Pressan - 03.11.1988, Blaðsíða 8

Pressan - 03.11.1988, Blaðsíða 8
8 FÍftT'ríitúdáglir'3'. nóvémber 1988 EPESSAN ______VIKUBtAÐ Á FÖSTUPÓGUM _ Útgefandi Blað hf. Framkvæmdastjóri Hákon Hákonanson Ritstjóri Jónína Leósdóttir Fréttastjóri Ómar Friðriksson Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 38, sími: 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 38, sími 68 18 66. Setning og umbrot: Filmurog prent. Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftargjald: 400 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðu- blaðið: 800 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 100 kr. eintakið. r Islendingar hvalvæðast gegn Bandaríkjunum «L Kvabb Margir telja það afar eftirsóknarvert ástand að vera þjóðþekktur — eða jafnvel heimsþekktur. Þar með opn- ist mönnum allar dyr og heimurinn liggi flatur fyrir fótum þeirra. Á málinu eru hins vegar fleiri hliðar, eins og greinilega kemur fram í viðtölum PRESSUNNAR við kunna íslendinga i þessu tölublaði. Fjölmiðlar — og þá sérstaklega sjónvarpið — hafa orðið til þess að auka nálægð frammámanna í þjóðfé- Iaginu við almenning. Pólitíkusar eru ekki lengur óljós- ar svart/hvítar myndir í dagblöðum, heldur ljóslifandi í litum og nær fullri Ííkamsstærð og það inni á manns eigin stofugólfi. Og þetta á ekki einungis við um fólk í stjórnmálum. Dagskrárkynnar, fréttamenn, veðurfræð- ingar og annað fólk, sem maður sér oft bregða fyrir á skjánum, verður eins og gamlir kunningjar. Við þekkj- um það út og inn, sjáum hvern einasta fæðingarblett á andliti þess og kynnumst kækjunum og orðatiltækjun- um, sem það kann að hafa tamið sér. Nálægðin verður svo mikil að erfitt er fyrir „sjónvarpsfólkið“ að leyna nokkru fyrir áhorfendunum. Sumir segjast meira að segja geta séð það á augnaráðinu hvenær pólitíkusarnir fari með ósannindi. Fræga fólkið í útlöndum, svo sem heimsþekktir leik- arar og skemmtikraftar, kvartar oft undan þeim þrönga ramma, sem frægðin setur því. Þetta fólk verður nánast að múra sig inni með háum girðingum, viðvörunarkerf- um, varðmönnum og hundum til að geta verið óhult á heimilum sínum fyrir aðdáendum og ofbeldismönnum. Það verður að hafa sérstakar gætur á börnunum og ekkert þýðir fyrir fjölskylduna að gera sér vonir um að fá að vera óáreitt á götum úti, eins og „venjulegt“ fólk. Ástandið er sem betur fer ekki orðið jafnslæmt hér á ís- landi, en þó virðast fylgja því ýmsir ókostir að vera nokkurs konar almenningseign í okkar litla þjóðfélagi. Algengasta umkvörtun þeirra sjónvarpsstarfsmanna og stjórnmálamanna, sem við ræddum við, var sú, að drukkið fólk hringdi mikið í þá — jafnt á nóttu og degi, á helgum dögum sem og hvunndags. Erindið er oft óljóst eða alls ekkert. Það er bara eins og gripið sé til símans, þegar önnur mannleg samskipti standa ekki til boða, og þá virðast „góðkunningjarnir“ af sjónvarps- skjánum mönnum ofarlega í huga. Þó eru aðrir, sem hringja allsgáðir og er mikið niðri fyrir. Þurfa að ræða „sín mál“ og það strax, án þess að skeyta um hvort klukkan er átta á föstudagskvöldi eða níu á sunnudags- morgni. Enn aðrir láta símann kannski eiga sig, en geta samt ómögulega stillt sig um að brydda upp á samræð- um við þekkt fólk, sem þeir hitta fyrir tilviljun á manna- mótum — annaðhvort til að gagnrýna viðkomandi eða hrósa í hástert. Hvort tveggja er jafnhvimleitt fyrir mann, sem þráir ekkert frekar en fá að vera í friði með vinum og kunningjum, eins og hver annar meðaljón. Fólk, sem hegðar sér á þennan hátt, ber greinilega enga virðingu fyrir einkalífi annarra. Það virðist telja að menn, sem starfs síns vegna koma mikið fram í fjölmiðl- um, hafi fyrirgert réttinum til að eiga frí og slaka á. Jafnvel fyrirgert rétti sínum til að sofa á nóttunni. Mikið væri þessu fólki hollt að reyna að setja sig í spor þeirra, sem það er að ónáða. Kannski færi það þá að sinna á skrifstofutíma þeim erindum, þar sem ekki er um líf eða dauða að tefla, og hafa í heiðri hina gullnu reglu: „Eftir einn hringi ei neinn!“ hin presscm „Ranghermt var j Sandkorni, i siðustu viku, að Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefði stolið upp- skrift sem notuð er við lögun RC- cola.“ — Úr Sandkorni, slúðurdálki DV. „Eftir síðasta landsfund Sjálf- stæðisflokksins sendi Markús (Örn Antonsson útvarpsstjóri) mér þykka möppu með skýrslum eftir alla ráðherra Sjálfstæðis- flokksins á landsfundinum með þeirri orðsendingu hvort ekki vaeri eitthvað fréttnæmt i þessu. Ég tók möppuna fyrir framan frétta- mennina og henti i rusiið.“ — Ingvi Hrafn Jónsson, fv. frétta- stjóri rikissjónvarpsins, I viðtali við helgarblað DV. „En það var engin pólitík í þessum gögnum..." — Markús Örn Antonsson i Þjóð- viljanum vegna ummæla Ingva Hrafns, sem Markús sagði vera mest hugaróra. „Morgunblaðið hefur á 75 árum haslað sér völl sem óháður fjöl- miðill, sem leggur sjálfstætt mat á stöðu þjóðmála, eins og Hall- grímur Geirsson, stjórnarformað- ur Árvakurs hf., komst að orði i hófi...“ — Úr leiðara Morgunblaðsins. „Ólafur Ragnar fann 1.700 milljónir á fjórum vikum, sem skornar voru.“ — Tíminn segir frá fjárlögum næsta árs. „Borgarstjórnarfundi mætti siðan halda í nýja húsinu uppi á geyminum, sem enginn sér til- gang í að reisa, og þar geta Davið og borgarstjórnin setið inni og snúist í kringum borgarbúa. Þá er búið að stöðva tvö umdeild hús og láta það þriðja fá tilgang." — Ásgeir Hannes Eirlksson, vara- þingmaður Borgaraflokksins, lýsir I Al- þýðublaðinu hugmyndum sinum um nýtt Alþingishús, tilfærslu ráöhússins og nýtt hlutverk veitingageymisins í Öskjuhllð. „Herstöðin... stendur þarna eins og æxli út úr enni manns eða herðakistill úr baki hans.“ — Úr Reykjanesblaöi Alþýðublaðs- ins. „Hér qanga allir út frá þvi ad hið opinbera geri atvinnurek- endum kleift að borga. Hér er nóg að nefna atvinnuleysi þá er pyngjan þrifin upp...## — Ólafur Björnsson prófessor, i viðtali vió Morgunblaðið um siðustu helgi. „Alþýðusamband ís- lands... er risi á brauðfótum. Bara tákn... Persónulegt skítkast og rógur veður uppi í verka- lýðshreyfingunni. Óvinir verkalýðs- hreyfingarinnar, atvinnurekendur og lítilsigldir pólitíkusar mala undir. “ — Karl Steinar Guðnason, þing- maður og verkalýðsforingi, í samtali við Reykjanesblað Alþýðublaðsins. „Við fyrstu sýn virðast myndirn- ar af gráhvölunum i Alaska og svivirtu börnunum i fátækrahverf- um þriðja heimsins eiga haria fátt sameiginlegt." — Ólafur M. Jóhannesson fjöl- miölarýnir í Morgunblaöinu. „1 ‘ann, í ‘ann!! Sláðu Schu/tz kaldan!“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.