Morgunblaðið - 08.04.2004, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 D 13
Á Stofunni við Skólavörðu-stíg, sem opnuð var íhaust, er boðið upp ásjálfsræktarnámskeið ogmeðferð, byggða á að-
ferðum og kenningum rúmensk-
bandaríska geðlæknisins Jacobs Lev-
eys Moreno, en hann sótti aðferðir
sínar og hugmyndir mjög til leikhúss-
ins, einkum þess forngríska. Trausti
Ólafsson, sérfræðingur í leikrænni
meðferð Morenos og doktor í leiklist-
arfræðum, rekur Stofuna. Að sögn
hans, þróaði Moreno meðferðarleið
sína, sem hann kallaði psychodrama,
á fyrri hluta tuttugustu aldar, fyrst í
Vínarborg og síðar í Bandaríkjunum.
Trausti bendir á að orðið psycho-
drama valdi stundum misskilningi og
fólk haldi það skylt spennu- og sál-
fræðitrylli. Sumum finnist hugtakið
beinlínis ógnvekjandi. Í stóru Ensk-
íslensku orðabókinni er psychodrama
þýtt með orðinu geðleikur, þótt
Trausti veigri sér við að nota það orð
um meðferðarleið Morenos, enda lýsi
það illa hugmyndum og aðferðum
sem psychodrama byggi á. Psycho-
drama, er sett saman úr tveimur orð-
um af grískum uppruna, „psycho“
sem merkir sál og „drama“ sem
merkir athöfn.
„Sé þessi merking höfð í huga verð-
ur hugtakið gegnsætt, því að í psycho-
drama fær einstaklingurinn rými og
tíma til þess að skoða sína eigin sál og
viðbrögð hennar og jafnframt að finna
í sjálfsprottini athöfn skapandi leiðir
til þess að rækta sinn innri mann og
samskipti sín við aðra menn. Mér hef-
ur flogið í hug að kalla þessa meðferð-
arleið athöfn sálar. Það er besta þýð-
ingin og lýsir því, sem gerist þegar
fólk vinnur í anda Morenos og sam-
kvæmt aðferðum, sem hann þróaði.“
Trausti segir að í grunninn sé
psychodrama hópmeðferð og að Mor-
eno hafi verið einn af helstu frum-
kvöðlum í þróun hópmeðferðarleiða í
sjálfsrækt og í geðlækningum. „Mor-
eno hafði gríðarlega trú á því afli og
þeirri orku, sem býr í samstilltum
hópi, og taldi að ein besta leiðin til
betra lífs og líðanar lægi í gegnum
það sem gerist á milli manna þegar
fundur þeirra verður einlægur og
samskiptin án allra tilætlana.“
Sjálfsprottin viðbrögð
„Aðaláherslan er á að einstaklingar
efli með sér sjálfsprottin og óheft við-
brögð við nýjum kringumstæðum og
jafnframt breytt og skapandi við-
brögð í kunnuglegum aðstæðum þar
sem fólk finnur til vanmáttar, kvíða
og reiði eða annarra óþægilegra og
hamlandi tilfinninga,“ segir Trausti.
„Psychodrama er einnig ákjósanlegur
vettvangur til þess að vinna úr erf-
iðum tilfinningum, losa um sorgar-
ferli, létta áhyggjur, draga úr sekt-
arkennd og til þess að takast á við
væg þunglyndiseinkenni og taka
vandasamar ákvarðanir. Aðferðir
Morenos henta því þeim sem vilja tak-
ast á við vandann á markvissan hátt.
Sem sjálfsræktar- og meðferðarleið
er psychodrama ákjósanleg leið fyrir
alla þá, sem finna þörf til að vinna með
sjálfa sig og þurfa að létta á hjarta
sínu. Þátttaka í psychodramafundum
krefst engrar forþekkingar,“ segir
Trausti og bætir við að besta leiðin til
þess að komast að raun um það hvort
aðferðir Morenos henti því fólki sem
er að leita leiða til þess að breyta
ákveðnum þáttum í lífi sínu, sé að
koma á kynningarfundi á Stofunni,
Skólavörðustíg 29, sem fram fari á
miðvikudagskvöldum.
Trausti segir að psychodrama
Morenos sé fyrst og fremst sértæk
aðferð til þess að hjálpa fólki við að
uppgötva og efla skapandi og listræna
krafta í eigin sál, „en þessi þáttur sál-
arlífsins er aftur hið læknandi afl, sem
greiðir úr erfiðum flækjum og finnur
farveg í átt til auðugra og betra lífs.
Það er erfitt að hugsa sér það að
nokkur maður komist í gegnum lífið
án þess að verða fyrir einhvers konar
áföllum. Það er einu sinni eðli mann-
legs lífs og án sorgarinnar væri gleðin
ekki til. En psychodrama auðveldar
fólki leitina að gleði og hamingju sem
liggur grafin undir reiði, sorg og von-
brigðum,“ segir Trausti. „Það er oft
stutt í tárin í psychodramatímum. Það
er líka rétt að fram komi að Moreno
taldi að hláturinn væri ekki síðra
lækningameðal en tárin og hann vildi
gjarnan að sín yrði minnst sem
mannsins, sem færði hláturinn inn í
geðmeðferðarstofuna. Mér verður oft
hugsað til þessara orða hans þegar
glaðværir hlátrar kveða við í tímum
hjá mér, bætir hann við.
Moreno var frumkvöðull í hópmeð-
ferð, en þótt psychodrama sé í grunn-
inn hópmeðferð, hefur hugmyndum
Morenos um athafnir sálarinnar verið
beitt í einstaklingsmeðferð með góð-
um árangri og færist það nú mjög í
vöxt að fólk byrji í einstaklingsmeð-
ferð, en flytji sig síðar yfir í hópa, að
sögn Trausta. Auk almennrar með-
ferðar verður á Stofunni boðið upp á
sértæk námskeið þar sem leitað verð-
ur til leikbókmennta, Íslendinga-
sagna og goðsagna sem efniviðar til
innblásturs. Í slíkum tilvikum munu
þátttakendur vinna með persónur og
atvik úr menningararfinum sem
grunn að sjálfskoðun og geðrækt.
Einnig verða skipulagðir hópar þar
sem unnið verður með drauma þátt-
takenda.
Hefðbundinn psychodramatími er
þrískiptur og tekur hver tími að jafn-
aði eina og hálfa til tvær klukkustund-
ir. Tíminn hefst á upphitun, sem lýkur
með því að einn einstaklingur úr
hópnum er valinn til þess að bera uppi
atburðarásina, sem unnið er með í það
sinn. Þessi einstaklingur er í psycho-
drama kallaður prótagónisti, en það
hugtak, eins og svo mörg önnur í
orðaforða Morenos, er sótt til forn-
gríska leikhússins og merkir þann
sem fer með aðalhlutverkið í leiknum.
Að vali prótagónistans loknu tekur
stjórnandinn hann út úr hópnum, upp
á sviðið sem svo er kallað og þar fær
prótagónistinn tækifæri til að vinna
með tilfinningar sínar og þær aðstæð-
ur sem hann kýs. Meðan á þessari
vinnu stendur getur prótagónistinn
beðið einstaklinga úr hópnum að taka
að sér þau hlutverk, sem þörf er á, til
þess að hann geti tekist á við eigin
hugsanir, tilfinningar og kringum-
stæður sem hann óskar að skoða og
breyta. Þegar þeim hluta tímans, hinu
eiginlega drama eða athöfn er lokið,
endar tíminn á því að aðrir þátttak-
endur deila með prótagónistanum
þeim tilfinningum og hugsunum, sem
vinna hans vakti með þeim og því sem
þeir þekkja á eigin skinni af reynslu
prótagónistans af lífinu.
Trausti tekur það fram að þrískipt-
ing tímans í psychodrama sé grund-
vallaratriði, bæði í hugmyndafræði
Morenos og einnig í aðferðinni sjálfri,
og þessi uppbygging sé engin tilvilj-
un, enda minni hún um margt bæði á
hefðbundna uppbyggingu í sagnagerð
og leikskáldskap, auk þess sem hlið-
stæðurnar við þrískiptingu helgisiða
um víða veröld séu augljósar. „Form-
gerð psychodrama er þess vegna
byggð á aldalangri hefð, sem menn
hafa þróað til þess að öðlast dýpri
skilning á sjálfum sér og tilverunni.
Moreno vildi hjálpa skjólstæðingum
sínum til þess að nálgast guðsneist-
ann í sjálfum sér,“ segir Trausti, þann
skapandi neista, sem er fær um að
finna leiðir til þess að gera óbærilegar
aðstæður þolanlegar og þær þolan-
legu gleðilegar og frjóar. „Svo við
dveljum aftur örstutt við orðið sjálft,
psychodrama, þá er mér sagt að fyrri
hluti þess, það er gríska orðið
„psyche“, sem notað er um sálina í
flestum vestrænum tungumálum, hafi
upphaflega merkt fiðrildi, en við
þekkjum öll umbreytingaskeið fiðrild-
anna, sem skríða úr púpunni til þess
að hefja sig litskrúðug til flugs. Þetta
minnir óneitanlega á hugmyndafræði
Morenos, sem trúði staðfastlega á
möguleika mannssálarinnar til þess
að taka umbreytingum og lifa í skap-
andi sátt við sjálfa sig og aðra. Það
sem umfram allt einkennir hugmynd-
ir Morenos er hin jákvæða lífssýn þar
sem tekist er á við erfið efni mannlegs
lífs í þeim tilgangi fyrst og fremst að
finna leiðir til þess að láta jafnvel sár-
ustu reynslu ekki buga sálarkraftana.
Geðmeðferðar- og leiklistarnám
Trausti nam aðferðir Morenos í
Noregi á árunum 1994–1996, þar sem
aðalkennari hans var Eva Røine, og
síðan stundaði hann framhaldsnám í
Bretlandi frá árinu 1999. Meðal kenn-
ara Trausta í Bretlandi var Marcia
Karp, heiðurforseti bresku psycho-
dramasamtakanna, en bæði Eva
Røine og Marcia Karp eru nemendur
Morenos sjálfs. Trausti lauk lokaprófi
frá The Northern School of Psycho-
drama í Bretlandi vorið 2003. Hann er
félagi í bresku psychodramasamtök-
unum BPA og í heildarsamtökum
breskra geðmeðferðaraðila UKCP.
Auk menntunar sinnar í geðmeðferð-
arfræðum Morenos hefur Trausti
doktorsgráðu í leiklistarfræðum frá
University of East Anglia í Englandi.
Morgunblaðið/Sverrir
Moreno hafði trú á orkunni sem býr í samstilltum hópi, segir Trausti Ólafsson.
Á sjálfsræktarnámskeiðum
Stofunnar er lögð áhersla á
að fá einstaklingnum rými
og tíma til að skoða eigin
sál svo hann geti fundið
skapandi leiðir til að rækta
sinn innri mann og sam-
skipti við aðra. Trausti
Ólafsson sagði Jóhönnu
Ingvarsdóttur að í starfsemi
Stofunnar væri lögð áhersla
á sjálfsprottin og óheft við-
brögð við nýjum kring-
umstæðum og breytt og
skapandi viðbrögð í kunn-
uglegum aðstæðum.
join@mbl.is
Athöfn úr djúpi sálar
Dub
lin
Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Bewleys hótel
í nóvember í 2ja manna herbergi með morgunverði,
flugvallarskattar og ísl. fararstjórn.
37.700 kr.
Netver› á mann frá
Ba
rcelo
na
Netver› á mann
49.730 kr.
Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Amrey Diagonal
11. nóvember í 2ja manna herbergi með morgunverði,
flugvallarskattar og ísl. fararstjórn.
Róm
Mad
rid
Bú
dape
st
43.150 kr.
Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is
Plús
Netver› á mann frá
57.855 kr.
Netver› á mann
Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Hótel Lieget í október
í 2ja manna herbergi með morgunverði,
flugvallarskattar og ísl. fararstjórn.
Innifalið: Flug, gisting í 4 nætur á Hótel Albani
18. nóvember í 2ja manna herbergi með morgunverði,
flugvallarskattar og ísl. fararstjórn.
Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Florida Norte
21. október í 2ja manna herbergi með morgunverði,
flugvallarskattar og ísl. fararstjórn.
49.930kr.
Netver› á mann
Bor
gar