Morgunblaðið - 27.03.2004, Page 79

Morgunblaðið - 27.03.2004, Page 79
78 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Guðmundur E. Stephensen, Íslandsmeistari í MFL karla 94, 95, 96, 97, 98, 99, 2000, 2001, 2002 og 2003 Kl. 11.40 úrslit 2. flokkur karla og kvenna. Kl. 12.00 úrslit 1. flokkur kvenna og karla. Kl. 12.30 úrslit tvíliðaleikur karla og kvenna. Kl. 14.00 úrslitaleikir í meistaraflokkum karla og kvenna. TBR-Íþróttahúsið Mótið hefst laugardaginn 27. mars kl. 10 með tvenndarkeppni. Sunnudaginn 28. mars hefjast undanúrslitaleikir kl. 11. Íslandsmótið í borðtennis 2004 Verðlaunaafhending sunnud. 28. mars kl. 14.45. Áhugamenn um borðtennis fjölmennið! FRIÐRIK Ragnarsson, fráfarandi þjálfari körfuknattleiksliðs Njarðvík- inga, sagði við Morgunblaðið í gær að körfuknattleikshreyfingin þyrfti að fara í algjöra naflaskoðun. Sérstaklega hvað varðaði reglur um bandaríska leikmenn. Í vetur hafa sum úrvalsdeildarfélaganna verið með þrjá slíka í sínum röðum og Friðrik segir að það sé óheillavænleg þróun fyrir íslenskan körfuknattleik. „Ég hef tekið saman hvað það hefur kostað félögin að fá til sín bandaríska leikmenn frá árinu 1990 og það eru í það minnsta 300 millj- ónir króna. Á sama tíma berjast þau í bökkum við að ná endum saman og fæst þeirra hafa til dæmis getað ráðið þjálfara til heils árs í senn. Ég vildi gjarnan sjá þessar 300 milljónir renna til uppbyggingarstarfs í félögunum næstu fjórtán árin en ekki í bandaríska leikmenn. Hvað hafa þeir skilið eftir sig? Ekki hefur áhorfendum fjölgað.“ Hann sagðist reikna með því að á næsta tímabili yrði leyfðir tveir bandarískir leikmenn í hverju liði. „Mér heyrist að það sé niðurstaðan eftir formannafund á dögunum. En tveir er alltof mikið, einn er há- mark. Vissulega er sú úrslitakeppni sem nú stendur yfir stórskemmtileg og gæði körfuboltans hjá fjórum efstu liðunum eru mikil en það réttlætir ekki þennan kostnað sem lagður er í bandarísku leikmennina,“ sagði Friðrik Ragnarsson. Hafa eytt 300 milljónum í bandaríska leikmenn Gestirnir komu ákveðnir til leiks íRöstinni í gær og einungis eitt lið var lengstum á vellinum í fyrri hálf- leik. Sumir áhang- enda heimamanna fannst liðið sitt flensulegt, alla vega hálf slappt í fyrri hálfleik. Gestirnir voru yfir allan fyrri hálfleik og náðu 19 stiga forustu þegar 4 mínútur voru eftir af öðrum leikhluta 26:47. Heimamenn löguðu stöðuna aðeins en fyrri hálfleikur var algjörlega eign gestanna sem fóru til búningsher- bergja með frekar lítið forskot miðað við yfirburðina, 46:55. Engin breyting varð á muninum á liðunum í þriðja leikhluta sem gest- irnir höfðu einnig frumkvæðið í og þegar síðasti leikhluti hófst var stað- an 69:77 fyrir Keflavík. Við upphaf fjórða leikhluta hrökk Anthony Jones í gang hjá Grindvík- ingum og átti mjög góða rispu en fékk sína aðra tæknivillu eftir 4 og hálfa mínútu en hafði þá skorað 11 stig í leikhlutanum. Gestirnir nýttu sér þetta og náðu að jafna leikinn en þá höfðu heimamenn í fyrsta skipti komist yfir skömmu áður. Eftir þetta skiptust liðin á að taka forustu en í framlengingu fór leikur- inn 94:94. Heimamenn, sem höfðu þá misst Anthony Jones og Jackie Ro- gers af velli en þeir höfðu verið áber- andi í sóknarleik þeirra, tóku vel við sér og skoruðu fyrstu fimm stigin í framlengingu en Keflvíkingar náðu að rétta sinn hlut og minnkuðu mun- inn í eitt stig 101:100. Þegar staðan er 106:102 fyrir heimamenn tóku Keflvíkingar leikhlé þegar 27,9 sek- úndur voru eftir. Magnús Gunnars- son setti niður ótrúlegt þriggja stiga skot og minnkaði muninn í 106:105. Grindvíkingar fengu frábært færi sem misfórst og Keflvíkingar fengu færi hinum megin en skot þeirra mis- fórst einnig og lokastaðan 106:105. Bestir í liði gestanna voru þeir Derrick Allen og Fannar Ólafsson. Hjá heimamönnum voru þeir Darrel Lewis og Anthony Jones bestir. „Þetta var svakalegur leikur. Við vorum betri enda finnst mér við vera með betra lið. Vorum ekki nógu klár- ir í leiknum. Þegar komið er út í svona leiki þá er þetta ekki spurning um getu heldur hugarfar. Menn verða að vera með hausinn í lagi og spila það sem lagt er upp. Þetta gekk ekki en nú er það sunnudagurinn og svo aftur hér á þriðjudag,“ sagði Fal- ur Harðarson, annar af þjálfurum Keflavíkur, eftir leikinn. „Þetta var magnaður leikur. Góð auglýsing fyrir íþróttina en leikurinn var heldur kaflaskiptur. Þeir áttu fyrri hálfleik og við vorum ekki með. Við lékum verr en illa en náðum að klóra í bakkann undir lok fyrri hálf- leiks. Vorum ekki sáttir við okkar spilamennsku okkar í fyrri hálfleik og vorum ákveðnir að sýna stuðn- ingsmönnum okkar annan leik. Þetta var frábær endurkoma og við efld- umst við að missa leikmenn af velli. Mér fannst við koma sterkir til baka og náðum að sýna góðan karakter í síðari hálfleik og í framlengingunni en þar ráðast hlutir oft af litlum hlut- um. Þeir gátu alveg stolið þessu eins og við gátum tryggt þetta í lokin,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálf- ari Grindvíkinga. Morgunblaðið/Einar Falur Keflvíkingurinn Gunnar Einarsson reynir að gæta Darrel Lewis, leikmanns Grindavíkur. Æsilegur lokakafli ÞRIÐJI leikur Grindvíkinga og Keflvíkinga í undanúrslitum Íslands- mótsins í körfuknattleik í gærkvöldi var frábær skemmtun sem endaði í framlengingu í stöðinni 94:94. Heimamenn í Grindavík höfðu betur eftir mikinn darraðardans í framlengingunni 106:105 en Keflvíkingar áttu færi til að tryggja sér sigur í blálokin en tókst ekki. Staðan því 2:1 fyrir Grindavík. Garðar P. Vignisson skrifar Naumt tap U17 ÍSLENSKA landsliðið, skipað 17 ára strákum og yngri, tap- aði naumlega fyrir Englend- ingum milliriðli Evr- ópukeppninnar í gærkvöldi. Englendingar skoruðu eina mark leiksins á síðustu mín- útunni og fögnuðu sigri og efsta sætinu í riðlinum, en það er það sæti sem gefur rétt til að komast á næsta stig hennar. Að sögn Ástráðs Gunn- arssonar, eins fararstjóra KSÍ með liðinu, var leikurinn mjög vel leikinn og skemmti- legur. „Það var grátbölvað að fá þetta mark á sig. Þeir fengu ódýra aukaspyrnu og komu boltanum fyrir og leik- maður þeirra skallaði í mark- ið. Ég held að bæði lið hefðu getað sætt sig við markalaust jafntefli,“ sagði Ástráður. Íslenska liðið fékk betri færi í fyrri hálfleik en heima- menn voru mun meira með boltann. Mikil barátta var í leiknum og „hart tekist á. Svona alvöru enskur bolti,“ sagði Ástráður. Fyrr í gær unnu Armenar lið Noregs 4:1 en Íslendingar mæta þeim á sunnudaginn.  ÍBV hefur samið við Hrafn Dav- íðsson, knattspyrnumarkvörð úr Fylki, sem hefur verið í herbúðum Eyjamanna síðustu vikurnar. Hrafn er tvítugur og verður varamarkvörð- ur fyrir Birki Kristinsson í sumar. Hann kemur í staðinn fyrir Ígor Bjarna Kostic sem er genginn til liðs við Skála í Færeyjum.  RAGNA Ingólfsdóttir badminton- kona komst í gær í 16 manna úrslit í einliðaleik á Opna pólska meistara- mótinu þegar hún bar sigurorð af Fan Frances Liu frá Singapúr í tveimur lotum. Sara Jónsdóttir féll hins vegar úr keppni þegar hún tap- aði fyrir Jody Patrick frá Kanada í tveimur lotum.  BRANKO Bulatovic, fram- kvæmdastjóri knattspyrnusam- bands Serbíu og Svartfjallalands, er alvarlega særður á hálsi eftir að hann varð fyrir skotárás fyrir utan höfuðstöðvar sambandsins í Bel- grad.  ÖLLUM leikjum helgarinnar í landinu hefur verið frestað og Stojkovic, forseti sambandsins, sagði að íhugað væri að aflýsa vin- áttulandsleik gegn Noregi sem fram á að fara á miðvikudag. FÓLK ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.