Morgunblaðið - 27.03.2004, Page 50

Morgunblaðið - 27.03.2004, Page 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jóhann EiríkurJónsson fæddist á Sauðárkróki 19. ágúst 1921. Hann lést 20. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson og Hólmfríður Eiríks- dóttir. Jóhann, sem var yngstur, átti tvö systkini, Guðmund Aðalstein og Stefan- íu, en þau eru bæði látin. Jóhann kvæntist 5. júní 1954 Ingibjörgu Eysteinsdóttur frá Beinakeldu, f. 18. júlí 1927. Synir þeirra eru Eysteinn, f. 1953, kvæntur Huldu V. Arthúrsdóttur, Jón, f. 1956, og Guðráður, f. 1958. Fyrir átti Jóhann dótturina Rósu Friðbjörgu, f. 15. júní 1946 og er henn- ar maður Ingi Frið- björnsson. Jóhann á fimm barnabörn og fjögur barnabarna- börn. Um þrítugt flutti Jóhann í Húnaþing og gegndi þar ýms- um störfum. Lengst af starfaði hann sem frjótæknir hjá Bún- aðarsambandi A- Húnavatnssýslu og þar lauk starfsæv- inni árið 1991. Jó- hann var einn af stofnendum karlakórsins Vökumanna. Útför Jóhanns fer fram frá Þingeyrakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Nágranni minn og vinur, Jóhann á Beinakeldu, er allur. Atvik haga því svo þunglega að ég get ekki fylgt honum síðasta spölinn. Ég hlýt því að láta nægja að láta hugann reika um lendur minninganna. Um það bil hálf öld er liðin síðan Jóhann réðist sem vetrarmaður að Reykjum á Reykjabraut. Hann kom frá Sauðárkróki, en þar hafði hann átt heima fram að þessu, eignast þar konu og dóttur, en þau hjón skildu. Nú var hann kominn vestur í Húna- vatnssýslu og næsta vetur vann hann að bústörfum hjá okkur á Akri. Þá hófust kynni okkar og vinátta. Á þessum árum voru gæfuspor stig- in. Fljótlega kynntist hann og kvæntist úrvalskonu sem var heima- sætan á Beinakeldu. Jóhann og Ingibjörg, sem ná- kunnugir kalla alltaf Lillu, hófu bú- skap á hálfri jörðinni Beinakeldu við heldur þröngar aðstæður. Þau eign- uðust gagnsamt bú, enda skorti hvorugt þeirra dugnaðinn. Jóhann var afkastamaður til verka, þrek- mikill og kappsamur og reis oft snemma úr rekkju. Alltaf vann hann nokkuð utan heimilis, t.d. í fjölda ára sem fláningsmaður í sláturhúsinu á Blönduósi. Það munaði um handtök- in hans þar sem annars staðar. Hann varð síðan starfsmaður Búnaðar- sambandsins sem frjótæknir, eftir að sú starfsemi hófst og gegndi því starfi til loka starfsaldurs. Á þeim árum drógu þau saman búskapinn á Beinakeldu. Við Jóhann urðum félagar í leik og starfi veturinn sem hann var hjá okkur á Akri og á árunum þar á eft- ir. Við fundum upp á ýmsu sem geymist í minningunni. Við vorum m.a. keppnisfélagar í frjálsum íþróttum á vegum Ungmennasam- bandsins og alla tíð fylgdist hann vel með íþróttum. Vinátta hans í minn garð og míns fólks var óbrigðul. Hann átti víða vinum að mæta, starf hans hjá Búnaðarsambandinu krafð- ist ferðalaga um allt héraðið og ég hygg að hann hafi yfirleitt verið mik- ill aufúsugestur. Hann hélt áfram að rækta vinatengsl sín með heimsókn- um þótt hann væri hættur starfi. Ég ætla að í Jóhanni hafi búið listaæð, því um skeið bjó hann út fal- lega handverksgripi, einkum hillur. Allir synir þeirra hjóna eru völundar í höndunum og geta sótt það í báðar ættir og einn þeirra er listamaður. Síðustu árin sótti að Jóhanni stirðleiki í liðum, sem gerði honum erfiðara um ferðalög og á liðnu hausti tóku alvarlegri veikindi að gera vart við sig. Fráfall hans kom því naumast mjög á óvart. Að leið- arlokum flyt ég einlægar þakkir fyr- ir vináttu hans, hjálpfýsi sem aldrei brást ef einhvers þurfti með og sam- skipti okkar öll á langri leið. Við Helga biðjum Guð að blessa minninguna um góðan dreng um leið og við sendum eiginkonu hans, börn- um og öllu þeirra venslafólki inni- legar samúðarkveðjur. Pálmi Jónsson. Það er morgunn, sólin er að rísa og Strandafjöllin baða sig í sólskin- inu. Jóhann á Beinakeldu er á leið í vinnuna á Súbarúnum. Þessi dagur er einn af mörgum á áratugaferli Jó- hanns á Beinakeldu í þjónustu fyrir bændur í A-Húnavatnssýslu. Dag- arnir eru margir en tilhneigingin er sú að muna þá góðu. Frjótæknirinn Jóhann birtist á skrifstofu Búnaðar- sambands Austur-Húnavatnssýslu glaður í bragði tilbúinn að taka þátt í erli dagsins með helfrosnar sæðis- frumur bestu nauta landsins í tösku sinni. Fljótlega eftir að hann sest við skrifborð sitt hringir síminn og á hinum enda línunar er einn af fjöl- mörgum skjólstæðingum og vinum Jóhanns að panta úrvalskálf í kúna sína. Jóhann spyr: Hvenær sást á kúnni, ertu með eitthvert sérstakt naut í huga? Allt er þetta fært til glósubókar á eftir veðurlýsingu. Oft- ar en ekki eru menn ekki sammála um veðurhæð, vindátt eða skýjafar en það var oftast leið til að skapa umræður til að kanna geðslag og hugarástand vinnufélaganna á skrif- stofu Búnaðarsambandsins. „Maríó Lansa söng ágætt lag í útvarpinu í bílnum þegar ég var á leiðinni,“ sagði Jóhann. „Ég söng hástöfum með honum og það get ég sagt ykkur að það fór hrollur niður eftir bakinu á mér af hrifningu yfir hvað ég söng vel. Stefán Íslandi hefði ekki gert þetta betur.“ Svo skellihló Jói og hélt út í daginn með framtíð a-hún- vetnskra kúa í farteskinu. Þetta er bara ein minning um þennan góða mann sem gæfan leiddi á slóð mína. Fyrir þessa minningu og allar hinar vil ég þakka. Við hjón- in á Árbraut 12 þökkum góðum vini fyrir samfylgdina og sendum ætt- ingjum samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Jóhanns á Beinakeldu. Jón Sigurðsson. Í dag er kvaddur vinur og sveit- ungi Jóhann E. Jónsson frá Beina- keldu. Þegar litið er til baka er gjarnan margs að minnast, og svo er sann- arlega þegar ég lít yfir farinn veg og rifja upp kynni og samstarf okkar Jóhanns langar mig að setja hér örfá atvik af mörgum á blað. Fyrstu kynni okkar Jóhanns urðu þegar ég var á Hólum í Hjaltadal 1947–49. Þá var Jóhann ungur maður á Sauðárkróki harðduglegur krafta- jötunn og vel fylginn sér. Á þeim ár- um var það siður að Hólasveinar og Sauðkrækingar kepptu einu sinni til tvisvar saman í fótbolta á hverju skólaári, og svo var þessi umræddu ár. Jóhann var að sjálfsögðu í liði Sauðárkróks, spilaði gjarnan vinstri bakvörð, ég var í liði Hólamanna og spilaði á hægri kanti fram, þá lent- um við saman sem mótspilarar í þessum leikjum. Að sjálfsögðu var oft tekinn góður sprettur eftir boltatuðrunni, og Jó- hann ekkert sérstaklega ánægður, ef það kom fyrir að hann yrði á eftir. En þótt við værum ekki með nein faðmlög eða sérstök vinarhót á vell- inum, tókust með okkur góð kynni og vinskapur sem haldist hefur allt til leiðarloka. Haustið 1951 kemur Jóhann vestur í Húnaþing. Ræðst sem vinnumaður til Páls Kristjáns- sonar er þá var bóndi á Reykjum á Reykjabraut. Síðar liggja leiðir Jó- hanns saman með Ingibjörgu Ey- steinsdóttur á Beinakeldu, giftast þau og hefja búskap á Beinakeldu. Á þessum árum var yfirleitt búið bæði með kýr og kindur, og svo var hjá þeim í fyrstu. Jóhann vann einnig mikið utan heimilis með búskapnum. Vann fjöldamörg haust í sláturhús- inu á Blönduósi, var afburða góður fláningsmaður. Var starfsmaður Búnaðarsambands Austur-Húna- vatnsýslu í mörg ár, bæði sem frjó- tæknir og annaðist einnig jarðvegs og heysýnatökur, og stundaði einnig ýmsa aðra vinnu sem til féll. Jóhann var félagslyndur og au- fúsugestur í vinahópi. Hann var einn stofnanda karlakórsins Vökumanna 1958 og starfaði í þeim félagsskap á annan áratug. Þar kynntist ég Jó- hanni vel, þar var hann góður liðs- maður og félagi og á ég góðar minn- ingar honum tengdar frá þessum árum. Um árabil var Jóhann virkur í íþróttum – kastgreinum – og keppti á mörgum mótum og var þar fram- arlega í flokki. Fjölmargt fleira mætti upp telja. Jóhann og Ingibjörg eignuðust þrjá syni, sem allir eru búsettir hér í ná- grenni. Eina dóttur átti Jóhann áður en hann kom í Húnaþing. Það hafa verið mikil og góð kynni um áratuga skeið, milli fjölskyldunn- ar á Beinakeldu og fjölskyldu minn- ar, kynni sem ég þakka af heilum hug. Mér kemur í hug síðasta erindi á gullfallegu ljóði eftir Ingibjörgu á Beinakeldu. Áfram heldur lítill lækur léttur, tær og hreinn, er þó stundum afarsprækur undan lætur steinn. Kastast þá um hraun og kletta kveður blómalönd. Síðast faðmar lækinn létta litrík sjávar strönd. Lífshlaup okkar mannfólksins hér á jörð má gjarnan líkja við fjallalæk- inn. Byrjar sem lítið og tært, vex og dafnar eftir því sem líður, tekur á sig ýmsar myndir, stundum lygnar, stundum úfnar, kastast stundum úr upphaflegum farvegi, fer nýjar slóð- ir en endar svo við hina eilífu strönd áður en lagt er af stað í ferðina miklu. Við Lollý sendum Lillu á Beina- keldu og fjölskyldu hennar einlægar samúðarkveðjur. Jóhanns á Beina- keldu minnumst við með virðingu og þökk. Kristófer Kristjánsson. Hvað knýr mig til að minnast lát- ins sveitunga með nokkrum orðum. Hann var meðal þeirra fyrstu sem ég varð málkunnug hér um slóðir, oft kíminn með gamanyrði á vör. Við Jóhann á Beinakeldu áttum það sameiginlegt að vera þá aðflutt í sveitina, sitt úr hvorri áttinni. Hann úr Skagafirði en ég Borgfirðingur. Þessum tíma fylgir minning um að hafa átt nýbyggt fjós og keppt að því að fylla það nýtilegum gripum. Þangað átti Jóhann oft leið og það var hann sem kenndi mér að geta mér til um gæði nautanna eftir upp- lýsingum um þau og ætt þeirra, á spjöldum frá búfjárræktarstöðinni. Svo tókum við æði oft tal saman um nautgriparækt og árangur af henni. Stundum með smáívafi af hrossa- ræktaráhuga. Mælikvarði á tíðarfarið var hvort mjólkurbíllinn kæmist leiðar sinnar og frjótæknar búfjárræktarstöðvar- innar kæmust heim að fjósinu. Í mis- jöfnum veðrum vetrarins kröfðust störf þessara manna áræðis, dugs og skyldurækni. Þá eðliskosti hafði Jó- hann til að bera í ríkum mæli. Ég minnist þess eitthvert sinn að van- höld og vonbrigði höfðu steðjað að. Ung og efnileg kýr orðið bráðdauð og falleg kvíga misfarist. Ég kvart- aði sáran og jós harmtölum mínum yfir Jóhann. Hann virtist jú hlusta, leit svo upp sposkur að vanda og sagði: „Já, svona er lífið.“ Í þessu stutta tilsvari og hvernig það var sagt fólst sú hóflega blanda af hlut- tekningu og uppörvun að ég gekk heim baráttuglaðari en áður. Jóhann var laginn og góður teikn- ari og falleg voru mörg listaverkin hans í dagbókum á Búfjárræktar- stöðinni. Þar hafði hann til margra ára skráð ýmislegt um veður ásamt skýrslu um dagleg störf og annað. Þegar ég gekk í kvenfélagið kynntist ég Ingibjörgu, hans ágætu konu, og kom á heimili þeirra á Beinakeldu. Þá sá ég að áhugi þeirra á listrænu handverki og handavinnu var sameiginlegur. Ingibjörgu, sonum, fjölskyldum þeirra og öðrum aðstandendum fær- um við hjartanlegar samúðarkveðj- ur frá fjölskyldunni á Kagaðarhóli. Sigríður Höskuldsdóttir. Nú ertu farinn frá okkur, elsku Jói minn. Með sorg í hjarta hugsa ég til þess að koma heim í sumar án þess að sjá þig. Þess vegna held ég fast og geymi í hjarta mínu þær notalegu minningar sem ég á. Stundirnar við eldhúsborðið á Hólabaut 3, þegar þú komst við og drakkst kaffibolla og spjallaðir við okkur um daginn og veginn. Það gerðir þú ósjaldan, enda kærkomnar heimsóknirnar þínar. Þú hafðir allt- af frá einhverju skemmtilegu að segja og stutt í hláturtaugarnar. Vinskapur ykkar pabba var óhagg- andi. Þið voruð einstakir vinir og starfsfélagar í gegnum áratugi. Enda hélstu ekki aftur af þér með að komið hjá félaga þínum þegar hann átti erfitt. Það þóttu mér og mömmu sérstaklega vænt um, enda sýndir þú líka þitt enstaka trygglyndi. Þakka þér, Jói minn, fyrir þá ein- stöku vináttu og hlýju sem þú sýndir mér alla tíð, frá því ég var barn. Það var alltaf pláss fyrir stelpugopann í þínu stóra hjarta. Það var ekki að ástæðulausu að ég kallaði þig Jóa afa. Eftir að ég fullorðnaðist hugsaði ég stundum um hvort þér hefði ekki þótt það skrítið, þar sem þú varst að- eins ellefu árum eldri en pabbi minn. En ég veit að þér þótti það allt í lagi. Megir þú sofa rótt. Elsku Lilla, Guðráður, Jón og Ey- steinn, ég sendi ykkur og öðrum ættingum mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Megi Guð gefa ykkur styrk. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Arís Njálsdóttir. JÓHANN EIRÍKUR JÓNSSON Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, EYÞÓR BJARNASON, Skipholti 46, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 25. mars. Helga Pétursdóttir, Sveinn Eyþórsson, Birgir Eyþórsson, Gunnar Eyþórsson og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar, ÞORBJÖRGU JÓHANNESDÓTTUR, Aðalstræti 47, Patreksfirði. Páll Jóhannesson, Friðrika Jóhannesdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, TRYGGVA JÓNSSONAR matreiðslumeistara, Sóltúni, Reykjavík. Jón Tryggvason, Bjarni Þór Tryggvason, Guðfinna Arnarsdóttir, Berglind Tryggvadóttir, Karl Ómar Jónsson og barnabörn. Hjartkær sonur minn og bróðir okkar, BJÖRN HALLGRÍMUR GÍSLASON, Austurbergi 36, Reykjavík, andaðist á Landspítala við Hringbraut miðviku- daginn 24. mars. Fyrir hönd okkar, Sigrún Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.