Morgunblaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 55 öllum þykir óendanlega vænt um hann. Hann var mikill athafnamað- ur, og það var sama hvort afrek okk- ar barnabarnanna voru stór eða smá, og hvert okkar það var sem vann þau, alltaf var hann jafnstoltur og ánægður fyrir okkar hönd. Afi hvatti okkur alltaf áfram í því sem við tókum okkur fyrir hendur og studdi okkur í þeim ákvörðunum sem við tókum – og rökræddi við okkur ef hann var ekki alveg sam- mála. Afi náði ekki að ljúka öllu sem hann ætlaði sér og hefði eflaust þurft að verða tvöfalt eldri til þess. Hann var þó ávallt tilbúinn að taka því sem að höndum bar og vissi að degi var tekið að halla eins og ljóð Davíðs Stefánssonar lýsir. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Ingibjörg Rósa, Gestur, Bryndís Eva, Hákon Örn, Dagmar Ingi- björg, Örn og Þorgeir. Í dag fylgjum við afa okkar til hinstu hvílu. Þeir sem þekktu til afa vita að þar fór mikill fyrirmyndar- maður. Afi var hornsteinn fjölskyld- unnar og studdi bæði börn og barna- börn í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. Fyrir okkur systkinin var afi ein sú besta fyrirmynd sem við gátum hugsað okkur. Hann var í öll þessi ár til staðar fyrir okkur og tók ríkan þátt í lífi okkar allra. Það er okkur alveg ómetanleg lífsreynsla að hafa fengið að vera í miklum og nán- um samvistum við afa og hefur það haft mikil áhrif á það í hvaða farvegi líf okkar er í dag. Afi var mikill handverksmaður og smíðaði húsgögn og batt bækur af mikilli kostgæfni. Allt sem hann gerði var gert af heilum hug og ekk- ert fúsk þar á ferðinni. Bárustígur 6 var okkar annað heimili á uppvaxtarárunum og met- um við það mikils að hafa fengið að dvelja þar í góðu yfirlæti ömmu og afa. Nú á seinni árum hefur þetta verið einn helsti samkomustaður fjölskyldunnar og gaman að setjast niður yfir kaffibolla og spjalla um heimsmálin. Sundlaugin var stór hluti af lífi afa og bar hann hag hennar fyrir brjósti allt til dauðadags. Lengi vel héldum við systkinin að afi ætti sundlaugina og kom það okkur verulega á óvart þegar við áttuðum okkur á því að svo var ekki. Þetta hafði þó þau áhrif á okkur að við vorum mikið í sundi og hafa flest afabörnin æft sund. Afi var mikill íþrótta- og keppn- ismaður. Hann fylgdist sérstaklega vel með sínu fólki og fór á alla þá íþróttaviðburði sem hann komst á hvort sem það var körfuboltaleikur hjá Tindastóli, frjálsíþróttamót UMSS eða landsmót UMFÍ. Afi hafði góða nærveru og það eitt að vera nálægt honum fyllti mann stolti og löngun til þess að gera vel. Það var ekki hvað hann sagði og gerði heldur hvað hann stóð fyrir. Við systkinin erum stolt af því að vera afkomendur Guðjóns Ingi- mundarsonar. Eitt sinn verða allir menn að deyja og það vitum við, en það er alltaf sárt að verða að kveðja. Um leið og við kveðjum afa biðjum við góðan Guð um að styrkja ömmu á þessum erfiðu tímum. Hjördís, Brynja og Sigurður Guðjón. Elsku afi, mig langar að þakka þér fyrir allar samverustundirnar sem við áttum, það var alltaf svo gott að koma til þín og ömmu á Bárustíginn. Ég mun sakna stundanna þegar við héldumst í hendur og þú vildir fá að vita hvernig mér gengi í skólan- um og í sundinu. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson.) Ég mun geyma allar góðu stund- irnar með þér í hjarta mínu. Þín Harpa. Ég vil með nokkrum orðum kveðja kæran föðurbróður og vin Guðjón Ingimundarson íþróttakenn- ara á Sauðárkróki. Með honum hverfur af þessu jarðríki síðasta systkinið frá Svanshóli í Bjarnarfirði á Ströndum. Þau voru þrettán tals- ins en aðeins sjö þeirra komust til fullorðinsára. Sem strákur var Guðjón frændi nánast hálfguð í mínum huga. Hann var íþróttafrömuður í Skagafirði sem við Svanshólsbræður litum mik- ið upp til. Fyrstu árin bar fundum okkar ekki oft saman, en ein sam- verustund átti eftir að hafa mikil áhrif á lífshlaup mitt. Það var nánast fyrir tilviljun að við frændur hittumst í Reykjavík um páskaleytið 1966. Ég var að ljúka námi við Kennaraskólann um vorið og framtíðin var óráðin. Guðjón innti mig eftir því hvað ég færi að gera að skóla loknum. Það lá ekki ljóst fyrir. Hann spurði hvort ég gæti hugsað mér að koma norður í Skagafjörð og vinna hjá Ungmennasambandi Skagafjarðar. Mér leist vel á þá hug- mynd. Niðurstaðan af spjalli okkar varð sú að ég réð mig sem þjálfara og starfsmann hjá UMSS. Guðjón kom í Skagafjörðinn um 1940 og setti fljótlega svip sinn á íþrótta- og æskulýðsstarfið. Um af- skipti hans að þeim málum munu aðrir vafalaust skrifa af meiri þekk- ingu en ég. Hann var við stjórnvöl- inn hjá UMSS í um 30 ár og stjórn- aði af nákvæmni og festu. Allt skipulag hjá frænda var til fyrir- myndar. Betri læriföður gat ég ekki fengið. Hann var einstakt snyrti- menni á allan hátt. Gögn sambands- ins voru varðveitt á skipulegan hátt. Þar var að finna ómetanlegar heim- ildir og hægt var að lesa sögu þess á auðveldan máta með því að fletta þeim. Hann kenndi í mörg ár sund í Varmahlíð og barðist síðar fyrir byggingu sundlaugar á Sauðárkróki. Var hann forstöðumaður hennar frá opnun 1957 til ársins 1985. Bar hann hag þess mannvirkis mjög fyrir brjósti, en stundum fannst honum hægt ganga eftir að hann hætti að starfa þar. Á síðasta ári ákvað hann að gefa stóla í áhorfendasvæðið með því skilyrði að þeir yrðu komnir upp fyrir Landsmót UMFÍ í sumar. Þetta framtak hans og skilyrðin finnst mér lýsa Guðjóni vel. Hann vildi að aðrir stæðu sig vel en til sjálfs sín gerði hann mestu kröfurn- ar. Auk þess að vera forystumaður UMSS tók hann virkan þátt í bæj- armálum á Sauðárkróki. Var hann um árabil bæjarfulltrúi fyrir Fram- sóknarflokkinn en kennslan var hans aðalstarf. Það sýnir vel hvaða trausts hann naut að hann var for- maður íþróttanefndar Sauðárkróks í rúm 30 ár hvort sem hann var í meirihluta í sveitarstjórn eða ekki. Guðjón var góður íþróttamaður á yngri árum. Iðkaði fimleika og glímu og var sundmaður í fremstu röð hér á landi. Átti hann t.d. um tíma Ís- landsmet í 50 m skriðsundi. Hann var góður sundkennari og þjálfari og náði upp sterku sundliði innan UMSS. Vann það Norðurlandsmótið með nokkrum yfirburðum í mörg ár. Guðjón vann alla tíð að margs konar félagsmálum og var kjörinn heiðurs- félagi í flestum þeirra félaga sem hann starfaði í. Einnig hlaut hann gullmerki og var heiðursfélagi hjá UMFÍ og ÍSÍ. Þá hlaut hann ridd- arakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir félagsstörf sín og hafa fáir ver- ið betur að þeim heiðri komnir. Hann sat 18 ár í stjórn UMFÍ og lagði þar margt gott til málanna. Hann sótti öll landsmót UMFÍ frá Hvanneyrarmótinu 1943. En þar vann hann 100 m frjálsaðferð í sundi í sex gráðu heitri laug! Sumir urðu veikir eftir sund við slíkar aðstæður. En Guðjón tók það ekki nærri sér enda vanur að keppa á sundmótum UMSB þegar synt var í ármótum Norðurár og Hvítár. Í mínum huga er óvíst að Landsmótið á Sauðár- króki 1971 hefði verið haldið þar ef Guðjón hefði ekki haft forgöngu um það. Faðir minn og Guðjón voru miklir mátar og mjög samrýndir. Þeir skrifuðust á og eru þau bréf öll til og eru skemmtilegar heimildir um hvað þeir höfðu fyrir stafni. Um tíma voru bréfin skrifuð með leyniletri sem enginn skildi nema þeir tveir. Ein- hverju sinni spurði ég Guðjón hvort hann hefði ekki sett saman vísur eins og pabbi. Hann aftók það með öllu. En faðir minn sagði að það væri ekki allskostar rétt. Eitt sinn þegar þeir bræður sátu yfir kvíaánum varð eft- irfarandi vísa til: Hér er sólskin sætt og blítt sumardaga bjarta. Hér er allt svo unaðshlýtt eins og móðurhjarta. Átti Guðjón fyrripartinn en faðir minn botnaði. Þá mun Guðjón hafa verið 10 ára en Mundi 14 ára. Þeir bræður voru nákvæmir í öllu sem þeir tóku sér fyrir hendur. Það er athyglisverð staðreynd að þeir bræður yfirgefa þetta jarðríki á svipuðum aldri. Faðir minn lifði í 89 ár og tæpa fjóra mánuði en Guðjón 89 ár og rúma tvo mánuði. Heimili Boggu og Guðjóns var mitt annað heimili meðan ég dvaldi í Skagafirðinum og er raunar enn. Eftir að ég og fjölskylda mín flutti þaðan 1974 höfðum við Guðjón minna samband um tíma. En hin síð- ari ár töluðum við reglulega saman í síma. Við hjónin áttum góða helgi saman með Boggu og Guðjóni fyrir tveimur árum. Þá fór unglingalands- mót UMFÍ fram í Stykkishólmi. Guðjón hafði áhuga að komast á mótið en treysti sér tæplega til aka að norðan. Hann hringdi og spurði af sinni alkunnu hógværð hvort ég væri búinn að ráðstafa næstu dögum. Svo var ekki og þau hjónin komu með áætlunarbílnum og voru hjá okkur í Borgarnesi yfir helgina. Það voru ánægjulegir dagar. Við fórum í Stykkishólm og þar hitti hann marga samherja úr ungmennafélagshreyf- ingunni. Einnig renndum við í Reyk- holt. Guðjón rifjaði þar upp ýmsar minningar frá dvöl sinni þar. Hann var nemandi þar veturinn 1933–34 en vann síðan sem fjósamaður hjá Þorgils Guðmundssyni um tíma. Hafði frændi gaman af heimsókninni í Reykholt en þangað hafði hann ekki komið lengi. Áhugasvið okkar frænda lágu saman. Við höfðum vænst þess að hittast á 24. Landsmóti UMFÍ á Sauðárkróki í sumar en því miður verður það ekki raunin. En andi hans mun svífa þar yfir og vaka yfir því að allt takist sem best. Ég þakka þér, kæri frændi, fyrir ánægjulega samferð sem hefur verið mér og fjölskyldu minni mikils virði. Minningin um þig mun víða lifa um ókomin ár. Ég bið góðan Guð að styrkja þig Bogga mín og þitt fólk í sorg ykkar. Ingimundur Ingimundarson Borgarnesi. Listamaður, ljós og skýr, lifir í miklum önnum. Yfir krafti og kynngi býr og kominn af galdramönnum. Þannig orti forveri minn á Sauð- árkróki, séra Helgi Konráðsson, um Guðjón Ingimundarson. Guðjón var frá Svanshóli í Bjarnarfirði í Strandasýslu. Hann kom ungur í Skagafjörð og kenndi kynslóðum Skagfirðinga að synda. Hann var vel íþróttum búinn og hafði einlægan áhuga fyrir því að efla íþróttastarfið í héraðinu. Guðjón var einn þeirra manna sem ungmennafélagsandinn hafði blásið eldmóði í brjóst. Einn þeirra sem hrifust af þeirri bjartsýni og glaðværð sem hreyfing- in bar með sér. Þessi mikilvægi þátt- ur í þróun íslensks samfélags á síð- ustu öld er oft vanmetinn. Einnig það hversu miklu þeir menn fengu áorkað sem báru hugsjónina uppi. Guðjón var sannarlega einn þeirra. Áhugi hans á framfara- og þjóðþrifa- málum skorðaðist ekki við íþróttirn- ar einar heldur náði til flestra þátta. Hann var óþreytandi í því að vinna að framförum í samfélaginu og spar- aði hvorki tíma né fyrirhöfn. Ég kynntist Guðjóni fyrst á vett- vangi skólamálanna. Þar var gott að starfa með honum og njóta leiðsagn- ar hjá góðgjörnum, reyndum manni. Hann var yfirvegaður og athugull, jafnan leitandi að þeim lausnum sem best hentuðu og ná mætti samstöðu um. Þótt Guðjón hafði eindregnar pólitískar skoðanir hafði hann það stundum á orði að fyrst og fremst þyrftum við öll að ná saman um heillavænlegar leiðir fyrir heildina, það kæmi fyrst. Svo mætti alltaf skerpa línur í pólitíkinni þegar liði að kosningunum. Við hjónin þökkum fyrir hin góðu kynni og vináttu við Guðjón Ingi- mundarson. Fjölskyldunni sendum við samúðarkveðjur og bestu óskir um Guðs blessun. Hjálmar Jónsson, Signý Bjarnadóttir. Látinn er Guðjón Ingimundarson, einn af heiðursfélögum ÍSÍ. Guðjón er fæddur Strandamaður en flutti ungur í Skagafjörðinn og ól allan sinn aldur á Sauðárkróki. Þar lagði hann stund á íþróttir, einkum sund, og var lengst af forstöðumaður Sundlaugarinnar á Króknum. Hann valdist fljótt til foyrstu í Ungmenna- sambandi Skagafjarðar og var einn af þeirri kynslóð forvígismanna og frumherja, sem beittu sér fyrir auk- inni íþróttaiðkun og framgangi íþróttahreyfingarinnar. Íþróttalífið í landinu býr enn að baráttu þessara manna, sem sumir hverjir unnu ára- tugum saman af ósérhlífni og hug- sjón, að eflingu íþrótta í sínum fé- lögum og sinni heimabyggð. Guðjón var í hópi þessara manna, formaður og forvígismaður UMSS í þrjátíu ár, og var að launum fyrir sitt ómet- anlega framlag, kjörinn heiðurs- félagi hjá Íþróttasambandi Íslands. Mætti jafnan til þinga og atburða, þangað sem honum var boðið, enda öflugur stuðningsmaður og áhuga- maður um allt sem viðkom ÍSÍ. Grá- hærður höfðingi, bar aldurinn vel, spengilegur og virðulegur, svipmikill en vingjarnlegur og ljúfur í viðmóti. Íþróttahreyfingin þakkar Guðjóni störf hans og tryggð. Blessuð sé minning hans. Með íþróttakveðju, Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ. Kveðja frá UMSS Einhver mesti íþróttafrömuður Skagafjarðar fyrr og síðar Guðjón Ingimundarson er fallinn frá. Guð- jón var einn af ötulustu brautryðj- endum í skagfirsku íþróttalífi svo áratugum skipti og sat í stjórn Ung- mennasambands Skagafjarðar í 31 ár þar af 29 ár (1944–1973) sem for- maður. Eins sat Guðjón í stjórn Ungmennafélags Íslands um tíma og var þar varaformaður. Ekki þarf því að orðlengja það mikið hve mikil og djúp spor Guðjón markaði í skag- firskt íþróttalíf með krafti sínum og dugnaði sem á fáan sinn líka. Hann stóð meðal annars fyrir því að sund- laug var reist á Sauðárkróki á sjötta áratugnum. Sundíþróttin var alla tíð hans aðaláhugamál og má geta þess að nú fyrir skömmu gaf hann stór- gjöf til sundlaugarinnar. Fyrir hans tilstilli og með aðstoð margra ann- arra ötulla manna var haldið lands- mót UMFÍ á Sauðárkróki árið 1971. Tókst það landsmót með miklum ágætum og varð Skagfirðingum til mikils sóma. Allar götur síðan hefur skagfirskt íþróttalíf verið í miklum blóma og sér ekki fyrir endann á því. Fyrir hönd íþróttafólks í Skaga- firði þakkar stjórn UMSS Guðjóni kærlega fyrir hans miklu og óeig- ingjörnu störf í þágu íþróttahreyf- ingarinnar og sendir aðstandendum djúpar samúðarkveðjur. Haraldur Þór Jóhannsson og Hjalti Þórðarson. Félög væru lítils megnug ef ekki væru til öflugir og ósérhlífnir félagar innan þeirra vébanda. Í dag er kvaddur einn af dyggustu félögum ungmennafélagshreyfingarinnar, Guðjón Ingimundarson, fyrrum stjórnarmaður UMFÍ í tæpa tvo áratugi og síðar heiðursfélagi frá 1987. Guðjón var mikill ungmenna- félagi alla tíð og oft valinn til trún- aðarstarfa, bæði heima í héraði sem og á landsvísu. Hann var sífellt vak- andi yfir hreyfingunni og fé- lagsstarfinu og fullur af eldmóði fram á síðasta dag. Á komandi sumri verður Lands- mót UMFÍ haldið í Skagafirði og var ánægjulegt að Guðjón skyldi vera viðstaddur undirskrift samnings við UMSS um framkvæmd mótsins. Þar kom reynsla hans berlega í ljós, en þegar 14. Landsmót UMFÍ var hald- ið á Sauðárkróki sumarið 1971 var Guðjón formaður UMSS ásamt því að vera formaður íþróttanefndar Sauðárkróks og því var þátttaka hans mikil í uppbyggingu íþrótta- mannvirkja á svæðinu. Það var fal- legur og sólríkur dagur þegar Landsmótið var sett á Sauðárkróki í júlí 1971 og vonandi verða lands- mótsdagarnir í sumar jafn fallegir og þá. Gaman hefði verið ef Guðjóni hefði auðnast að vera með á mótinu í sumar og mun hans verða sárt sakn- að. Fyrir hönd UMFÍ færi ég fjöl- skyldu Guðjóns innilegar samúðar- kveðjur. Það var heiður og lærdóms- ríkt að fá að kynnast manni eins og honum. Íslandi allt. Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ. Snemma á síðustu öld fór vakning um landið, er ungmennafélagshreyf- ingin kvatti ungt fók til dáða, undir kjörorðinu: „Íslandi allt.“ Eitt þeirra ungmenna sem þá svöruðu því kalli var Guðjón Ingimundarson, og allt til hinsta dags var hann heill og traustur félagi undir merkjum þeirr- ar hugsjónar sem hann löngu fyrr helgaði krafta sína. Guðjón starfaði lengst sem íþrótta- og smíðakennari á Sauðárkróki og í því starfi var hann, sem annars staðar, traustur liðsmaður sem gott var að leita til. Þegar Guðjón lét af störfum við skólana á Sauðárkróki tók hann að sér forstöðu sundlaugarinnar og gegndi því starfi farsællega um all- mörg ár. Við leiðarlok þakka ég Guðjóni góð kynni og langt og gott samstarf. Eftirlifandi eiginkonu, og öðrum ástvinum er vottuð innileg samúð. Blessuð sé minning hans. Björn Björnsson. Í dag er kvaddur frá Sauðárkróks- kirkju Guðjón Ingimundarson, fyrr- verandi kennari á Sauðárkróki. Kynni mín af Guðjóni hófust þeg- ar hann á vordögum 1940 fluttist til Skagafjarðar, þá ungur maður, og hóf sundkennslu við nýbyggða sund- laug í Varmahlíð. Ári síðar færði Guðjón sig út á Sauðárkrók og gerð- ist þar íþróttakennari. Gekk hann þá strax til liðs við Ungmennafélagið Tindastól og var kosinn formaður fé- lagsins árið 1944. Einnig sat Guðjón í stjórn Ungmannasambands Skaga- fjarðar í rúm 30 ár, þar af sem for- maður í 29 ár. Guðjón sagði sjálfur að á þessum árum hefði hann fyrst komist í snertingu við ungmenna- félagshreyfinguna og það var í Skagafirði sem afskipti hans af fé- lagsmálum hófust. Afskipti sem stóðu til síðasta dags eða í 64 ár. Guðjón Ingimundarson var mikill hugsjónamaður og var í fylkingar- brjósti ungmannafélagshreyfingar- innar. Einnig var hann mikill sam- vinnumaður og í forystusveit Framsóknarflokksins alla tíð. Guð- jón var kosinn í bæjarstjórn Sauð- árkróks árið 1951 og starfaði þar SJÁ NÆSTU SÍÐU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.