Morgunblaðið - 08.04.2004, Side 4

Morgunblaðið - 08.04.2004, Side 4
4 D FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Við viljum lýðræði, viðviljum ekki þessa her-stjórn sem við höfumekki einu sinni sjálf kos-ið,“ sagði ungur maður við blaðamann og var heitt í hamsi. Enginn var nálægur og því gat hann talað. Maðurinn vildi ekki birtast á ljósmynd. „Stjórninni dettur ótrúlegustu hlutir í hug. Fyrir rúmlega tíu árum skipaði hún öllum í þorpinu mínu að flytja í burtu og fara á annan stað. Hún ætlaði sér einfaldlega annað með svæðið þar sem við bjuggum. Við urðum að gera eins og okkur var sagt. Þeir sem óhlýðnast eru settir beint í fangelsi. Við fengum ekki nema fimmtán daga frest til að flytja. Á nýja staðnum var enginn aðbúnaður, meira að segja ekkert vatn. Ég var tíu ára þegar þetta gerðist og man það vel,“ sagði hann dapur í bragði. „Hvað getum við gert? Hvað er hægt að gera þegar við höfum ekki vopn og friðsamleg mótmæli eru bönnuð? Um leið og menn reyna nokkuð eru þeir settir í fangelsi. Sumir eru drepnir. Við megum ekki einu sinni tjá okkur um óréttlætið. Allri fjölmiðlaumfjöllun í landinu er stýrt af stjórninni. Það má enginn skrifa eða segja neitt sem henni lík- ar ekki.“ Ungi maðurinn var reiður og ekki að ástæðulausu. Friðar- og þróunarráð Herinn í Myanmar gengur undir nafninu Tatmadaw. Hin pólítíska stjórn hans kallar sig Friðar- og þróunarráð ríkisins – State Peace and Development Council (SPDC). Nafninu var breytt árið 1997 í til- raun stjórnarinnar til að bæta ímynd sína. Þróun hefur hins vegar verið lítil í landinu og friðurinn er tilkominn vegna ægivalds stjórnar- innar. Hún gengur oftast undir gamla nafninu: State Law and Ord- er Restoration Council (SLORC). Herstjórnin sér hlutverk sitt í öðru ljósi en almenningur. Í dag- blaðinu The New Light of Myanmar á þjóðhátíðardag landsins var hern- um hrósað í hástert fyrir það hvern- ig hann „kom landsmönnum til bjargar“ á sínum tíma. Eftir sjálf- stæðið frá Bretum árið 1948 var hver höndin upp á móti annarri. Í Myanmar eru ótal mismunandi ætt- flokkar, sem tala mismunandi tungumál og hafa ólíka siði og venj- ur. Gamlir fjendur tóku að berjast og í landinu ríkti óöld. Það var á þessum tíma sem her- inn tók yfir. Snemma árs 1962 var réttkjörinn forsætisráðherra lands- ins settur í fangelsi og herforingj- arnir tóku sæti hans. Herstjórnin tilkynnti að nú myndi landið fylgja „hinum búrmíska vegi til sósíal- isma“. Það var langur vegur niður á við. Þjóðnýting helstu atvinnugreina Allsherjar þjóðnýting átti sér stað. Meginatvinnugreinar voru lagðar í hönd ríkisins. Bændur voru neyddir til að selja hluta af upp- skeru sinni á ákveðnu verði og bann- að var að bjóða vörur til daglegra nota nema í „verslunum fólksins“ – sérstökum verslunum ríkisins. Þar með var lifibrauðið tekið frá mörg- um. Stjórnin ákvað sömuleiðis að þjóð- nýta fólkið sjálft. Landsmenn voru neyddir til að vinna fyrir stjórnina, ýmist í þar til gerðum vinnubúðum eða ákveðna daga í mánuði. Stór hluti lestarkerfisins og mikið af þjóðvegum landsins hafa verið lagð- ir með þessum hætti. Nauðungar- vinna viðgengst enn þann dag í dag, jafnvel þótt stjórnin brosi breitt og segi menn einungis vinna í „sjálf- boðavinnu“. Stundum er hverri fjöl- skyldu skipað að færa fram einn vinnukraft fyrir ákveðið verk. „Vinnan er ólaunuð og foreldrarn- ir hafa ekki efni á að missa tekjur. Margir enda því með því að þurfa að senda börn sín,“ sagði ung kona við blaðamann. Stjórnarmenn í Myanmar eru al- valdar. Þar er ekkert til sem heitir réttur fólks og engin þrískipting valds líkt og á Íslandi. Fangelsin í landinu eru full af pólítískum föng- um, sem sitja inni fyrir það eitt að segja skoðanir sínar á stjórninni. Fangarnir hafa mikið verið notaðir í erfiðisvinnu. Eitt af fátækustu löndum heims Um miðja seinustu öld var My- anmar eitt af best settu löndum Suð- austur-Asíu, enda frjósamt og ríkt af náttúruauðlindum. Nokkrum ára- tugum síðar var það orðið eitt af þeim fátækustu í heimi. Gjaldeyr- isskortur ríkti og efnahagurinn var kominn í kaldakol. Stjórnin ákvað að reyna að fá inn erlendan gjaldeyri með ferðamennsku, líkt og önnur lönd Suðaustur-Asíu hafa gert. Árið 1996 var gert að sérstöku ári ferða- mennsku og kallað „Visit Myanmar Year“. Mikið var lagt í að fegra landið og óhugnanlegir hlutir áttu sér stað. Í höfuðborginni var fólk flutt í flokk- um í úthverfi borgarinnar, á nýja staði fjarri ferðamönnum. Gömlu heimkynnin voru eyðilögð – þau þóttu sjónmengun og ekki boðleg ferðamönnum. Götur borgarinnar voru breikkaðar og trjám og blóm- um plantað – allt með vinnukrafti heimamanna. Í Mandalay, annarri stærstu borginni í landinu, var gamla konungshöllin endurbyggð með hjálp fanga í hlekkjum og drengja af svæðinu. Þrátt fyrir að ferðamennska í Myanmar sé orðin nokkur ríkir þar enn óðaverðbólga. Heimamenn eru undir vökulum augum lögreglu og hers og gætt að því að þeir segi ekki neitt slæmt um ástandið í landinu við útlendinga. Yfirvöld sjálf láta ferðamenn afskiptalausa, svo lengi sem þeir fara ekki út fyrir þau svæði sem þeir mega vera á. Ýmsa hluta landsins fá ferðamenn ekki að heim- sækja. Stjórnin segir ástæðuna vera öryggi þeirra – að á þessum svæðum séu uppreisnarmenn sem séu til alls líklegir. Heimamenn hvísluðu hins vegar að blaðamanni að ástæðan væri sú að þar væri of margt sem stjórnin vildi ekki að ferðamenn sæju – nauðungarvinna, fólksflutn- ingar, ofsóknir og mismunun. Innilokuð á heimili sínu Þegar herinn tók völdin árið 1962 ákvað hann að skera á öll tengsl við umheiminn. Héðan í frá skyldi Búrma vera sjálfbært land. Heims- pressan heyrði lítið af því hvað átti sér stað innan landamæra þess. Árið 1988 varð þó tímamótaviðburður Brosað í skugga ógnarstjórnar Að koma til Myanmar er eins og að ganga inn í kennslubók í mannkynssögu – fyrri bindin. Uxar plægja akra og í stað véla verða menn að beita handafli. Rafmagn er af skornum skammti og bifreiðar fáar. Heimamenn brosa breitt, hlæja og gantast – en hvísla þegar þeir tala um pólítík. Það er eins gott því fangelsisvist bíður þeirra sem gagnrýna ráðamenn. Árið 1962 tók herinn völdin í landinu og hefur haldið þjóðinni í heljargreipum síðan. Sigríður Víðis Jónsdóttir heimsótti land og þjóð. Kona spinnur þráð í bómullarhnykil. Bómullina ræktar fjölskyldan og vinnur sjálf. Úr lituðu bómullarbandinu eru síðan ofin klæði til sölu. „Langar þig ekki að kaupa af mér? Ég er með mjög gott verð — tvær flíkur á 5.000 kyat!“ sagði systurdóttir konunnar og brosti breitt. Upphæðin er andvirði 400 íslenskra króna. Stúlkan seldi stóra, þykka klúta sem konur í Myanmar ganga gjarnan með um höfuð sér. Um tvo daga tekur að vefa einn klút. Munkar skoða varning hjá götusala. Þarna má fá efni í pípulagnir, gamla vasa- reikna, bolta og rær. Munkarnir voru hrifnastir af notuðum hljóðnema. Ljósmynd/Sigríður Víðis Uxakerrur eru algeng sjón í Myanmar, hvort sem er á ökrum, vegarslóðum eða þjóðvegum landsins. Í þeim flytja eigend- urnir meðal annars hey, eldivið og fólk. Uxarnir eru líka notaðir til jarðyrkjustarfa á borð við að plægja akra. Myanmar er herveldi og stjórnin heldur uppi miklum áróðri. Á göt- um úti hanga skilti með slag- orðum á borð við þessi:  Standið gegn þeim sem reyna að ógna stöðugleika ríkisins og framförum þjóðarinnar.  Standið gegn erlendum ríkjum sem blanda sér í innanríkismál ríkisins.  Herinn og þjóðin standa sam- an og brjóta á bak aftur alla þá sem skaða einingu þjóðarinnar.  Aðeins þar sem er agi, þar verða framfarir. Herveldið Árið 1989 breytti stjórnin nafni landsins úr Búrma í Myanmar. Búrmanafnið var sagt vera arfur nýlendutímans þegar landið var undir stjórn Breta. R-hljóðinu er sleppt og nafnið borið fram „mjanma“. Ýmsum stað- arnöfnum hefur einnig verið breytt, til dæmis nafninu á höf- uðborginni. Áður hét hún Rang- oon en er nú Yangon, líkt og fyrir tíma Breta. Búrma eða Myanmar?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.