Pressan - 03.11.1988, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 3. nóvember 1988'
Eimskipafélag Islands
9
Halldór H. Jóns-
son, fjölskylda og
fyrirtæki eiga yfir
30 milljónir í
hlutabréfum í Eim-
skip. Markaðsverð
bréfanna er yfir
100 milljónir króna.
Sjóvá er stærsti
einstaki eignar-
aðilinn með um 44
milljónir.
Hörður Sigur-
gestsson forstjóri
á 5,2 milljónir.
Á meðan bréfin
voru seld á nafn-
verði náðu
ákveðnir einstakl-
ingar, fjölskyldur
og fyrirtæki þeirra
að tryggja völd
sín í Eimskipafé-
laginu.
Á síðustu áratugum hefur nokkrum einstaklingum,
fjölskyldum og fyrirtækjum þeirra tekist að tryggja sér
yfirburðastöðu í almenningshlutafélaginu Eimskipa-
félagi íslands. Valdátakan hefur farið hljóðlega fram,
nánast í kyrrþey, án fjölmiðlaskarkala og afskipta
óbreyttra félagsmanna. í dag eru litlar líkur á því að
bylting verði í stjórn félagsins. Umgjörð aðalfunda og
sala hlutabréfa eru með þeim hætti, að hallarbylting er
nánast óframkvæmanleg.
Völdin voru raunar tryggð áður höfðu til, hlut í fyrirtækinu á nafn-
en hinn svokallaði frjálsi hluta- virði. Einhver myndi kalla þetta
bréfamarkaður varð til á íslandi. Þá grófa eignatöku, þótt eðlilega skýr-
keyptu þeir aðilar, sem aðstöðu ingin kunni að vera sinnuleysi og
hirðuleysi þeirra sem átt hafa bréf í
félaginu eða fengið í arf. Móður-
skipið í íslensku atvinnulífi er
komið í hendur fárra manna, sem
sáu hlutabréf í öðru ljósi en al-
menningur gerði fyrir nokkrum
árum. Hlutabréfin í félaginu voru
fyrir mörgum einungis fallegur
pappír, í sumum tilfellum til stofu-
skrauts, — í ramma á vegg.
RÍKIÐ SELUR
Það var raunar ekki fyrr en í fjár-
málaráðherratíð Alberts Guð-
mundssonar, þegar ákveðið var að
selja hlut ríkisins í Eimskip, að
fleiri fóru að átta sig á raunvirði
hlutabréfanna. Ríkið átti um 5%
hlutdeild í Eimskipafélaginu. Að
mati fjármálaspekúlanta voru
hlutabréf ríkisins mun meira virði
en nafnverð sagði til um. Eftir um-
deilt útboð og eftirmála þess var
Sjóvá seldur eignarhluti ríkisins. í
dag er fyrirtækið stærsti einstaki
eignaraðilinn að Eimskipafélaginu
með 8,1% eignaraðild, en heildar-
hlutafé skipafélagsins í dag er 540
milljónir króna að nafnvirði.
SJÓVÁ Á STÆRSTAN HLUT
Sveinn Björnsson, síðar forseti,
var bæði i forsvari fyrir stofnun
Eimskipafélagsins og Sjóvátrygg-
ingafélagsins. Benedikt Sveinsson,
stjórnarformaður Sjóvár í dag,
segir tengslin mikil frá upphafi þótt
viðskiptalega séu þau ekki mjög
mikil nú. Sjóvá á hlutabréf sem
nema 44 milljónum í Eimskip og
KRISTJÁN
ÞORVALDSSON