Morgunblaðið - 27.03.2004, Page 88

Morgunblaðið - 27.03.2004, Page 88
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. EINN kunnasti kántrítónlistarmaður sög- unnar, kvikmyndaleikarinn og lagahöfund- urinn Kris Kristofferson, heldur tónleika í Laugardalshöll 14. júní nk. Kristofferson er þre- faldur Grammy-verð- launahafi og hefur samið fjölmörg lög, sem hann og aðrir listamenn hafa kom- ið í toppsæti vinsældalista, einkum á 8. áratug síð- ustu aldar. Samdi hann meðal annars lögin „Me & Bobby McGee“ sem kunn- ast er með Janis Joplin, „Help Me Make It Through The Night“ og „Sunday Morning Coming Down“ sem Johnny Cash gerði að sínu. KK og Ríó tríóið munu hita upp fyrir Kristofferson á tónleikunum í Höllinni. /81 Kris Kristoffer- son til Íslands Kris Kristofferson FRIÐRIK Ragnarsson körfuknattleiksþjálfari segir að íslensk félög hafi eytt um 300 millj- ónum króna í bandaríska leikmenn á und- anförnum árum. Hann segir að það sé óheilla- vænleg þróun fyrir íslenskan körfuknattleik þegar allt að þrír bandarískir leikmenn séu í liðunum, þeir hafi lítið skilið eftir sig og ekki stuðlað að fjölgun áhorfenda. Hann vill að þessum fjárhæðum verði á næstu árum frekar varið til uppbyggingarstarfs. /79 Um 300 milljónir í bandaríska leikmenn HÁTT á fjórða hundrað manns sótti ráðstefnu um málefni fatlaðra á vegum félagsmálaráðu- neytisins undir yfirskriftinni Góðar fyrir- myndir á Nordica hóteli í gær. Á ráðstefn- unni, sem jafnframt var lokaviðburður í skipulagðri dagskrá Evrópuárs fatlaðra, var fjallað um það sem vel hefur tekist í þágu fatl- aðra á árinu og kynntar þær framfarir sem átt hafa sér stað og þótt hafa sérstaklega áhuga- verðar. Meðal annars voru kynnt verkefni sem hlutu styrk úr styrkjasjóði Evrópuárs fatlaðra. Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði m.a. í ræðu við setningu ráðstefnunnar að tengsl hinna fötluðu og umhverfisins sem þeir byggju í skiptu sköpum um áhrif fötlunar á líf einstaklinga. „Í stað þess að fatlaðir lagi sig að samfélaginu er það ekki síður hlutverk sam- félagsins að laga sig að þörfum fatlaðra. Hlut- verk samfélags framtíðarinnar er ekki síst að skapa góðar ytri aðstæður sem nýst gætu fötl- uðum sem ófötluðum,“ sagði ráðherra. Þá voru hugmyndir Hugarafls kynntar á ráðstefnunni en hópurinn hefur þróað við- skiptahugmynd um rekstur kaffihúss í mið- borginni þar sem geðsjúkir sjá alfarið um reksturinn. Standa vonir til þess að hægt verði að hleypa rekstrinum af stokkunum á næstu misserum, eða um leið og peningar til rekstrarins hafa safnast. Elín Ebba Ásmunds- dóttir, forstöðuþjálfi geðsviðs LSH og lektor við Háskólann á Akureyri, sagði atvinnulífið að mörgu leyti ekki undir það búið að taka við geðsjúkum í vinnu því þeir eigi erfitt með að laga sig að hefðbundnum vinnutíma frá morgni til kvölds. „Hlutverk samfélagsins að laga sig að þörfum fatlaðra“ Morgunblaðið/Golli  Netvafrar …/10 Á fjórða hundrað manns sóttu ráðstefnu um málefni fatlaðra MEIRI líkur en minni eru taldar á því að Jón Garðar Ögmundsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri veitingastaðarins Hard Rock, kaupi McDonald’s á Íslandi. Eigendur McDonald’s eru hjónin Kjartan Örn Kjart- ansson og Gyða Guðmundsdóttir. Hard Rock er í eigu fjárfestingarfélagsins Gaums. Jón Garðar var áður framkvæmdastjóri Pizza Hut, sem Gaumur á 40% hlut í. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins eru samningar um sölu Gaums á Pizza Hut á lokastigi. /14 McDonald’s að skipta um eigendur sæti bæði í ólympíuliðinu í efnafræði og stærðfræði og þá hafi hann ekki hikað andartak við að velja stærðfræðina og stefni á að reyna að ná góðum árangri í ólympíukeppninni í Aþenu nú í sumar. Spurður um ástundunina í stærðfræði segir Höskuldur að fyrir utan námið sjálft á eðl- isfræðibraut I í MR sé æfinga- kennsla á hverjum laugardegi þar sem farið sé í „öðruvísi“ stærðfræði. Auk þess sé síðan sérstök þjálfun fyrir ólympíu- leikana á sumrin. Höskuldur segir að sér gangi eiginlega vel í öllum fög- um. „Mér finnst t.d. þýska og íslenska mjög skemmtileg fög og ég vann þýskuþrautina.“ Fyrir utan námið segist Höskuldur spila golf á sumrin, sér þyki það mjög skemmtileg íþrótt. Á veturna fari hann reglulega í fót- bolta með bekkjarfélögunum. Höskuldur segist ekki vera búinn að ákveða hvað hann geri eftir stúdentspróf en líklega muni hann leggja fyrir sig einhverja raungreinina í háskóla, hugsanlega stærð- fræði. HÖSKULDUR Pétur Halldórsson í 5. bekk Menntaskólans í Reykja- vík sigraði annað árið í röð í landskeppni í stærðfræði með 60 stig af 60 mögulegum. Höskuldur bætti síðan um betur og sigraði einnig í landskeppninni í efna- fræði en þar var hann að taka þátt í fyrsta sinn. Þá varð hann annar í eðlisfræðikeppninni. „Sá sem varð í 2. sæti var með 58 stig og við erum báðir miklir reynsluboltar í stærðfræðinni þannig að ég held að prófið í stærðfræðinni hafi verið frekar auðvelt,“ segir Höskuldur í sam- tali við Morgunblaðið og bætir við að þegar hann sigraði í fyrra hafi hann náð um 50 stigum af 60 mögulegum. Höskuldur segir að sér hafi alla tíð gengið vel í stærðfræði og óhætt sé að segja að hún sé hans uppáhaldsfag þótt honum gangi reyndar vel í mörgum öðrum fögum. En sigur í efnafræðinni líka? „Það er langt í frá að efnafræðin sé mitt eftirlætisfag,“ seg- ir Höskuldur. „Ég reikna með að ég sé góður í stærðfræði af því ég get hugsað skýrt og það gagnast mér líka í efnafræðinni.“ Höskuldur segir að sér hafi verið boðið Sigraði bæði í stærð- fræði og efnafræði Drjúgur keppandi í raungreinakeppnum Höskuldur Pétur Hall- dórsson með heim- ilislæðuna Bangsínu. ÍBÚÐ í húsi við Skólastíg á Akureyri stór- skemmdist í eldsvoða í gær þegar kviknaði í af ókunnugum orsökum. Þrjár íbúðir eru í hús- inu, sem er steinhús á tveimur hæðum auk kjallara. Enginn var heima við þegar tilkynn- ing barst um eldinn klukkan 17.24. Íbúðin sem kviknaði í er á miðhæð hússins. Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á Akureyri, fimm- tán slökkviliðsmenn á tveimur dælubílum, var kallað út og var svefnherbergi í íbúðinni alelda þegar að var komið. Slökkviliðinu hafði tekist að slökkva eldinn um klukkan 18 og olli elds- voðinn ekki teljandi skemmdum á hinum íbúð- unum. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins gekk slökkvistarf vel. Tildrög eldsvoðans eru í rann- sókn hjá lögreglunni á Akureyri. Íbúð stórskemmdist í bruna Morgunblaðið/Kristján Reykkafarar í Slökkviliði Akureyrar að störfum í íbúðinni við Skólastíg á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.