Pressan - 03.11.1988, Blaðsíða 24

Pressan - 03.11.1988, Blaðsíða 24
.24 Fimmtudagur 3. nóvember 1988 bridge „Nú, þetta er ekki sem verst,“ sagði austur, eftir að hann hafði framið tvenn mistök i spili vikunn- ar. „Ekki...?“ andmælti vestur. „Jú, sjáðu til,“ hélt austur áfram. (Hann var ekki mesta skytt- an í hópnum og viðurkenndi það fúslega sjálfur...) „Að jafnaði geri ég tvær vitleysur i hverri „bertu“ og það er hagkvæmt að þær komi fyrir í sania spilinu. “ Til að vera sanngjarn vcrð ég að játa að hvorug ákvörðunin var óaf- sakanleg, en eins og spilin lágu reyndust báðar rangar: ♦ ÁK765 VG986 ♦ G •¥•762 ♦ 103 V 7 ♦ Á9743 •¥»DG1043 ♦ DG9842 VK2 ♦ D6 •¥«ÁK5 Enginn á, S gefur og opnar á 1- spaða. Norður hækkar i 3-spaða. 4- hjörtu i austur og 4-spaðar í suður. Austur hefði betur barist áfram með 5-tíglum, en hann ákvað að halda að sér höndurn. Utspil vesturs var hjarta-7 á ás og án liiks lét suður kónginn í, næsta viss um stöðuna. Austur þóttist nú vita hver ætli hjartatvist og skipti í Iauf-9. Suðurátti slaginn, tók tvisv- ar tromp og gaf austri síðan slag á hjarta. Austur lekk á kóng og með því að trompsvína i hjartanu sótti suður 10. slaginn. Það er erfitt að áfellast austur l'yrir að falla fyrir snjallri blekki- spilamennsku suðurs, en hefðir þú setið á þér og passað út 4-spaða með austurspilin? * - VÁD10543 ♦ K10852 •¥•98 skák Knútur ríki og Úlfur jarl Þegar frásögnin hel'st er Knúlur konungur riki, cr réð bæði fyrir Englandi og Danmörku, kominn til Norðurlanda til að bæla niður upp- reisn, sem sonur hans Hörðaknútúr hafði stofnað til ásamt Úll'i jarli Þorgilssyni og l'leira stórmenni. Þeir sjá sitt óvænna þegar konung- ur er kominn meö ofurefli liðs og leita á l'und hans til sátta. Síðar þeg- ar skip konungs er illa statt á Ánni helgu leggur Úlfur jarl sig í hættu til að bjarga konungi. Nokkru síðar kemur Knútur til Hróarskeldu i heimsókn til Úlfs og leggur jarl sig þá allan fram um að gera honum til hæl'is og ná vináttu lians á ný. En báðir eru skapmiklir, bikarinn er l'ullur úlluðar og tortryggni, og skákin verðurdropinn sem yfir l'Iýt- ur. Frá þessu segir Snorri á þessa leið: „Knútur konungur rcið upp til Hróiskeldu næsta dag eftir Mikjálsmessu og með honum sveit mikil manna. En þar hal'ði gjört veislu i móti honum Úlfur jarl mág- ur hans. Veitti jarl all kappsamlega og var all kátur. Konungur var fá- málugur og all ófrýnn. Jarl orti o: 'a á hann og leitaði þeirra máls- e: ,a er liann vænti að konungi myndi best þykja. Konungur svarar fáu. Þá spurði jarl ef hann vildi leika að skáktafli. Hann játti því. Tóku þeir þá skáktaflið og léku. 'lfur jarl var maöur skjótorður og væginn, bæði í orðum og öllum rum hlutum, hinn mesti fram- t .emdamaður um ríki sitt og her- niaður mikill, og er saga mikil frá honum sögð. Úll'ur jarl var maður ríkastur í Danmörk, þegar er kon- unginn liddi. Systir Úll's var Gyða er átti Guðini Úlfnaðursson og voru synir þeirra Haraldur Englakon- ungur, Tósti jarl, Valþjófur jarl, Mörukári jarl, Sveinn jarl. Gyðu dóttur þeirra átti Játvarður inn góði Englakonungur. En er þeir léku að skáktafli Knút- ur konungur og Úlfur jarl, þá lék konungur fingurbrjót mikinn, þá skækti jarl af honum riddara. Kon- ungur bar aftur tafl hans og segir að GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON hann skyldi annað leika. Jarl reidd- ist og skaut niður taflborðinu, stóð upp og gekk í brott. Konungur mælti: „Rennur þú nú, Úlfur inn ragi.“ Jarl snöri aftur við dyrnar og mælti: „Lengra myndir þú renna í Ánni helgu, el' þú kæmir því við. Kallaðir þú eigi Úlf inn raga, er eg lagði til að hjálpa þér, er Sviar börðu yður sem hunda.“ Gekk þá jarl út og lór til svel'ns. Litlu siðar gekk konungur að sofa. Eftir um morguninn þá er konungur klædd- ist, þá mælti hann við skósvein sinn: „Gakk þú, segir hann, „til Úll's jarls og drep hann.“ Sveinninn gekk og var í brott um hrið og kom aftur. Þá mælti konungur: „Drapstu jarl?“ Hann svarar: „Eigi drap eg hann, því að hann var geng- inn til Lúcis kirkju.“ Maður hét ívar hvíti, norrænn að kyni. Hann var þá hirðmaður Knúts og her- bergismaður hans. Konungur rnælti til ívars: „Gakk þú og drep jarl.“ ívar gekk til kirkju og inn i kórinn og lagði þar sverði gegnum jarl. Fekk þar Úlfur jarl bana. ívar gekk til konungs og hal'ði sverðið blóðugt í hendi. Konungur spurði hann: „Drapstu jarl?“ ívar svarar: „Nú drap eg hann.“ „Vel gerðir þú þá,“ kvað hann. En eftir þá er jarl var drepinn létu munkar læsa kirkju. Þá var það sagt konungi. Hann sendi mann til munka, bað þá láta upp kirkju og syngja tiðir. Þeir gerðu sent konungur bauð. En er konungur kom til kirkju, þá skeytti hann jarðir miklar til kirkju, svo að það er hérað mikið, og hófst sá staður síðan. Af því hafa þær jarðir þar til legið siðan. Knútur konung- ur reið síðan út til skipa sinna og var þár lengi um landið með all mikinn her. FOLKAFERÐ! Þegar fjölskyldan ferðast er mikilvægt að hver sé á sínum stað — með beltið spennt. krossqátan 5 20 24 10 15 Pressukrossgála nr. 6 Skilafreslur er til 16. nóveinber og er utanáskriftin eftirfarandi: PRESSAN — krossgáta nr. 6, Ármúla 36, 108 Reykjavík. Verðlaunin eru hið óborganlega smásagna- safn Guðbergs Bergssonar, Hinsegin sögur, sem kom út hjá Forlaginu fyrir nokkrum árum. Guðbergur segir sögurnar tileinkaðar ástalífi íslendinga á öllum sviðum. Dregið hefur verið úr réttum lausnum fyrir krossgátu nr. 4 og kom upp nafn Sigríðar Gunnarsdóttur, Smáragötu 2, 101 Reykjavík. Hún fcer senda bókina Strlð og söng eftir Matthias Viðar Sœmundsson.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.