Pressan - 03.11.1988, Blaðsíða 25
VILDUM FA SVITANN OG TAFYLUNA MEÐ
Hljómsveitin Strax sendi á föstudaginn í síðustu viku
frá sér hljómplötuna Eftir pólskiptin. Þetta er þriðja
plata hljómsveitarinnar og var kynnt blaðamönnum og
öðrum fjölmiðlungum í Orkustofnun, þar sem dr. Freyr
Þórarinsson jarðeðlisfræðingur hélt fræðandi tölu um
fyrirbærið pólskipti. En hvað segja STRAX-meðlimir
(Kobbi og Ragga). Urðu pólskipti hjá þeim með þessari
plötu?
„Það má segja það að einhverju
leyti. A.m.k. eru vinnsluaðferðirnar
öðruvísi miðað við síðustu plötu,
sem var tekin upp á mjög skömm-
um tíma, þrem vikum. Hún (Face
the Facts, innsk. GHÁ) var líka
rnjög tölvukennd og vélræn. Ragn-
hildur söng inn á hana á mettíma og
var reyndar með Bryndísi litlu í
fanginu mestallan tímann meðan
við vorum að taka plötuna upp. En
á Pólskiptunum fórum við allt aðra
leið og gáfum okkur góðan tíma,
bjuggum tónlistina til í æfingahús-
næðinu og síðan fór allt „bandið“
inn í stúdíóið og spilaði lögin inn á
þar til gerð tæki.
Það má því segja að pólskiptin
felist í aðferðafræðinni á bakvið
vinnslu plötunnar, sem fyrir vikið
varð meira lifandi og kraftmeiri.
Það er svo mikil hætta með svona
vélrænar plötur eins og Face the
Facts að þær vilja verða mjög áferð-
arfallegar og stílhreinar, en núna
vildum við fá alla táfýluna, svita-
þefinn og alla vessana með. Að
okkar mati tókst það mjög vel.“
— Það hefur semsagt tekist að
koma flestu tilskila sem átti að fara
á plötuna?
„Við vildum gera svona plötu og
á heildina litið erum við mjög sátt
við hana. Hún er ekki mjög
„commercial“, eins og við segjum á
vondu máli, hún er kannski þyngri
en við eigum að venjast miðað við
markaðinn hér. Þessi plata kom eig-
inlega ómeðvitað og það var mjög
gaman að vinna hana.“
— Persónulega finnst mér þessi
plata mun aðgengilegri og
skemmtilegri en Face the Facts.
„Það getur verið vegna þess að á
Pólskiptunum er meira af „okkur“,
en á FTF var lykilhlutverkið í hönd-
um tæknimanna og þeirra tóla og
tækja, sem þeir höfðu undir hönd-
um — þó ekki í bókstaflegri merk-
ingu!“
— Er megingallinn við Face the
Facts kannski sá að þið voruð ein-
falcllega ekki nógu virk á henni?
„Alveg hiklaust. En það eru mörg
ágætislög á henni, sem ekki var
unnið úr sem skyldi vegna tíma-
skorts. Þrjár vikur eru ekki langur
tími að vinna heila breiðskífu."
— Eftir pólskiptin. Þetta er
nokkuð óvenjulegt nafn. Hvaðan
kemur það?
„Þetta fyrirbæri, pólskipti, er
náttúrulega til og það eru jafnvel til
menn með BS-próf í pólskiptum,
meira að segja hér á landi. Það er
mikið talað um þetta fyrirbæri
núna og okkur fannst tími til að
yrkja um það. En þetta er bara einn
angi af umræðunni, vísindamenn
og trúarfólk eru að spá mikið í
þetta. Strax fjalla um pólskipti í
sambandi við veðurfar, veðurfars-
breytingar og samfélagslega þátt-
inn. En svo hittum við kannski vott
Jehóva sem segir: „Þetta er það sem
við höfum verið að tala um. Enda-
lokin nálgast og aðeins þeir útvöldu
lifa af, hinir munu deyja.“ Á þessu
má sjá að þetta fyrirbæri hefur
margar hliðar. “
— Verður platan gefin át á
ensku?
„Já, það er stefnan, og við erum
í rauninni hálfnuð með að syngja
inn á hana og hljóðblanda á enska
tungu.“
— Gengi ykkar á erlendri
grundu, livert hefur það verið?
„Face the Facts vakti nokkra
athygli og áhuga fólks á hljómsveit-
inni. Það voru nokkur ágætislög á
FTF sem gætu gengið ágætlega úti
og það sama má segja um pólskipt-
in. Þetta er samt allt svo afstætt, en
það er hægt að gefa svo til hvað sem
er út í löndum eins og Englandi. En
Skifan hefur haldið að sér höndum
og ekki viljað reyna hjá smærri og
óháðari útgáfufyrirtækjum."
— Eftir pólskiptin hefur tölu-
verl rokkaó yfirbragð. Var þetta
ákveðið fyrirfram?
„Hljómsveitin ákvaö að gera alla
plötuna saman og þess vegna er
svona rokkað yfirbragð á henni.
Þetta voru líka svo ntiklir rokkarar,
sem við vorum að vinna með, og
mikil spilagleði hjá þeim. í Face the
Facts var í rauninni enginn gítar-
leikari, einn tæknimannanna spil-
aði aðeins þunnan ryþma, en á Pól-
skiptunum erum við með frekan
rokkgítarista, Alan Murphy, sem
m.a. hefur spilað með Level 42. Og
hann skín i gegn. Hann á stóran
þátt í þessu rokkyfirbragði plöt-
unnar.“
— Þið eruð með tvo úllendinga
i viðbót i hljómsveitinni, Buster
Jones á bassa og Preston Heyman á
trommur. Er ékki erfitt fyrir ís-
lenska hljómsveit að vera með
svona marga úllendingu innan-
borðs?
„Jú, það er svolítið erfitt. Við
köllum hópinn, sem vann þessa
plötu, STRAX og í náinni framtið
verður það fólk, sem vinnur með
okkur, kallað STRAX. Þetta er líka
gert til hagræðingar í sambandi við
plötuumslögin og þess háttar. Það
væri t.d. svolítið asnalegt að telja
upp sex nöfn á því fólki, sem semur
kannski eitt lag. í staðinn segjum
við að lagið sé bara eftir STRAX.“
— Nú eru textarnir eftir œði
marga, t.a.m. tveir eftir Sjón.
Hvernig kom það samstarf til?
„Sjón er kunningi okkar og ná-
granni. Við þekkjum hann mjög
vel. Hann hafði áhuga á músíkinni
okkar og hugmyndinni um efni
plötunnar, þ.e. pólskiptunum. Það
höfðaði líka til hans að það cr slatli
af „sækadelíu“ á plötunni. Þess má
einnig geta til gamans að þetta er í
fyrsta skipti scm Sjón semur texta á
islenska plötu.“
— Það er mikið uf Stuðmönn-
um á Pólskiptunum; Sigurður Bjóla
með tvo textu, Valgeir með tvö lög
og t vo texta, Egill með einn textu og
svo þið tvö með ykkar efni. Það
vantar buru Þórð Árnuson, Tómas
Tómasson og Asgeir Óskarsson til
að allir Stuðmennirnir séu samun-
komnir á plötunni. Eru einhverjar
pœlingur í gungi um sameiningu
Stuðmanna?
„Það er nú ekkert vcrið að spá í
þaö þessa dagana. Kannski kemur
að því á næsta ári, hver veit. En
núna gengur Strax l'yrir öllu.“
— En Jukob, finnst þér þuð tæl-
andi hugmynd uð Stuðmenn kæmu
samun á ný i upprunalegri mynd?
„Ef al' sameiningu Stuðmanna
yrði þá myndum við allir koma
saman, enginn yrði skilinn útund-
an. En í dag eru allir að bauka eitt-
hvað í sínu horni. Við erunt að gera
plötu, Þursarnirog Valli. Þannigað
það er í rauninni ekkert sem bendir
til að Stuðmenn sameinist. Samt
sem áður veit enginn hvað framtíð-
in ber í skauti sér.“
— Aftur til Pólskiptanna. YJ'ir
umslagi plötunnar ríkir einskonar
náttúrulegur hippaandi, blandaður
indverskri dulhyggju. Eruð þið
mikil náttúrubörn í eðli ykkar?
Ragnhildur verður fyrir svörum:
„Já við erum það. En ég missti hins-
vegar alveg af hippatímabilinu, var
bara í sveitinni með mömrnu, sem
hinsvegar var mikill hippi. En hún
kynntist aldrei Itinni raunverulegu
hippamenningu, eins og hún var á
möiinni. Það má eiginlega segja að
mamma hafi verið náttúruhippi og
ég tók þátt í þessu með henni eins
og ég gat.
En Jakob segir að þetta hafi verið
mjög skemmtilegur tími, hippatim-
inn. Ég reyni að bæta mér þetta upp
innán veggja heimilisins (hlær).“
— En burtséð frá öllu hippatali:
Eflir pólskiptin i samanburði við
fyrri STKAX-plötur?
Ragga enn og áftur: „Mér þykir
vænst um þessa plötu, sérstakíega
vegna þessaöég tck svo mikinn þált
i henni. Á síðustu plötu var ég ný-
búin að eignasl Bryndísi og gat ekki
gefið mér nógan tíma í að vera nteð.
Á l'yrstu STRAX-plötunni voru svo
margir pólar að þar fylgdi ég bara
straumnum i stað þcss að vera virk
eins og á þessari."
— Er næstu STRA X-plata kom-
in á teikniborðið?
„Við erum komin með eitthvert
cfni, hugmyndir og slikt. Ætli hún
verði ekki rökrétt framhald af þess-
ari, járnið hamrað tncðan það er
heilt. En hvort söntu samstarfs-
menn verða mcð okkur er ómögu-
legt að segja því það cr l'rekar
óhentugt og ntjög dýrl að hafa þrjá
útlendinga i íslenskri hljómsveit.
Ákvörðun um það hverjir starl'a
með okkur verður tekin þegar þar
að kemur.“
— Nœstu vikur og dagar hjá
STRAX?
„Við verðunt á ferðinni að kynna
plötuna, en með íslenska stráka
nteð okkur; Sigl'ús Óttarsson á
trommur, Baldvin Sigurðsson á
bassa og Sigurð Gröndal gítar-
leikara.
Við verðum í Ríkissjónvarpinu
þann 8. nóvember og svo verða ein-
hverjir tónleikar hér í Reykjavík óg
e.t.v. i einhverjum framhaldsskól-
um. í lok nóvember verður svo
stefnan væntanlega tekin á
Lundúnir þar sem platan verður
kynnt fólki frá bresku tónlistar-
pressunni og öðrum lysthafendum.
Þannig að við höfum nóg að gera
og spennandi tími framundan,"
sögðu þau Ragnhildur og Jakob að
lokum.
GUNNAR H.
ÁRSÆLSSON