Pressan - 03.11.1988, Blaðsíða 10
10
Fimmtudagur 3. nóvember 1988
STÆRSTU HLUTHAFAR í EIMSKIPAFÉLAGINU
i-------------------------
Sjóvd.............f........................... 44 milljónir
Háskólasjóöur.................................. 29 milljónir
Lífeyrissjóður verslunarmanna.................. 18 milljónir
Halldór H. Jónsson............................. 15,5 milljónir
tndriði Púlsson................................. 10 milljónir
Sameinaðir verktakar............................ 10 milljónir
Þormóðstungubúið................................ 9,2 milljónir
Lífeyrissjóður Eitnskips......................... 8,5 milljónir
Margrét Garðursdóttir............................ 8,4 milljónir
Ingvar Vilhjúlmsson sf........................... 8 milljónir
Sigurður Egilsson................................ 7,6 milljónir
SÍS.............................................. 5,4 milljónir
Styrktarsj. (Gnmd)............................... 5,3 milljónir
Hörður Sigurgestsson............................. 5,2 milljónir
Betty H. Þorbjörns............................... 3,2 milljónir
Stjórn Eimskipafélagsins. Talió frá vinstri, fremri röö: Indriði Pálsson, Halldór H. Jónsson, stjórnarformaður,
Hörður Sigurgestsson forstjóri. Aftari röð frá vinstri: Jón Ingvarsson, Pétur Sigurðsson, Benedikt Sveinsson,
Jón H. Bergs, Gunnar Ragnars, Thor Ó. Thors og Hjalti Geir Kristjánsson. Myndin er úr ársskýrslu 1987.
situr Benedikt í stjórn félagsins. Að
sögn heimildamanna PRESS-
UNNAR kaupir Sjóvá hlutabrél'
sem l'ara á hinn almenna markað. í
þessari viku er gengi hlutabréfa í
Eimskipafélaginu skráð 3,33. Sam-
kvæmt því nemur rauneign Sjóvár á
hlutabréfum Eimskips um 145
milljónum króna.
Jón H. Bergs, fyrrum forstjóri
Sláturfélags Suðurlands, situr í
stjórn Eimskipafélagsins. Slátur-
félagið er skrifað fyrir 259 þúsund
krónum í félaginu.
Samband íslenskra samvinnufé-
laga, sem telst í samkeppni við Eim-
skip með rekstri skipadeildarinnar,
á 5,4 milljónir í lélaginu eða 1%.
Nokkur kaupfélög eiga einnig
hlutabréf, en flest óverulegar upp-
hæðir, nema KEA og Kauplélag
Borgfirðinga, sem eiga 500 þúsund
krónur hvort.
Lífeyrissjóður verslunarmanna
er stór eigandi að Eimskipafélag-
inu, á hlutabréf að nafnvirði 18
milljónir króna. Þá á Lífeyrissjóður
Limskips 8,5 milljónir í hlutabréf-
um. Önnur félög í eigu launþega
virðast ekki eiga umtalsverðar upp-
hæðir í hlutabréfum í Eimskip.
GRUND MEDAL ÞEIRRA
STÓRU
Jón Ingvarsson situr i stjórn
félagsins, en fjölskyldufyrirtækið
Ingvar Vilhjálmsson sf. er eigandi
hlutabréfa að nafnvirði 8 milljónir
króna, eða sem nernur um 26,6
milljónum miðað við gengi brél'-
anna á markaði. Sigurður Lgilsson,
sonur Egils Vilhjálmssonar, er
skrifaður fyrir bréfum að nalnvirði
7,6 milljónir króna.
Indriði Pálsson, forstjóri
Skeljungs, situr einnig í stjórn fé-
lagsins. Hann ersjálfur skráður eig-
andi að 10 milljónum, eða sem
nemur 33,3 milljónum á markaðs-
verði. Olíufélagið Skeljungur er
hins vegar ekki skráð fyrir neinum
hlutabréfum í félaginu. Fyrirtækið
II. Ben, í eigu afkomenda Hall-
gríms Benediktssonar, er aðeins
skráð fyrir einni milljón króna.
Hvalur hl'. á hins vegar 6,4 milljónir
í hlutabréfum.
Styrktarsjóður (jísla Sigur-
björnssonar á Grund á hlutabréf að
nafnvirði 5,3 milljónir króna. Þessi
sjóður hel'ur bætt við sig bréfum
el'tir því sem árin hafa liðið. Þor-
móðstungubúið er skrifað fyrir 9,2
milljónum, en það mun vera arfur
frá Hannesi Jónssyni.
Óttarr Möller, fyrrum forstjóri
Eimskips, er skráður eigandi hluta-
bréfa að fjárhæð 850 þúsund. Nú-
verandi forstjóri, Hörður Sigur-
gcstsson, hefur hins vegar eignast
hlut sem nemur 5,2 milljónum.
Hörður er þar með kominn i hóp
stærri hluthafa í félaginu.
HALLDÓR MEÐ TÖGL OG
HAGLDIR
Sá einstaklingur sem á stærstan
hlut í Eimskipal'élaginu er stjórnar-
formaðurinn, Halldór H. Jónsson,
stundum nefndur stjórnarformað-
ur íslands vegna stjórnarsetu sinnar
i fyrirtækjum eins og ÍSAL, ís-
lenskum aðalverktökum, Flugleið-
um, Skeljungi, Garðari Gislasyni
hl'. og fleirum. Halldór sjálfur er
skráður l'yrir 15,5 milljónum.
Eiginkona hans, Margrét Garðars-
dóttir, á 8,4 milljónir og synir þeirra
hjóna, Garðar, húsameistari ríkis-
ins, og Jón lögmaður, eiga samtals
6 núlljónir. Saman á fjölskyldan
tæpar 30 milljónir i eigin nafni.
Auk þess á fyrirtækið Garðar
Gíslason hf., sem er í eigu Ijöl-
skyldunnar, 1,9 milljónir og Bygg-
ingamiðstöðin, sem einnig er í eigu
fjölskyldunnar, er skráð fyrir 1,4
milljónum. Miðað við markaðs-
verð brél'anna á fjölskyldan yfir 100
milljónir vegna hlutabréfanna í
Eimskip. Halldór er sagður hafa átt
25 krónur í félaginu á sínurn tíma.
Hann tók sæti í stjórn lélagsins árið
1964.
GOÐUR ARÐUR
Eimskipafélagið greiðir vanalega
10% arð af nafnvirði bréfanna. í
dæmi Halldórs og Margrétar væri
um að ræða tæpar 2,4 milljónir á
þessu ári, eingöngu af þeim bréfum
sem eru í persónulegri eign þeirra
hjóna. Það eru því dágóðar tekjur
sem fjölskyldan hefur af Eimskipa-
lélaginu, því l'yrir utan arðgreiðsl-
urnar fær Halldór auðvitað laun
fyrir stjórnarformennsku. Hann er
einnig formaður hins nýstofnaða
félags Hafnarbakka hf., sem er í
meirihlutaeign Eimskipafélagsins.
Þá er Halldór einnig fulltrúi
Sameinaðra verktaka, sem eiga 10
milljónir í Eimskip. Samantekið er
Halldór því fulltrúi fyrir um 42
milljónir króna auk smærri eignar-
hluta, sem gera hann ívið sterkari
en Sjóvá, sem á um 44 milljónir, eða
urn 8% af heildarhlutafé.
Meðal stærstu hluthal'a er há-
skólasjóður. Til hans varstofnaðaf
Vestur-íslendingum á sínum tíma,
en þeir lögðu mjög mikið af mörk-
um við stofnun Eimskipafélagsins.
í dag er Halldór formaður sjóðsins,
en auk hans sitja Hörður Sigur-
gestsson og Indriði Pálsson í stjórn.
Háskólasjóðurinn á 29 milljónir í
Eimskip.
HLUTARRÉFAKAUP í KRAFTI
AÐSTÖÐU
Þrátt fyrir að hluthafar í Eimskip
séu um 13.000, sem er svipaður
fjöldi og við stofnun félagsins, hafa
fieiri hlutabréf verið að safnast á æ
færri hendur. Nokkrir viðmælend-
ur PRESSUNNAR benda á, að
áður fyrr liafi félagið verið trútt
þeirri 'stefnu sinni að halda óska-
barni þjóðarinnar í almennings-
eign.
Fyrirtækið sjálft hefur haft gott
skipulag á hlutabréfaskrá. Síðustu
áratugi virðist skráin þó hafa nýst
ákveðnum aðilum betur en óbreytt-
um félagsmönnum. Þannig er talið
að nokkrir aðilar sem sétið hafa í
stjórn hafi misnotað aðstöðu sína
til að sölsa undir sig bréf sem Eim-
skipafélagið hafði í sölu. Þessi bréf
voru keypt á nafnvirði, en á frjáls-
um hlutabréfamarkaði í dag er
gengi þeirra 3,33, sem fyrr segir.
Slík hlutabréfakaup áttu sér oft
stað fyrir útgáfu jöfnunarhluta-
bréfa.
í dag á Eimskipafélagið engin
hlutabréf. Bréfin eru núorðið seld á
frjálsum markaði, yfirleitt hjá
Fjárfestingarfélagi íslands, sem
Eimskip á 17,4% í. Gunnar Helgi
Hálfdánarson, framkvæmdastjóri
Fjártéstingarfélagsins, segir að aðili
sem komi með bréf til sín geti yfir-
leitt Iosnað við þau tnjög fljótlega,
jafnvel daginn eftir. „Við erum
alltaf með lista af kaupendum og
hugsanlegum seljendum, sem hafa
ákveðið verð í huga,“ sagði hann.
STJÓRNARKJÖR
ANDSTÆTT LÖGUM?
Viðmælendur PRESSUNNAR
eru þeirrar skoðunar að Eimskipa-
félagið sé vel rekið fyrirtæki. Aðal-
fundir þykja vel skipulagðir og þar
fara fram opin skoðanaskipti. Engu
að síður draga ýmsir í efa að stjórn-
arkjör á aðalfundum sé i samræmi
við hlutafélagalögin.
Stjórn Eimskipafélagsins skipa 9
menn. Kosnir eru 5 og 4 í senn til
tveggja ára. Þetta þýðir raunveru-
lega, að aðili sem á tiltölulega mikið
atkvæðamagn á bak við sig, og vill
komast inn í stjórn, á helmingi
minni möguleika en ella, ef öll
stjórnin væri kosin í einu. Á aðal-
fundum er yfirleitt mætt fyrir u.þ.b.
helming hlutafjár. Til þess að kom-
ast inn þegar kosnir eru fjórir
stjórnarmenn þyrfti aðili að hafa
20% hlutafjár á bak við sig. Það
virðist því búið að tryggja að sá
óbreytti fjöldi, sem enn á meiri-
hluta í Óskabarni þjóðarinnar, fái
litlu breytt um framgang mála þar á
bæ. Það er kannski óþarfi að eyða
kröftum í slíkt, þar sem Eimskipa-
félagið er jú vel rekið fyrirtæki.
AUKID UMFANG
- FÆRRI STARFSMENN
Velta Eimskipafélagsins
hefur aukist um þriðjung að
raungildi á átta ára tímabili,
frá 1979 til ’87. Á árunum
’84—’85 var lægð hjá félag-
inu og taprekstur, erná síð-
ustu tveimur árum hefur
fyrirtækið aftur verið í sókn.
Hagnaður fyrir skatta á ár-
unum ’86—-’87 var 730 millj-
ónir króna að núvirði.
Árið 1986 var Eimskip tí-
unda umfangsmesta fyrir-
tæki landsins, samkvæmt út-
tekt Frjálsrar verslunar.
Hagnaður fyrirtækisins sama
ár reyndist sá þriðji mesti,
aðeins ÁTVR og Flugleiðir
högnuðust meira.
A síðasta ári var eigið fé
fyrirtækisins 1,9 milljarðar á
þáverandi verðlagi og jókst
um 41% frá árinu áður.
Skuldir fyrirtækisins jukust
óverulega.
Aukin tæknivæðing virðist
eiga töluverðan þátt í vel-
gengni félagsins á síðustu ár-
um. Eins og fram kemur í töfl-
unni hefur starfsmönnum
fækkað um rúmlega 200 frá
árinu 1979.
Ár Velta milljarðar Hagnaður milljonir Starfsmenn
’79 4,4 1.004
'80 5,1 1.036
'81 5,9 919
’82 5,8 826
’83 5,9 747
’84 5,3 — 145 745
’85 5,3 — 91 751
'86 5,7 + 372 784
’87 . 5,8 + 360
(Tölur um veltu og hagnað eru framreiknaðar miðað við visitölu i nóvember.)
ÁHÆTTUFÉ í ÖÐRUM FÉLÖGUM
Eignarhlutdeild Eimskips %
Árlax hf. 16,4
DNG hf. 22,0
Feróaskrifstofan Úrval hf. 20,0
Fjárfestingarfélag íslands hf. 17,4
Flugleiöir hf. 33,0
lönaöarbanki íslands hf. 5,3
íslensk endurtrygging 5,9
Pólstækni hf. 35,6
Skeljungur hf. 2,6
Slippstööin hf. 2,4
Tollvörugeymslan hf. 22,2
Tækniþróun hf. 33,3
Verslunarbanki Islands hf. 5,8
Þróunarfélag íslands hf. Ýmis önnur hlutabréf, innlend, bókfært: 7 milljónir Eignarhlutar erlendis: 6 milljónir. 1,4
UMSVIF A NYJUM SVIÐUM
Fjárfestingar Eimskipafélags-
ins síðustu ár hafa í æ ríkara mæli
beinst inn á önnur svið en skipa-
flutninga. Fyrirtækið á í dag stóra
eignarhluta í öðrum fyrirtækjum.
í skýrslu Halldórs H. Jónssonar
stjórnarformanns á síðasta aðal-
fundi kom fram að aukin umsvif
sem gætu styrkt aðalstarfsemi
félagsins og stuðlað að áfram-
haldandi vexti hlytu að liggja
utan við hefðbundna flutninga-
starfsemi.
Athygli vekur að félagið hefur
ekki fjárfest í sjávarútvegi eða
fiskvinnslu beint, heldur virðist
það beina fjármagni inn i tölvu-
fyrirtæki, fiskeldi og ferða-
mannaiðnað. Þorkell Sigurlaugs-
son, framkvæmdastjóri þróunar-
deildar Eimskips segir að ekki
sé hægt að tala unf fastmótaða
stefnu hvað varðar fjárfestingarn-
ar, að öðru leyti en komast hjá því
að tefla í tvísýnu þeim árangri sem
náðst hefur með rekstri Eimskips.
Þorkell segir hins vegar aó
áhugi félagsins á ferðamanna-
iðnaði sé vaxandi, sem endur-
speglist m.a. í áformum um bygg-
ingu hótels við Skúlagötu í
Reykjavík svo og kaupum á hlut í
Ferðaskrifstofu ríkisins. Hann
bendir á að það standi ef til vill
nær Eimskipafélaginu að fara út í
þessar greinar heldur en t.d. út-
gerð og fiskvinnslu. Þá hefur
Eimskip aukið hlut sinn i Flug-
leiðum á undanförum árum og á
33% hlut í félaginu í dag.
Nýlega stofnaði Eimskipa-
félagið reyndar hlutafélagið
Hafnarbakka, sem hefurm.a. það
hlutverk að þjónusta sjávarútveg-
inn. Hafnarbakki yfirtekur jafn-
framt vörumerkið „Eimsalt", en
félagið hefur undanfarin ár séð
um innflutning og dreifingu á
salti til fiskvinnslunnar.