Morgunblaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 37
FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 37 Á VEGUM ferðaskrifstofunnar Langferða verður boðið upp á ferðir til grísku eyjarinnar Zakynthos í sumar. Eyjan er ein Jónísku eyjanna undan Peloponskaganum við vest- urströnd Grikklands. Að sögn Tóm- asar Tómassonar framkvæmdastjóra er eyjan vel þekkt í Evrópu sem áfangastaður meðal Englendinga og Norðurlandabúa. „Íslendingar eiga sér ákveðna draumsýn um grísku eyjarnar,“ segir hann. „Þær eiga að vera litlar með úrval af fallegum ströndum, þar sem boðið er upp á grískan mat. Þessi eyja uppfyllir þessar óskir. Hún er lítil, falleg eyja og óvenju gróðursæl vegna rakans yf- ir vetrarmánuðina, sem er mun meiri miðað við eyjar í Eyjahafinu. Það sér- staka við þessa eyju er að snemma vors skríður ein tegund af risaskjald- bökum á land að næturlagi og verpir í fjörusandinum. Búið var að ganga ansi nærri þessari tegund um tíma og þess vegna hefur sumstaðar verið gripið til tímabundinnar friðunar í nokkrar vikur snemma vors til að koma í veg fyrir að baðstrandargestir stígi á eggin og brjóti. Ég hef heyrt að á þessum tíma eigi skjaldbökurnar til að svamla um í sjónum innan um baðstrandargesti.“ Ferðaskrifstofan býður upp á tvær kynnisferðir á sérstökum kjörum í júní, 1. júní og 8. júní. Flogið er að morgni með Iceland Express til Kaupmannahafnar og þaðan sam- dægurs beint til Zakynthos. Á heim- leiðinni er flogið um Kaupmannahöfn og áfram samdægurs til Íslands. „Aðalsamstarfsaðili okkar er Kuoni Scandinavia og ferðaskrif- stofan Apollo, sem er stærsti ferða- skipuleggjandi Grikkja á Norður- löndum, en Apollo býður yfir 30 áfangastaði í leiguflugi frá Kaup- mannahöfn til flestra þeirra,“ segir Tómas. „Við völdum Zakynthos sem ákvörðunarstað vegna þess að þetta er dæmigerð grísk eyja og að hægt er að komast þangað samdægurs.“  GRIKKLAND | Zakynthos í Jóníska eyjaklasanum Strendur Zakynthos: Eyjan er lítil og þykir óvenju gróðursæl. Risaskjaldbökur og náttúrfegurð www.kuoni.is www.apollorejser.dk www.zakynthosnet.gr www.zanteweb.gr Washington í blóma MÖRGUM þykir Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, fallegust á vorin. Í borg- inni er mikill gróður og í lok mars og byrjun apríl blómstra kirsuberjatrén sem setja svo sterkan svip á borgina á þessum árstíma. Sumum þykir ekkert jafnast á við fegurð trjánna í blóma og ýmislegt er gert í borginni á hverju ári þegar hin ljósbleiku blóm þeirra skarta sínu fegursta. Í borginni eru um það bil 3.700 kirsuberjatré og þeim til heiðurs er haldin Kirsuberjahátíð frá 27. mars til 11. apríl og markar hátíðin venjulega upphafið á ferðamannatímabilinu í Washington D.C. 3. apríl verður farin ár- leg skrúðganga, en kirsuberjatrén í Washington eru aðallega afkomendur trjáa sem Japan gaf Bandaríkjunum ár- ið 1912 í tilefni af 60 ára vináttu- sambandi þjóðanna. Þegar kirsuberja- trén fella blómin taka glóðarósirnar við, en þær eru dökkbleik tegund alparósa, og lífga upp á borgina. Í tilefni kirsu- berjahátíðarinnar verður ýmislegt í boði í Washington og ættu ferðalangar ekki að missa af götuhátíðinni sem verður 3. apríl frá hádegi til kl. 18.00 á 12th Street og Pennsylvania Avenue í Norð- vesturhluta Washington. Vínskóli í Róm Þegar gengið er niður Spænsku tröpp- urnar og aðeins til hægri er komið að byggingu sem árum saman var heimili fjölskyldu í Róm og var seinna notuð sem leikmynd fyrir eina af myndum Bertoluccis. Nú er byggingin í eigu Rob- erto Wirth sem er einnig eigandi Hass- ler-hótelsins sem er einmitt staðsett fyrir ofan tröppurnar, en hann hefur lagt mikið í að koma á fót uppáhalds- verkefni sínu, fyrsta vínskólanum í Róm, International Wine Academy of Roma. Skólinn er nýlega tekinn til starfa en býður upp á ýmiss konar námskeið. Þar af eru tvö námskeið sem henta vel þeim ferðamönnum sem hafa áhuga á að blanda vínsmökkun og kynnisferð- um um borgina saman. Annars vegar er um að ræða vínsmökkun sem boðið er upp á á hverju virku kvöldi og er ágætis upphitun fyrir kvöldverð í borg- inni. Engin þörf er á að bóka fyrirfram, heldur mætir fólk kl. 18.00 við inngang- inn á Vicolo del Bottino, sem er lítið sund sem liggur að Piazza di Spagna. Hins vegar er um að ræða hálfsdags námskeið og er hádegisverður innifal- inn. Panta þarf fyrirfram. Hægt er að fá gistingu með morgunverði á Hassler Hotel. Nýr rússibani í Tívolíinu í Kaupmannahöfn Tívolíið í Kaupmannahöfn, sem starfað hefur frá árinu 1843, opnar 16. apríl næstkomandi og segja sumir að þegar það gerist sé sumarið komið í Dan- mörku. Sama dag verður stærsti rússi- bani í Danmörku tekinn í notkun, en á honum eru þrjár lykkjur og nær hann 80 km hraða á klukkustund. Hægt er að kaupa miða inn í Tívolíið við inngang- inn og borga sérstaklega fyrir einstakar ferðir. Auk þess er hægt að kaupa miða sem gildir fyrir eins mörg tæki og þú vilt. Þriðji möguleikinn er að kaupa miða sem gildir einu sinni í hvert tæki. Tívolí opnar kl. 11 á morgnana og um kl. 11.30 eru nokkur tæki komin í gang. Öll tæki eru hins vegar í gangi frá kl. 14.00 og fram að lokun. Panta þarf miða fyrir ýmsar uppákomur í Tívólí í miðasölunni. Fólki er bent á að verða sér úti um bæklinginn Tivoli Guide við innganginn. Þar er að finna kort og ýmsar gagn- legar upplýsingar bæði á dönsku og ensku. Einn veitingastöðanna í Tívolí, The Paul, er einn þriggja veitingastaða í Dan- mörku sem nýlega hlutu hina eftirsóttu viðurkenningu, Michelin-stjörnuna. Tivoli Vesterbrogade 3P Postboks 2331630 København V Sími: +45 33 15 10 01 Miðasala: +45 33 15 10 12 Netfang: info@tivoli.dk Veffang: www.tivoli.dk/ Nánari upplýsingar um vín- smökkun og námskeið í The Int- ernational Wine Academy of Roma: Veffang: www.wineacademyroma.com Sími: 0039 0669 90878 Netfang: morriconi@w- ineacademyroma.com Hassler Hotel Veffang: www.hotelhasslerroma.com Sími: 0039 0669 9340 Netfang: info@hotelhasslerroma.com Nánari upplýsingar um Kirsu- berjahátíðina í Washington: Veffang: www.washington.org Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk sími 004532975530 • gsm 004528488905 Kaupmannahöfn - La Villa Alltaf ód‡rast á netinuÍSLE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 22 35 0 1 0/ 20 03 Glasgow 14.490 kr. London 16.900 kr. Kaupmhöfn 16.900 kr. Hamborg 16.900 kr. Berlín 16.900 kr. Nýr netsmellur  Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun  Nýttu þér áratuga reynslu okkar og traust í fasteignaviðskiptum Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 Velkomin í Stykkishólm! Fjölbreytt afþreying - fjölbreytt þjónusta - í fallegum bæ!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.