Pressan - 03.11.1988, Blaðsíða 20

Pressan - 03.11.1988, Blaðsíða 20
Fimmtudagur 3. nóvember 1988 TIL BORGA VILTU NOTA FERÐINA? til: Kaupmannahafnar Frankfurt Glasgow Gautaborgar Lundúna Luxemborgar Oslóar eða Stokkhólms fyrir 18.780 kr., fyrir 16.170 kr., fyrir 15.370 kr., fyrir 18.780 kr., fyrir 17.750 kr., fyrir 18.600 kr., fyrir 18.020 kr., fyrir 22.500 kr. HVAÐER SÚPER APEX FARGJALD? Hámarksgildistími farseðils er 1 mánuður. Lágmarksgildistími er 1 sólarhringur með því skilyrði að gist sé aðfararnótt sunnudags. Sæti þarf að bóka með a.m.k. 14 daga fyrirvara með þeim undantekningum að í desember er hægt að bóka Súper APEX til Kaupmannahafnar, Gautaborgar, Oslóar og Stokkhólms fram að brottför. Ávallt skal bóka far báðar leiðir og greiða farseðil um leið. Engar breytingar er hægt að gera á farseðli eftir að hann hefur verið afhentur. Börn á aldrinum 2-11 ára fá 50% afslátt frá Súper APEX verði og börn yngri en 2 ára fá 90% afslátt. Upplýsingar og farpantanir í síma 25 100. FLUGLEIÐIR Ármann Reynisson með nýtt fyrirtœki „ÞÝÐIR EKKERT AÐ LBGGJA ÁRAR Í BÁT" Fyrirtœkið Ár verður með umboðs- og kynningarstarfsemi, fjármáiaráðgjöf inn- og útflutning og eignaumsýslu. Stofnendur eru foreldrar og systkini Ár- manns. Sjálfur er hann forstöðumaður. Arnmnn Reynisson er ekki af buki dottinn þótt Ávöxtun hafi ver- ið lokað fyrir aðeins tveimur fnáft- itðum, eftir að ijóst varð að verð- bréfasjóður fyrirtœkisins treysti sér ekki til að stunda undir fjölda inn- laitsnarbeiðna. Þá er Ijóst að Ávöxtun sf, fyrirtœki Ármanns og Pélurs Björnssonur, fer í gjaldþrot þar sem félaginu var neitað um greiðslustöðvun á dögunum. Fjöl- skylda Ármanns, foreldrar og systkini, hefur hins vegar stofnað hlutafélagið Ár, sem Ármann veitir forstöðu. Hann er því kominn í slaginn á ný og lcetur engan bilbug á sér finna. Skrifstofan er á Lauga- vegi 63 stutt frá skrifstofu Ávöxtun- ar. Lokið er við uð innrétta hana og hefur Ármann þegar hafist handa við uppbyggingarsturfið. „Til að byrja með verður maður með öll járn í eldinum,“ sagði hann í samtali við PRESSlJNA. Fyrir- tækið verður með umboðs- og kynn- ingarstarfsemi, fjármálaráðgjöf, inn- og útflutning og eignaumsýslu. „Eg er bara að byrja á viðskipt- um aftur. Það þýðir ekkert að setj- ast í helgan stein á besta aldri.“ Ármann reiknar með að verða eini starfsmaðurinn fyrst um sinn, en ráða sér aðstoðarmann fljótlega. Reyndar er inn- og útflutnings- deildin í höndum Taoufik Douib, sem hefur séð um erlend viðskipta- Ármann: „Ef fólk vantar góðan þjón eða kokk i heimahús, þá get- ur það hringt i þessa miðlun...“ sambönd fyrir Armann upp á síð- kastið. Til að byrja með reiknar Ármann með að umboðs- og kynningar- starfsemi verði meginviðfangsefni fyrirtækisins: „Þetta er nokkurs konar miðlun á þjónustu. Ef t.d. fólk vantar góðan þjón eða kokk í heimahús, þá getur það hringt í þessa miðlun og fengið ákveðna aðila til starfans. Ef vantar iðnaðar- menn þá kem ég til með að vera með á skrá aðila sem taka að sér „free- Iance“-verkefni. Síðan reikna ég með að þróa þetta sem almenna miðlun á þjónustu. Til dæmis ef einhvern vantar góðar snittur þá verð ég með aðila í slíku. Það hefur sýnt sig að oft er erfitt fyrir fólk að vita hvert það á að leita. Þá er einnig markmiðið að vera með góða miðl- un fyrir heimilishjálp, barnapöss- un, garðyrkju og arkitektúr eða nánast allt sem heyrir undir slíka þjónustu.“ Ármann segir hægt að reka ýmsa þjónustustarfsemi þótt ekki sé á sviði peningaávöxtunar. Því ráðger- ir hann aðeins eignaumsýslu sem snýr að fyrirtækinu sjálfu. Hann mun hins vegar bjóða fjármálaráð- gjöf. „Ég mun veita slíka persónu- lega þjónustu, eins og ég hef gert síðustu sex árin. Það þýðir ekkert annað en hafa mörg járn í eldinum þegar maður er að koma sér af stað aftur. Svona fyrirtæki þróast oft með timanum. Þetta er raunar ekk- ert ósvipað og var með Ávöxtun. Það var óljóst í upphafi hvernig það fyrirtæki myndi þróast,“ sagði Ármann Reynisson. [LlílMfflSdKÍiaöÐB DD H STTQD B'= K) ® ÖÐIM® M B 0 Atvimiurekendur fi’amtíðarimiar athugið! [LÉ[fQ©sJ(!)®QD[r DDdsQQDtr^M^trSQDírDoDDií]© er tekinn til starfa og hann hefiir aðsetur sitt á Rauðarárstíg 25 á annari hæð. Pósthólf 5410,125 Reykjavík. Sími: (91) 25 1 33 Telefax: (91) 29 0 44 ★ Sjóðurinn er norrænn að uppruna en athafnasvæði hans eru Færeyjar, Grænland og ísland eða þau lönd sem, nefnd eru Vestur-Norðurlönd. ★ Sjóðurinn veitir lán til þróunarverkefna í öllum atvinnugreinum á athafnasvæði sínu og eru samvinnuverkefni milli landa æskileg en þó ekki skilyrði. ★ Sjóðurinn veitir lán með góðum vaxtakjörum í þekktustu gjaldmiðlum enda ber að endurgreiða lánin í sama gjaldmiðli. ★ Lengd lána miðast við þarfir og markaðsgildi verkefna en áhersla er lögð á það að verkefnin nái að gefa arð á lánstímabilinu. ★ Lánaumsækjendur þurfa að meta verkefnin ijárhagslega og leggja fram allar upp- lýsingar sem verkefninu eru viðkomandi. ★ Afgreiðsla lánaumsókna er skjót og í samráði við stjómarmenn þegar lánaumsókn hefur verið fullunninn hjá umsækjanda með aðstoð sjóðsins. ★ Trygging fyrir láninu þarf að vera fyrir hendi annaðhvort í formi veðs í góðri fasteign eða bankaábyrgðar. Hafíð þið til dæmis góðar hugmyndir sem geta orðið að útflutnings- framleiðslu eða bættri þjónustu með sparnaði? Þá látið það ekki bíða lengur að hafa samband við okkur. Atvinnulíf Færeyja, Grænlands og íslands

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.