Pressan - 03.11.1988, Blaðsíða 26

Pressan - 03.11.1988, Blaðsíða 26
26 Fimmtudagur 3. nóvember 1988 leikhús Kraftmikið og skemmtilegt Leikfélag Kópavogs: Fróði og allir liinir grislingarnir eftir Ole Lund Kirkegaard Þýðing: Aðalsteinn Asberg Sigurðsson Leikstjóri/tónlist: Valgeir Skagfjörð Leikmynd/búningar: Gerla Lýsing: Egill Örn Árnason Það er skemmst frá því að segja að „meðdómendur" mínir, 4 ára og 9 ára, skemmtu sér drottningarlega á þessari sýningu. Sú eldri þekkti söguna og hafði gaman af að sjá persónurnar kvikna á sviði, sú yngri vissi ekkert í sinn liaus en fylgdist vel með þræðinum og leiknum, sem hélt athyglinni óskiptri allan tímann. Segir það e.t.v. allt sem segja þarf um sýningu handa krökkum. Fátt er ánægju- legra en að leyfa börnum að kynn- ast leikhúsi beint í æð, þ.e. án þess að nokkuð komi upp á milli þeirra, svo sem sjónvarpsskermur eða út- varpshátalarar, og ástæða til að hvetja öll þau, sem hal'a börn til umráða, að skella sér með þau út á lífið á þann hátt. Valgeiri Skagfjörð hefur tekist vel að gera söguna um Fróða og liina grislingana lifandi. Ég fékk ekki beturséðen leikarar Leikfélags Kópavogs hel'ðu notið ríflegrar leiðsagnar Valgeirs, þar sem þeir komust hvergi upp með að slaka á. Þeir héldu „gervum“ sínum allan tímann, voru skýrmæltir og hreinir í meðferð sinni á karakterunum. Arnar Már Ólafsson leikur Fróða, þá persónu leiksins sem e.t.v. er hvað „eðlilegust“ og þá um leið erfiðust, cn Arnar gerði það vel. Stormur, leiðindakallinn í hornhús- inu, er í höndum Fjalars Sigurðs- sonar og vakti hann gífurlega kát- ínu meðal áhorfenda, sem von var. Kellurnar írena og Ungfrú Lóa voru óborganlegar eins og þær voru leiknar af þeim Ágústu Sigrúnu Ágústsdóttur og Sigríði Ragnars- dóttur og þá vakti Silvía Gústafs- dóttir ekki síður athygli i gervi kennarans og þjófsins. Simmi, stálpaður töffari, er leikinn af Pétri Má Flalldórssyni, einnig prýðilega. vel. Og kærustu Fróða, hana Stínu, leikur .lóhanna Pálsdóttir og tekst vel upp í gervi stelpunnar. Önnur hlutverk eru smærri en vel af hendi leyst. Man ég þá sérstaklega eftir Lilla, sem Ölöfu Ýri Atladóttur gengur vel að gera sér mat úr. Það sem ekki síst verður lil að gera persónur leiksins skýrar og sýninguna lifandi eru búningar og leikntynd Gerlu. Þar fara saman frjótt ímyndunarafl og dásamleg litagleði, þannig að yfirbragð sýn- ingarinnar verður eins og beint úr tilveru þeirra, sem verið er að höfða til. Tónlistin, samin af Valgeiri sjálfum og útsett og unnin af Pétri Hjaltested, er hressileg og í nokkr- um laganna koma fyrir laglínur sem ná tökum á manni. Söngurinn er tæknivæddur þannig að erfitt er að meta raddstyrk leikaranna eða sönghæfni aðra en lagvissuna. Ég skil hvers vegna gripið er til þessa ráðs en er ekki sátt við það, því fyrir vikið verður söngurinn fjær áhorf- endum,, fullkomnari en efni standa til og kemur jafnvel upp á milli leik- ritsins og leikhúsgestanna. Vegleg leikskrá með teikmngum og sóng- textum fylgir aðgöngumiðum og er góður minjagripur. Textarnir, þótt þeir séu oft smellnir, eru nú samt ekki vænlegir til að þroska blessað brageyrað! í það heila tekið er þetta kraft- mikil og skemmtileg sýning, sem gaman er að njóta með krökkun- um. „Ástæða er til að hvetja öll þau, sem hafa börn til umráða, að skella sér með þau út á lifið á þennan hátt.## Sýning með sjarma Leikbrúðuland: Mjallhvít Leikgerð, leikmynd, brúður og leik- sljórn: Petr Mutúsek Tónlist: Jónar Þórir Aðstoð við uppfœrslu: Þórhallur Sigurðsson Það er alveg satt sent stendur í leikskrá, að Leikbrúðuland er ævintýri. Ekki aðeins er það ævin- týri fyrir okkur og börnin okkar, að það hel'ur lifað og dafnað fyrir ein- stæða þrautseigju og áhuga þeirra, sem landið yrkja, heldur hefur það líka viðhaldið og miðlað ævintýr- um og þjóðsögum, sem eiga erfitt uppdráttar á þessari blessuðu öld. Leikbrúðusýningar hafa það fram yfir svo margt annað, sem okkur er boðið upp á, að virkja íntyndunar- aflið, svo það leggur því sem gerist á sviðinu liö. Og svo er nteð þessa 20 ára afmælissýningu Leikbrúðu- lands á gömlu sögunni um Mjall- hvíti. Sagan er sögð af sögumönn- um, sem jafnframt bregða sér i gervi bæði sögupersóna,' atburða, leikmuna og þráðstýra og gleyma aldrei áhorfendunum, heldur leyfa þeim af og til að leggja eitthvað til málanna. AHur umbúnaður — sviðið sjállt og brúðurnar — er snjall og uppfullur af bráð- skemmtilegum lausnum, sem koma altur og aftur á óvart þrátt fyrir ofureinfalt yfirbragð sýningarinn- ar. Lýsing og tónlist undirstrika allt í sögunni og var tónlist Jónasar Þóris mér sérstakt ánægjuefni, því hún var ekki menguð því popp- taktaæði sem alls staðar glymur í eyrum. Þær Hallveig Thorlacius og Helga Steffensen, sögumennirnir, eru fallegar eins og drottningar í ævintýrabók og kunna vel að ná eyrum ungra áhorfenda. Textinn hefur ekki verið einfaldaður eða sneyddur gömlum og góðum orð- um og talar því aldrei niður til barn- anna. Ýmislegt væri nú hægt að segja um sjálfa söguna af Mjallhvíti og þann boðskap sem hún óneitanlega flytur börnum! En slikar vangavelt- ur falla einfaldlega fyrir sjarma sýningarinnar og því hvernig staðið er að verki. Kannski má með sanni segja að hið góða sigri hið illa! Og sú vísa verður hér aftur kveðin, að fátt er ánægjulegra en að leyfa börnum að kynnast leikhúsi beint í æð og ekkert er Iteld ég skemmti- legra en sitja við hliðina á lítilli hnátu, sem lifir sig gjörsantlega inn i sögu og mynd og spyr svo á leið- inni heim: „Eigurn við að fara aftur á morgun?“ Fyrir henni er Leik- brúðulandið ævintýri, sem hún á skilið að fá að njóta sem oftast. ,,Textinn hefur ekki verið einfald- aður eða sneyddur aömlum og góð- um orðum og talar þvi aldrei níour tilbarnanna.## Allt i læstri útsendingu. Heimir Karlsson, íþróttafréttaritari Stöðvar 2. Pressu-mynd: Magnús Reynir Handknattleikur á Stöð 2 SÝNIIM BEINT FRÁ TOPPLEIKJUNUM segir Heimir Kar/sson íþróttafréttaritari Handknattleiksþáttur Stöðvar 2 hefst í dag kl. 18.40 og verður sýnt frá fyrstu deild- inni. Tekin verda viötöl viö þjálfara og leikmenn, einnig verður spurningakeppni sem tveir leikmenn, hvor frá sínu liði, taka þátt i. Umsjónarmað- ur þáttarins er Heimir Karls- son og við spjölluöum aðeins við hann: — Hvað verða þættirnir langir? „Þeir verða 30 mínútur og í fyrsta þættinum sýni ég sennilega leiki Fram og KR og Vals og Breiðabliks og veróur „meðmælandi" minn senni- lega einhver úr þeim liðum.“ — Verður eitthvað sýnt frá yngri flokkunum? „Ég býst fastlega við þvi að við gerum þeim skil í vetur." — Verðaverðlaunveittfyrir spurningakeppnina? „Já, það verða verðlaun, en ég get ekki gefiö upþ strax hver þau verða, en eflaust verða þau vegleg.“ — Verða beinar útsending- ar í vetur? „Já, þaö verða beinar út- sendingar frá toppleikjunum en ekki endilega i þessum þáttum." — Verða þættirnir i læstri út- sendingu? „Já, allt í læstri útsend- ingu.“ (Viðtaliö tóku Árni Haf- steinsson og Leiknir Ágústs- son frá Vestmannaeyjum í starfskynningu á PRESS- UNNI.)

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.