Morgunblaðið - 27.03.2004, Síða 81

Morgunblaðið - 27.03.2004, Síða 81
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 81 EINN af helstu kántrítónlist- armönnum sögunnar, kvikmynda- stjarnan og lagahöfundurinn Kris Kristofferson, hefur ákveðið að sækja Ísland heim í sumar og halda hér tónleika. Kristofferson, sem hefur samið meðal annars lögin „Sunday Morn- ing Coming Down“, „Help Me Make It Through The Night“, „Me and Bobby McGee“ og „Why Me Lord“, auk fjölda annarra vinsælla laga, hefur haldið nokkra tónleika í Evr- ópu að undanförnu og alls staðar hefur verið uppselt. Í fréttatilkynningu frá aðstand- endum tónleikanna á Íslandi ákvað Kristofferson að fara í stutta hljóm- leikaferð um Evrópu í sumar vegna mikillar eftirspurnar og á hann sér- staklega að hafa beðið um að fá tækifæri til að koma til Íslands. Kristofferson er 67 ára gamall og hefur á fjögurra áratuga löngum ferli gefið út hátt í 20 plöt- ur, samið fjölda frægra laga fyrir aðra listamenn á borð við Janis Joplin, Johnny Cash og Barbru Streisand, og leikið í nálægt hundr- að kvikmyndum og sjónvarps- myndum. Kristofferson hefur hlot- ið þrenn Grammy-verðlaun fyrir lögin „Help Me Make It Through the Night“, „Lover Please“ og „From the Bottle to the Bottom“ sem hann flutti ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni, Ritu Coolidge. Á níunda áratugnum var Krist- offerson í slagtogi við kántrígoð- sagnirnar Johnny Cash, Willie Nel- son og Waylon Jennings og undir nafninu The Highwaymen gáfu þeir út þrjár hljóðversplötur og eina tónleikaplötu. Fyrir kvikmyndaleikinn hefur Kristofferson einnig hlotið lof og viðurkenningar, fékk t.d. Golden Globe-verðlaunin sem besti leik- arinn í aðalhlutverki fyrir myndina A Star is Born frá 1976. Íslensku sveita- og þjóðlaga- tónlistarmennirnir KK og Ríó- tríóið með þeim Ágústi Atlasyni, Helga Péturssyni og Ólafi Þórð- arsyni auk Gunnars Þórðarsonar og Björns Thoroddsen munu hita upp fyrir Kristofferson. Hljómleikarnir verða haldnir í Laugardalshöll 14. júní og verður eingöngu selt í sæti. Miðasala hefst seinni hluta aprílmánaðar og verð- ur tilkynnt um hana síðar. Kántrígoðsögnin Kris Kristofferson til Íslands Kris Kristofferson hefur meistaragráðu í enskum bókmenntum og náði langt í bandaríska hernum áður en hann gaf sig listagyðjunni á vald. Virtur söngv- ari, leikari og lagahöfundur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.