Pressan - 03.11.1988, Blaðsíða 28
28
Fimmtudagur 3. nóvember 1988
/
M
dagbókin
henn
dúllu
Kœra dagi
Ef ég væri læknir
rannsaka muninn á því hvernig
karlar og konur finna til. Pabbi og
mammaeru nefnilega bæði búin að
vera með gubbupestina, sem er að
ganga, og það var ekkert sambæri-
legt að fylgjast með þeim, maður.
Mamma veiktist l'yrst og þá rak hún
pabba fram í sól'a svo hann smitað-
ist ekki (en það var náttúrulega ol'
seint). Síðan lá hún stynjandi og
alveg í keng og þaut svo fyrirvara-
laust fram á klósett og var þar lengi
lengi í einu. Svona gekk þetta í
marga klukkutíma og við krakk-
arnir bara sáum um okkur og létum
eins og ekkert væri. Maður er nú
líka í góðri æfingu að redda sér, þó
mamma haldi að luin sé eitthvað
ómissandi. Manneskjan er alla lið-
langa daga á fundum og ráðstefn-
um, ef hún er ekki í vinnunni.
(Næst cr það t.d. kvennalistalands-
fundurinn eða hvað það heitir.'
Hann er m.a.s. haldinn lengst uppi
í sveit svo fjölskyldurnar gcti alveg
örugglega ekki lengið neina þjón-
ustu í heila helgi...)
Jæja, svo veiktist pabbi sem sagt
og þá byrjaði aldeilis ballið. Hann
vcinaði eins og kelling, sem er að
eignast fjórbura, og spriklaði i
rúminu eins og kolkrabbi. Og löngu
áður en hann þurlti að hendast
Iram að kasta upp var hann búinn
að tilkynna það með öskrum, sem
heyrðust örugglega út um allt hverf-
ið. Hann var lika voða duglegur að
skipa okkur öllum fyrir, þó hann
væri að gefa upp öndina samkvæmt
þessum nákvæmu lýsingum á
stingjum og ólgu og ölíu því. Við
vorum á eilífum þeytingi eltir
vatnsglösum, meiri koddum, rök-
um þvottapokum og svoleiðis, á
milli þess sem við fundum nýjar og
nýjar útvarpsstöðvar lyrir hann að
hlusta á. Pað var sko fimm manna
verk að sjá um hann!
Um leið og pabba lor soldið að
skána var hann kominn í símann til
ömmu á Einimelnum og farinn að
gefa henni vísindalega nákvæma
skýrslu um hvern einasta sting með
tilheyrandi stunum og volæði. Það
var cins og hann hefði næstum ver-
ið dáinn úr sprungnum botlanga
eða eitthvað... En hann minntist
ekki einu orði á að mamma hefði
líka verið með þctta og lifað það
þokkalega vel af.
„Svona eru þessir kallar bara,
Dúlla mínþ sagði rnamnia, þegar ég
spurði hana af hverju hún kýldi
hann ekki í klessu fyrir að vera með
þessa historiu út af smágubbupest.
(Hún röflaði líka um einhvern
„þröskuld", sem væri miklu hærri
hjá konum en körlum út af því að
þær væru alltaf á túr og að eignast
börn. Ég skildi það eiginlega ekki
alveg.)
Guð, mér er orðið svo flökurt...
B/ess i hvelli. Dúlla.
LARSEN
DANSKI
LEÐURROKKARINN
MÆTTUR
Hann er alvinsælasti tónlist-
armaður Danmerkur, feikna
kjaftstór og ekki er fínleikanum
aðöðru leyti fyrirað fara i andlit-
inu á hohum. Hann gæti hafa
alist upp i Ódáðahrauni, en það
gerði hann svo sannarlega ekki.
Kim Larsen er danskur i húð og
hár og ólst upp hjá einstæðri
móður sinni.
Kim Larsen kom til landsins í
gær og heldur tónleika á Hótel
Islandi dagana 3., 4., 5., 6., 8., 9.,
10. og 11. nóvember. Sérstakir
grunnskólatónleikar verða í dag
og hefjast klukkan 16.00.
Hann er borinn í þennan heim
23. október árið 1945 og því er
Kim Melius Flyvholm Larsen ný-
lega orðinn 43 ára. í uppvextin-
um heillaðist strákurinn fljót-
lega af rokktónlist og varö fyrir
áhrifum frá köppum eins og
Elvis Presley, Little Richard og
Jerry Lee Lewis. Á unglingsár-
um var hann byrjaður aö þenja
sig og gitarinn af fullum krafti,
en tónlistarferil hóf Kim Larsen
ekki af fullri alvöru fyrr en árið
; 1969 þegar hann ákvað að hætta
kennslustörfum og gerast tón-
listarmaður. Þá stofnaði hann
hljómsveitina Gasolin ásamt
þeim Franz Beckerlee, Wili
Jonsson og Soren Berlev. Það er
skemmst frá því að segja að á
starfsferli sínum varð Gasolin
alvinsælasta rokkhljómsveit
Danmerkur og Skandinavíu allr-
ar. Hún spilaöi í fyrstu hrátt
rokk, en smám saman þróaðist
tónlist hennar í áttina til hreinn-
ar popptónlistar.
Gasolin hætti störfum árið
1978, en á starfsferli sveitarinn-
ar hafði Kim hljóðritað sína
fyrstu sólóplötu. Það var árið
1973 og bar platan nafnið
VÆRSGO, eóa Gjöriö svo vel á
því ástkæra og ylhýra. Þessi
plata var nokkuð frábrugðin
Gasolin-rokkinu, því á henni var
eingöngu órafmagnaður vísna-
söngur. Árið 1977 fór Kim til
Atlanta í Bandaríkjunum til að
gera aðra sólóplötu, sem átti að
vera með enskum textum, og
fékk hann til liðs við sig upp-
tökustjórann Sonny Limbo.
Þessi plata heitir Kim Larsen og
Yankee drengene.
Þegar hér var komið sögu
gekk samstarfið innan Gasolin
ekki sem best, því Kim varmikið
í mun að halda sólóferli sínum
áfram. Þess vegna hætti hljóm-
sveitin árið 1978, eins og áður
hefur komið fram. Eftir útkomu
þriöju sólóplötu Kims Larsen,
sem gjarnan er kölluð „nafn-
númersplatan“, því hún ber nafn-
númeriö hans, 231045-0637,
ákvað hann að láta gamlan
draum rætast og reyna fyrir sér
í Bandaríkjunum. Þar setti hann
saman hljómsveitina Jungle-
dreams og gerði eina plötu með
henni. Ekki gekk þetta sem
skyldi og til Danmerkur sneri
Kim aftur árið 1982 með sárt
ennið.
Eftir að hafa skipt um útgáfu-
fyrirtæki árið 1983, yfirgefið
CBS en gengið til liðs við
Medley-útgáfuna, fóru hjólin að
snúast aftur hjá Kim Larsen.
Platan Midt om natten kom út
árið 1984 og hlaut fádæma vin-
sældir, hefur selst í um 700.000
eintökum. Hún er mest selda
danska platan frá upphafi. Þess
másvo getaað Kim lék líkaaðal-
hlutverkið í samnefndri mynd
og átti þátt í að skrifa handritið.
Síðan Midt om natten kom út
hefur Kim Larsen gefið út þrjár
hljómplötur; Forklædt som
voksen, Kim i Sirkus og Yummi
Yummi, sem er nýjasta afurð
hans og ætti að vera íslending-
um kunn.
Þessar plötur hafa allar selst
í umogyfirhálfri milljóneintaka
og erekki séð fyrirendann ásöl-
unni. Yummi Yummi hefur að
vonum rokselst hér á landi síð-
ustu vikurnar og var í öðru sæti
vinsældalista Rokkpressunnar i
siðustu viku.
En nóg um tölur og annað
kjaftæði. Kim Larsen og félagar
hans í hljómsveitinni Bellami
eru komnir til landsins til að
spila danskt rokk eins og það
gerist best.
ROKKPRESSAN
T O P P F 1 M M T A N
1.(1) U2 RATTLE AND HUM
2.(6) THE PROCLAIMERS SUNSHINE ON LEITH
3. (2) KIM LARSEN YUMMI YUMMI
4.(3) DIRE STRAITS . MONEY FOR NOTHING (SAFNPLATA)
5. (-) BUSTER UR KVIKMYND
6. (-) UB-40 UB-40
7. (-) STRAX EFTIR PÓLSKIPTIN
8. (4) PET SHOP BOYS INTROSPECTIVE
9. (8) LEONARD COHEN I’M YOUR MAN
10. (-) DURAN DURAN BIG TIME
11. (7) RAP TRAX . ÝMSIR FLYTJENDUR
12. (-) KEITH RICHARDS TALK IS CHEAP
13. (-) GOOD MORNING V1ETNAM ÚR KVIKMYND
14. (-) COCKTAIL ÚR KVIKMYND
15. (13) BUBBI MORTHENS 56
Listinn er byggóur á smásölu úr verslunum Steina hf., Skifunnar og Grammsins.
Í BÆJARBÍÓI
I.uujjarcl. kl. 16.00
sunnud. kl. 16.00.
Kúar sýnigar cl'lir.
Midapanlanir í síma 501X4 allan
sólarlirin^inn.
leiKFGLAG
AKURGYRAFI
simi 96-24073
I.KIKFÉLAG AKURKYRAR
(icslalcikur
ÍSLENSKI
DANSFLOKKURINN
Kiisludaa ki. 20.30
lauaardaa kl. 20.30.
Skelltu hvorki
skuld á hálku
eða myrkur.
Það ert foí sem
situr við stýrið.