Morgunblaðið - 27.03.2004, Page 81

Morgunblaðið - 27.03.2004, Page 81
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 81 EINN af helstu kántrítónlist- armönnum sögunnar, kvikmynda- stjarnan og lagahöfundurinn Kris Kristofferson, hefur ákveðið að sækja Ísland heim í sumar og halda hér tónleika. Kristofferson, sem hefur samið meðal annars lögin „Sunday Morn- ing Coming Down“, „Help Me Make It Through The Night“, „Me and Bobby McGee“ og „Why Me Lord“, auk fjölda annarra vinsælla laga, hefur haldið nokkra tónleika í Evr- ópu að undanförnu og alls staðar hefur verið uppselt. Í fréttatilkynningu frá aðstand- endum tónleikanna á Íslandi ákvað Kristofferson að fara í stutta hljóm- leikaferð um Evrópu í sumar vegna mikillar eftirspurnar og á hann sér- staklega að hafa beðið um að fá tækifæri til að koma til Íslands. Kristofferson er 67 ára gamall og hefur á fjögurra áratuga löngum ferli gefið út hátt í 20 plöt- ur, samið fjölda frægra laga fyrir aðra listamenn á borð við Janis Joplin, Johnny Cash og Barbru Streisand, og leikið í nálægt hundr- að kvikmyndum og sjónvarps- myndum. Kristofferson hefur hlot- ið þrenn Grammy-verðlaun fyrir lögin „Help Me Make It Through the Night“, „Lover Please“ og „From the Bottle to the Bottom“ sem hann flutti ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni, Ritu Coolidge. Á níunda áratugnum var Krist- offerson í slagtogi við kántrígoð- sagnirnar Johnny Cash, Willie Nel- son og Waylon Jennings og undir nafninu The Highwaymen gáfu þeir út þrjár hljóðversplötur og eina tónleikaplötu. Fyrir kvikmyndaleikinn hefur Kristofferson einnig hlotið lof og viðurkenningar, fékk t.d. Golden Globe-verðlaunin sem besti leik- arinn í aðalhlutverki fyrir myndina A Star is Born frá 1976. Íslensku sveita- og þjóðlaga- tónlistarmennirnir KK og Ríó- tríóið með þeim Ágústi Atlasyni, Helga Péturssyni og Ólafi Þórð- arsyni auk Gunnars Þórðarsonar og Björns Thoroddsen munu hita upp fyrir Kristofferson. Hljómleikarnir verða haldnir í Laugardalshöll 14. júní og verður eingöngu selt í sæti. Miðasala hefst seinni hluta aprílmánaðar og verð- ur tilkynnt um hana síðar. Kántrígoðsögnin Kris Kristofferson til Íslands Kris Kristofferson hefur meistaragráðu í enskum bókmenntum og náði langt í bandaríska hernum áður en hann gaf sig listagyðjunni á vald. Virtur söngv- ari, leikari og lagahöfundur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.