Morgunblaðið - 27.03.2004, Page 75

Morgunblaðið - 27.03.2004, Page 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 75 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake Afmælisbörn dagsins: Þú ert mjög sjálfstæð/ur og ferð þínar eigin leiðir. Þú ert rökvís og einbeitt/ur. Með þessu ári lýkur níu ára tíma- bili í lífi þínu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Einhverra hluta vegna finnst þér allir vera á þínu bandi í dag. Þó þér finnist eitthvað skipta miklu máli þá skiptir það í raun litlu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Farðu varlega í innkaupum í dag. Það er hætt við að þú kaupir eitthvað í fljótfærni sem þú munt að sjá eftir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er hætt við að þú lendir í einhvers konar valdabaráttu. Fólk virðist almennt standa í þeirri trú að það viti hvað öðrum sé fyrir bestu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú hefur mikla orku í dag sem þú ættir að reyna að nýta þér í vinnunni. Þú ættir líka að taka til í kringum þig og henda gömlum hlutum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert óvenju tilfinningarík/ ur í dag og gætir því hæglega orðið skotin/n í einhverjum. Líka er hætt við að þú gerir óþarflega mikið mál úr hlut- unum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Samskipti þín við foreldrana reyna á taugarnar. Fólk stendur fast á sínu. Hlutirnir eru þó einfaldari en þeir líta út fyrir að vera. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Samskipti þín við aðra ganga ekki sem skyldi í dag. Þú ert óvenju tilfinninganæm/ur og tekur hlutunum því persónu- lega. Ekki láta sektarkennd ná taki á þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert fædd/ur í merki ástríð- unnar. Miklar tilfinninga- sveiflur eru í loftinu. Rósemi ýtir alltaf undir hamingju. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er hætt við að samskipti þín við aðra komi þér úr jafn- vægi í dag. Bældur ótti gæti líka komið upp á yfirborðið. Þetta er þó ekki rétti dag- urinn til að taka mikilvægar ákvarðanir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þetta er góður dagur til að breyta og bæta í vinnunni. Settu þér það markmið að taka til í kringum þig og losa þig við allan óþarfa. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Varastu að hella úr skálum reiði þinnar yfir fólk í dag. Það mun skila þér bestum árangri að bíða með að ræða hlutina þar til þér er runnin reiðin. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert sérlega tilfinn- inganæm/ur í dag og átt því á hættu að missa einbeitinguna og hæfileikann til að leggja hlutlaust mat á hlutina. Forð- astu að taka mikilvægar ákvarðanir í dag. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HRÚTUR HÁFJÖLLIN Steingrímur Thorsteinsson. LJÓÐABROT Þú, bláfjalla geimur með heiðjöklahring, um hásumar flý ég þér að hjarta. Ó, tak mig í faðm. Minn söknuð burt ég syng um sumarkvöld við álftavatnið bjarta. Þín ásjóna, móðir, hér yfir mér skín með alskærum tárum kristals dagga. Und miðsumars himni sé hvílan mín. Hér skaltu, Ísland, barni þínu vagga. - - - ÁRNAÐ HEILLA Grúsk í gömlum brids- skræðum leiðir í ljós að sagnvísindi nútímans eru beittari, en á hinn bóginn hefur spilatækni lítið fleygt fram. Lítum á þessar dönsku fornminjar frá 1968: Norður gefur; NS á hættu. Norður ♠KD94 ♥9743 ♦Á74 ♣K10 Vestur Austur ♠G10 ♠Á762 ♥DG1062 ♥ÁK ♦632 ♦9 ♣D72 ♣ÁG8543 Suður ♠853 ♥85 ♦KDG1085 ♣96 Vestur Norður Austur Suður -- 1 hjarta Dobl 3 tíglar Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Danski landsliðshópurinn var að reyna með sér í rú- bertubrids og í sæti sagn- hafa var Bent Aastrup. Út- spilið var spaðagosi. Aastrup lét kónginn úr borði og annar þekktur spilamaður Dana, Stig Werdelin, tók með ás og lagði ÁK í hjarta inn á bók. Spilaði síðan spaða í fjórða slag. Sagnhafa leist vel á þróun mála, en sá þó fram á viss vandræði vegna stífl- unnar í spaðalitnum. Hann kannaði tígulinn með tveim- ur efstu, en þegar þrílitur vesturs kom í ljós ákvað Aastrup að spila öllum trompunum. Norður ♠94 ♥-- ♦-- ♣K10 Vestur Austur ♠-- ♠76 ♥DG ♥-- ♦-- ♦-- ♣D7 ♣ÁG Suður ♠8 ♥-- ♦8 ♣96 Í þessari stöðu spilaði Aastrup síðasta trompinu og henti lauftíu úr borði. Werdelin átti ekkert svar við hæfi. Spaða má hann alls ekki henda, því þá má yfirdrepa áttuna, svo hann fleygði laufgosa. Þá tók sagnhafi spaðaáttu og sendi Werdelin svo inn á laufás, sem varð að gefa blindum síðasta slaginn. Þetta heitir að „stikla á stóru“ og þvingunin stiklusteins- þvingun. Vel spilað, en sagnir AV eru ekki til eftirbreytni, því þeir eiga fimm lauf á borð- inu. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 27. mars, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Steinunn Runólfsdóttir og Ing- ólfur Pálsson, Réttarheiði 4, Hveragerði. Þau halda upp á daginn í Reykjavík með fjölskyldu sinni. 1. d4 d6 2. Rf3 Bg4 3. c4 Rd7 4. Rc3 e5 5. g3 Rgf6 6. Bg2 c6 7. 0-0 Be7 8. h3 Bxf3 9. exf3 0-0 10. f4 exd4 11. Dxd4 Db6 12. Dd3 Rc5 13. Dc2 Hfe8 14. Be3 Dc7 15. b4 Rcd7 16. Had1 Bf8 17. Hd3 a6 18. Hfd1 Hac8 19. Hc1 Db8 20. Re2 d5 21. Db2 dxc4 22. Hxc4 Dc7 23. Hc1 Rb6 24. Bd4 Rbd5 25. a3 De7 26. Rc3 Hcd8 27. Rxd5 Rxd5 28. Hcd1 De6 29. Be5 Hd7 30. Kh2 Rb6 31. Hxd7 Rxd7 32. Bd4 Df5 33. Bf3 Db5 34. Dc2 Rb6 35. Be4 Rc4 36. Bxh7+ Kh8 37. a4 Dh5 38. Bd3 Ra3 39. Db3 Hd8 40. Be3 Rc4 Alþjóðlegi meist- SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. arinn Robert Markus (2.527) frá Serbíu er ung og upprennandi skákstjarna sem varð á meðal efstu manna á Reykjavíkur- skákmótinu sem er nýlokið í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hann hafði hvítt í stöðunni gegn ástralska refnum Ian Rog- ers (2.582). 41. Be2! og svartur gafst upp enda fátt varnar. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík MEÐ MORGUNKAFFINU Mamma sleit allt sem ég sagði úr samhengi! , Afmælisþakkir Bestu þakkir til allra sem heiðruðu mig með heimsóknum, kveðjum og gjöfum vegna 70 ára afmælis míns 4. mars sl. Guð blessi ykkur öll. Guðríður Bjarnadóttir. „Ég veit þú kemur í kvöld til mín“ Harmonikudansleikur í kvöld í Glæsibæ kl. 21.30. Húsið opnað kl. 21.00 Hljómsveitir Guðmundar Samúelssonar og Þórleifs Finnssonar leika gömlu og nýju dansana til kl. 02.00 ásamt söngkonunni Örnu Þorsteinsdóttur. „Láttu þér ekki leiðast, líttu við í Glæsibæ“. Félag harmonikuunnenda í Reykjavík. F.H.U.R Afmælisþakkir Innilegar þakkir færi ég öllum vinum og vanda- mönnum sem heiðruðu mig í tilefni af 80 ára af- mæli mínu með blómum, skeytum, söng, marg- víslegum gjöfum og ekki síður með nærveru sinni. Góðir vinir eru gulls ígildi. Sérstakar þakkir færi ég börnum mínum, tengdabörnum og barnabörnum sem á sinn stór- fenglega hátt gerðu mér þessi tímamót ógleym- anleg. Hafið hjartans þökk fyrir. Benedikt Lárusson, Stykkishólmi. Aðaltvímenningur BR Nú er lokið 26 af 39 umferðum í aðaltvímenningi Bridsfélags Reykjavíkur og efstu pör eru: Helgi Jónsson – Helgi Sigurðsson 411 Hrólfur Hjaltason – Oddur Hjaltason 356 Anton Haraldss. – Sigurbjörn Haraldss. 300 Eiríkur Hjaltason – Hjalti Elíasson 273 Guðrún Kr. Jóh. – Kristjana Steingr. 246 Sveinn R. Eiríksson – Erlendur Jónss. 203 Ekki verður spilað föstudaginn 26.03 vegna undanúrslita í Íslands- mótinu í sveitakeppni. Fyrsta umferð af þremur, í vortví- menningi félagsins, fór fram mánu- daginn 22. mars. Úrslit hennar urðu þessi: Björn Jónsson – Þórður Jónsson 207 Sverrir Jónsson – Atli Hjartarson 189 Ómar Óskarsson – Böðvar magnússon 188 Hulda Hjálmarsd. – Halldór Þórólfss. 187 Meðalskor var 165 Keppnin heldur áfram næstu tvo mánudaga og þar sem tvö bestu kvöld, af þremur, gilda til verðlauna, er ekkert því til fyrirstöðu að bæta við pörum. Sveit Hjalta Bergmann leiðir Halldórsmótið á Akureyri Fyrsta kvöldinu af þremur er lok- ið í Halldórsmótinu í sveitakeppni hjá Bridsfélagi Akureyrar. Átta sveitir taka þátt. Staðan er þessi: Sv. Hjalta Bergmann 65 Sv. Gylfa Pálssonar 64 Sv. Stefáns Vilhjálmssonar 63 Sv. Sveinbjörns Sigurðssonar 53 Sunnudagskvöldið 21. mars var spilaður eins kvölds tvímenningur. 10 pör tóku þátt. Úrslit voru: Reynir Helgason – Stefán Sveinbjörnss. 29 Pétur Örn Guðjónsson – Una Sveinsd. 16 Stefán G Stefánsson – Björn Þorláksson 14 Gylfi Pálsson – Sveinn Pálsson 13 Gissur Jónasson – Hjalti Bergmann 9 Spilað er á sunnudags- og þriðju- dagskvöldum klukkan 19.30 í Fé- lagsheimilinu Hamri. Á þriðjudags- kvöldum eru forgefin spil og keppnisstjóri er á staðnum. Á næsta þriðjudagskvöldi verður spilaður eins kvölds einmenningur. Bridsfélag yngri spilara Átta pör mættu til leiks hjá félag- inu og spiluðu tvímenning með howell-fyrirkomulagi, 3 spil milli para. Meðalskor var 63 stig. Mikil og hörð keppni var um efstu sætin en þeir félagar, Guðjón Hauksson og Magnús Björn Bragason höfðu sigur á endanum. Lokastaða efstu para varð þannig: Guðjón Hauksson – Magnús Bj. Bragas. 83 Kolbeinn Guðmundss. – Jón Ág. Jónss. 78 Ómar F. Ómarss. – Sigrún Sveinbjörnsd. 76 Grímur Kristinss. – Þorvaldur Guðjónss. 66 Bára V. Friðriksd. – Heiða Hrönn Sigm. 62 Spilað er á hverju miðvikudags- kvöldi hjá Bridsfélagi yngri spilara og hefst spilamennskan stundvís- lega klukkan 19:30. Spilagjaldi stillt í lágmark, aðeins 200 krónur á spil- ara. Frá eldri borgurum í Hafn- arfirði Þriðjudaginn 23. mars var spilað á níu borðum. Meðalskor var 216. Úr- slit urðu þessi. N/S Kristján Ólafss. – Friðrik Hermannss. 271 Sævar Magnúss. – Bjarnar Ingimarss. 265 Oddur Jónsson – Sigurjón Sigurjónss. 262 Jón Pálmason – Stefán Ólafsson 214 A/V Bragi Björnss. – Auðunn Guðmundss. 279 Ásgeir Sölvason – Guðni Ólafsson 259 Einar Sveinsson – Anton Jónsson 238 Árni Guðmundsson – Hera Guðjónsd. 213 Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK Gullsmára spil- aði tvímenning á 15 borðum fimmtu- daginn 15. marz. Miðlungur 264. Beztum árangri náðu: NS Dóra Friðleifsdóttir – Jón Stefánsson 353 Guðmundur Tryggvas. – Einar Péturss. 315 Kristinn Guðmundss – Guðm. Magnús 302 Guðmundur Pálss. – Róbert Sigmundss. 297 AV Jón Jóhannsson – Sigríður Gunnarsd. 342 Ásta Erlingsd. – Jóhanna Gunnlaugsd. 338 Þórdís Sólmundard. – Heiður Gestsd. 321 Helga Helgad. – Þórhildur Magnúsd. 309 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson SMS FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.