Pressan - 03.11.1988, Blaðsíða 6
f 886r isdrnavön .8 Tugsbuirnmi'l
6 _ . Fimmtudagur 3. nóvember 1988
MiSKUNNARLEYSi
ÍSLENSKRA ÁHORFENDA
þjóðin spennist upp, en bjartar vonir breytast í ó/und og fyrr en varir er hún búin að gtey/na.
Útvarpsmenn eru ekki fyrr búnir
að skjóta tappa úr kampavins-
flösku en hlustendur skipta yfir á
aðra stöð.
þjóö? Flöktandi i sálinni?
Getum við ekki einbeitt okk-
ur aö nema einum hlut í einu,
stutta stund? Það er altént
fráleitt aö við íslendingar
séum drumbslegir, frosnir í
gegn, eins og stundum er
látið í veðri vaka. Við erum
tilfinningaríkt, blóöheitt fólk,
jafnt í meöbyrog mótbyr. Við
erum ítalir norðursins!
Útvarpsstöðin Stjarnan er
sérdeilislega nærtækt dæmi
um ístöðuleysi íslenskra
neytenda. Það er ekki lengra
síðan en í vor að íslendingar
báru þessa útvarpsstöð á
höndum sér. Allir hlustuðu á
Stjörnuna. Stjörnumenn
fögnuðu sigri. Á tveimur rás-
um hafði Ríkisútvarpið með
alla sína peninga og allan
íslenskir áhorfendur; hrifnæmir, eirðarlausir, óþolinmóöir og fljótir
að gleyma.
sinn húsakost ekki viðlíka
hlustun og Stjarnan. En þeir
stjörnumenn fengu ekki að
lúra lengi á lárviðarsveigun-
um. Þeir voru ekki fyrr búnir
að skjóta tappa úr kampa-
vínsflösku en landinn fór að
fikta í viðtækjunum sínum og
uppgötvaði hálfgleymda út-
varpsstöð, Bylgjuna. Bylgju-
menn opnuðu líka kampa-
vínsflösku, og vita ábyggi-
lega ekki að þjóðin getur
Pálmi Gunnarsson, Helga
Möller og Eirikur Hauksson
fóru hringveginn sumarið
eftir Gleðibankann og sungu
fyrir hálftómum húsum. Af
Eiríki fréttist síðast þar sem
hann var farinn að syngja í
Noregi. Magnús Eiríksson,
höfundur þessa fræga lags,
dró sig inn í skel sína, að
eigin sögn með snert af
poppeitrun. Öldungis hægt
og hljótt hefur verið um
Þorsteinn heilsar Albert; til
skamms tíma alltaf hægt að selja
blöö út á Albert. Þorsteinn er bú-
inn að fá rauða spjaldið, en lætur
eins og hann taki ekki eftir þvi.
Hver vill blöðin frá því í
gær, hver vill stelpurnar frá
því í gær, sungu eitt sinn
strákarnir í Rolling Stones.
Eins má spyrja — hver vill
stjörnurnar frá því i gær?
Ekki vor íslenska þjóð! ís-
lenska þjóðin gerir óupp-
fyllanlegar kröfur til stjarn-
anna sinna. Hún er hörð við
stjörnurnar sínar, jafnvel
vond við þær. íslendingar eru
ótrúlega fljótir að stökkva á
nýjungar, hossa þeim og
hrósa þeim í hástert; en þeir
eru ekki síður fljótir að fyll-
ast ólund, missa áhugann,
verða vonsviknir, gleyma.
Það er siður en svo auðvelt
hlutskipti að vera eftirlæti is-
lensku þjóðarinnar, þessa
duttlungafulla fólks. Fyrr en
varir er hetjan sem allir
verið búin að skipta um stöð
áður en tappinn lendir.
Eurovision-söngvakeppnin
virðist vera einhver mesta
ógæfa sem getur dunið yfir
íslenskan tónlistarmann. ís-
lenska þjóðin hefur bundið
miskunnarlausar vonir við þá
flytjendur sem hún hefur gert
út í Eurovision og jafn-
miskunnarlaus hafa vonbrigð-
in verið þegar sextánda
sætið verður enn einu sinni
upp á teningnum. Daginn
eftir Eurovision ríkirein-
kennilegt ástand á íslandi.
Þjóðin vill helst gleyma, hún
bíður þess að óminnishegr-
inn fljúgi yfir með vængjaþyt.
Tónlistarmennirnir hafa feng-
ið að súpa seyðið af þessu.
Steingrímur; skyldi þjóðarsálin
aldrei fá leiö á honum?
Bubbi; furðu lifseigur. Það er lika
Morgan Kane.
hömpuðu af áfergju orðin líkt
og minning um gamalt fyllerí,
dauf og dálitið skömmustu-
leg. Hún þarf alls ekki að
hafa gert neitt af sér. Það
þekkist varla að stjörnurnar
okkar verði uppvísar að því
að hafa barið konurnar sinar,
svikið undan skatti, lent í
kynsvalli eða í dópinu. Þær
falla bara eins og krónan.
Hverfa eins og snjórinn frá
þvi í fyrra. Hin miskunnar-
lausa þjóð uppveðrast
skamma stund en missir svo
einfaldlega og blátt áfram
áhugann.
Hvað veldur? Erum við
kannski svona miklar hóp-
sálir íslendingar að það er
hægðarleikur að spana okkur
upp i einhverja vitleysu, sem
við svo hálfskömmumst
okkar fyrir eftir á? Eða erum
við svona miklir sveimhugar?
Eirðarlaus og úthaldslaus
Höllu Margréti Árnadóttur
siðan hún söng samnefnt lag
í Belgíu, nema hvað hún kom
fram á sýningu hjá hesta-
mannafélagi. Engum hefur
dottið í hug að tala við Sverri
Stormsker síðan hávaðanum
Sverrir Stormsker; er Eurovision
þad sker sem islenskir popparar
steyta á?
Ólafur Hauksson, útvcirpsstjóri
Stjörnunnar:
GREIN AF GREIN
„Það er nú á mörkunum að ég vilji kalla þetta miskunnar-
leysi. En vissulega segir þetta sína sögu um þjóðina, sérstak-
legayngri kynslóðina. Þeireldri eru talsvert stöðugri í rásinni,
en fólkið á aldrinum 15—24 ára er komið upp á lag með að
velja miskunnarlaust og hafna. Hjá þessu fólki er ekkert til
sem heitir að bíða og sjá til. Undireins og því líkar eitthvað
miður sveiflar það sér grein af grein til að vita hvort bjóðist
ekki eitthvað betra. Það saman hefur verið að gerast á
skemmtistöðunum. Þeir eru til skiptis útúrtroðnir eða tómir
eins og eyðimörk. Viö á Stjörnunni höfum verið að rembast
eins og rjúpan við staurinn að gera öllum til hæfis, svo
kannski er það svolítið miskunnarlaust að við skulum missa
þetta marga hlustendur. En þá er ekki annað ráð í þessum
miskunnarlausa heimi en að reyna að fá þá aftur.“
í Dublin linnti. Og Stefán
Hilmarsson? Er hann ekki
bankastjóri i Búnaðarbankan-
um? Allt ber þetta að sama
brunni; í Eurovision-fárinu ís-
lenska búa frækorn gleymsk-
unnar.
Landsliðin i handbolta og
fótbolta eru í raun undir
sömu sök seld og þátttak-
Þorgi/s Óttar Mathiesen, fyrirliði
handholtalandsliðsins:
RENNUR FLJÓTT AF FÓLKI
„Ég get nú ekki ímyndað mér að við séum mikið frábrugðin
öðrum þjóðum í þessu efni. íslendingar eru miklir keppnis-
menn og gera miklar kröfur til sjálfra sín og annarra. Þetta er
kannski sérstaklega áberandi þegar við erum að keppa er-
lendis, í söngvakeppnum eóa á Ólympíuleikum — ef við eygj-
um einhvern möguleika gerum við okkur geysilegar vonir. í
sjálfu sér er það ekkert slæmt og ég held aö við i handbolta-
landsliðinu höfum ekki fariðsvo illaút úrþví. Viðerum lofaðir
í hástert þegar vel gengur, svo það er lítið við þvi að segja þótt
við séum skammaðir þegar illagengur. En kannski ereitthvað
til i þvi að meðalhófið sé ekki sterkasta hlið íslendinga. En
það rennur líka fljótt af fólki.“
endur okkar í Evrópusöngva-
keppninni. Það má jafnvel
gera því skóna að Islendingar
hafi alfarið misst áhugann á
íþróttum eftir ófarir íslenska
handboltaliðsins á Ólympíu-
leikunum i Seoul. Og ekki
bætti frammistaða sund-
mannanna, spjótkastaranna
og júdómannanna úr skák.
Auglýsendur sem höfðu
veðjað á ólympíufara til að
selja vöru sína sáu að auglýs-
ingarnar voru farnar að hafa
þveröfug áhrif, kipptu þeim
úr umferð, og telja hagsmun-
um sínum líklega betur borg-
ið í höndum fatlaðra íþrótta-
manna, sem baða sig í ný-
fundinni frægð. En ef ís-
lenska þjóðin er eðli sínu trú
verða þeir að likindum
gleymdir á jólum. Eftir tap-
leik gegn Austur-Þjóðverjum
er viðkvæðið að fótbolta-
mennirnir okkar séu ekkert
sérstaklega góðir, og hand-
boltamennirnir — þeir hafa
líklega aldrei getað neitt.
Albert Guðmundsson er
eitthvert lífseigasta eftirlæti
íslenskra fjölmiðla fyrr og
síðar. Ekkert vafamál, í heilan
áratug var alltaf hægt að
selja blöð út á Albert. Há-
punktarnir voru þó þegar
hann var fjármálaráðherra,
Hafskip fór á hausinn og
þegar hann stofnaði Borgara-
flokkinn. Síðan þá hefur
áhuginn farið dvínandi, bæði
á flokknum og Albert.
Ef þú átt gamalt fótanudd-
tæki sem þú fékkst í jólagjöf
fyrir mörgum árum, notaðir
bara einu sinni og langar að
koma í verð, þá — reyndu
það ekki einu sinni! Markað-
urinn er mettaður. Láttu
heldurekki nokkurn mann
sjá að þú innbyrðir kvöldvor-
rósarolíu! Eða ginseng og
gerikomplex. Og reyndu ekki
að bjóða gestum þínum upp
á 21, Twenty-One, sem einu
sinni var vinsælasti drykkur á
íslandi. Hafðu líka hugfast að
stólpípur eru dottnar úr tísku.
Þær stóðu stutt við.
Fyrirbæri sem hafa ein-
hverja endingu í vitund þjóð-
arinnar virðast við fyrstu sýn
ekki vera ýkja mörg. Stein-
grímur Hermannsson er þó
sígrænn, ólikt Þorsteini Páls-
syni sem er búið að reka út
af. Bubbi Morthens hefur lika
reynst furðu endingargóður,
sem og Morgan Kane. Hins
vegar bendir skoðanakönnun
í Reykjavík til þess að íslend-
ingar séu búnir að missa
áhugann á hundum. Bjórinn
kemur bráðum og verður
væntanlega ekki áhugaverður
nema stutta hríð. Verðbólgan
er hins vegar þeirrar náttúru
að hún fer ekki þó við miss-
um áhugann á henni.
EGILL
HELGASON
Stefán Hilmarsson söngvari:
FLJÓTIR AD AFHRÍFAST
„Ég held að það sé alveg rétt, íslenskiráhorfendureru fljót-
ir að hrífast og afhrífast. Ég kannast samt ekki við að hafa
fundið fyrir því að enginn nenni að hlusta á mig lengur. Euro-
vision held ég að hafi frekar orðið mér til framdráttar en hitt.
Það eru helst einhverjir rokkullarsokkar sem eru að skamm-
ast yfir því að ég hafi fariö í Eurovision og syngi tómt léttmeti.
En (Daðerengin fjöldahreyfing. Ég hef verið í vinsælum hljóm-
sveitum og fólk yfirleitt tekið vel i þá tónlist sem ég er að
flytja. Ég á ekki langa sögu í skemmtibransanum og vona að
það bíði aðeins með aö missa áhugann á mér. En það getur
náttúrulega allt gerst. Sjáðu til dæmis hljómsveitina Strax.
Það er ekki langt síðan henni var hossað og dillað og allir
sungu „Moscow, Moscow“. Nú er eins og það sé allt búið.“