Pressan - 03.11.1988, Blaðsíða 2
FmVmtL?clagurS. nov'erriber 1988
lagsferðir til Dýllinnar eru
hæstmóðins um þessar mundir og
ku íslendingar ekki bregða undir
sig betri fætinum til að skoða söfn
og sögustaði. Það eru búðir og bjór,
sem laða að sér landann, eins og
fyrri daginn. Ólyginn sagði að far-
þegar í einni ferðinni hefðu verið
orðnir svo drukknir á heimleiðinni
að ástandið í vélinni hefði helst
minnt á eitt allsherjar partý. Sant-
kvæmt sögunni á flugmaðurinn að
liafa hótað því að stinga sér niður úr
skýjunum, lenda á næsta flugvelli
og henda öllum farþegunum út, ef
þeir hegðuðu sér ekki eins og
ntenn...
I rið 1947 í október var lögð
til hliðar sparisjóðsbók einstakl-
ings í viðskiptunt við Landsbanka
Islands. Á reikningnum voru þá 5
garnlar krónur. Á þeirn tíma mátti
kaupa fyrir þessar krónur t.d. tvo
og hálfan lítra af mjólk, eða háll't
kiló af súpukjöti eða 4—5 gos-
drykkjaflöskur. í nýkrónum talið,
framreiknað samkvæmt vísitölu
vöru og þjónustu, samsvara þessar
5 gömlu krónur eða 5 nýir aurar nú
140—150 nýjum krónum. Enn
mætti í dag kaupa svipað magn af
mjólk eða gosi fyrir þá upphæð. En
í gær var Landsbankinn fenginn til
að reikna út innstæðuna með öllum
áföllnum vöxtum á þessu 41 ári sem
liðið er. Innstæðan reyndist 53 nýir
aurar. Fyrir þá upphæð er í dag ekki
hægt að kaupa nokkurn skapaðan
hlut...
Iðsókn að Lislasalni rikisins
hefur stóraukist frá þvi það fluttist
í gamla Glaumbæ fyrir átta mánuð-
um. Um 85 þúsund gestir hafa
heimsótt safnið á þessum tíma, eða
um tiu þúsund manns á mánuði, og
hljóta það að teljast mikil gleðitíð-
indi...
Karlar eru i konuleit, konur eru í
karlaleit, segir í dægurlagatexta.
En nota þessir ungu menn einka-
málaauglýsingar DV til leidsagnar?
Það er hálfhallærislegt að mæta
einn"á stefnumót...
Ætla þær ekki að fara að koma?
velkomin i heiminn!
Pressan minnir alla
nýbakaða foreldra á
að þeir geta fengið
birta mynd af barn-
inu sínu í blaðinu, .ef
þeir senda okkur
Ijósmynd.
Heimilisfangiö er: PRESSAN,
Ármúla 36, 108 Reykjavík.
1. Þessistúlka, semerhárprúðari
en gengur og gerist, er frumburð-
ur þeirra Karenar Tómasdóttur og
Péturs Guðmundssonar, en hún
fæddist 27da október og vó 13
merkur og var 49 sentimetrar á
lengd. Hún var ekkert að hafa fyrir
þvi að opna augun fyrir Ijósmynd-
arana, geymir það til betri tima.
2. Þessi yndislega stúlka fædd-
ist þeim Lindu Gunnarsdóttur og
Kolbeini Konráðssyni 27da dag
októbermánaðar. Hún mældist 50
sentimetrar á lengd og vó 13 merk-
ur. Var sumsé bústin og sælleg
eins og frumburða er venja. Sú
stutta var ekki alveg sátt við að
otað væri að sér tóium og
tækjum.
ILONINU
Aðdáendur einkamálaauglýsinga DV kættust mjög þegar svo-
hljóðandi tilkynning birtist í blaðinu stuttu fyrirsíðustu helgi: „Ert
þú hress strákur 20—28 ára? Ef svo er þá viljum við fá þig i Bláa lón-
ið á sunnudaginn kl. 19. Við erum nokkrar sætar og skemmtilegar
stelpur og langar til að fá líf og fjör í lónið. Gríptu gæsina meðan
hún gefst.“
Oft eru einkamálaauglýsingarnar góðar, en sjaldan betri en
þessi. Það eru engin smávegis fyrirheit sem eru gefin einmana og
leitandi karlpeningi: sætar og skemmtilegar stelpur... líf og fjör...
gríptu gæsina...
Okkur þótti heldur ekki annað við hæfi en að senda Magnús
Reyni, Ijósmyndara Pressunnar, í Bláa lónið þetta sunnudagskvöld
til að athuga hvort alvara lægi hér að baki eða hvort þetta væri ef
til vill snemmbúið aprílgabb eða máski vélabrögð í kvenfrelsis-
konum sem vilja ná sér niðri á ungum karlpungum þessa lands?
Eða var það kannski eigandi baðhússins við Bláa lónið sem vildi
glæða aðsóknina?
Og niðurstaðan? Það verður að segjast eins og er að Magnús
Reynir var ekki mikils vísari þegar hann keyrði Keflavíkurveginn
heim. Það var reyndar mikið af ungu, sætu, skemmtilegu, fjörugu
og líflegu fólki i lóninu þetta kvöld, en hvort kynin voru eitthvað
sérstaklega að draga sig saman, um það treysti Ijósmyndarinn sér
ekki til að dæma. Það er stundum sagt að líkamsræktarstöðvar séu
„the meeting place of the eighties" — ástarhreiður níunda ára-
tugarins. En er ekki Bláa lónið líka alveg gráupplagður staöur fyrir
tildragelsi? Er í raun ekki miklu rómantískara að kynnast tilvonandi
maka sínum þarna I öllum jarðhitanum en á fylleríi á einhverri
búllunni í Reykjavík?
Þessir ungu menn tóku ekki sénsinn á þvi að einhverjir kvenvargar væru aö
plata þá og fylgdust með álengdar úr bil.