Pressan - 03.11.1988, Blaðsíða 32
PRESSU
M6L4R
I^Éu hefur staða dómara verið
auglýst Iaus til umsóknar hjá
Hæstarétti íslands. Um er að ræða
stöðu Guðinundar Skaftasonar og
rennur umsóknarfresturinn út 21.
nóvember. Löngum hal'a hæstarétt-
ardómarar verið skipaðir pólitiskt
samkvæmt helmingaskiptareglu
Sjálfstæðisflokks og Frainsóknar-
flokks og gildir hið sama um dóms-
valdið í heild. í sviptingum hæsta-
réttardómara á undanförnum árum
hafa framsóknarmenn farið mjög
halloka, því nú er talið að Guð-
mundur Skaftason sé eini sanni
framsóknarmaðurinn við dóminn,
aðrir sex séu sjálfstæðismenn en
einn krati, Hrafn Bragason. Fram-
sóknarmönnum hefur á hinn bóg-
inn gengið betur að fylla öll helstu
toppembætti í borg Davíðs og eiga
þannig yfirborgardómara, yfir-
borgarlógeta, tollstjóra, lögreglu-
stjóra og svo framvegis. Nú stýrir
framsókharmaður dómsmálaráðu-
neytinu og vilja þeir vafalaust l'á
mann með grrent kort í stað Guð-
mundar síns, þó ekki væri. Fag-
menn líta hins vegar til þess að und-
anfarið hafa tveir menn gegnt dóm-
arastöðum um lengri eða skemmri
tíma í fjarveru reglulegra dómara,
þeir Hjörtur Torfason, sem hefur
leyst Bjarna K. Bjarnason af, og
Haraldur Henrysson sakadómari,
sem leysir um þessar mundir Þór
Vilhjálmsson af i fjóra mánuði.
Hvorki Hjörtur né Haraldur geta
talist Framsókn þóknanlegir;
Hjörtur er stimplaður sjálfstæðis-
maður en Haraldur að mestu
óflokkaður, fyrrum Þjóðvarnar-
flokksmaður og helst orðaður við
krata. Framsóknarmenn verða
vtentanlega að fá dygga stuðnings-
menn til að sækja um og eru ekki
óliklegir menn taldir vera þeir Jón
Finnsson, lögmaður SIS, eða Sig-
iiröur Gizurarson, bæjarfógeti á
Akranesi. Um tíma var framsókn-
arnraðurinn Gaukur Jörundsson
helsti kandídat flokksins, en hann
er nú sem kunnugt er orðinn um-
boðsmaður Alþingis. Ekki er ólík-
legt að Hjörtur og Haraldur sæki
um, en jafnvíst má þykja að fram-
sóknarmenn muni alls ekki sætta
sig við framsóknarmannslausan
hæstarétt. Og 2—3 ár eru þangað til
næstu menn eiga eða mega stíga
upp úr stólum sínum, sjálfstæðis-
mennirnir Guðmundur Jónsson og
Bjarni K. Bjarnason...
L
Hér var á ferðinni í síðustu
viku Victor Grey, sem fer með mál-
efni Norður-Evrópu i bandaríska
utanríkisráðuneytinu. Af því tilefni
var haldið boð á vegum sendiráðs
Bandaríkjanna í Reykjavík á heim-
ili James Connell sendiráðunauts.
Þangað var m.a. boðið öllum full-
trúum í utanríkismálanefnd alþing-
is, nenra Hjörleifi Guttormssyni,
fulltrúa Alþýðubandalagsins. Ekki
mun hafa verið talið rétt að raska ró
hins bandaríska sendimanns með
skoðunum allaballa í utanríkismál-
um. Hins vegar voru starfsmaður
öryggisnrálanefndar og fleiri
kvaddir til veislunnar, sem að sögn
fór hið besta fram...
| að vakti athygli að myndin
um barnaklámið var sýnd á Stöð 2,
eftir að Kikissjónvarpið var búið að
sýna úr myndinni og gefa í skyn að
hún yrði sýnd þar. Spurst hefur að
þeir Ríkisútvarpsmenn hafi talið sig
búna að búa svo um hnúta að að-
eins ætti eftir að ganga frá forms-
atriðum til að fá myndina. En
skyndilega fengu þeir skeyti frá
framleiðendum, sem báru sig illa
yfir því að sér hefði víst orðið á í
messunni, því þeir hefðu selt
skakkri ’ stöð myndina. Nöfn ís-
lensku stöðvanna eru nefnilega svo
lik á ensku að erlendis hafa menn
hvað eftir annað ruglast á þeim og
til dæntis oft sent bréf um viðkvæm
viðskiptamál á ranga stöð. Starfs-
maðurinn scm seldi Stöð 2 myndina
gerði það með telefax-samningi og
áttaði sig ekki á því fyrr en allt var
búið og gert að öðruvísi hafði farið
en til stóð. Eftir sátu Ríkissjón-
varpsmenn með sárt ennið...
W^Éargir starfsmenn utanrík-
isþjónustunnar eru sagðir mjög
óhressir þessa dagana með fyrir-
hugaða stöðuveitingu í íslenska
sendiráðinu í Washington. Þeir
telja sig hafa ákveðna vitneskju um
að Helga Jónsdóttir, aðstoðarmað-
ur Steingríms Hcrmannssonar í
utanríkisráðuneytinu, muni setjast
í stól Harðar H. Bjarnasonar sendi-
ráðunautar. Sérstaklega munu
starfsmennirnir í utanríkisráðu-
neytinu við Hverfisgötu vera
óánægðir. Þar bíður fríður hópur
ungra manna eftir því að skyldan
kalli í útlandinu. Ráðning Helgu
myndi riðla regluveldinu og koma
sem blaut tuska framan í þá sem
samkvæmt venju ættu að standa
nær embættinu...
d
unnar Björnsson, fyrrv. Frí-
kirkjuprestur, er nú sestur við
skriftir á uppgjöri sínu við Frí-
kirkjumálið og mun bókin væntan-
lega verða gefin út hjá bókaforlagi
annars prests, bókaforlaginu
Tákni, sem er í eigu Önundar
Björnssonar. Á bókin að koma út
fyrir jólin. Gunnar skefur víst
hvergi af hlutunum í bókinni og
þykir beita pennanum af sjaldgæfri
dirfsku...
c
^VAGA-lilm hefur í samvinnu
við Ágúst Guðmundsson kvik-
myndagerðarmann gengið frá sinni
fyrstu auglýsingu fyrir danska sjón-
varpið. Þetta upphaf að útflutningi
á íslenskunt auglýsingum þykir
marka nokkur tímamót í auglýs-
ingagerð, en SAGA-fiIm og Ágúst
hafa stofnað vísi að dótturfyrirtæki
í Danmörkuog hyggjaágott, því ís-
lendingar þykja Norðurlandaþjóða
fremstir á þessu sviði...
f Tákni er væntanleg bók sem
Guðmundur Daníelsson rithöfund-
ur hefur ritað, þar sem Ólafur
Ketilsson rekur minningar sínár.
Nokkur styr stendur um útkomu
þessarar bókar, þar sem nánustu
cettingjar Ólafs eru óhressir með
mörg ummæli í henni. Vofir lög-
bann ytir bókinni og því allt óvíst
um útkomu, en hún mun tilbúin til
prentunar...