamtök víðs vegar
um Evrópu.
„Fjöldi þátttakenda er
takmarkaður við 300 erlend
ungmenni og 100 íslensk,“
segir Þórunn Björnsdóttir
stjórnandi Skólakórs Kárs-
ness. „Við fengum mun betri
viðtökur erlendis frá en við
höfðum gert ráð fyrir og
þurftum því að neita nokkr-
um kórum um þátttöku. Það
koma tveir kórar frá Spáni,
tveir frá Þýskalandi, einn
frá Hollandi, einn frá Frakk-
landi, einn frá Rúmeníu og
einn frá Kína. Krökkunum,
sem eru á aldrinum 12–18
ára, verður skipt í fimm
vinnuhópa, „ateliers“, sem
munu æfa mjög fallega,
skemmtilega og forvitnilega
tónlist undir stjórn frábærra
barnakórastjórnenda.“
Fimm hópar verða í boði
og verða jafnmargir stjórn-
endur. Fyrst ber að nefna
námskeið fyrir lítt reynda
kórsöngvara, stjórnandi er
Arthur Robson frá Eng-
landi, þjóðlög og lög eftir
norræn tónskáld undir
stjórn Jóns Stefánssonar,
söngvar frá Austur-Evrópu,
stjórnandi er Gabriella
Thész frá Ungverjaland,
söngvar frá Nýfundnalandi
og Kanada, stjórnandi er
Susan Knight, og námskeið
fyrir reynda kórsöngvara
undir stjórn Michaels Gohl
frá Sviss.
Söngvika barnakóra í Kópavogi
Morgunblaðið/Ásdís
Í júlí næstkomandi býðst barnakórum á öllum stigum færi á að efla sig og styrkja á söngviku barnakóra.