Morgunblaðið - 27.03.2004, Page 36
Á HVERJU sumri koma nokkur
hundruð manns frá u.þ.b. 25 löndum
til Oxford til að sækja nám við
Christ Church-háskólann. Meðal
þeirra eru amerískir forstjórar,
hundabúseigendur frá Suður-
Afríku, danskir kvensjúkdómalækn-
ar og brasilískar húsmæður á aldr-
inum 22 til 92 ára.
Fyrst var boðið upp á sumarnám-
skeið við Christ Church árið 1990 og
er hægt að velja um 50 vikunám-
skeið sem haldin eru á sex vikna
tímabili í júlí og ágúst. Boðið er upp
á nám í heimspeki, kvikmyndum,
bókmenntum Jane Austen og J.R.R
Tolkiens, miðaldaklaustrum, bresk-
um görðum og morðsögum með
sögusviðið í sjálfri Oxford svo eitt-
hvað sé nefnt. Kennarar eru ýmist
frá Oxford eða öðrum háskólum,
sem og leiðbeinendur sem valdir eru
vegna sérfræðiþekkingar sinnar.
Nemendur gista í herbergjum
sem mörg hver hafa sameiginlegar
setustofur og deila baðherbergjum
einnig með öðrum, en einnig er hægt
að fá stærri herbergi með sér bað-
herbergi. Nokkuð er um að sömu
nemendurnir komi ár eftir ár og sum
námskeiðin fyllast fljótt.
Sumarnámskeiðin ganga undir
nafninu „The Oxford Experience“,
og eru haldin á tímabilinu 4. júlí til
14. ágúst og er boðið upp á 10 nám-
skeið í hverri viku. Aðeins 12 nem-
endur eru á hverju námskeiði. Hægt
er að sækja um fram í miðjan maí,
en lengur um þau námskeið sem
ekki eru orðin fullbókuð þá. Kostn-
aður fyrir vikunámskeið nemur 615
pundum fyrir íbúa Evrópusam-
bandsins en 855 pund fyrir nem-
endur utan þess. Í gjaldinu er inni-
falin kennsla, húsnæði og fullt fæði.
Skoðunarferðir þarf að greiða fyrir
aukalega og eins ef viðkomandi vill
herbergi með sér baðherbergi.
OXFORD | Fjölbreyttir námsmöguleikar í sumarleyfinu
Lært á lífið á sumarnámskeiði
Program admin. the Oxford Ex-
perience, University of Oxford,
Dept. for Continuing Education,
1 Wellington Square, Oxford OX1
2JA, U.K.
Sími: (44-1865) 280-350, fax
(44-1865) 270-314.
Veffang: www.conted.ox.ac.uk/
international-programmes/
OxfordExperience.htm.
Netfang: ipoxexp@conted.ox-
.ac.uk;
Morgunblaðið/Ómar
Christ Church: Matsalur skólans.
FERÐALÖG
36 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SÍÐASTA sumar lagði Söngfjelag
eldri borgara í Reykjavík upp í ferð
til Finnlands, Rússlands og Eist-
lands.
Í hópnum voru 54 einstaklingar.
Þorsteinn Magnússon var far-
arstjóri, Kristín Sæunn Pjet-
ursdóttir er stjórnandi kórsins og
meðleikari er Hólmfríður Sigurð-
ardóttir píanóleikari. Blaðamaður
hitti hópinn á Grand Hótel þegar
ferðin var rifjuð upp og myndir skoð-
aðar.
„Ferðin var frábær, hún krafðist
mikils undirbúnings og vinnu við æf-
ingar, en það stóðu sig allir ótrúlega
vel,“ sagði Kristín sem hefur stjórn-
að kórnum frá árinu 1987 en Söngfje-
lagið var stofnað árið 1986. „Við vor-
um með stíft prógram, fulla efnisskrá
og frábæran einsöngvara, Þorstein
Bjarnar bariton,“ sagði hún. „Ég hef
bjargfasta trú á gildi markvissrar
tónlistariðkunar eldra
fólks, hún þjálfar m.a.
hugann og styrkir
minnið.“
Margir virtust sam-
mála um að það hafi
verið magnað að fara til
Pétursborgar í Rúss-
landi og mikil reynsla
að syngja þar. Kletts-
kirkjan í Helsinki var
einnig mjög minnis-
stæð. Nokkrir nefndu
að stríðsminjasafnið í
Tallin hefði verið
áhrifamikið.
Hápunktar
ferðarinnar
Elfa Thoroddsen fór
með í ferðina og segist
hafa verið í „klappliðinu“. Henni
þótti ferðin frábær, Pétursborg eft-
irminnilegust. Bjarni Bragi Jónsson
hagfræðingur sagði að ferðin hafi
heppnast einstaklega vel og verið
viðburður sem ætti eftir að lifa áfram
með honum. Hann nefndi Borgå og
Klettskirkjuna en þangað kom fjöldi
áheyrenda, meðal annarra félagar úr
Söngfélagi sænskumælandi Finna og
félagar úr samtökum eldri borgara.
„Það risti djúpt að hitta Eistana, en
land þeirra er sorgmóðugt land,“
sagði hann.
Eins og menn muna voru Finnar
allra þjóða höfðinglegastir þegar
gaus í Vestmannaeyjum og gáfu
hingað mörg hús. Því þótti viðeigandi
að færa Finnum hraungrýti úr gos-
inu og var hraunmolum raðað á borð
í anddyri kirkjunnar og tónleikagest-
um boðið að taka sér mola heim. Jón
Baldvin Hannibalsson sendiherra
tók að sér að koma afgangi hraunsins
til skólabarna í Finnlandi.
Páll Sigurðsson, fyrrv. ráðuneyt-
isstjóri, var sérlega hrifinn af Péturs-
borg og Tallin. Hann sagði að ekkert
hefði klikkað í ferðinni
nema rúturnar í Rúss-
landi sem voru ótrúlega
lélegar.
Elías Valgeirsson
rafvirki er elsti kór-
félaginn, 92 ára gamall.
Hann sagði að í hópn-
um hafi verið líkt og all-
ir væru á sama aldri.
„Aldurinn var auka-
atriði,“ sagði hann og
að ferðin hafi verið ein-
staklega góð, „gott veð-
ur og góð fararstjórn,
gott skipulag,“ sagði
hann.
Bryndís Víglunds-
dóttir, sem tók þátt í
því að skipuleggja,
ferðina nefnir minn-
isstæð atvik úr ferðinni. Á áttunda
degi í Pétursborg var slagveður, rok
og rigning. Lagt var í skoðunarferð
um borgina kl. 8.30. Í borginni eru
120 söfn, fjöldi háskóla, óperuhúsa og
leikhúsa. Þar er Marmarahöllin og
Vetrarhöllin sem hópurinn skoðaði
eftir að hafa beðið í langri biðröð í
rigningu til að komast inn.
Söngfjelagið hélt svo, eftir stífa
skoðunarferð, tónleika í stórglæsi-
legri neðanjarðarhvelfingu sem er
safn og minnismerki um þá sem féllu
í umsátrinu um Leningrad 1941–
1945. Flestir þeirra sem féllu voru
konur og börn.
Boð hjá sendiherra
Kórfélagar skiptust á að skrifa í
dagbók sem er viðburðarík enda
spannar hún marga sögulega staði.
Annan dag ferðarinnar var sungið í
Klettskirkjunni sem á sér sennilega
ekki hliðstæðu í öllum heiminum, því
hún er höggvin í klett.
Á þriðja degi ferðarinnar þáði kór-
inn gott heimboð til Jóns Baldvins
sendiherra og Bryndísar Schram. Á
fjórða degi var haldið til Borgå og
var Borgar Garðarsson leikari
leiðsögumaður hópsins. Fjórði dag-
urinn var reyndar þjóðhátíðardag-
urinn 17. júní. Sungið var fyrir eldri
borgara og borgarstjórinn í Borgå
hafði móttöku fyrir hópinn. Þetta er
aðeins dæmi úr ógleymanlegri ferð.
Bryndís Víglundsdóttir sagði að
meðalaldur kórfélaga væri um 75 ár
og að allir hafi mætt löngum dögum í
ferðinni með dugnaði og gleði, en
enginn kvartað. „Það skipti okkur
miklu að fá tilfinningu fyrir stöð-
unum og menningu þeirra,“ sagði
hún og því hafi þau haft nóg að gera,
að skoða og fræðast frá því snemma
á morgnana þangað til seint á kvöld-
in þá níu daga sem ferðin stóð.
Dýrleif Jónsdóttir kórfélagi skrif-
ar í lok dagbókarinnar um ferðina:
„Stóru ferðinni okkar var lokið og við
öll, 54 talsins, komin heim, heilu og
höldnu. Við þökkum guði og góðum
stjórnendum fyrir farsæla og eft-
irminnilega ferð. Við upplifðum
margt, sáum ótrúlegar hallir,
kirkjur, byggingar o.fl. Við sungum
fimm konserta og við ýmis tækifæri
lag og lag, t.d. í kirkjum og heimilum
eldri borgara sem við heimsóttum.
Við vorum jú í söngför. Vonandi
geymist margt í minni okkar, ekki
síst það að okkur gekk vel að syngja
og við sungum af hjartans lyst.“
SÖNGFERÐ | Ævintýri Söngfjelagsins
Eftirminnilegt: Kórfélögum fannst magnað að syngja í Klettskirkju í Finnlandi – hún er höggvin í klett.
Aldurinn er
aukaatriði
Söngfjelag eldri borgara í Reykjavík fór í
ógleymanlega ferð til Finnlands, Eistlands
og Rússlands á liðnu ári. Félagar hittust
síðar og rifjuðu upp helstu viðburði þessa
ferðalags.
Bryndís Víglundsdóttir:
Tilfinning fyrir stöð-
unum mikilvæg.
Pétur mikli keisari er nefndur faðir
Pétursborgar, en borgin var árið
1703 kölluð „glugginn“ hans til
Evrópu. Pétursborg átti að sameina
rússneska hefð en hafa evrópskt yf-
irbragð. Petursborg er sögð menn-
ingarmiðstöð Rússlands, og hefur
undanfarin ár verið á hraðri upp-
leið sem ein af höfuðborgum Evr-
ópu. Hún er næst stærsta borg
Rússlands.
Í Pétursborg eru óviðjafnanlegar
byggingar og ólýsanleg torg, lista-
söfn með verkum eftir menn eins og
Leonardo Da Vinci og Raphael.
Dæmi um gersemar í borginni er
Hermitage listasafnið fræga sem
var áður vetrarhöll keisarafjöl-
skyldunnar og Péturshof sem var
sumarhöllin fyrir utan borgina.
Pétursborg
TENGLAR
.....................................................
www.tallinn.ee/eng
www.original-st-petersburg.com
www.russia-travel.com
www.hel.fi
www.russia-travel.com/Exc-
ursionsSPB.htm
guhe@mbl.is
Dómkirkjan í Tallin.
Ódýrari bílaleigubílar
fyrir Íslendinga.
Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku.
Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur,
allar tryggingar.
(Afgr. gjöld á flugvöllum).
Aðrir litlir og stórir bílar 6-7 manna,
minibus og rútur.
Sumarhús og íbúðir.
Norðurlönd og Mið - Evrópa.
Hótel. Heimagisting. Bændagisting.
www.fylkir.is sími 456-3745
Bílaleigubílar
Sumarhús
DANMÖRKU
Laugavegi 32 sími 561 0075
Glæsilegt úrval
af yfirhöfnum
Kringlunni, s. 588 1680
Seltjarnanesi s. 561 1680
iðunn
tískuverslun
DILBERT
mbl.is