Pressan - 03.11.1988, Blaðsíða 12

Pressan - 03.11.1988, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 3. nóvember 1988 AMERÍSKIR HÁSKÓLAR Á REYKJANESI Hufir þú lialdiú aú Háskóli ís- lands í Kcykjavik oj> úlibú hans á Akureyri væru einu háskólastofn- anirnar á íslandi hefur þú heldur betur liaft rangt fyrir þér. Staó- rcyndin er ncfnilegu sú, að á Keykjanesi er ekki aðeins einn, lieldur Ijórir háskólar. Þeir eru útibú frá Bandaríkjunum og liafa sumir hverjir verið starfræktir þarna síðan á sjötta áratugnum. Starfsemi þeirra fer l'ram á Kefla- víkurflugvelli. Það hafa sennilega ekki margir heyrt af þessum hluta starfsem- innar sem fer fram innan girðing- ar hjá varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli. Þó hefur hún verið við Iýði frá því á sjötta áratugnum eins og að ofan greinir. Háskól- arnir sem þarna eiga útibú eru City College of Chieago, Central Texas College, University of Maryland og Webster University. *•* MntR Pjj! || nri i ijjj o í«i|| Á A.T. Mahan-menntaskólinn. Þar fer megniö af kennslunni fram. Úr kennslustund um fjölmiðlun i City College of Chicago. PRESSU- Maureen Guarino frá City College MYNDIR/Haukur of Chicago. Tilvonandi mastersgráöuhafar i stjórnun frá Webster-háskólanum i hóp- vinnu. Kennslan feröll fram á kvöldin og um helgar á nokkrum stöðum í herstöðinni, en þó aðallega í A.T. Mahan-menntaskólanum. Hægt er að verða sér úti um gráður allt frá Assoeiates-gráðu, sem er eins konar undirbúningsgráða, upp í mastersgráðu. Um tvöhundruð manns stunda nám við þessa skóla, óbreyttir hermenn, löringj- ar og fjölskyldur þeirra. Skólarnir standa íslendingum opnir og hafa nokkrir nýtt sér þessa þjónustu í einhverjum mæli, auk þess sem íslendingar hafa séð um kennslu í ýmsum greinum hjá skólunum. Sögðu viðmælendur PRESS- UNNAR að íslendingar sem leit- að væri til með kennslu brygðust yfirleitt vel við, en oft strandaði þó á tíma að þeir gætu veitt að- stoð sína. En upp á livað bjóða skólarnir? CITY COLLEGE OF CHICAGO City College of Chicago býður upp á tveggja ára nám, sem lýkur með Associates-gráðu. Margir þeirra sem stunda þar nám hafa lítið sem ekkert háskólanám að baki. Reynt er að hafa námið sem fjölbreyttast, þannig að viðkom- andi eigi greiðari leið til æðri menntunar þegar heim til Banda- ríkjanna er komið. Þar er t.d. boðið upp á líffræði, viðskipta- lög, markaðssetningu, afbrota- fræði, sögu, stærðfræði, eðlis- fræði, sálfræði og í ensku er fjall- að um fjölmiðlun, svo eitthvað sé Ifc . Pafti Franz á skrifstofu Maryland- háskólans. nel'nt. Allir kennararnir við þenn- an skóla koma úr herstöðinni sjálfri, nenia íslendingar sjá unt kennslu í einstaka greinum. A.m.k. tveir íslendingar hafa kennt við þennan skóla. Að sögn Maureen Guarino, sent sér um starfsemi skólans, eru námskeið er tengjast viðskiptum og tölvum langvinsælust, en einnig er mikil aðsókn í afbrotafræðina. Hver eining á önn kostar 66 dollara, en annirnar eru þriggja eininga og kosta því 198 dollara eða um 9.200 krónur. Við það bætist síðan bókakostnaður, en verð á bókum er frá 17 dollurunt upp í um 50 dollara. Megnið af nemum skólans er óbreyttir her- menn og eitthvað er um fjölskyld- Kitty King, forstööumaöur Webst- er-háskólans. ur þeirra. Þá má geta þess að ung kona úr Njarðvík stundar nám við skólann. UNIVERSITY OF MARYLAND Maryland-háskólinn er meö útibú á um 250 stöðum í heimin- um, um það bil í hverri einustu bandarískri herstöð. Hérlendis getur fólk lokið BA- og BS-gráð- uiti. Ásóknin er aðallega í stjórn- un og tölvufræði. Skólinn l'lytur inn einn kennara á önn, ýmist frá Evrópu eða Bandaríkjunum, og ber Maryland-háskólinn kostnað- inn af því. Annirnar bera jafnan merki þeirrar greinar sem við- komandi aðkomukennari kennir. Aðrir kennarar koma ýmist af staðnum eða frá Háskóla íslands, en til að kenna við skólann þarf mastersgráðu í viðkomandi fagi. Eitthvað hefur verið um að Is- lendingar i slökkviliðinu á vellin- um hafi sótt námskeið skólans, en það hafa þá oftast verið námskeið sem tengst hafa starfi þeirra. Sú regla gildir að öllu jöfnu, að náist ekki 15 manns á hvert nám- skeið eru þau felld niður. „Mary- land-háskólinn er ekki rekinn í hagnaðarskyni, en verður að standa undir sér,“ segir Patti Franz á skrifstofu skólans. Það kostar um 11.500 krónur að stunda þar nám á þriggja eininga önn auk efniskostnaðar, en þeir hermenn sem geta nýtt námið í starfi eða stefna á æðri gráður fá allt að 75% námsaðstoð. WEBSTER UNIVERSITY Webster-háskólinn, sem er með aðalstöðvar sínar í St. Louis, er eini háskólinn á vellinum sem út- skrifar fólk með mastersgráðu. Þar er boðið upp á tvær greinar, stjórnun og kennslu. Um 50 manns stunda þar nám, þar af eru allflestir eða 40 í stjórnun. Þar sem BA- eða BS-gráðu er krafist við skólann eru það svo til ein- göngu foringjar sem þar stunda nám. Þeir skiptast nokkuð jafnt á milli sjóhersinsog flughersins. Að öllu jöfnu tekur mastersnám í stjórnun tvö ár hjá Webster, en á Keflavíkurflugvelli og á Bermuda er liægt að ljúka því á ári. Allir kennarar skólans koma frá Bandarikjunum og eru 19 kennarar að meðaltali hér á ári á vegum hans. Þriggja eininga önn í skólanum kostar tæpar 23 þús- und krónur auk efniskostnaðar og því er m.a. Iítið sem ekkert um að aðstandendur hermannanna stundi þar nám. Almenna reglan er að 30 einingar þurfi til masters- gráðu. Webster-háskólinn er, eins og hinir, opinn íslendingum sem öðrum. Það hafa þó engir landar stundað nám við hann þarna á vellinum, en Kitty King, forstöðu- maður hans, segir að nokkur um- ræða hafi átt sér stað um að auð- velda t.d íslendingum aðgang að honum. LEIÐ TIL LAUSNAR VANDA LÍN? Þarna er kannski komin ágætis sparnaðarleið fyrir Lánasjóð ís- lenskra námsmanna, sem hefur víst ekki of mikið fé milli hand- anna. Það er sennilega ekkert sem mælirgegn því að nám á Keflavík- urflugvelli sé lánshæft og finni fólk eitthvað við sitt hæfi þar er auðveldara og ódýrara að fara þangað en alla leið vestur um haf. HAUKUR HOLM

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.