Morgunblaðið - 27.03.2004, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 27.03.2004, Qupperneq 76
KNATTSPYRNA 76 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ MICHAEL Owen missir nær örugg- lega af landsleik Englendinga gegn Svíum næsta miðvikudag. Owen fór meiddur af velli í fyrrakvöld þegar Liverpool tapaði fyrir Marseille, 2:1, í UEFA-bikarnum í knatt- spyrnu. Hann tognaði aftan í læri og leikur ekki gegn Leicester í úr- valsdeildinni á morgun. Owen hef- ur áður verið lengi frá vegna togn- unar í læri og bæði Houllier og Sven Göran Eriksson, landsliðs- þjálfari Englands, lýstu í gær yfir áhyggjum af því að það sama gæti orðið uppi á teningnum hjá honum að þessu sinni. Owen ekki með gegn Svíum  ARSENAL getur á morgun orð- ið fyrsta liðið í sögu efstu deildar í ensku knattspyrnunni til að vera ósigrað í fyrstu 30 leikjunum á tímabilinu. Félagið deilir nú met- inu með Leeds (1973–74) og Liver- pool (1987–88) sem bæði töpuðu fyrst í 30. leik sínum.  ARSENAL jafnar annað met ef liðið tapar ekki gegn Manchester United, með því að vera ósigrað í 30 leikjum í röð í efstu deild á sama tímabilinu. Burnley lék þann leik 1920–21 og varð þá enskur meistari.  ARSENAL á samt enn langt í land með að jafna met Nottingham Forest sem var taplaust í 42 leikj- um í röð í efstu deild. Það voru síð- ustu 26 leikirnir tímabilið 1977–78 og fyrstu 16 leikirnir tímabilið 1978–79. Forest tapaði ekki leik í deildinni í eitt ár og 20 daga.  ARSENAL getur í dag unnið 10. leik sinn í röð í úrvalsdeildinni en það hefur félagið gert tvisvar áður, 1997–98 og 2001–02, og vann reyndar 13 í röð í seinna skiptið. Manchester United hefur einu sinni náð þessu, vann 11 leiki í röð 1999–2000.  ARSENE Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, er með und- irtökin gegn starfsbróður sínum hjá Manchester United, Alex Ferguson. Þegar þeir hafa mæst með lið sín hefur Wenger fagnað 10 sigrum en Ferguson 7 og 5 sinn- um hafa liðin gert jafntefli.  MANCHESTER United vann Arsenal síðast á Highbury fyrir tæpum fimm árum. Það var 22. ágúst 1999 þegar Roy Keane skor- aði tvö mörk og United sigraði, 2:1.  TVEIR síðustu deildaleikir lið- anna hafa endað með jafntefli. Á Old Trafford, 0:0, í september, og á Highbury, 2:2, í apríl á síðasta ári. Hvað gerist? Ámorgun eru þrjú mikilvæg stig íhúfi og þau geta farið langt með að skera úr um hvar meistaraskjöld- urinn hafnar í vor. Leikmenn Arsen- al ganga til leiks fullir sjálfstrausts eftir níu sigurleiki í röð í deildinni, og níu stiga forskot á næsta lið, sem að þessu sinni er Chelsea. Manchester United er hins vegar 12 stigum á eft- ir Arsenal þegar flautað er til leiks. Meistararnir hafa átt erfitt upp- dráttar undanfarnar vikur og leik- urinn á morgun er nánast síðasta hálmstráið fyrir Alex Ferguson og hans menn. Þeir verða að hirða öll þrjú stigin á Highbury til að eiga raunhæfa möguleika á að rétta sinn hlut og skáka Arsenal á lokaspretti deildarinnar. Þegar liðin mættust á Old Traf- ford í september gekk mikið á. Ekk- ert mark var reyndar skorað en leik- menn Arsenal gerðu í leikslok aðsúg að Ruud van Nistelrooy, marka- maskínunni hjá United, og fimm þeirra voru úrskurðaðir í leikbann í kjölfarið. Hjá United voru Ryan Giggs og Cristiano Ronaldo aðvar- aðir af aganefndinni fyrir þeirra hlut í látunum. Ekkert hatur en alltaf grunnt á því góða Giggs, Walesbúinn leikni í liði Manchester United, segir að leikir gegn Arsenal verði alltaf spennu- þrungnir og lítið megi út af bera, en segir að engir leikmenn gangi til leiks með því hugarfari að klekkja á mótherjunum eða hefna sín eftir fyrri átök. „Ég tel að það ríki ekkert hatur á milli leikmanna Arsenal og Man- chester United en það er alltaf grunnt á því góða þegar liðin mæt- ast. Návígin eru hörð og kveikju- þráður manna er stuttur, en það er vel skiljanlegt því þessi lið hafa bar- ist um meistaratitilinn í áraraðir. Sagan segir okkur að það hefur oft ýmislegt gengið á í viðureignum þessara félaga svo ég tel ekki að við séum meiri óvinir í dag en á árum áð- ur. Ég vona bara að þessa leiks verði minnst á réttum forsendum því þetta ætti að verða stórkostlegur knatt- spyrnuleikur. Við verðum mjög ein- beittir, við þurfum á þremur stigum að halda og það er allt sem við hugs- um um. Andrúmsloftið verður spennuþrungið en við förum ekki á Highbury til að hefna okkar. Síðasti leikur endaði á leiðinlegum nótum, en þetta verður knattspyrnuleikur, ekki bardagi,“ sagði Giggs. Menn verða að gleyma fyrri skærum Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, er á sama máli og seg- ir að nú sé hvorki staður né stund fyrir leikmenn sem vilji gera upp einhverjar persónulegar sakir. „Ég vil að við einbeitum okkur al- gjörlega að því takmarki að vinna leikinn og ná í stigin þrjú. Það er það eina sem máli skiptir. Ég þarf ekki að segja þetta við Patrick Vieira, hann veit hvert hans hlutverk er, og sama gildir um aðra leikmenn. Sig- urinn er ákaflega mikilvægur, og við getum knúið hann fram. Meistaratit- illinn er í húfi, hann er sú hvatning sem á að duga. Manchester United er með nóg af snjöllum leikmönnum sem geta gert okkur lífið leitt en við verðum að gleyma fyrri skærum og hugsa bara um þennan leik. Allir heimaleikir okkar sem eftir eru á tímabilinu hafa úrslitaáhrif, og þetta er einn þeirra,“ sagði Wenger. Cole ekki með Arsenal en allir heilir hjá United Ashley Cole leikur ekki með Ars- enal á morgun. Hann meiddist á hné í leiknum gegn Chelsea í Meistara- deild Evrópu á miðvikudagskvöldið og Gael Clichy, hinn ungi franski bakvörður, tekur væntanlega stöðu hans. Ray Parlour og Sylvain Wilt- ord eru heldur ekki í hópnum vegna meiðsla.  Lið Arsenal verður væntanlega þannig skipað: Jens Lehmann – Lauren, Kolo Toure, Sol Campbell, Gael Clichy – Fredrik Ljungberg, Patrick Vieira, Edu, Robert Pires – Dennis Bergkamp, Thierry Henry. Manchester United fær Gary Neville aftur inn í hópinn eftir fjög- urra leikja bann og Louis Saha hefur jafnað sig eftir meiðsli í hásin. Þar með eru allir í leikmannahópi United tilbúnir, nema að sjálfsögðu Rio Ferdinand sem er í keppnisbanni til 20. september.  Lið Manchester United verður líklega þannig skipað: Tim Howard – Gary Neville, Wes Brown, Mikael Silvestre, John O’Shea – Ole Gunnar Solskjær, Roy Keane, Paul Scholes, Ryan Giggs – Louis Saha, Ruud van Nistelrooy. Reuters Thierry Henry, Lauren, Patrick Vieira, Fredrick Ljungberg og Dennis Bergkamp hafa margoft fagnað sigri á þessari leiktíð. „Knattspyrnuleikur, ekki bardagi á Higbury“ STÓRVELDI undanfarinna ára í ensku knattspyrnunni, Arsenal og Manchester United, mætast í miklu uppgjöri á Highbury í London á morgun. Þessi tvö félög sem hafa nánast einokað toppsæti úrvals- deildarinnar frá stofnun hennar fyrir tólf árum takast á með viku millibili því um næstu helgi eigast þau aftur við og þá í undan- úrslitum bikarkeppninnar. Þau skarta tveimur af mögnuðustu sókn- armönnum deildarinnar, Thierry Henry og Ruud van Nistelrooy, og ljóst að loft verður lævi blandið þegar Graham Poll flautar til leiks á Highbury klukkan 15.05 að íslenskum tíma. Reuters Þrjú helstu tromp Manchester United-liðsins á góðri stund, Cristiano Ronaldo, fyrir miðju, ásamt Ryan Giggs og Ruud van Nistelrooy. Fagna þeir á Highbury á morgun eða verða það heimamenn?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.