Morgunblaðið - 27.03.2004, Page 73

Morgunblaðið - 27.03.2004, Page 73
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 73 LEIKFÉLAG Menntaskólans í Kópavogi, Sauðkindin, frumsýndi á föstudaginn leikritið Stone Free. Leikritið gerist á hippatímanum, á útihátið þar sem Jimi Hendrix og fleiri frægir tónlistamenn spila fyr- ir hippana sem eru komnir langa leið til að skemmta sér og deila með öllum boðskap ástar og friðar. Höfundur leikritsins er Jim Cartwright og þýðandi er Magnús Geir Þórðarson. Leikstjórar eru Arnar Ingvarsson og Sverrir Árna- son, aðstoðarleikstjóri er María Rut Beck. Leikritið verður sýnt í Félagsheimili Kópavogs í næstu viku á mánudag, þriðjudag, fimmtudag og föstudag og byrja sýningarnar kl. 20. Hægt er að nálgast miða í Menntaskólanum í Kópavogi. Leikfélag MK sýnir Stone Free Morgunblaðið/Ómar BORIST hefur eftirfarandi ályktun frá stjórn Félags ungra framsókn- armanna í Reykjavík suður: „Stjórn Félags ungra framsóknar- manna í Reykjavíkurkjördæmi suð- ur skorar á íslensk stjórnvöld að hefja viðræður við Evrópusamband- ið hið fyrsta um mögulega aðild Ís- lands að sambandinu. Á undanförn- um árum hafa Íslendingar í auknum mæli axlað ábyrgð og gert sig gild- andi í alþjóðlegu samstarfi. Þann áratug sem EES-samningurinn hef- ur verið í gildi hefur hann nýst ís- lenskum hagsmunum vel í meginat- riðum og hefur leitt til réttarbóta í þágu einstaklinga og fyrirtækja. Þótt svo að tekist hafi að semja um að EES-samningurinn haldi gildi sínu gagnvart nýjum aðildarríkjum ESB hefur samningurinn ekki þróast nægilega í takt við þær breyt- ingar sem orðið hafa á samstarfi Evrópuríkja á þessu tímabili. Til dæmis er ljóst að EES-samningur- inn tryggir ekki nægilega vel að- komu Íslendinga á ákvörðunarstigi að málum sem varðað geta íslenska hagsmuni miklu. Stjórn FUF í Reykjavík suður tel- ur að aðildarviðræður við Evrópu- sambandið séu æskilegur vettvang- ur til þess að láta reyna á hvort hagsmunum Íslendinga verði betur borgið innan sambandsins eða utan og hvetur stjórnvöld til þess að óska eftir því hið fyrsta að slíkar aðild- arviðræður hefjist.“ Vilja hefja viðræður við ESB Rangt farið með nafn Rangt var farið með nafn Gunnars Dofra Ólafssonar í myndatexta með umfjöllun um Reykjavíkurráð ungmenna á föstudag. Beðist er velvirðing- ar á mistökunum. Finnbogi er Eyjólfsson Föðurnafn Finnboga Eyj- ólfssonar, starfsmanns Heklu hf. í áratugi, misritaðist í blaðinu í gær í frétt frá af- hendingu bíls sem Hekla gaf Borgarholtsskóla. Er beðist velvirðingar á því. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.