Morgunblaðið - 27.03.2004, Side 42

Morgunblaðið - 27.03.2004, Side 42
UMRÆÐAN 42 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fjölmargir hafa sent þætt-inum tölvuskeyti meðábendingum um efnisem vert væri að fjalla um og er rétt og skylt að þakka það. Tveimur mönnum ber að þakka sérstaklega. Ólafur Odds- son, menntaskólakennari, hefur sent undirrituðum gagnlegan villu- lista og kennir þar ýmissa grasa. Eiður Guðnason, sendiherra, hefur einnig sent þættinum ambögulista mikinn og getur þar að líta ýmis málblóm úr dagblöðum og fjöl- miðlum. Þeir Ólafur og Eiður hafa leyft umsjónarmanni að nýta að vild það efni sem þeir hafa látið í té og er það þegið með þökkum. Til gamans og fróðleiks skulu nokkur dæmi tilgreind úr þessum syrpum. Á lista Ólafs er að finna eftirfar- andi dæmi: ?Þeim félögum leist illa á hvorn annan [í stað: Þeim fé- lögum leist illa hvorum á annan] og ?Leikmönnum ... er heldur illa við hvern annan [í stað: Leikmönnum ... er heldur illa hverjum við aðra]. Þessi dæmi staðfesta það sem margir hafa ugglaust orðið varir við, að notkun orðasambandsins hver/hvor annar er stundum á reiki í nútímamáli. Segja má að óvissa um notkun komi einkum fram í tvennu. Í fyrsta lagi er það merking fyrri lið- arins. Orðmyndin hvor vísar til annars af tveimur en myndin hver vísar til eins af fleiri en tveimur. Því er venja að segja t.d.: Menn- irnir tveir hringja hvor í annan og systurnar þrjár hringja hver í aðra. Í öðru lagi sambeygist fyrri hlutinn (hver/hvor) frumlagi eða frumlagsígildi í kyni, tölu og falli en mynd síðari hlutans (annar) ákvarðast af fallvaldi (sagnorði, forsetningu). Þetta er best sýnt með dæmum (innan sviga eru sam- svarandi rangar orðmyndir til- greindar og merktar með ?): Konurnar (fleiri en tvær) kysstu hver aðra (?hverja aðra) þær sendu hver annarri blóm (?hverri annarri) mennirnir tveir heilsuðu hvor öðrum (?hvorum öðrum) Eins og sjá má standa mynd- irnar hver/hvor í nefnifalli eins og frumlagið sem þær vísa til (Kon- urnar, þær, mennirnir) en mynd síðari hlutans ákvarðast af fall- valdi (hver kyssti aðra; hver sendi annarri blóm; hvor heilsaði öðr- um). Í talmáli gætir þess nokkuð að farið er með fornafnið sem eina heild og fallvaldurinn látinn stýra mynd beggja liðanna og slík notk- un sést jafnvel á síðum dagblaða: ?menn saka hvern annan um dauðasyndir í stað menn saka hver annan um dauðasyndir. Af svipuðum toga er sú breyting er forsetning er sett fram fyrir hver/hvor annar og hún látin stýra falli beggja liðanna, t.d.: þeir ræddu hver/hvor við annan (verður: ?þeir ræddu við hvern/ hvorn annan) þær hringdu hver/hvor í aðra (verður: ?þær hringdu í hverja/hvora aðra) þeim er hlýtt hverri/ hvorri til ann- arrar (?þeim er hlýtt til hverrar/ hvorrar ann- arrar) hljómsveitarmenn apa hver eftir öðrum (?apa eftir hverjum öðrum (útvarp)) Skal nú vikið að nokkrum dæm- um af ambögulista Eiðs. Nýlega var gerð skoðanakönnun á fylgi flokkanna og var greint frá niðurstöðum í Fréttablaðinu. Eins og vænta mátti voru fylgismenn flokkanna misánægðir með nið- urstöðuna. Talsmaður þess flokks, sem bar einna minnst úr býtum, talaði um að sínir menn færu ekki á taugum, þeir mundu vinna sitt verk og halda rónni (ró sinni) og er ekki nema gott eitt um það að segja. Einnig var rætt við tals- mann þess flokks er jók fylgi sitt og vitnað til eftirfarandi ummæla: ‘Það er mjög jákvætt að fylgið skuli vera að fara upp á við ... Það blæs okkur byr í brjóst.’ Þetta þykir Eiði ekki góð íslenska og er óhætt að taka undir það með hon- um. Hann bendir á að hér hefði mátt segja: Þessi skoðanakönnun gefur okkur byr undir báða vængi eða Skoðanakönnunin sýnir að við siglum beggja skauta byr eða bara Skoðanakönnunin sýnir að við höf- um góðan byr. Allt er þetta satt og rétt og umsjónarmaður hefur engu við þetta að bæta. Til gamans má þó geta þess að orðatiltækið blása e-m e-u í brjóst, sem hér er farið rangt með, á rætur sínar í sköp- unarsögu Biblíunnar. Þar segir frá því að Guð blés lífsanda í brjóst/ (nasir) manninum og af þeim meiði eru ýmis önnur orð (innblástur) og orðasambönd (blása (nýju) lífi í e-n/ e-ð). Önnur dæmi af ambögulista Eiðs eru: ?Hætt er við að sá árang- ur, sem náðst hefur í meðferð hjartasjúklinga, sé stefnt í voða (Mbl., 22.1.04) og ?Stúlkan, sem varð fyrir voðaskoti á Hallorms- stað, líður vel (Fréttabl., 8.1.04). Eins og sjá má eru aðalsetning- arnar fleygaðar tilvísunarsetn- ingum en þegar svo stendur á ber stundum við að skyldubundið sam- ræmi er rofið. Í fyrra dæminu hefði vitaskuld átt að standa Hætt er við að þeim árangri ... sé stefnt í voða og í því síðara Stúlkunni ... líður vel. Úr handraðanum Í íslensku er að finna fjölmargar sögur og frásagnir sem alið hafa af sér hnyttileg ummæli eða svör sem síðan hafa orðið fleyg og varðveist mann fram af manni í þjóðarsál- inni. Af þessum toga er t.d. orða- sambandið Veit eg það, Sveinki. Í sögu Jóns biskups Arasonar segir frá því er hann var leiddur út (á höggstokkinn): Þá Jón biskup var út leiddur, var til settur sérdeilis prestur að telja honum fortölur (eins hinum), sá hét síra Sveinn; og sem biskup gekk fram úr kórnum vildi hann krjúpa niður fyrir Maríu líkneski, en prestur bað hann af leggja þá hérvillu, og sagði meðal annarra huggunar orða: ‘Líf er eft- ir þetta líf, herra!’ En biskup Jón veik sér við snögglega og sagði: ‘veit eg það, Sveinki!’ — Þetta svar Jóns biskups hefur fyrir löngu öðl- ast sjálfstætt líf og vísar nú til þess er sjálfsagt má þykja (einkum sem viðbragð við því sem fávíslegt er (eins og orð Sveins prests við bisk- up voru)). Sama heimild segir frá því að Ara, syni Jóns biskups, hafi verið boðið líf gegn því að hann lofaði að hefna aldrei en hann kaus fremur dauðann og sagði: Nauðugur gekk eg til þessa leiks, en nú skal eg vilj- ugur ganga út. – Í nútímamáli mun vera algengast að tala um að ein- hver gangi tregur til leiks. Orðmyndin hvor vísar til annars af tveimur en myndin hver vísar til eins af fleiri en tveim- ur jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 24. þáttur AÐ undanförnu hefur nokkuð ver- ið rætt um stöðu þjóðkjörins forseta Íslands skv. lýðveldisstjórn- arskránni frá 1944. Einkum hefur verið deilt um hver sér sé réttur skilningur á ákvæði 26. gr. um mál- skotsrétt forsetans, þ.e. rétt hans til að synja lagafrumvarpi staðfestingar. Stjórn- málamenn, stjórn- spekinga og lögfræð- inga greinir á um hvort um sjálfstæðan raunverulegan rétt forsetans sé að ræða eða ekki. Hefur því verið haldið fram að málsskotsrétturinn sé réttur ráðherra og þátttaka forsetans sé einungis að formi til. Ráðherra taki ákvörð- unina og beri ábyrgð á henni. Í umræðunni hefur einkum verið vísað til tveggja fyrr- verandi prófessora, þeirra Sigurðar Líndal og Þórs Vilhjálmssonar, en hvorugur þeirra kenndi þó stjórnskipunarrétt í lagadeild HÍ. Forvitnilegt er að kynna sér viðhorf Bjarna Benedikts- sonar, sem var prófessor í stjórn- skipunarrétti frá 1932–1947 og sat á þingi 1944, og Ólafs Jóhannessonar, sem var prófessor í stjórnskip- unarrétti frá 1947–1971. Í ræðu sem Bjarni Benediktsson hélt á fundi hinn 21. janúar 1953 (birt í Morgunblaðinu 22.–24. janúar 1953 og síðar í Land og lýðveldi I (1965) undir yfirskriftinni Endur- skoðun stjórnarskrárinnar) er að finna orð þau sem eru fyrirsögn þessarar greinar. Í orðum þessum krystallast skilningur Bjarna á stöðu forsetans samkvæmt stjórnskip- uninni. Bjarni minnist á forsetakosn- ingarnar sumarið 1952 þegar Ásgeir Ásgeirsson var kosinn og segir í framhaldi af því að ein ástæðan sem úrslitum réði hafi verið sú, „að menn töldu stjórnmálaleiðtoga, er þeir treystu á sínu sviði, verða of valda- mikla, ef að þeirra ráðum væri farið um það, hvern kjósa skyldi fyrir for- seta Íslands. Menn geta talið, að þessi tilfinning hafi verið rétt eða röng. Það, sem hér skiptir máli, er, að hún er óhagganleg staðreynd í ís- lenzku þjóðlífi fyrr og síðar. Á Ís- landi blessast aldrei til lengdar, að einn maður hafi að staðaldri ráð ann- arra í hendi sér eða of mikil völd. Ís- lendingar vilja enga ofjarla, heldur samráð.“ Þá víkur Bjarni að stjórnarmynd- unum og hlutverki forseta Íslands í því sambandi og segir síðan: „For- setinn getur og á að hafa úrslitaráð, ef í óefni kemst, og saga okkar sýnir, að slíkur maður getur haft mikils- verðu verkefni að gegna. Verkefni forseta Íslands sem hyggins og margreynds föður þjóðarinnar, er sé að vísu afskiptalítill hversdagslega, en mannasættir, ef deilur eru úr hófi, og skeleggur úrskurðarmaður, ef í öngþveiti kemst, er vissulega virðulegt og mjög mikilsvert, og því miður verður ekki fullyrt, að þjóðin megi án slíks manns vera og treysta eingöngu á ríkisstjórn og Alþingi.“ Bjarni vill að forsetinn fái aukin völd. Hann greinir síðan frá því að hann og félagar hans í stjórn- arskrárnefndinni, Gunnar Thorodd- sen og Jóhann Hafstein, geri m.a. til- lögu um, „að 26. gr. stjórnar- skrárinnar verði á þá leið … að niður falli það ákvæði, að lagafrumvarp fái í bili lagagildi, þrátt fyrir synjun for- seta á staðfestingu frumvarpsins. Ætlun okkar er sem sé sú, að synjun forseta á staðfestingu frumvarps fresti gildi þess, þangað til það er samþykkt af meirihluta við þjóð- aratkvæðagreiðslu. Fái það ekki slíkan meirihluta, fær það ekki gildi.“ Ástæðu þess að frumvarp öðl- ist gildi í bili samkvæmt núgildandi stjórnarskrá þangað til þjóð- aratkvæðagreiðsla hefur farið fram, þrátt fyrir synjun forseta, segir Bjarni vera þá, að 1944 var ut- anþingsstjórn við völd „og þótti þá óvíst, hvenær breyting fengist á því. Meðan svo stóð vildu menn ekki efla vald forseta og stjórnar …“ Af orðum Bjarna í er- indi þessu er augljóst að hann leggur áherslu á að stjórnskipan Íslands sé á því byggð að jafn- vægi sé með valþátt- unum og telur hann að ákvæðunum um forset- ann sé ætlað að tryggja að komið verði í veg fyr- ir ofurvald í höndum Al- þingis og ríkisstjórnar. Ólafur Jóhannesson segir í ritinu Stjórn- skipun Íslands (1960), að ráðherra verði „eigi talið stjórnskipulega skylt að leggja til við forseta, að hann staðfesti frumvarp. Hefur þó sú skoðun komið fram, að þannig bæri að skilja orðin „til stað- festingar“ í 26. gr. stjskr., en sá skilningur virðist ekki fá staðizt. Hitt er annað mál, að Alþingi mundi væntanlega ekki una því, að ráð- herra legðist gegn staðfestingu laga- frumvarps og mætti hann því vænta vantrausts af hálfu þingsins. Það verður því vafalaust fátítt, að ráð- herra í þingræðisstjórn mæli gegn staðfestingu laga, er Alþingi hefur samþykkt.“ (bls. 298) Ólafur er ekki í vafa um að forsetinn einn og án tillits til afstöðu ráðherra hafi valdið til að ákveða hvort synja skuli staðfest- ingar lagafrumvarps eða ekki. Hann segir m.a. (bls. 299–300) að forseti geti að vísu synjað lagafrumvarpi Al- þingis staðfestingar, en með synj- uninni geti hann aðeins skotið laga- frumvarpinu undir þjóðaratkvæði. Niðurstaða beggja þessara fræði- manna á sviði stjórnskipunar er ótví- rætt sú, að vald forsetans sé mikið samkvæmt stjórnarskránni og felist m.a. í synjunarvaldinu skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar. Í greinargerð milliþinganefndar með stjórn- arskrárfrumvarpinu 1944 er tekið fram í skýringu við 26. gr. að forseti taki ákvörðun um staðfesting- arsynjun eða málskot til þjóð- aratkvæðis „án þess að atbeini ráð- herra þurfi til að koma“. Fræðimennirnir eru jafnframt sam- mála um að sparlega beri að fara með synjunarvaldið. Vart verður dregið í efa með skyn- samlegum rökum, að með stjórn- arskránni 1944 var kveðið með skýr- um hætti á um, að forsetinn skyldi hafa verulegt vald, einkum við stjórnarmyndanir og með staðfest- ingarsynjunum lagafrumvarpa. Með synjunarheimildinni er leitast við að tryggja að Alþingi og ríkisstjórn gangi ekki svo gegn þjóðarviljanum og grundvelli stjórnskipunarinnar, að vegið sé að stjórnskipuninni. Ákvæði þetta hefur reynst vel og sést það best af því að á það hefur ekki reynt í þau 60 ár, sem það hefur verið í gildi. Ákvæðið er jafn brýnt og lifandi nú og það var 1944, en gera þarf þó þá breytingu, að laga- frumvarp sem forseti synjar stað- festingar taki ekki gildi nema því að- eins að lagafrumvarpið verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Myndi sá háttur veita Alþingi og rík- isstjórn ríkara aðhald en núverandi fyrirkomulag. Þjóðin myndi síður eignast ofjarla og samráð fleiri er betra en samráð færri. „Íslendingar vilja enga ofjarla, heldur samráð margra“ Ragnar Aðalsteinsson skrifar um synjunarvald forseta Íslands Ragnar Aðalsteinsson ’Ákvæðið erjafn brýnt og lif- andi nú og það var 1944 …‘ Höfundur er lögmaður. ÝMSUM vinum mínum og sam- herjum í stjórnmálum brá í brún þegar upplýstist um framboðs- brölt mitt með Nýju afli við síð- ustu Alþingiskosn- ingar. Flestir þeirra vissu raunar um óánægju mína með gjafakvótakerfið enda hafði ég ekki farið dult með skoðanir mínar á því. Hafði m.a. starfað árum saman með góðu fólki úr öllum áttum stjórnmálanna við skoðun á þeim málum í Áhugahópi um auð- lindir í almannaþágu. Ljóst er að Nýtt afl hafði ekki erindi sem erfiði í kosn- ingaslagnum. Framboð okkar náði ekki upp í bekkinn. Við fengum lítið kjörfylgi og engan mann kjör- inn á þing. Við vorum enda sein á ferð, litlu var kostað til eða nutum við etv. bara ekki tiltrúar? Góð mál? En þrátt fyrir allt verð ég að segja að ég fann að mikið af því sem við færðum fram í kosn- ingaslagnum fékk víða góðan hljómgrunn: Við vorum með til- lögur að nýju sanngjörnu og skyn- samlegu kvótakerfi, byggðu á jafnræði í aðgangi að auðlindinni, nýrri forgangsröðun í ráðstöfun opinberra fjármuna, skattalækkunum og minnkun ríkisumsvifa og sparsemi og ráð- deild í opinberum rekstri, og áherslu á vörslu almannahags- muna gegn ásókn sér- hagsmuna, svo nokk- ur meginatriði séu nefnd. Er pláss fyrir nýj- an flokk? Ég vil leyfa mér að velta því hér upp hvort hér vanti nýtt stjórnmálaafl þrátt fyrir allt. Er sjálfur heldur landlaus. Hefi talið mig frjáls- lyndan íhaldsmann og hafði fylgt Sjálfstæðisflokki að málum flest manndómsárin. En afstaða flokks- ins til ýmissa mikilvægra þjóð- félagsmála og tjónkun hans við sérhagsmuni útgerðar og botnlaus þensla hins opinbera í stjórnartíð hans hafði gert mig fráhverfan honum. Og ekki grillti í von um breytingar. Hinir flokkarnir ekki heldur sérlega áhugaverðir: Starf Frjálslynda flokksins, sem boðaði þó breytingar á kvótakerfinu hef- ur ekki staðið undir væntingum margra. Reyndar hugnaðist mér stefna Samfylkingar í sjáv- arútvegsmálum, en seigt undir tönn að rekast þar í flokki með fólki sem almennt er mun meira til vinstri en ég. Vantar ekki öflugan málsvara frjálslyndra íhaldsmanna, sem kjósa ekki bara í orði heldur og á borði opið gagnsætt þjóðfélag, frelsi í viðskiptum og vilja beita ríkisvaldinu til að tryggja athafna- frelsi og lágmarkskjör? Og draga saman seglin á ríkisbákninu og lækka skatta? Þarf nýtt afl? Tryggvi Agnarsson skrifar um stjórnmál ’Ég vil leyfa mér aðvelta því hér upp hvort hér vanti nýtt stjórnmálaafl þrátt fyrir allt.‘ Tryggvi Agnarsson Höfundur rekur lögmannsstofu í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.