Morgunblaðið - 27.03.2004, Side 48

Morgunblaðið - 27.03.2004, Side 48
UMRÆÐAN 48 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ E inhvern veginn átti maður von á því að eftir að Berl- ínarmúrinn hrundi og Sovétríkin liðu undir lok að í hönd færu öruggari og friðsamlegri tímar. Gat nokkuð verið verra en að búa við stöðuga ógn af hugsanlegu kjarn- orkustríði? Í dag, á tímum hryðju- verka, líður manni eins og tímarnir hafi verið öruggari í gamla daga. Kannski er þetta vitleysa. Jarð- arbúum leið örugglega mjög illa á tímum Kúbudeilunnar og eitt er víst að hryðju- verk eru ekki ný uppfinning. En sá sem er al- inn upp við framfaratrú hlýtur að reikna með að mað- urinn læri eitthvað af mistökum fortíðarinnar og honum eigi að vera fært að búa til betri og frið- samari heim. Hryðjuverkaárásin á Bandarík- in 11. september 2001 breytti svo sannarlega heiminum. Það var ekki nema eðlilegt að Bandaríkin og allur hinn vestræni heimur settu baráttuna gegn hryðjuverk- um efst á verkefnalistann. Þessa dagana fer fram umræða víða um heim hvernig til hefur tekist í þeirri baráttu og flestir við- urkenna að árangurinn er ekki sá sem vonast var eftir. Hryðju- verkasamtök virðast enn hafa þrótt til að standa fyrir stór- felldum hryðjuverkum. Það getur tæplega verið neinn ágreiningur um að mæta þurfi hryðjuverkamönnum af fullri hörku. Þá þarf að elta uppi með öllum ráðum og draga þá fyrir dóm. Þótt stríðið í Afganistan hafi verið hryllilegt er varla hægt ann- að en að viðurkenna að það var nauðsynlegt að uppræta rík- isstjórn landsins sem hafði hryðju- verk og stuðning við hryðjuverk beinlínis á stefnuskrá sinni. Stríðið í Írak er hins vegar allt annar handleggur. Engar sann- arnir hafa verið lagðar fram um að Íraksstjórn hafi staðið að árásinni á Bandaríkin og raunar stóð Sadd- am Hussein viss ógn af trúarhita hryðjuverkahópanna sem starfa í arabalöndum. Flest bendir til að stríðið í Írak hafi gert baráttuna gegn hryðjuverkum erfiðari en ella og magnað þá elda sem brunnu á svæðinu. Hatur á Banda- ríkjamönnum, sem var ærið fyrir, hefur enn magnast og samstöðu þjóða heims með Bandaríkja- mönnum, sem varð til eftir 11. september, hefur verið spillt. Í baráttu gegn hryðjuverkum þarf að beita margvíslegum að- ferðum. Lögregla og leyniþjón- ustur geta náð verulegum árangri ef rétt er á málum haldið. Það er ekki nóg að vera bara harður og herskár; það er líka nauðsynlegt að vera stundum sveigjanlegur og sýna kænsku. Eitt af því sem 11. september kenndi mönnum og hefur komið enn betur á daginn síðan er að stjórnmálaforingjar heimsins verða að sameinast um að koma á friði í Mið-Austurlöndum. Deilur Ísraelsmanna og Palestínumanna næra hryðjuverka- og öfgahópa um allan hinn íslamska heim. Með- an þessar deilur halda áfram með öllu því ofbeldi sem þeim fylgir ná menn aldrei þeim árangri sem að er stefnt í baráttunni gegn hryðju- verkahópunum. Og hér hafa Bandaríkjamenn brugðist. Það er óumdeilt að Bandaríkin eru í lyk- ilstöðu þegar kemur að því að finna pólitíska lausn í Palestínu. Ekkert annað ríki hefur þann styrk sem þarf til þess að leiða Ísr- aelsmenn og Palestínumenn að samningaborði og þvinga fram lausn. Ríkisstjórn Bush hefur al- gerlega brugðist í þessu máli. Bush hefur ekki beitt sér fyrir pólitískri lausn líkt og Clinton var að reyna að gera. Það er auðvitað öllum ljóst að það er gríðarlega erfitt verkefni að finna lausn á deilunum í Palestínu. Öfgamenn í herbúðum beggja að- ila hafa verið að styrkjast á síðustu árum og það er víst að þeir munu halda áfram að berjast gegn frið- samlegri lausn. Bæði Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, og Arafat, leiðtogi heimastjórnar Palest- ínumanna, eru ólíklegir til að semja. Sharon, sem er fyrrverandi hershöfðingi, virðist trúa því að hernaður sé það eina sem dugi í baráttu gegn sjálfsmorðsárásum Palestínumanna. Arafat, sem er orðinn gamall og sjúkur, hefur í gegn um tíðina sýnt að hann hefur ekki þann styrk sem þarf til að taka mikilvægar pólitískar ákvarð- anir. Í deilum Ísraelsmanna og Pal- estínumanna er ekki aðeins að finna eina af rótum hryðjuverka- vandans; þær sýna líka að hern- aður getur ekki einn og sér leyst málin. Ofbeldið elur af sér enn meira ofbeldi. Maður hefur skiln- ing á sjónarmiðum beggja aðila. Ísraelsmenn hafa búið við hryðju- verk áratugum saman og reyna að sjálfsögðu að verja sig gegn sjálfs- morðsárásum sem beinast gegn óbreyttum borgurum. Palest- ínumenn hafa hins vegar lifað eins og fangar í eigin landi frá stofnun Ísraelsríkis 1948. Krafa þeirra um að búa sjálfstæðir í landi sem hef- ur svo lengi verið þeirra er sjálf- sögð og eðlileg. Endurtekin morð og hermdarverk fá ekki breytt þessum staðreyndum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum verða að snúa sér að því brýna verkefni að finna póli- tíska lausn á þessu erfiða máli. Gerist það ekki eru þau að bregð- ast fórnarlömbum hryðjuverka- árásarinnar á Bandaríkin 11. sept- ember 2001. Hryðju- verk og hernaður Og hér hafa Bandaríkjamenn brugðist. Það er óumdeilt að Bandaríkin eru í lyk- ilstöðu þegar kemur að því að finna póli- tíska lausn í Palestínu. Ekkert annað ríki hefur þann styrk sem þarf til þess að leiða Ísraelsmenn og Palestínumenn að samningaborði og þvinga fram lausn. VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is HERNÁM er í sjálfu sér þrúgandi og með tímanum spillir það gerand- anum ekki síður en þolandanum. Smám saman ber daunn siðspillingar allt annað ofurliði og samfélag her- námsaflanna rotnar innanfrá vegna þess að gildismat gengur allt úr skorðum. Yfir þeim kynslóðum sem á eftir koma vofir saga um morð, og þær verða að sæta afleiðingunum. Frelsisskerðing þeirra va þeirra eigin kjörnu leiðtogum að kenna. Það er vitaskuld sorg- legt að átta sig á því að allt hefði þetta getað verið umflýjanlegt. Ísrael hefur staðið fyrir lengsta hernámi lands í nútíma- sögunni og stefnir stöðugt í siðferði- legt gjaldþrot. Skortur á gagnrýnni sjálfsskoðun og sjálfsmati innan ísr- aelsks samfélags, sem lengi hefur lát- ið stjórnast af hræðslustjórnmálum og innbyggðri trú á að þeir einir væru fórnarlömb, hefur getið af sér munstur „löglegs“ ójafnaðar og um- breytt átthögum Palestínumanna í blóðvöll. Í viðleitni sinni til að rétt- læta eða skekkja hrylling hernáms síns, hefur Ísrael blygðunarlaust gripið til þeirra bjargráða, sem kannski eru skýrust merki um sekt- arkennd, að kenna fórnarlambinu um. Þegar ísraelskt herlið, án mis- kunnar, banaði Rachel Corrie, varð hún fórnarlamb hins hrottafengna hernáms Ísraela, og einnig kraftmik- illar áróðursvélar þeirra. Það er al- gengt einkenni heigulsins að rægja fórnarlamb sitt. Í þessu tilfelli, að ásaka hana um að hafa sjálf verið völd að dauða sínum og þannig sjálf verið ábyrg fyrir því, hve grimmileg- ur hann var. Miskunnarlausri her- ferð var hrundið af stað um að skekkja sannleikann, þrátt fyrir óyggjandi sönnunargögn, til að svipta fórnarlambið mennsku sinni, grundvallarréttindum og eiginleikum auk kröfunnar til verndar. Rachel Corrie, tutt- ugu og þriggja ára námsmær frá Olympia í Washington-ríki, var myrt þegar hún reyndi að fyrirbyggja að ísr- aelsk jarðýta á vegum hersins jafnaði við jörðu palestínskt heim- ili nærri borginni Raf- ah, sunnarlega á Gaza- ströndinni. Þótt hún væri íklædd skæru, appelsínugulu vesti með endurskinsröndum og héldi á gjallarhorni, um hábjartan dag, héldu Ísraelar því fram að hermaðurinn sem ók hinni 52 tonna D-9 jarðýtu „hefði ekki getað séð“ fórnarlamb sitt, þar sem hann kramdi hana vægðarlaust. Þegar ljósmyndir voru dregnar fram í dagsljósið, sem sýndu skýrt þennan hræðilega glæp, sakaði ísr- aelski herinn Rachel Corrie óðar um að hafa verið „ábyrgðarlausa“ eins og það afsakaði manndráp af ásetningi. Til að bæta gráu ofan á svart, var ný- lega, í smekklausri grein, prentaðri í vinsælasta dagblaði Ísraels á ensku, The Jerusalem Post, hneykslast á því, hvernig ljósmyndirnar væru of- notaðar – frekar en að hneykslast á morðinu sem þær bera vitni um með svo skýrum hætti. Rachel Corrie var fyrsti banda- ríski ríkisborgarinn sem féll fyrir blindum vígvélum Ísraels; dauði hennar er enn kallaður slys, án and- mæla af hálfu bandarísku ríkisstjórn- arinnar. Í raun fer áframhald ein- hvers hrottafengnasta (og síðasta eftirstandandi) hernáms sögunnar fram undir verndarvæng refsileysis, vegna hernaðarbandalags við Banda- ríkin, sem hefur borið uggvænlegan ávöxt lögleysu, öfga, ofbeldis og óstöðugleika. Og svo fer það, að með blessun Bandaríkjanna gengur banamaður Corrie laus. Þar sem ísraelskir skrið- drekar aka í gegn um palestínsk þorp, bæi og flóttamannabúðir; þar sem Apache-herþyrlur varpa sprengjum á heimili og myrða mann- leg skotmörk sín; þar sem palest- ínsku landi er stolið undan fótum eig- enda sinna og ísraelskar landtökubyggðir þenjast út; þar sem ísraelskar dýflissur fyllast af Palest- ínumönnum og aðskilnaðarveggurinn umbreytir öllum palestínskum land- svæðum í fangelsi og einangr- unarklefa, þá sér Washington í gegn um fingur sér. Rachel Corrie kom til Palestínu vopnuð engu nema manngæskunni. Hún trúði á vopnlausa andspyrnu og galt fyrir með lífi sínu. Á meðan vinir hennar og fjölskylda halda áfram að kalla á óháða rannsókn, þá er það kannski einhver huggun að að vita af því, að Palestínumenn minnast ósér- plægni og hugdirfsku ungrar konu, hverrar líf hlaut nöturlegan endi. Rachel Corrie liðsinnir Palestínumönnum í baráttu fyrir réttlæti Dr. Hanan Ashrawi skrifar um málefni Palestínu ’Það er algengt ein-kenni heigulsins að rægja fórnarlamb sitt.‘ Dr. Hanan Ashrawi Höfundur var talskona palestínsku sendinefndarinnar í Madrídar-frið- arviðræðunum sem hófust í október 1991 og voru undanfari Óslóar- samkomulagsins, og hefur hún lengi verið í sviðsljósi palestínskrar baráttu fyrir mannréttindum, kvenréttindum, friði og lýðræði. Hún er aðalritari pal- estínsku friðar- og lýðræðishreyfing- arinnar MIFTAH og er meðal annars handhafi Sidney-friðarverðlaunanna frá því í ágúst 2003. KYNGETA og karlmennska hafa verið tengd órjúfanlegum böndum frá örófi alda. Alls kyns reðurtákn hafa ávallt verið tákn hetjuskapar og manndóms. Nútímafjölmiðlun og auglýsingatækni leggja mikla áherslu á kynþokka og glæsileika og gera útá þá spennu sem ávallt fylgir alls konar kyntáknum. Þetta hefur í för með sér óraunhæfar vænt- ingar og kröfur sem margir karlmenn gera á sjálfa sig þegar kynlíf er annars vegar. Það er þekkt stað- reynd að kyngeta karl- manna minnkar hægt og bítandi með vaxandi aldri. Enginn veit þó með vissu hversu alvar- leg eða almenn þessi minnkun er þrátt fyrir margar kannanir sem gerðar hafa verið. Margir veigra sér við að svara eða blekkja vísvitandi spyrlana og sjálfa sig enda málið með eindæmum viðkvæmt. Ristruflanir í kvikmynd Æskudýrkun nútímans gerir þó mik- ið úr þessum aldurstengdu breyt- ingum hjá mörgum karlmönnum. Oft er dregið dár að kynlífi fólks sem komið er á miðjan aldur í skemmti- sögum, bíómyndum og jafnvel fjöl- miðlum. Gott dæmi um þetta er mynd með þeim fræga Jack Nich- olson sem sýnd var nýlega í bíóum borgarinnar. Þar leikur hann ófor- betranlegan roskinn kvennabósa sem maular í sig Viagra til að geta sinnt þeim glæsikonum sem eru í kringum hann. Hann fær síðan kransæðastíflu í öllum þessum hamagangi ungum áhorfendum í bíóinu til mikillar skemmtunar. Framleiðendur myndarinnar draga upp hlægilega skopmynd af eldra fólki og ástalífi þess sem ein- kennist af vandræðalegum uppá- komum, skrækjum og hallæri. Maður fær ósjálfrátt þá tilfinn- ingu að unga og fallega fólkið hafi fengið einka- rétt á kynlífi enda sé það yfirgengilega fynd- ið að eldra fólk skuli enn finna fyrir fiðringi neðan beltis. Getuleysi eða óttinn við að standa sig ekki sem skyldi er eitt mesta aðhlátursefni myndarinnar. Kynlífsvandi karla feimnismál Ég hef haft marga karl- menn til meðferðar vegna kvíða og spennu sem tengist óraunhæfum væntingum þeirra sjálfra og auglýs- ingasamfélagsins. Á sama tíma hef ég komist að raun um að margur karlmaður leitar sér ekki lækninga vegna vandamála sem tengjast kyn- lífi af ótta við að vera talinn hallær- islegur getulaus aumingi. Holdris og karlmennska eru svo nátengd í hug- um margra að þeim finnst þeir vera að dæma sig úr leik með því að við- urkenna að einhver vandamál séu fyrir hendi. Menn bera harm sinn í hljóði og telja sjálfum sér trú um að það sé í ágætu lagi. Með vaxandi framboði á meðferð vegna vandamála sem tengjast holdrisi hafa æ fleiri karlmenn leitað læknis til að geta haldið áfram að lifa kynlífi. Menn hafa vaknað til vit- undar um það að kynlíf sé óaðskilj- anlegur hluti þeirrar lífshamingu sem við öll eigum rétt á. Jónas Hall- grímsson skilgreinir langlífi sem lífs- nautnina frjóvu þar sem saman fara alefling andans og athöfn þörf. Þetta gæti verið enn ein skilgreiningin á góðu kynlífi þar sem saman fer lík- amleg og andleg vellíðan. Þessa dagana hafa um 3.000 ís- lenskir karlmenn á aldrinum 45–75 ára fengið spurningalista frá okkur nokkrum læknum þar sem menn eru spurðir útí kynlíf sitt. Með þessari könnun langar okkur til að skilgreina betur hversu mikil vandamál sé um að ræða og hve margir hafi leitað sér aðstoðar þeirra vegna. Okkur langar líka til að biðja íslenska karlmenn að skilgreina með okkur hvernig þeir líti á gott kynlíf. Könnun sem þessi hefur ekki áður verið framkvæmd hér- lendis. Ég vil biðja alla þá sem fengið hafa þennan spurningalista að svara hon- um af samviskusemi svo að okkur takist að draga upp raunsæja mynd af kynlífi íslenskra karlmanna á miðjum aldri. Grín og getuleysi Óttar Guðmundsson skrifar í tilefni könnunar á kynlífsheilsu íslenskra karla ’Könnun sem þessi hef-ur ekki áður verið fram- kvæmd hérlendis.‘ Óttar Guðmundsson Höfundur er geðlæknir hjá Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.