Morgunblaðið - 27.03.2004, Qupperneq 77
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 77
FJÓRIR glímukóngar taka þátt í
sveitaglímu Íslands sem fram fer í
íþróttahúsinu á Laugarvatni í dag.
Þetta eru Ingibergur Sigurðsson,
sjöfaldur glímukóngur, Jón Egill
Unndórsson, Jóhannes Svein-
björnsson og Ólafur Oddur Sig-
urðsson, núverandi handhafi Grett-
isbeltisins og þar af leiðandi
glímukóngur. Ingibergur og Jón
Egill glíma undir merkjum Íþrótta-
bandalags Reykjavíkur en þeir Jó-
hannes og Ólafur fyrir HSK.
INGIBERGUR hefur ekki tekið
þátt í glímumóti í rúmt ár vegna
meiðsla á öxl sem komu m.a. í veg
fyrir að hann gæti varið Grettis-
beltið síðasta vor.
STEINAR Tenden, norski knatt-
spyrnumaðurinn sem lék með KA
síðasta sumar, er genginn til liðs
við sitt gamla félag í Noregi, Stryn,
sem leikur í 3. deild. Tenden skor-
aði 9 mörk fyrir KA í úrvalsdeild-
inni í fyrra en Akureyrarfélagið
ákvað samt að semja ekki við hann
að nýju.
ALAN Smith hefur aldrei sagt að
hann sé á förum frá Leeds United,
segir umboðsmaður enska lands-
liðsmannsins í knattspyrnu. Und-
anfarið hefur verið fjallað nokkuð
um það í enskum fjölmiðlum að
Smith ætli sér að fara frá Leeds í
sumar.
UMBOÐSMAÐURINN, Alex
Black, segir að fregnirnar séu upp-
spuni. „Alan hefur ekki talað við
fjölmiðla í nokkrar vikur svo frétt-
irnar eru ekki frá honum komnar.
Hann hefur ekki óskað eftir sölu,“
sagði Black við BBC í gær. Smith
hefur verið mikið orðaður við New-
castle og sagt að Bobby Robson,
knattspyrnustjórinn þar, vilji ólm-
ur krækja í hann.
MARCO Tardelli, fyrrverandi
landsliðsmaður Ítala í knattspyrnu,
var í gær ráðinn landsliðsþjálfari
Egypta. Markmið hans verður að
tryggja Egyptum sæti í heims-
meistarakeppninni í knattspyrnu
sem fram fer í Þýskalandi eftir tvö
ár.
EMMANUEL Petit, leikmaður
Chelsea, segist óska þess að Claud-
io Ranieri, knattspyrnustjóri liðs-
ins, haldi áfram hjá því en hætti
ekki í sumar eins og þrálátur orð-
rómur hefur verið uppi um. Petit
segist reikna með hann verði ekki
mikið lengur í herbúðum Chelsea
hætti Ranieri að lokinni leiktíðinni.
NANDOR Fazekas, landsliðs-
markvörður Ungverja í handknatt-
leik, hefur gert samning við þýska
2. deildarliðið TuS N-Lübbecke um
að leika með liðinu á næstu leiktíð
en þá leikur liðið að öllu óbreyttu í
1. deildinni. Fazekas, sem er 28 ára
gamall, leikur nú með fremsta
handknattleiksliði Ungverja, Fotex
Veszprem, og hefur gert undanfar-
in ár.
FÓLK
ÍSLANDSMÓTIÐ í borðtennis verður
haldið í íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog
í Reykjavík um helgina. Það hefst
klukkan 10 í dag og lýkur með úrslita-
leikjum í meistaraflokkum karla og
kvenna sem hefjast klukkan 14 á morg-
un.
Guðmundur E. Stephensen, sem leik-
ur með norska liðinu B-72, er kominn til
landsins og freistar þess að verða Ís-
landsmeistari í meistaraflokki karla ell-
efta árið í röð. Halldóra S. Ólafs er Ís-
landsmeistari kvenna en hún og
Guðmundur urðu bæði þrefaldir meist-
arar á síðasta Íslandsmóti, fyrir ári.
Nær Guð-
mundur ellefta
titlinum í röð?
GERARD Houllier, knattspyrnustjóri Liver-
pool, kennir dómaranum alfarið um að lið
hans skyldi falla út í 16-liða úrslitum UEFA-
bikarsins í fyrrakvöld. Liverpool tapaði þá
fyrir Marseille í Frakklandi, 2:1, en fyrri
leiknum á Anfield lauk með jafntefli, 1:1.
Eftir að Emile Heskey kom Liverpool yfir
snemma leiks fékk Marseille vítaspyrnu og
Igor Biscan var um leið rekinn af velli fyrir
að brjóta á Steve Marlet. Liverpool lék því
með tíu menn gegn ellefu í 54 mínútur og
Marseille náði að skora sigurmark sitt
snemma í síðari hálfleik.
„Atvikið átti sér stað 3–4 metra utan víta-
teigs og dómarinn beitti hagnaðarreglunni
og lét leikinn halda áfram. Það var gjör-
samlega út í hött að dæma vítaspyrnu og
þessi dómur hafði úrslitaáhrif. Á þeirri
stundu vorum við með undirtökin í leiknum
og áhorfendur voru farnir að að snúast gegn
sínum mönnum. Enginn leikmanna Marseille
virtist biðja um vítaspyrnu og ég hélt að við
fengjum markspyrnu,“ sagði Houllier.
Á sjónvarpsmyndum sást að Biscan togaði
í Marlet áður en franski sóknarmaðurinn
reyndi markskot sem geigaði. „Víta-
spyrnudómurinn og rauða spjaldið áttu full-
an rétt á sér. Þegar aftasti maður brýtur af
sér á þennan hátt eru reglurnar skýrar,
hann er rekinn af velli,“ sagði Jose Anigo,
þjálfari Marseille.
John Arne Riise, bakvörður Liverpool,
segir að enginn í liðinu áfellist hinn króat-
íska Biscan fyrir þetta atvik. „Við kennum
honum engan veginn um þetta, það getur
komið fyrir alla að fá rautt spjald, og við
hefðum einfaldlega getað varist betur í
leiknum. Það er ekki mitt að gagnrýna dóm-
gæsluna en ég sá ekki betur en að dómarinn
beitti hagnaði eftir brot utan vítateigs. Þetta
eru mikil vonbrigði, við ætluðum að vinna
þennan bikar, en nú verðum við að taka
okkur saman í andlitinu og ná því takmarki
okkar að enda í fjórða sæti úrvalsdeild-
arinnar og komast í Meistaradeild Evrópu.
Það er félaginu gífurlega mikilvægt,“ sagði
Riise.
Houllier kennir dómaranum um tapið fyrir Marseille
Reuters
Gerard Houllier
Friðrik sagði við Morgunblaðið ígær að þessi ákvörðun hefði leg-
ið fyrir í nokkurn tíma. „Ég var bú-
inn að ákveða það með fjölskyldu
minni að ég myndi taka mér frí frá
þjálfun að þessu tímabili loknu. Ég
er búinn að vera á fullu í körfubolt-
anum í sautján ár, sem leikmaður og
síðan sem þjálfari, og þetta er orðinn
ansi langur tími. Ég er orðinn mett-
ur af körfubolta í bili, auk þess sem
ég held að það sé gott fyrir Njarðvík-
urliðið að fá nýtt blóð í þjálfunina.
Fjögur ár með sama þjálfarann er
langur tími fyrir hvaða lið sem er,“
sagði Friðrik.
Dómararnir hrifust með
stemningunni í húsinu
Hann hefði að vonum viljað stýra
liðinu aðeins lengur á yfirstandandi
tímabili og er mjög ósáttur við
hvernig Njarðvík féll úr keppni í
fyrrakvöld.
„Dómgæslan í Stykkishólmi er sú
skrautlegasta sem ég hef séð, sér-
staklega í fjórða leikhluta. Dómar-
arnir hrifust greinilega með
stemmningunni í húsinu og færðu
Snæfelli sigurinn. En leikmenn Snæ-
fells eiga samt sem áður heiður skil-
inn fyrir að gefast ekki upp í erfiðri
stöðu og það þarf enginn að skamm-
ast sín fyrir að falla úr keppni fyrir
þessu liði, þó það sé óþarfi að gera
það á þennan hátt. Snæfell er mjög
gott lið sem á góða möguleika í úr-
slitaeinvíginu um Íslandsmeistara-
titilinn, hvort sem það mætir Grinda-
vík eða Keflavík. Þetta er firnasterkt
fimm manna lið og með sterkan
heimavöll, þar sem það á að geta nýtt
sér heimavallarréttinn í úrslitaleikj-
unum. Vinni Snæfell fyrsta leikinn á
sínum heimavelli er liðið í góðum
málum,“ sagði Friðrik Ragnarsson.
Friðrik er hættur
með Njarðvík
FRIÐRIK Ragnarsson er hættur sem þjálfari úrvalsdeildarliðs
Njarðvíkinga í körfuknattleik. Hann lauk sínu fjórða tímabili sem
þjálfari liðsins í fyrrakvöld þegar Njarðvík féll út fyrir Snæfelli í und-
anúrslitum úrvalsdeildarinnar. Friðrik stýrði liði Njarðvíkur ásamt
Teiti Örlygssyni tímabilið 2000–2001 og hefur síðan verið einn með
liðið undanfarin þrjú ár.
REYKJAVÍKURÚRVAL sund-
manna tekur þátt í alþjóðlegu sund-
móti í Köge í Danmörku um
helgina. Á mótinu keppa alls um
600 sundmenn frá 38 sundfélögum
frá öllum Norðurlöndum. Á vegum
Íþróttabandalags Reykjavíkur
keppa 15 sundmenn frá Ægi, KR,
Fjölni, og Ármanni. Mótið er bæði
einstaklingskeppni og liðakeppni. Í
Reykjavíkurúrvalið voru valdir
sundmenn fæddir 1990 og eldri
samkvæmt afrekalista SSÍ.
Á myndinni að ofan eru sund-
mennirnir ásamt þjálfurum sínum
áður haldið var af stað, efst eru
þjálfararnir, Arna Þórey Svein-
björnsdóttir Ægi og Mads Claussen
KR , og Gústaf Adólf Hjaltason, far-
arstjóri. Sundmennirnir eru Krist-
ján Jóhannessson, KR, Jón Símon
Gíslason, Ægi, Oddur Örnólfsson,
Ægi, Flora Montagni, KR, Hjörtur
Már Reynisson, KR, Auður Sif Jóns-
dóttir, Ægi, Baldur Snær Jónsson,
Ægi, Árni Már Árnason, Ægi, Jó-
hanna Gerða Gústafsdóttir, Ægi,
Eva Hannesdóttir, KR, Ásbjörg
Gústafsdóttir, Ægi, Birna Sif Magn-
úsdóttir, Ægi, Hólmgeir Reynisson,
KR, Katrín Gunnarsdóttir, Ár-
manni, Sigrún Brá Sverrisdóttir,
Fjölni.
Ljósmynd/Jóhann A. Kristjánsson.
Reykjavík-
urúrvalið
keppir í
Köge