Morgunblaðið - 27.03.2004, Side 34

Morgunblaðið - 27.03.2004, Side 34
LISTIR 34 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Næsta v ika menning@mbl.is Laugardagur Neskirkja kl. 14 Hljómsveit Tón- listarskólans í Reykjavík flytur Stúlkuna frá Arlés, Svítu nr. 2 í út- setningu Fritz Hoffmann eftir Georges Bizet, Konsert fyrir fagott og hljómsveit í F-dúr op. 75 eftir Carl Maria von Weber. Einleikari á fagott er Sigríður Kristjánsdóttir. Lokaverkið er sinfónía í h-moll (ófullgerða sinfónían) D 759 eftir Franz Schubert. Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson. Gerðarsafn kl. 14 Sýning á verk- um Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar, JBK Ransu og Guðrúnar Veru Hjartardóttur. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Listasafn Íslands kl. 15 Sýningin Íslensk myndlist 1900–1930 verður opnuð í öllum sölum safnsins. Borgarleikhúsið kl. 15.15 Caput flytur verk eftir Svein Lúðvík Björnsson: Egophonic I–V fyrir ein- leikshljóðfæri og tónband II–V kafl- inn er frumfluttur. Flytjendur eru Eydís Franzdóttir, óbó, Guðni Franzson, klarinett, Kolbeinn Bjarnason, flauta, Pétur Jónasson, gítar, og Sigurður Halldórsson, selló. Langholtskirkja kl. 17 Söngsveit- in Fílharmonía og hljómsveit flytja tvö kórverk, Dixit Dominus eftir G. F. Handel og Pákumessu eftir J. Haydn. P. Einsöngvarar eru Hlín Pétursdóttir sópran, Xu Wen sópr- an, Sesselja Kristjánsdóttir mezzo- sópran, Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Davíð Ólafsson bassi. Stjórnandi er Óliver Kentish. Hátíðarsalur Frímúrarareglunn- ar, Skúlagötu 55, kl. 17 Frímúrara- kórinn flytur m.a. þekkt lög úr söng- leikjum og kvikmyndum auk hefðbundinna karlakórslaga. Ein- söngvarar eru Jóhann Sigurðarson, Friðbjörn G. Jónsson og Eiríkur Hreinn Helgason. Jónas Þórir Þór- isson og Hjörleifur Valsson leika á píanó og fiðlu. Stjórnandi er Jón Kristinn Cortez. Hveragerðiskirkja kl. 17 Karla- kórinn Heimir úr Skagafirði heldur tónleika undir stjórn Stefáns R. Gíslasonar. Undirleikari er Thomas R. Higgerson og einsöngvarar eru Margrét S. Stefánsdóttir og Sigfús Pétursson. Thorvaldsen bar við Austurvöll, kl. 17 Ólöf Björg Björnsdóttir opnar sýninguna „Næturgalin(n) í morg- unkyrrðinni“. Ólöf Björg er útskrif- uð með BA-gráðu frá LHÍ. Einnig hefur hún stundað nám á Spáni og numið hjá kóreskum meistara í mál- aralist. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, m.a. á Kjarvalsstöðum og Art Hobler í Porto, Portúgal, og haldið nokkrar einkasýningar. Sýn- ingin stendur til 7. maí. Sögufélag í Fischersundi kl. 17.15 Vigfús Geirdal sagnfræðingur flytur fyrirlestur á fundi Sagnfræð- ingafélags Íslands. Erindið nefnist „Saga Vestur-Íslendinga: Safn til sögu Íslands eða innlegg í fjölmenn- ingarsögu Vesturheims?“ Umræður að fyrirlestri loknum. Vigfús er sjálfstætt starfandi fræðimaður í ReykjavíkurAkademí- unni og hefur m.a. fengist við rann- sóknir á sögu Vestur-Íslendinga. Allir eru velkomnir. Gallerí Tukt, Hinu húsinu Nú stendur yfir sýning listnema á tillög- um að veggspjaldi Unglistar 2004. Nemarnir eru á fyrsta ári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Ein af tillögunum verður síðan valin til að vera veggspjald unglistar 2004 sem haldin verður í nóvember. Sýn- ingin stendur til 29. apríl. Sunnudagur Ýmir kl. 14 og kl. 17 Karlakór Reykjavíkur, eldri kór, og Karlakór- inn Heimir. Stjórnandi er Kjartan Sigurjónsson. Þjóðmenningarhús kl. 14 Dag- skrá um skáld mánaðarins. Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur og rithöfundur segir frá Matthíasi Jochumssyni ungum en hún hefur unnið að ævisögu Matthíasar um nokkurt skeið. Ólafur Kjartan Sig- urðarson syngur lög við ljóð alda- mótaskálda við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Skáld mánaðar- ins eru að þessu sinni fjögur, Matt- hías Jochumsson, Theodóra Thor- oddsen, Steingrímur Thorsteinsson og Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum. Í bókasal stendur yfir sýning á verk- um þeirra. Aðgangur er ókeypis. Hafnarborg kl. 14 og 16 Ragn- heiður Gestsdóttir les úr barnabók- um í tilefni af sýningu sinni sem nú stendur yfir í Hafnarborg. Þar sýnir hún frumgerðir myndlýsinga úr barnabókum. Gunnarsstofnun, Skriðuklaustri kl. 14.30 Einar Már Guðmundsson les úr verkum sínum og fjallar um hugðarefni sín. Auk þess mun franska listakonan Anne Pesce sýna vídeóverk sem hún hefur unnið síð- ustu vikur í gestaíbúðinni í Klaustr- inu. Listaverk í eigu Gunnarsstofn- unar eru til sýnis, einnig nokkrir munir frá Þjóðminjasafni Íslands. Verk eftir Anne Pesce verða jafn- framt til sýnis í galleríi Klaustri. Hallgrímskirkja kl. 16 Magnificat eftir Bach og Buxtehude, og kant- atan Önd mín miklar Drottin eftir Bach. Hátíðar- tónleikar í tilefni af boðunardegi Maríu. Flytjend- ur eru Mótettu- kór Hallgríms- kirkju, Kammersveit Hallgrímskirkju, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran, Magnús Baldvins- son bassi, Marta Guðrún Halldórs- dóttir sópran og Gunnar Guðbjörns- son tenór. Stjórnandi Hörður Áskelsson. Neskirkja kl. 17 Borgarkórinn syngur íslensk og erlend sönglög, kirkjuleg verk og veraldleg frá ýms- um tímum tónlistarsögunnar. Ein- söngvari með kórnum er Þórunn Guðmundsdóttir sópransöngkona. Á flygilinn leikur Ólafur Vignir Al- bertsson. Stjórn- andi er Sigvaldi Snær Kaldalóns. Salurinn kl. 20 Miklós Dalmay flytur ungverska píanótónlist: Chapelle de Guill- aume Tell, Les cloches de Gen- éve, Le mal du pays, Eglogue og Vallée d’Obermann eftir Franz Liszt, Leikir I og II (Játékok) eftir György Kurtág og Suite op. 14 og Allegro barbaro eftir Béla Bartók. Hafnarborg kl. 20 Tríó Reykja- víkur frumflytur verk eftir Gerald M. Shapiro, Piano Trio #2, sem er sérstaklega samið fyrir tríóið. Gestir þeirra á tónleikunum eru fiðluleik- arinn Almita Vamos og víóluleikar- inn Roland Vamos. Hótel Borg kl. 21 Jónsson/Grön- dal-kvintett leikur á tónleikum Jazz- klúbbsins Múlans. Fluttur verður ís- lenskur nútímadjass. Kvintettinn skipa Haukur Gröndal, Ólafur Jóns- son, Agnar Már Magnússon, Morten Lundsby og Erik Qvick. Borgarleikhúsið kl. 21 Leikhóp- urinn á Senunni frumsýnir kabarett- inn Paris at night á Litla sviðinu. Kabarettinn er byggður á ljóðum eftir Jacques Prévert sem Sigurður Pálsson hefur þýtt. Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Felix Bergsson eru tvö á sviðinu með þriggja manna hljómsveit undir stjórn Karls Ol- geirssonar. Leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir. Mánudagur Listaháskóli Íslands Laugarnes- vegi 91, kl.12.30 Bryndís Snæ- björnsdóttir myndlistarmaður fjallar um eigin verk. Bryndís er prófessor við Valand-listaháskólann í Gautaborg en býr í Englandi. Ráðhús Reykjavíkur kl. 20 Stór- sveit Reykjavíkur heldur tónleika í tilefni af 60 ára afmæli Þóris Bald- urssonar. Þórir verður stjórn- andi, útsetjari og einleikari með sveitinni en tón- leikarnir eru haldnir á afmælis- daginn sjálfan. Auk þess koma við sögu Savanna- tríóið, Hljómar frá Keflavík, Björgvin Halldórsson og Andrea Gylfadóttir. Salurinn kl. 20 Ungverjarnir Barnabás Kele- men fiðluleikari og Gergely Bog- ányi píanóleikari flytja Sónötu í c- moll fyrir fiðlu og píanó eftir Beethoven, Sóló- sónötu fyrir fiðlu eftir Bartók, Són- ötu í d-moll eftir Brahms og Rapsódíu nr. 2 eftir Bartók. Þeir eiga báðir glæstan feril að baki og koma við í Salnum á leið sinni til tónleikahalds í Carnegie Hall í New York. Þriðjudagur Listasafn Íslands kl. 12.10–12.40 Rakel Pétursdóttir deildarstjóri fræðsludeildar verður með leiðsögn um sýninguna Íslensk myndlist 1900–1930. Íslenska óperan kl. 12.15 Buxna- meyjar og blómasendlar er yfirskrift hádegistónleikanna. Flutt verða at- riði úr óperunni Rósariddaranum eftir Richard Strauss, tengd saman með sönglögum Strauss. Söngvarar eru Hulda Björk Garðarsdóttir sópr- an, Sesselja Kristjánsdóttir mezzó- sópran, Garðar Thór Cortes tenór, Ólafur Kjartan Sigurðarson baríton og Davíð Ólafsson bassi. Kurt Kop- ecky leikur á píanó. Salurinn kl. 20 Hátíðatónleikar í tilefni 40 ára afmælis Tónskóla Sig- ursveins D. Kristinssonar. Langholtskirkja kl. 20 Söngsveit- in Fílharmonía, einsöngvarar og hljómsveit flytja Dixit Dominus eftir G. F. Handel og Pákumessu eftir J. Haydn. Goethe-Zentrum, Laugavegi 18, kl. 20 Holly-Jane Rahlens les upp úr bók sinni „Prinz William, Maximilian Minsky und ich“. Fyrir bókina hreppti hún Þýsku unglingabóka- verðlaunin árið 2003. Miðvikudagur Langholtskirkja kl. 20 Vox aca- demica og Háskólakórinn halda tón- leika ásamt hljómsveitinni Jón Leifs Camerata. Einsöngvari er hinn ell- efu ára gamli Ísak Ríkharðsson. Flutt verður Night eftir Báru Gríms- dóttur, Christ Lag in Todes Banden eftir Johann Sebastian Bach og Chichester Psalms eftir Leonard Bernstein. Hljómsveitina skipa 30 hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljóm- sveit Íslands. Stjórnandi er Hákon Leifsson. Loftkastalinn kl. 20 Vortónleikar Lúðrasveitarinnar Svans. Stjórn- andi er Rúnar Óskarsson. Nú um stundir hefur sveitin spilað í leikrit- inu Meistarinn og Margaríta sem sýnt er í Hafnafjarðaleikhúsinu. Salurinn kl. 20 Tónskóli Sigur- sveins D. Kristinssonar heldur há- tíðatónleika á 40 ára afmæli skólans. Fimmtudagur Langholts- kirkja kl. 20 Karlakórinn Stefnir flytur kunn íslensk og erlend sönglög. Frumflutt verða tvö lög eftir Atla Guðlaugsson söngstjóra, „Út- reiðatúr“ við texta eftir formann kórsins, Hörð Björgvinsson, og „Svo mælti sumarnóttin“, við ljóð Sverris Pálssonar. Einsöngvari er Elín Ósk Óskarsdóttir. Undirleikari er Sig- urður Marteinsson. Elín Ósk Óskarsdóttir Magnús Baldvinsson Barnabás Kelemen Þórunn Guðmundsdóttir Þórir Baldursson Morgunblaðið/Golli Kjartan Sigurjónsson heldur hér um tónsprotann á æfingu Eldri félaga Karlakórs Reykjavíkur. Eldri félagar KarlakórsReykjavíkur og Karla-kórinn Heimir í Skaga-firði halda sameig- inlegar söngskemmtanir í Ými við Skógarhlíð á sunnudag, kl. 14 og kl. 17. Söngstjóri eldri félaga er Kjartan Sigurjónsson. Einsöngvari er Eiríkur Hreinn Helgason og undirleik annast Bjarni Þ. Jón- atansson. Söngstjóri Karlakórsins Heimis er Stefán R. Gíslason, ein- söngvarar eru Margrét Stef- ánsdóttir og Sigfús Pétursson en und- irleikari Thomas R. Higgerson. Fyrir ári voru eldri félagar Karlakórs Reykjavíkur gestir Karlakórsins Heimis í Skagafirði og héldu með þeim tónleika í Mið- garði. Að hætti góðra gesta endur- gjalda þeir heimsóknina og bjóða nú Heimismönnum í tónleikasalinn sinn í Ými við Skógarhlíð. „Við syngjum hálfa tónleika og gestir okkar hálfa,“ segir Kjartan „og saman syngjum við tvö lög.“ Kjartan hefur stjórnað Eldri kór Karlakórs Reykjavíkur á annan áratug og þekkir söngmenn flesta vel. „Það er lítið um kornunga menn í okkar röðum en kórinn er þannig til komin að eldri félögum úr Karlakórnum þótti of mikið að mæta á æfingar tvisvar í viku og vildu minnka við sig án þess að klippa á söngtaugina. Þá var gripið til þess ráðs að stofna þennan kór eldri félaga og hann hefur starfað með miklum blóma allt frá upp- hafi. Nú hefur hann á að skipa 50 söngvönum mönnum.“ Þegar Kjartan er spurður að því hvort stemning í karlakórum sé svipuð og þekkist í hópíþróttum, svarar hann því til að svo geti vel verið. „Félagslífið í kórnum er af- spyrnugott en það er söngurinn sem sameinar fyrst og fremst. Til- fellið er að menn loka sig frá dags- ins önn í ljúfum söng og lyfta sér í hæðir. Það má t.d. sjá á því hversu vel menn mæta á æfingar. Einu sinni í viku æfum við og það er yfir 90% mæting. Við höfum náð býsna góðum árangri á hinum ang- urværa væng söngsins en erum þó engar liðleskjur þegar kemur að hressilegum söng, það er nauðsyn- legt að rífa vel í öðru hvoru. Á tón- leikum hef ég oft þann háttinn á að spjalla við áheyrendur á léttum nótum og reyni að ná til þeirra í gegnum húmorinn. Það brýtur nið- ur vegg milli flytjenda og áheyr- enda ef hlátur er með í för. Söng- urinn verður líka léttari og allt fær á sig bjartan sólskinsblæ. En ég hef þó ekki gefið mig út fyrir að vera atvinnuhúmoristi,“ segir Kjartan hressilega. Það sem sjaldan heyrist „Við byrjun vanalega æfingar í október og erum oftast út apríl, þá er hápunktinum náð,“ segir Kjart- an þegar hann er spurður um starfsárið. „Við reynum fyrir okk- ur með efnisskrána á æfinga- tímabilinu, hendum út því sem ekki syngst vel og hlúum að öðru. En í aðalatriðum erum við með hefð- bundin karlakóralög, en flytjum gjarnan það sem sjaldan heyrist. Á tónleikunum nú flytjum við t.d. lög sem ég hef raddsett sjálfur. Nú svo flytjum við alveg yndislegt lag eftir Pálmar Eyjólfsson sem ekki hefur mikið heyrst. Lagið er við ljóð Hannesar Hafsteins og heitir Sjó- mannasöngur. Svo flytjum við Her- mannakórinn úr Faust eftir Gou- nod, það er mjög hressilegt lag og gaman að flytja það.“ Kjartan segir vetrardagskránni ekki alveg lokið með þessum tón- leikum, því kórinn klykkir út með söngferðalagi. „Við högum okkur að hætti farfuglanna og leggjum í söngferðalag 17. apríl. Lendum á Snæfellsnesinu og höldum tónleika á Hellissandi og í Stykkishólmi.“ Á angurværum væng STIKLA Kórtónleikar í Ými helgag@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.