Morgunblaðið - 27.03.2004, Side 53
Bragi var stór maður og gildur, en
undir hrjúfu yfirborðinu bjó næmur
og einstaklega hlýr persónuleiki.
Þótt Bragi væri fæddur og uppalinn
á Siglufirði, var hann sannur Vopn-
firðingur og bar hann hag þess
byggðarlags ætíð mjög fyrir brjósti.
Flug- og flugvallarmál voru eðlilega
hans vettvangur og má, að öllum öðr-
um ólöstuðum segja, að hann hafi
ávallt verið fremsti hvatamaður að
uppbyggingu flugvallarins þar á
staðnum. Ég man vel eftir litla
skúrnum, sem gegndi hlutverki bið-
skýlis við flugvöllinn á Vopnafirði.
Þessi skúr var á að giska 8 fermetrar
að gólffleti. Þar voru engin húsgögn
eða tól önnur en sveitasími á vegg.
Nú eru þarna tækjageymsla með
slökkvibíl og snjóruðningstækjum
og glæsileg flugstöð. Flugbrautin
hefur fengið varanlegt slitlag og
blindaðflug er úr tveimur áttum.
Sem framkvæmdastjóri Flug-
félags Norðurlands um árabil átti ég
náið samstarf við Braga enda var
flugleiðin milli Akureyrar og Vopna-
fjarðar besta og traustasta áætlun-
arleið félagsins alla tíð. Ekkert var
gert varðandi þessa flugleið nema að
höfðu samráði við Braga. Bragi hik-
aði heldur ekki við að segja sína
meiningu og fylgdi henni vel eftir, ef
honum þótti þurfa. Þannig menn er
gott að hafa nálægt sér.
Finnur Dýrfjörð fór fljótt að að-
stoða föður sinn á flugvellinum og
tók Finnur við stjórn flugvallarins
fyrir nokkrum árum, en Bragi var
áfram umboðsmaður flugfélagsins
og var það til dauðadags.
Sem flugmaður hlakkaði ég alltaf
til komunnar til Vopnafjarðar.
Hvergi voru mótökur hlýrri en þar –
í fleiri en einum skilningi, því ætíð
var heitt á könnunni hjá þeim feðg-
um. Þótt Bragi sé horfinn af vett-
vangi munu þeir, sem leið eiga um
Vopnafjarðarflugvöll, hvort sem það
eru flugmenn eða farþegar, njóta
fórnfúss og óeigingjarns starfs
Braga.
Ég votta Sigrúnu og börnum
þeirra hjóna mína dýpstu samúð.
Sigurður Aðalsteinsson.
Ég vil fyrir hönd Flugfélags Ís-
lands kveðja hann Braga Dýrfjörð,
eftir fjörutíu ára starf fyrir Flug-
félagið og forvera þessa. Allir sem
kynntust Braga muna vel eftir hon-
um. Hann var áberandi hvar sem
hann kom, var oft aðeins hrjúfur á
yfirborði, en ljúfur mjög þar undir
og mikill vinur vina sinna. Bragi hóf
að vinna við flugrekstur á Vopnafirði
á árinu 1964, þegar hann tók að sé af-
greiðslu á flugvélum Trygga Helga-
sonar, sem sá um póstflutninga á
Vopnafjörð. Það félag var í raun und-
anfari Flugfélags Norðurlands, en
fyrir það félag var Bragi umboðs-
maður frá árinu 1974. Hann var síð-
an umboðsmaður Flugfélags Íslands
frá stofnun þess félags á árinu 1997.
Bragi var einnig starfsmaður Flug-
málastjórnar á Vopnafirði frá árinu
1967.
Þegar Bragi kom til vinnu á flug-
vellinum á Vopnafirði, var þar einn
rafmagnslaus kofi og bíll með tal-
stöð. Það má segja að nær öll upp-
bygging á aðstöðu á flugvellinum þar
sé tilkomin vegna baráttu Braga og
óeigingjarns starfs hans í þágu sam-
gangna við Vopnafjörð. Við sem höf-
um unnið með Braga í gegnum árin
komum til með að sakna hans mikið
úr hópnum. Það var alltaf gaman að
hafa Braga með, hann hafði skoðanir
og setti þær fram á skemmtilegan
hátt. Þegar Bragi var heimsóttur á
flugvöllinn bauð hann gjarnan uppá
„Braga“ kaffi. Hann taldi þetta
nauðsynlegan drykk, sérstaklega
fyrir þá sem kviðu flugi. „Braga“
kaffið hans Braga samanstóð nefni-
lega af kaffi, sem helst var Braga
kaffi og síðan af öðrum veigum, sem
slógu á kvíða viðkomandi. Menn fóru
því yfirleitt léttari á lund frá honum
Braga.
Ég vil fyrir hönd samstarfsmanna
Braga hjá Flugfélaginu þakka hon-
um fyrir skemmtilega samleið og
frábært samstarf á undanförnum ár-
um og við sendum Sigrúnu og börn-
um þeirra okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Jón Karl Ólafsson.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 53
✝ Rósa Gunnlaugs-dóttir fæddist á
Eiði á Langanesi 11.
nóvember 1911. Hún
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Sunnuhlíð
17. mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Þorbjörg Daní-
elsdóttir og Gunn-
laugur Jónasson,
bændur á Eiði.
18 ára gömul flutti
Rósa frá Eiði að
Hrollaugsstöðum og
hóf sambúð með Jóni
Ólasyni, f. 11. mars
1901, d. 7. október 1945. Börn
Rósu og Jóns eru tíu: Daníel, f.
1931, d. 1992, Þorbjörg, f. 1933,
Þórunn, f. 1934, d. 1990, Steinunn
Vilborg, f. 1936, Gunnlaugur, f.
1937, Pálmi Dagur, f. 1939, Óli
Jóhannes, f. 1941, Rósa, f. 1942,
Marinó, f. 1944, og Jón Óli, f.
1945.
Rósa og Jón
bjuggu fyrstu bú-
skaparárin á Hrol-
laugsstöðum en
reistu síðan nýbýlið
Ártún og hófu þar
búskap árið 1938.
Eftir andlát Jóns bjó
Rósa áfram þrjú ár á
Ártúnum en fluttist
svo til Þórshafnar.
Yngsta soninn,
Sturlu, eignaðist
hún árið 1954 með
Einari Ólasyni, f. 11.
nóvember 1891, d. 6.
ágúst 1967.
Afkomendur Rósu eru á annað
hundraðið.
Seint á sjöunda áratugnum
fluttist Rósa frá Þórshöfn og í
Kópavog þar sem hún bjó til
dauðadags.
Útför Rósu fer fram frá Kópa-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 11.
Rósa amma hefði orðið 93 ára í
haust. Langri ævi er lokið. Í minn-
ingunni er amma glæsileg kona,
grönn og alltaf vel tilhöfð. Þegar
við vorum börn bjó hún um tíma á
heimilinu. Amma var stjórnsöm og
alltaf að. Ef hún var ekki að
prjóna þá var hún að reyna að
koma skikki á okkur krakkana. Við
systurnar vorum alls ekki nægj-
anlega miklar dömur, ógreiddar og
skítugar upp fyrir haus í útileikj-
um sem frekar hentuðu drengjum
að hennar mati. Hún gaf sér tíma
til að lesa fyrir okkur, nennti alltaf
að spila og segja okkur frá því
hvernig var þegar hún var ung
stúlka fyrir norðan. Einnig gerði
hún sitt besta til að hjálpa okkur
við prjónaskap og skyldustykki í
handavinnu. Það var ótrúlegt hve
mikið sokkar og önnur stykki lög-
uðust við að komast í hendur
ömmu. Við vorum með mikla
hestadellu og hlustuðum hug-
fangnar á ömmu segja okkur frá
gæðingi sínum, Lukku. Sú hryssa
var allra hesta best. Í Fannborg-
inni bjó amma í mörg ár, þangað
var alltaf gott að koma. Hún var
höfðingi heim að sækja, átti alltaf
eitthvað gott með kaffinu og hellti
upp á sterkt og gott kaffi upp á
gamla móðinn. Alltaf var vel tekið
á móti okkur og við velkomnar.
Amma upplifði miklar breytingar á
langri ævi, nærri öld er langur
tími og ótrúleg umskipti hafa orðið
í þjóðfélaginu og öllum aðstæðum
fólks. Það er dýrmætt að fá að tala
við og kynnast fólki sem upplifað
hefur þessa tíma. Enginn veit hvað
átt hefur fyrr en misst hefur og nú
væri gott að geta spilað til baka og
geta rætt meira við ömmu og átt
með henni góðar stundir.
Ásta og Ester Pálmadætur.
Ég hef varla verið miklu eldri en
fimm ára gamall þegar ég fór fyrst
að hafa áhyggjur af því að Rósa
amma væri orðin svo gömul að það
væri stórkostleg hætta á því að
hún myndi deyja. Þessar áhyggj-
ur, sem ollu litlum strák talsverðu
hugarvíli, reyndust sem betur fer
óþarfar næsta aldarfjórðunginn
eða svo. Undir hið síðasta var
amma orðin heilsulaus og þegar
kallið loksins kom var það henni
líkn. Að sama skapi voru áhyggjur
mínar ekki eins sárar.
Ég man fyrst eftir Rósu ömmu
þegar hún bjó hjá okkur fjölskyld-
unni á Álfhólfsvegi 125. Maður gat
nú ekki annað en litið upp til henn-
ar; hér var komin „ekta“ amma,
hún var bæði virðuleg og vel til
höfð og auk þess sífellt með prjón-
ana á lofti. Hún var þar að auki af-
ar viljug til að setjast niður við
spil enda mikill spilamaður. Og
þótt hún hafi stundum verið
ströng var það yfirleitt við aðra en
mig. Það er því ekki að undra að
með okkur hafi tekist ævarandi
vinskapur. Seinna flutti amma í
Fannborgina en heimsóknirnar
þangað eru ógleymanlegar. Ekki
brást að tekið var í slag, yfirleitt
rússa eða manna, um leið og við
ræddum það helsta sem á daga
okkar hafði drifið frá síðustu heim-
sókn.
Ég kveð nú ömmu mína með
þökkum fyrir öll þau ár sem hún
lifði. Þau urðu miklu fleiri en ég
hafði þorað að vona.
Rúnar.
RÓSA GUNN-
LAUGSDÓTTIR
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður,
tengdaföður og afa,
HALLDÓRS JÓNASSONAR,
Skúlagötu 4,
Stykkishólmi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameins-
deildar 11E á Landspítala við Hringbraut og
starfsfólks St. Franciskusspítala, Stykkishólmi.
Sigríður Pétursdóttir,
Eggert Halldórsson,
Þórir Halldórsson, Ann Linda Denner,
Erla Halldórsdóttir, Ívar S. Kristinsson,
Gyða Stefanía Halldórsdóttir, Hafliði Ingason
og barnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir
og langafi,
ÞRÁINN SIGURÐSSON
frá Siglufirði,
sem andaðist fimmtudaginn 18. mars, verður
jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánudag-
inn 29. mars kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknar-
félög.
Anna Þráinsdóttir, Ottar Storheim,
Edda Þráinsdóttir, Bragi Þorbergsson,
Ólöf Þráinsdóttir, John Allwood,
Þráinn Ólafur Jensson, Sigríður Hauksdóttir,
Vilhjálmur Sigurðsson, Sigríður Vilhjálmsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
BJARNI EINARSSON
fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri og
aðstoðarforstjóri Byggðastofnunar,
Brekkugerði 30,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 24. mars.
Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 31. mars kl. 13.30.
Gíslína Guðrún Friðbjörnsdóttir,
Anna Margrét Bjarnadóttir, Gísli Rúnar Jónsson,
Einar Björn Bjarnason,
Guðrún Þóra Bjarnadóttir, Gunnlaugur Jón Rósarsson
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BJARNI PÁLMARSSON
hljóðfærasmiður,
Nóatúni 28,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landakotsspítala miðviku-
daginn 24. mars.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 2. apríl kl. 13.30.
Guðbjörg Ágústa Björnsdóttir,
Salbjörg Ágústa Bjarnadóttir,
Björn Andrés Bjarnason, Sigurbjörg Hjörleifsdóttir,
Ingvar Þór Bjarnason, Cathrine Bjarnason,
Hrefna Birgitta Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
PÁLL MELSTED,
andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund fimmtudaginn 25. mars.
Victor Melsted, Rannveig Árnadóttir,
Halldór Melsted, Þórunn Kristinsdóttir,
Hansína Melsted, Ævar Sigurðsson,
Stefán Melsted, Kristín Árnadóttir,
Páll Melsted, Guðlaug Elíasdóttir,
Ruth Melsted,
Ólafur Melsted, Valgerður Á. Sveinsdóttir,
afa- og langafabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GRÍMUR JÓNSSON
fyrrverandi héraðslæknir,
Fjarðargötu 17,
Hafnarfirði,
lést á Landspítala Hringbraut þriðjudaginn
23. mars.
Jarðsungið verður frá Fríkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 30. mars kl. 13.30.
Gerda Jónsson,
Grímur Jón Grímsson, Helga Guðjónsdóttir,
Lárus Grímsson, Jóhanna D. Kristmundsdóttir,
Þórarinn Grímsson, Sigrún Sæmundsdóttir,
Jónína Ragnheiður Grímsdóttir, Ágúst Ólafsson,
Bergljót Grímsdóttir, Gunnar Jóhann Friðriksson,
Egill Grímsson, Guðrún Garðarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.