Morgunblaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 72
72 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Beini © DARGAUD Grettir Grettir Smáfólk ÉG NÁÐI AÐ VEIÐA MÚS! AHEM ERTU BÚINN AÐ VERA AÐ LYFTA? GETTU HVAÐ GERÐIST SVO! ERT ÞÚ AÐ SEGJA ÞESSA SÖGU EÐA ÉG? AFSAKIÐ! HALLÓ! HVAÐ ERTU AÐ GERA Í GARÐINUM MÍNUM? Á MÍNU YFIRRÁÐASVÆÐI! ÞÚ ERT SJÓNMENGUN OG ÆTTIR AÐ VERA GRÝTTUR! MORGUNINN BYRJAR EKKI VEL Í ÞESSARI SÖGU! ÉG ER STRAX ORÐINN ÞREYTTUR HALTU KJAFTI EINU SINNI OG HLUSTAÐU Á GÁFULEGA TILLÖGU! SKO. SPURÐU MIG UM EITTHVAÐ SEM VARÐAR HAGSMUNI ALMENNINGS OG ÉG SKAL SVARA ÞÉR ER ÞETTA EINHVER SPURNINGALEIKUR? ÉG LEM ÞIG Í KLESSU ÉF ÞÚ HÆTTIR EKKI AÐ SPYRJA SVONA ASNALEGA! RÓLEGUR! VIÐ SKULUM NÚ SJÁ... AF HVERJU ERTU SVONA FEITUR? ER ENGINN Í ÞESSUM BÆ SEM GETUR SPURT ALMENNILEGRA SPURNINGA?! JÚ! HVER? ER ÞAÐ SATT? ÉG! ÉG SVER! OK! ÉG BÍÐ! AF HVERJU ERTU SVONA GÁFAÐUR? HANN SAGÐIÞAÐ! JAAHHÚÚÚÚ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MIG LANGAR aðeins sem Eyjamað- ur að stinga niður penna og gefa landsmönnum aðra sýn á Vestmanna- eyjar en birst hefur í fjölmiðlum und- anfarið. Vestmannaeyjar eru um margt sérstakt samfélag í sérstöku umhverfi. Slíkt hefur bæði kosti og galla. Kostir Vestmannaeyja eru nálægð við stórbrotna náttúru sem lætur engan ósnortinn. Sjálfstætt samfélag sem er sjálfu sér að mestu nægt á ýmsum sviðum. Náið samfélag þar sem allir leggjast á eitt og hjálpa til ef eitthvað bjátar á. Fjölskylduvænt samfélag þar sem fjölskyldunni gefst m.a. kostur á að hittast í hádeginu og borða saman. Vegalengdir eru stuttar og lítið mál að fara með engum fyr- irvara í heimsókn til ættingja og vina. Íþróttalíf í Eyjum er með miklum ágætum. Svo og félagslíf ýmiskonar. Eyjamenn hafa líka verið þekktir fyr- ir kraft og þor. Ókostirnir eru m.a. erfiðar og ónógar samgöngur. Veðurfar og afla- brögð hafa áhrif á alla íbúa Eyjanna. Nálægðin er mikil milli íbúa og því oft erfitt þegar mismunandi skoðanir og áherslur eru uppi. Það eru ýmsar hefðir og fylkingar í Eyjum sem erfitt er að brjóta á bak aftur eða breyta. Þess vegna verður t.d. pólitíkin oft mjög hörð og persónuleg. Það er ekki hægt að fela sig í mannfjöldanum í Eyjum. Fylgismenn ólíkra fylkinga sem takast á komast ekki hjá því að hittast í verslunum, bankanum eða ferðast saman með flugi eða Herjólfi svo dæmi séu nefnd. Á undanförnum árum hefur dregið af okkur Eyjamönnum og í stað þess að geysast í sóknina höfum við verið í varnarbaráttu og langt í frá sammála um aðferð. Fyrir u.þ.b. ári síðan var skipt um meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja og vinstri menn kom- ust til valda eftir 13 ára valdatíð sjálf- stæðismanna. Eftir svo langa valdatíð var ýmislegt sem þurfti að laga, hrista upp í ýmsum málum og gera áherslu- breytingar í öðrum. Þetta hefur hinn nýi meirihluti verið að gera. Sjálf- stæðismenn eru enn í sárum og sætta sig ekki við að missa völdin, ekki bara í bæjarstjórn heldur víða annars stað- ar í bænum. Sumar þær ákvarðanir sem teknar hafa verið, hafa líka verið sársaukafullar fyrir einstaka bæjar- búa eða hópa. Það er sá fórnarkostn- aður sem við þurfum að greiða. Það er trú okkar sem að meirihlutanum standa að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til eigi eftir að skila ár- angri á þann veg að við Eyjamenn finnum aftur sjálfstraustið sem við týndum, nýtum kraftinn sem við eig- um og njótum alls þess besta sem Eyjarnar hafa að bjóða. Nýjar leiðir verða farnar í fjármálum bæjarins og þeim snúið við af miklum myndar- skap. Gangi þær hugmyndir eftir sem verið er að vinna í, mun töluverðu fjármagni spýtt inn í okkar litla hag- kerfi. Skólamál bæjarins eru í gagn- gerri endurskoðun. Með stofnun Ný- sköpunarstofu og ráðningu markaðs- og kynningarfulltrúa, sem unnin er í sátt í bæjarstjórn, það hefur reyndar ekki þótt fréttnæmt í fjölmiðlum er stigið er skref í átt til markvissrar uppbyggingar atvinnulífsins í Eyjum. Vestmannaeyjar eins og mörg önnur byggðarlög eru að berjast við að halda þeim opinberu störfum sem til skiptanna eru, þrátt fyrir byggða- stefnu ríkistjórnarinnar. Við lifum enn í voninni og trúum því að ríkis- stjórnin standi við þá byggðastefnu sem hún sjálf samdi og stuðli að því að flytja störf út á land í stað þess að koma þeim öllum fyrir í Reykjavík. Er nærtækast að nefna Vaktstöð sigl- inga sem hvergi á annars staðar heima en í Eyjum. Mynd fjölmiðla af Vestmannaeyj- um hefur einkennst af pólitísku þrasi og leiðindamálum sem upp hafa kom- ið. Ég vildi með þessu línum benda á, að það er annað og meira að gerast í Eyjum en það. Með vinsemd og kveðjum. GUÐRÚN ERLINGSDÓTTIR, forseti bæjarstjórnar Vest- mannaeyja. Það er fjör í Eyjum Frá Guðrúnu Erlingsdóttur: EINHVERN veginn finnst mér ástæða til að skrifa eftirfarandi. Góður forstjóri hjá virtu fyrirtæki hefur heila milljón króna á mánuði. Undir hans ágætu stjórn starfa níu þrælgóðar og flinkar konur við saumaskap. Hver kona hefur eitt hundrað þúsund á mánuði og þær ná endum saman. Meðallaun hjá þessu ágæta fyrirtæki eru því eitt hundrað og níutíu þúsund á mánuði sem gáfnastofnanir telja vel viðunandi. Fyrirtækið gengur vel. Átta af þessum konum halda fyr- irtækinu vel gangandi á fjórða mán- uð því forstjórafrúin fjölgaði mann- kyni og forstjórinn því fjarverandi. Níunda konan eignaðist líka unga og því fjarverandi – en fær samt áttatíu þúsund á mánuði. Forstjór- inn, nýorðinn faðir, fær átta hundruð þúsund á mánuði. Yrði ekki „ungamóðirin“ alsæl yfir því að samkvæmt einhverjum reikn- ingshaus, miðað við meðaltal, þá hefði hún hjá þessu fína fyrirtæki fjögur hundruð og fjörutíu þúsund á mánuði fyrir því nauðsynlegasta? HELGI STEINGRÍMSSON, Laugarnesvegi 88, 105 Reykjavík. Meðaltal miðað við mannfjölda Frá Helga Steingrímssyni: FASTEIGNIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.