Morgunblaðið - 08.04.2004, Page 8

Morgunblaðið - 08.04.2004, Page 8
8 D FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞARNA sitja þeir í röð, hátt á veggnum: Bach, Schubert. Mozart og Beethoven. Þeir eru saman komnir í Nýja tónlistarskólanum við Grensásveg og virðast ekkert mislíka þótt rangur tónn heyrist hér og þar, eða samspilið sé eitthvað óhreint; meðan allir gera sitt besta eru þeir ánægðir. Það er síðdegi í skólanum og kennslustofurnar þrettán eru allar mannaðar nemendur og kennurum. Flestir læra á píanó en þegar staðið er frammi á ganginum milli stofanna heyrist þungur niður tónanna berast um hús- ið; þarna er leikið á harmónikku, silfurskærir flaututónar eru studdir ómstríðum fiðluhljómum, það drynur í kontrabassa, rymur í túpu, allsstaðar undirliggjandi píanóleikur, hraður eða hægur, Rachmaninoff og Satie, og svo þenja söngvarar sig í hornunum: sópraninn syngur skala en tenórinn spreytir sig á Lindinni. Frammi í sal eru forskólanemar á tónleikum þar sem eldri nemendur leika, og svo fá þeir ungu að prófa hljóðfærin, til að geta ákveðið hvað þeir vilja leika á í þessari stóru hljómkviðu. Golli ljósmyndari hlýddi á og tók myndir. Morgunblaðið/Golli Rispur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.