Pressan - 03.11.1988, Blaðsíða 14

Pressan - 03.11.1988, Blaðsíða 14
14 ÍQQ-t t^íiTf.svdn Q 'iup&fc * * Fimmtudagur 3. nóvember 1988 VETRAR DEKKIN Nú er veturinn framundan og tímabært að búa bílinn til vetraraksturs. Athugaðu vel kosti þess að aka á ónegldum vetrarhjólbörðum. Þeim fækkar stöðugt sem aka á negldum. Farðu varlega! frá þýskalandi Hugsað heim Haustið er komið og hinn hef'ð- bundni kyndingartími húsa í Mið- Evrópu genginn í garð. Það lægi því beinast við að skrúfa frá splunku- nýjum fjarvarmaveituofnunum sem leystu gömlu kolaofnana af hólmi á síðasta ári. Endurminning- in um stjarnfræðilega tölu á hita- uppgjörinu fyrir kuldaveturinn mikla 1987 og sa’mfelldur sparnað- aráróður Þjóðverja koma mér þó til að leita óhefðbundinna leiða til að forðast kal á fingrum og tám, og að bankainnstæðan með sýningar- stúlkuvaxtarlagið verði fryst i orðs- ins fyllstu merkingu. „Afi kenndi mér sem ungum pilti/ aldrei að láta deigan síga/ og þegar kuldinn kvikasilfrið tryllti/ hann kenndi mér í lófana að míga,“ kyrjuðu Stuðmenn forðum og má vera að ég verði að notfæra mér þetta heilræði áður en yfir lýku.r. En áður en til slíkra örþrifaráða verður gripið hyggst ég reyna sannleiksgiidi þjóð- sögunnar um varmagildi endur- minninga frá liðnu sumri (í kveð- skap Kaupmannahafnarskálda er tekið sérstaklega fram að sumarið þurfi að vera íslenskt) og rifja upp það sem á daga mína dreif vikurnar sem ég dvaldi á Fróni. Til að byrja á byrjuninni er rétt að geta þess að íslandsförin í ár var með dulítið sér- stökum hætti. Þannig er nefnilega mál með vexti að greinarhöfundur helur oftar en ekki verið hinn slappasti i íslandsheimsóknum lið- inna ára og orðið því fegnastur að komast til baka í rólegheitin í Vestur-Berlín eftir eril og stress ís- landsdvalar, sem hefur reyndar oltast verið bundin við höfuð- borgarsvæðið. Eftir að hafa heyrt það haft eftir barnabarni Sitting Bull sjálfs að flugferðir á milli fjar- lægra staða yllu tímabundnum að- skilnaði líkania og sálar ákvað ég að notfæra mér ferðaþjónustu Smyril-Line og sigla með Norröna frá Danamörku til Seyðisfjarðar og athuga um leið hvort samfylgd „Sála“ yki mér ekki kraft þegar í Reykjavíkur-blúsinn væri komið. Þaðerskemmst fráaðsegjaaðeftir þessa rólegu aðkomu sá ég stór- borgarlífið í allt öðru Ijósi en i þau skipti þegar ég hef verið lentur í hringiðunni klukkutíma eftir að hjól þotunnar kysstu asfaltið á Keflavíkurflugvelli. í framhaldi af þessari ágætu reisu fór ég að hugleiða hvort ekki væri rétt að leita að ástæðunni fyrir æðibunugangi, stressi og kaupæði íslendinga i síauknum flugferðum landans. Það mætti meira að segja Ieiða líkur að því að sálir þeirra sem fljúga lengst og mest missi fyrr eða síðar endanlega sjónar á eigendum sínum. Eftir standa þá væntanlega sálarlausir einstaklingar verslandi í villu og svíma, reynandi að rifja upp hver sé tilgangur lífsins eða hvað það hafi verið sem varð eftir í útlandinu góða. Eðlilega eiga flestir erfitt með að átta sig á hvað vantar þegar hægt er að kaupa allt sem nöfnum tjáir að nefna í úttútnuð- um verslunarhöllum landsins. Hvað um það, ég prisaði mig sælan að hafa valið sjóleiðina og hafa átt þess kost að heimsækja bændur og búalið á leiðinni suður. Eftir því sem ég komst næst er meirihluti landsmanna hlynntur því að landsbyggðin verði lögð af í nú- verandi mynd og komið verði upp aftöppunarstöðvum á víð og dreif til að losa túrhesta við glingrið sem þyngir vasa þeirra og veski. Það fer því hver að verða síðastur að kynn- ast atvinnuarfleifð þjóðarinnar öðruvísi en með aðstoð einhvers- konar fjarkennslu. En hvað var það svo við þessa ís- landsdvöl sem hugsanlega gæti yljað mér um hjartaræturnar þegar „kuldinn kvikasilfrið tryllir"? Gróður jarðar eða gæska lýðsins? Af mörgu er að taka þegar hugsan- legir hitavaldar berjast um fyrsta sætið í hug mér. En þeir verða allir að lúta i lægra haldi fyrir því sem verður til þess að á mér sýður ergelsi og það við hægustu hugrenningar. Ergelsi hvað? Yfir hverju getur maður verið að ergja sig í samfelagi við fallegasta, gáfaðasta, best klædda og hressasta fólk jarð- kringlunnar? Um allar jarðir sér merki þess að á skerinu búi af- burðafólk. Hvaða þjóð önnur getur státað af öðrum eins mannvirkjum og íslendingar? Seðlabankinn, Kringlan, Flug- stöðin og dýrðleg einbýlishús og raðhús bera hugviti, djörfung og stórhug þjóðarinnar fagurt vitni. Skoðanakannanir staðfesta að á bak við allar þessar framkvæmdir standi samhent og samhuga þjóð, bjartsýn, hamingjusöm og trúuð. Yfir hverju er eiginlega hægt að ergja sig? Ekki er hægt að kvarta yfir því að dagblöðin séu ekki gagn- rýnin. Og sjónvarpsstöðvarnar keppast við að sýna efni sem allir vilja njóta (sjá Velvakanda). Skemmtistaðirnir verða sífellt rneiri að atgervi og umfangi og hafa eftir því sem næst verður komist losað fólk við þá byrði að þurfa að skemmta sér sjálft. Nei, á íslandi er engin þörf að kvarta á meðan íbúar landsins við- halda jákvæðri og uppbyggilegri sjálfsmynd. Og í raun getur ekkert verið að á meðan þjóðin hefur KJARK og GETU til að byggja andabæ og kaffihús á fæti. Það sem í Austur-Þýskalandi þarf að banna með lögum, nefni- lega það að efast, er með öllu óþekkt vandamál á íslandi. íslend- ingar hafa það hreinlega í genunum að efast ekki. Mér er loksins orðið ljóst af hverju ég verð svona ferlega ergilegur við það eitt að grafa upp búta úr endurminningakistunni. Mér hættir til að efast. En það er að sjálfsögðu aukaatriði. Mér er orðið heitt og freistingin að skrúfa frá ofninum er yfirunnin. ■ lílúer útvarp í tísku Sérlega öflug, næm og góð útvarpstæki í þremur litum með FM - LW - MW og stuttbylgju - tæki sem ekki bregðast í vinnunni, ferða- laginu, eldhúsinu, eða hvar sem er. Þýsk völundarsmið. Verð aðeins 3.568.- Umboðsmenn um land allt. 02,1 - 90,1 - 92,4 - 93,5 - 106,8 ~ SVART SILFUR mm RAUTT • • SJONVARPSMIÐSTOÐIN HF. * NÚ Á TVEIM STÖÐUM - SÍÐUMÚLA 2, SÍMI 68 90 90, OG LAUGAVEGI 80, SÍMI 62 19 90. f

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.