Pressan - 03.11.1988, Blaðsíða 21

Pressan - 03.11.1988, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 3. nóvember 1988 21 Það er svosem ekkert sem segir að fulltrúar þeirra flokka sem telja sig kjörna til að verja málstað alþýðunnar og hins vinnandi lýðs þurfi að búa í ein- hverjum moldarkofum eða leigu- hjöllum. íslenska þjóðin býr al- mennt frekar vel og rúmt og hví þá ekki þingmennirnir okkar líka? Þó fólkið reyni að hafa það svolítið þægilegt þær stundir sem það er ekki að baksa við að rétta þjóðarhag. Við á Pressunni létum það samt eftir okkur að hnýsast obbolítið í húsakost þingmanna Alþýðuflokks, Al- þýðubandalags og Kvennalista. Um leið hættum við okkur út í svolitla dólgasálfræði og skoð- um með mátulegri alvöru hvern- ig húsin hæfa persónu þing- mannanna, hvort þau segja ef til vill eitthvað sem ekki liggur alltaf í augum uppi. Þann varnagla verður að slá að upptalningin hér á síðunum er ekki alveg tæmandi. Hér vantar til dæmis hús Karls Steinars Guðnasonar, Margrétar Frí- mannsdóttur og hús Ólafs Ragnars Grímssonar. En fjár- málaráðherrann er heldur ekki þingmaður. Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Borgaraflokks og Framsóknar- flokks verða að bíða betri tíma. Nú eru það vinstri öflin sem hafa Jóhanna Siguröardóttir, 9. þingmaður Reykjavíkur; Háa- leitisbraut 48, Reykjavík. Jóhanna bregst ekki aðdáendum sinum. Hún berst hvergi á og býr i blokk. AFHUSUNUM SKULUÐ ÞIÐ ÞEKKJA ÞA... EGILL HELGASON afS Jón Sigurðsson, 4. þingmaður Reykjavíkur; Selbraut 15 Seltjarnarnesi. Hús sem hæfir varfærnum teknókrata, litlir gluggar, arkitektúrinn vandaður og smekklegur. Enda smekkvís maður, Jón. Pressumyndir: Róbert. Kjartan Jóhannsson, 4. þingmaður Reykjaness; Jófriðar- staðavegur 11, Hafnarfirði. Kjartan er verkfræðingur að mennt. Húsið ber merki þess. Verkfræöingar eru gjarnir á að búa í flóknum og margbrotnum einbýlishúsum, sem út- heimta erfiða steypuvinnu. Kjartan er lika flókinn karakter sjálfur. Eiður Guðnason, 3. þingmaður Vesturlands; Kúrland 24, Reykjavik. Traust, þungt, óbifanlegt og dálitið ihaldssamt, rétt eins og þingmaðurinn. Jón Baldvin Hannibalsson, 15. þingmaður Reykjavikur; Vesturgata 38, Reykjavík. Jón Baldvin og Bryndis eru höfuð- paurar i panelaðlinum fyrir vestan læk. Myndin væri full- komin ef Citroén-bragginn stæði fyrir utan húsið. Sighvatur Björgvinsson, 5. þingmaður Vestfjarða; Ljárskóg- ar 19, Reykjavik. Stórt. Glannalegt. Dálitið klunnalegt. Þing- maðurinn heldur ekki alltaf ýkja léttstigur sjálfur. Karvel Pálmason, 3. þingmaður Vestfjarða; Dalbraut 3, Reykjavík. Raunar segja þessi hibýli ekki nema hálfa sög- una, þvi Karvel á lika hús vestur í Bolungarvik. Sólstofurnar eru til vitnis um að Karvel er maður sem leitar að Ijósinu. Jón Sæmundur Sigurjónsson, 5. þingmaður Norðurlands vestra; Miðvangur 127, Hafnarfirði. Jón Sæmundur er ekki maður sem hrópar á torgum og ekkert sérlega framhleypinn i þingsölum. Húsið hans sker sig heldur ekki úr.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.