Morgunblaðið - 27.03.2004, Page 44
44 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson. A
ukin afköst og árangur í námi á öllum
skólastigum ættu að vera kjörorð um-
ræðu um menntamál. Tillögur um
„styttingu“ framhaldsskólans taka alls
ekki á meginkjarna málsins, sem er:
Samþætting allra skólastiga, mikið brottfall fram-
haldsskólanema og takmarkað námsframboð til
þeirra, þróun nýrra námsleiða og kennsluaðferða til
að koma til móts við nemendur á öllum aldri.
Grunnskólinn hefur lengst – og eflst
Á undanförnum árum hefur grunnskólinn í raun
lengst um rúmlega tvö ár að mati þeirra sem stýra
því skólastigi, án þess að ný markmið um árangur og
afköst hafi verið sett fyrir landið í heild. Skólaárið
hefur lengst, skóladagurinn einnig; samtals nemur
þetta meira en tveimur árum. Reynsla okkar í
Reykjavík sýnir að umtalsverður hópur nemenda
getur flýtt fyrir sér með því að taka einingar á fram-
haldsskólastigi þegar í 9. og 10. bekk grunnskólans.
Sú er nú raunin og markmið okkar að fjölga enn í
þessum hópi.
Reykjavíkurborg er fyrir sitt leyti fyllilega
reiðubúin að gera samning við ríkið um að taka
fjölda framhaldsskólaáfanga inn í grunnskólann og
auka námsframboð sitt til grunnskólanema og „flýta“
fyrir þeim eftir mætti og getu hvers og eins. Þannig
gæti hugsanlega ein önn eða meira færst frá fram-
haldsskólunum til grunnskólanna, en eftir sem áður
fengu dugmiklir nemendur að hraða sér enn meira.
Brottfallið er áfellisdómur
Brottfallið er brýnasta vandamál framhaldsskól-
anna og er í raun birtingarmynd þess að skólinn
bregst þörfum unga fólksins. Hér er framhaldsskól-
inn almennt á eftir þróun grunnskólans.
Fjölmörg verkefni á grunnskólastigi sýna að bráð-
gerir nemendur geta tileinkað sér meira nám en
„staðalmyndin“ gerir ráð fyrir; hægfara nemendur
njóta sín einnig betur í verkefnum sem eru sniðin
fyrir þá; þeim líður betur og auka afköst sín. Þetta
er afsprengi stefnu sem nú er í innleiðingu og kennd
við einstaklingsmiðað nám og aukna samvinnu nem-
enda. Þessa reynslu grunnskólanna ætti að færa yfir
á framhaldsskólana. Í stað þess að telja framhalds-
skólanámið í árum og hugsanlegri „styttingu“ á að
mæta nemendum með afkastahvetjandi náms-
aðferðum – bæði fyrir þá sem eru hraðfara, og eins
hina sem mest hættan er á að verði brottfalli að
bráð.
Fyrsta skólastigið – leikskólinn
Krafan um fjölbreyttara námsframboð við hæfi á
líka að hljóma á fyrstu stigum menntakerfisins. Á
dögunum hitti formaður fræðsluráðs Reykjavíkur 18
ára stúlku í Tékklandi, hún talaði góða ensku, enda
lært það tungumál í 11 ár. Sama dag átti ég samtal
við borgarfulltrúa frá Zagreb í Króatíu, þar byrja
börnin að læra ensku sex ára. Í Reykjavík tökum við
nú fyrstu skrefin í þá átt að samtvinna grunnskóla
og leikskóla; það er mitt mat að leikskólarnir hafi
þróast vel á liðnum árum og séu fyllilega til þess
bærir að útfæra meira nám á sínum forsendum og
veita áhugasömum nemendum aukin tækifæri, ekki
síst fimm ára. Við eigum líka að gefa þeim nem-
endum yngstu bekkja grunnskólans sem vilja bæta
við sig í námi tækifæri til. Samkvæmt könnunu
okkar í Reykjavík telja um 40% nemenda að gr
skólinn sé ekki of erfiður, og ætla má að a.m.k
geti bætt við sig námi. Örugglega gæti enn stæ
hópur aukið afköst í námi umfram núverandi k
Hvað mælir gegn því að setja sér það markmið
senn verði tiltekið hlutfall grunnskólanemenda
á fyrsta ári og á fyrstu árum grunnskólans ver
boðið upp á tungumálanám með aðferðum leiks
Aukin afköst í nám
’ Reykjavíkurborg er fyrir sileyti fyllilega reiðubúin að ge
samning við ríkið um að taka
fjölda framhaldsskólaáfanga
í grunnskólann og auka náms
framboð sitt til grunnskólane
og ,,flýta“ fyrir þeim eftir mæ
og getu hvers og eins þegar í
framhaldsskóla kemur. ‘
Eftir Stefán Jón Hafstein
Grunnskólanemendur í Langholtsskóla. „Ódýra
E
kki aftur!“ var ósjálfrátt svar embætt-
ismanna Sameinuðu þjóðanna og rík-
isstjórna fyrr á árinu þegar ljóst var
að Haítí, fátækasta land á vesturhveli
jarðar, stefndi óðfluga í algjöra ring-
ulreið og byrjað var að ræða þá hugmynd að hefja
nýja alþjóðlega íhlutun í landinu.
Við höfðum verið þar og gert það tíu árum áður.
Fjölþjóðlegt herlið fór til Haítí 1994, með sam-
þykki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, og kom
þjóðkjörnum forseta, Jean-Bertrand Aristide, aftur
til valda. Hálfu ári síðar öxluðu Sameinuðu þjóð-
irnar ábyrgðina á þessu verkefni. Heiðarleg tilraun
var gerð til að koma landinu á réttan kjöl – þótt
hún hafi eftir á að hyggja staðið of stutt – og til
gera því kleift að viðhalda stöðugleika, einkum
með því að koma á fót öflugu lögregluliði og sjá því
fyrir þjálfun og búnaði.
Samt erum við nú í sömu stöðu. Þegar Aristide
forseti fór frá Haítí 28. febrúar hafði lögregluliðið
leyst upp og landið var svo að segja á valdi vopn-
aðra þorpara. Daginn eftir heimilaði öryggisráðið
aftur íhlutun aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna og
að þessu sinni eiga aðeins þrír mánuðir að líða þar
til samtökin axla ábyrgðina í öryggismálum.
Undirbúningshópur er nú á Haítí til að meta
hvað gera þurfi og hvaða hlutverki Sameinuðu
þjóðirnar eigi að gegna þar þegar fram líða stund-
ir. Við getum verið viss um að verkefnið verður
flókið. Öryggisráðið hefur lofað neyðarhjálp o
efnahagsaðstoð, auk aðstoðar á sviði stjórnsýs
mannréttinda og löggæslu.
Ástandið er jafnvel enn skelfilegra núna en
tíu árum. Haítíbúar eru vonsviknir og alþjóða
samfélagið hefur valdið þeim vonbrigðum ekk
ur en leiðtogar landsins. Atburðirnir í febrúar
magnað sundrungu þjóðarinnar, þannig að erf
að mynda nýja ríkisstjórn sem andstæðingar
stuðningsmenn Aristide viðurkenna.
Ættum við að hafa lært nú þegar að utanað
andi aðilar geti ekki leyst vandamál Haítís? Þ
er, þegar öllu er á botninn hvolft, land sem hé
nýlega upp á 200 ára afmæli sjálfsfrelsunar u
þrældómi og nýlendukúgun. Um tíma á fyrri h
aldarinnar sem leið var landið bandarískt vern
arsvæði. Ættum við ekki að láta landið vera o
leyfa því að greiða sjálft úr vandanum?
Sú tillaga er aðeins álitleg frá óhlutstæðu sj
armiði. Haítí er augljóslega ekki fært um að l
vandamálin af eigin rammleik og verði landinu
ekki komið til hjálpar leiðir það til áframhalda
eða enn meiri ringulreiðar. Heimur nútímans
ekki við pólitísku tómarúmi, hvort sem það er
fjöllum Afganistans eða við dyraþrep eina stó
veldis heims.
Á dögum hnattvæðingar er erfiðara en áður
leiða hjá sér hörmungar annarra þjóða en me
inbreytingin felst í því að landamæri hefta ek
ringulreiðina. Hún á það til að breiðast út, hv
sem það lýsir sér í flóttamannastraumi, hryðj
Haítí: að þessu sinni ve
Eftir Kofi A. Annan
JAFNRÉTTISLÖGIN
OG LA-MÁLIÐ
Snemma árs 2002 var ráðið ístöðu leikhússtjóra LeikfélagsAkureyrar, eftir að staðan
hafði verið auglýst laus til umsóknar.
Úr hópi tólf umsækjenda, ellefu karla
og einnar konu, var ráðinn karlmaður
til starfans. Kvenumsækjandinn
kærði ráðninguna til kærunefndar
jafnréttismála, sem komst að þeirri
niðurstöðu sumarið 2002 að konan
hefði verið hæfari til starfans en karl-
inn, sem ráðinn var. Í framhaldinu
höfðaði Jafnréttisstofa fyrir hönd
kærandans mál á hendur Leikfélag-
inu og vann það fyrir Héraðsdómi
Norðurlands eystra, sem dæmdi kær-
andanum skaðabætur úr hendi leik-
félagsins.
Mál þetta vakti meiri athygli en ella
vegna þess að formaður leikhúsráðs
Leikfélags Akureyrar var Valgerður
H. Bjarnadóttir, sem jafnframt
gegndi starfi framkvæmdastjóra
Jafnréttisstofu. Fyrirfram hefði eng-
inn gert ráð fyrir öðru en að hún
myndi gæta þess í hvívetna að um-
sækjendum yrði ekki mismunað eftir
kynferði. Niðurstaða jafnt kæru-
nefndarinnar sem héraðsdóms kom
því mörgum á óvart, en var engu að
síður staðreynd og olli Valgerði álits-
hnekki, sem síðan leiddi m.a. til þess
að Árni Magnússon félagsmálaráð-
herra gerði við hana samkomulag um
að hún léti af störfum hjá Jafnrétt-
isstofu. Enn hefur raunar ekki náðst
samkomulag um starfslokagreiðslur
Valgerðar.
Jafnt í áliti kærunefndar jafnrétt-
ismála sem í dómi héraðsdóms var
fyrst og fremst horft til skriflegra
gagna og formlegrar hæfni á borð við
prófskírteini og starfsaldur þegar
metið var hvort umsækjandinn væri
hæfari til starfs leikhússtjóra, karl-
inn sem hlaut það eða konan sem
kærði ráðninguna. Hvorugur aðilinn
féllst á það með leikhúsráðinu að það
hefðu verið hin listrænu sjónarmið,
sem fram komu í viðtölum við báða
umsækjendur, sem ráðið hefðu úrslit-
um um ráðninguna.
Í janúar síðastliðnum sneri Hæsti-
réttur hins vegar dómi héraðsdóms
við. Hæstiréttur taldi að það væri
meginregla vinnuréttar að atvinnu-
rekandi hefði um það frjálsar hendur
hvern hann veldi til starfa í sína þágu,
þótt því vali væru settar skorður sem
leiddu af ákvæðum laga um jafna
stöðu og jafnan rétt kvenna og karla
þegar karl og kona sæktu um sama
starfið. Rétturinn tók gilt mat leik-
húsráðsins á m.a. menntun umsækj-
endanna og sjónarmiðum þeirra um
listræn stefnumið í leikhúsinu, fjár-
mál og rekstur þess, sem ollu því að
karlinn var tekinn fram yfir konuna.
Hæstiréttur taldi að kærandinn hefði
ekki sýnt fram á að þetta mat hefði
verið ómálefnalegt.
Með þessum dómi hlaut Valgerður
Bjarnadóttir auðvitað uppreisn æru,
þótt hún hafi hvorki fengið starf sitt
aftur né náð samkomulagi við ríkis-
valdið um starfslokagreiðslur.
Í gær birtist í Morgunblaðinu frétt
um að Leikfélag Akureyrar hefði ráð-
ið sér nýjan leikhússtjóra, án þess að
auglýsa starfið, enda ber Leikfélag-
inu ekki skylda til slíks. Út af fyrir sig
þarf enginn að vera hissa á þeirri nið-
urstöðu, eftir allan þann úlfaþyt sem
síðasta leikhússtjóraráðning olli.
Þessar málalyktir hljóta hins vegar
að vekja fólk til umhugsunar um það
hvort jafnréttislöggjöfin og fram-
kvæmd hennar stuðli endilega að
raunverulegu jafnrétti þegar kemur
að ráðningum í störf. Allir, sem hafa
ráðið fólk í vinnu, vita að prófskír-
teini, vitnisburðir og orð á blaði segja
ekki alla söguna um hæfni umsækj-
anda um starf. Óformleg meðmæli og
eftirgrennslan um reynslu fyrri at-
vinnurekenda, mat á frammistöðu
umsækjenda í viðtölum og fleiri þætt-
ir, sem margir eru huglægir, spila þar
inn í. Þegar farið er í hart og ráðn-
ingar kærðar til kærunefndar eða
dómstóla er hins vegar erfitt að taka
tillit til þessara þátta. Í mati þessara
aðila á því, hvor eða hver er hæfastur
til að gegna starfi, er lítið rúm til að
gera ráð fyrir dómgreind þeirra, sem
réðu í starfið – en hún leikur þó stórt
hlutverk, eins og allir vita.
Það að ein af forystukonum jafn-
réttishreyfingarinnar og fram-
kvæmdastjóri Jafnréttisstofu skyldi
fá á sig bæði neikvætt álit kæru-
nefndar jafnréttismála og dóm hér-
aðsdóms fyrir að hafa mismunað
kynjunum sýnir hversu vandmeðfarin
jafnréttislöggjöfin er að þessu leyti.
Staðreyndin er sú, að í opinberum
stofnunum, þar sem lögum sam-
kvæmt ber að auglýsa störf laus til
umsóknar, er ekki alltaf ráðinn sá
einstaklingur til starfans sem stjórn-
endur þeirra álíta í raun hæfastan,
þrátt fyrir að hafa t.d. minni menntun
en annar umsækjandi. Það er vegna
þess að stjórnendurnir óttast að
verða sakfelldir fyrir að hafa brotið
jafnréttislög, ráði þeir karl í stöðuna,
þrátt fyrir að vera jafnvissir í sinni
sök og Valgerður Bjarnadóttir sagð-
ist vera um að hún hefði ráðið rétta
einstaklinginn í leikhússtjórastöðuna
og ekki mismunað kynjunum.
Þessi staða er ekki raunverulegu
jafnrétti kynjanna til framdráttar.
Hún leiðir annars vegar til þess að
vinnuveitendur forðist að auglýsa
störf, eins og Leikfélag Akureyrar.
Þar með fá færri frambærilegir ein-
staklingar, konur sem karlar, færi á
að sækjast eftir þeim. Hins vegar
leiðir hún til þess að sá málflutningur
fær byr undir báða vængi að konur
séu ráðnar til starfa þrátt fyrir að
hæfari karlkyns umsækjendur hafi
staðið til boða og þar með er gert lítið
úr menntun þeirra og hæfileikum.
Þeir, sem vilja stuðla að jafnrétti í
raun, hljóta að velta fyrir sér hvort al-
menn stefnumörkun í jafnréttismál-
um af hálfu vinnuveitenda, jafnt op-
inberra sem einkaaðila, sé ekki
vænlegri til árangurs í þessum efnum
en að jafnréttislögin vofi sífellt yfir
sem refsivöndur þegar fólk er ráðið
til starfa. Dómur Hæstaréttar mun
reyndar að líkindum hafa þau áhrif að
vinnuveitendur telji sig hafa frjálsari
hendur í þessu efni, en menn hljóta þó
að velta því fyrir sér, hvort rétt sé að
endurskoða jafnréttislögin og fram-
kvæmd þeirra í ljósi þeirrar reynslu,
sem fékkst í máli Leikfélags Akur-
eyrar.