Morgunblaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 38
DAGLEGT LÍF 38 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Við erum einfaldlega aðreyna að vekja athyglifólks á því hvernig þaðsjálft getur með heilbrigðu líferni fyrirbyggt sjúkdóma og aðra óáran, sagði Unnur Halldórsdóttir, sem undanfarin þriðjudagskvöld hef- ur ásamt hópi aðventista staðið að fræðslu og fyrirlestrum fyrir áhuga- sama um betri heilsu og bætt líf í Suðurhlíðarskóla. „Við erum ekki að troða neinum boðskap upp á neinn og mælum heldur ekki með neinum sér- stökum kúrum, en við leggjum áherslu á heilbrigt líferni og var- anlega lífsstílsbreytingu.“ Unnur, sem búsett var vestanhafs í um þrjátíu ár en fluttist til Íslands á ný fyrir tíu árum, hefur lengi ástund- að líferni, sem stuðlar að heilbrigðri sál í hraustum líkama, en það var ekki fyrr en hún kynntist af eigin raun heilsuhælinu Weimar Institute í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum, að hún sá með eigin augum hverju lífsstílsbreyting ein og sér getur áorkað enda hafi hún horft upp á dæmi þess að sykursýkisjúklingar hafi losnað við innsúlínsprautur með því einu að taka eigið mataræði og hreyfingu í gegn. „Við leggjum áherslu á átta meginatriði, standi vilji manna til þess að lifa heilbrigðu lífi,“ segir Unnur um leið og hún leiðir blaða- mann um sali Suðurhlíðarskóla, þar sem átta fræðslubása er að finna með stórum veggspjöldum. „Ameríkanar kalla þessa stefnu „newstart“, en hver stafur í orðinu stendur fyrir ákveðinn lífsstíl. N-ið stendur fyrir „nutrition“ eða næringu, e-ið fyrir „exercise“ eða æfingu, w-ið fyrir „water“ eða vatn, s-ið fyrir „sun- shine“ eða sólskin, t-ið fyrir „temper- ance“ eða bindindi, a-ið fyrir „air“ eða loft, r-ið fyrir „rest“ eða hvíld og t-ið fyrir „trust“ eða traust á Guði. Í viðkomandi básum hefur svo ver- ið hægt að fara í þol- og lungnaþol- próf, blóðþrýstings- og fitumælingu, nudd á herðar og háls og fræðslu um heilsuspillandi streituvalda svo eitt- hvað sé nefnt. Þá hefur Unnur fengið fagfólk til að flytja heilsutengda fyr- irlestra, svo sem um hreyfingu, tann- hirðu, sykursýki, hjartasjúkdóma, hvíld, meltingu og vatn. „Varðandi vatnið, þá er það allra meina bót og er gott að drekka sex til tíu vatnsglös á dag. Það er þó mikill misskilningur fólginn í því að vera að drekka vatn eða annan vökva með mat. Það á aldrei að gera því það kemur í veg fyrir að meltingarvökvinn fái að vinna eðlilega.“ Boðið hefur að auki verið upp á sýnikennslu í matreiðslu grænmet- isrétta og þegar Daglegt líf bar að garði, voru hollir og hitaeininga- snauðir brauðréttir á borðum. Það var ekkert farið út í búð eftir majon- esinu, heldur var mönnum kennt að búa til sitt eigið majones, kotasælu og paprikuost úr jurtaríkinu sem ýmist má nota í brauðrétti eða sem ídýfur og meðlæti á kex og græn- meti. Möndlumajones (u.þ.b. tveir bollar) ½ bolli afhýddur möndluspænir (má nota með hýði) ½–¾ bolli vatn eða sojamjólk 2 kúfaðar tsk. sojamjöl (má sleppa) 1 tsk. gerflögur (má sleppa) ¼ tsk. hvítlauksduft ¾ tsk. salt  MATARKISTAN | Gómsæta og heilsusamlega rétti má búa til úr jurtaríkinu Lífsstílsbreyting gerir kraftaverk Morgunblaðið/Sverrir Eðaldrykkur: „Vatn er allra meina bót,“ segir Unnur Halldórsdóttir, sem segist drekka sex til tíu vatnsglös á dag, en hér notar Fadia Benjamin vatn og salt til að örva blóðrás og mýkja húð Unnar. Morgunblaðið/Sverrir Sýnikennsla: Melanie Davíðsdóttir er höfundur uppskrifta. Unnur Halldórsdóttir er mikil áhugamann- eskja um heilbrigða lífshætti og segir að fólk geti gert svo margt í sínu daglega lífi til að fyrirbyggja menningarsjúkdóma af völdum lífsstíls. Jóhanna Ingvarsdóttir sótti sér fræðslu um hollar lífsvenjur og lærði að búa til brauðrétti úr jurtaríkinu. Flottasta fermingarstæðan frá Spilar MP3 og skrifanlega diska og er með 5 diska magasíni. Stafrænt útvarp með 30 stöðva minni, svefnrofi og fjarstýring Verð aðeins 32.900 Opnunartími: Mán-föst 11-18.30 Laugard 10-18 Sunnud 13-17 Skútuvogur 2 :: 104 Reykjavik Sími: 522-9000 :: Fax: 522-9001 Skólavörðustígur 8, 101 Reykjavík - Pöntunarsími 562 2772 Halló Norðurlönd - vinur í vanda Ertu að hugsa um að flytja til annars Norðurlands? Hefur þú siglt í strand í kerfinu eftir flutning? Halló Norðurlönd er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Skoðaðu heimasíðuna www.hallonorden.org, þar finnur þú mikilvæg netföng og símanúmer. 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.