Pressan - 03.11.1988, Blaðsíða 31
r
ctíi :t t'r- i'i'si c'' 11 "Kí'j’j i'i
Fimmtudagur 3. nóvember 1'
sjonvarp
FIMMTUDAGUR
3. nóvember
Stöð 2 kl. 16.00
GRÁI FIÐRINGURINN***
The Seven Year Itch
Bandarísk, gerð 1955. Leikstjóri
Billy Wilder, aðalhlutverk Marilyn
Monroe, Tom Ewell.
Hreint mjög þokkaleg mynd eftir
hinn þekicta Billy Wilder. Marilyn
leikur heimska ljósku sem er ekkert
nema útlitið og gerir það ve! eins og
hennar er von og vísa. Kannski
hefði hún þó betur ekki gert þetta
svona vel, miðað við framhald fer-
ilsins. Hún komst aldrei út úr hlut-
verkinu, hvorki sem leikari né per -
sóna.
Stöð 2 kl. 22.15
RLÁA ÞRUMAN**
Blue Thunder
Bandarísk, geró 1983. Leikstjóri
John Badham, aðalhlutverk Roy
Scheider, Warren Oates.
Fremur slöpp spennumynd, byggð í
kringum þyrlu lögreglunnar í Los
Angeles. Byrjar ágætlega, spennan
hverfur síðan og umbreytist í tóma
tjöru.
Stöð 2 kl. 00.00
í SKUGGA NÆTUR*
Nightside
Bandarísk, geró 1980. Leikstjóri,
Bernard Kovalski, aðalhlutverk
Doug McClure.
Einhverskonar blanda af spennu og
gríni. Fremur misheppnað allt sam-
an. Aðalleikarinn þykir þó sýna
sæmilegustu tilþrif.
FÖSTUDAGUR
4. nóvember
Stöð 2, kl. 16.05
ÆRSLAGANGUR***
Stir Crazy
Bandarísk, gerð 1980. Leikstjóri
Sidney Poitier, aðalhlutverk Gene
Wilder, Richard Pryor.
Hér eru kunnir menn í aðalhlut-
verkum, bæði í Ieik og leikstjórn.
Bókin góða segir þrjár stjörnur,
hinsvegar eru aðrir sem segja
myndina misheppnaða. Poitier sýn-
ir ekki tilþrif sem leikstjóri en
handritið þykir nokkuð fyndið.
Myndin ber nafn með rentu.
Fli"i
188
...V. w.v. rr -rian.n: f v*--* ■M.m.w •*a* « •* « « » * A « « f | • *«■*»*• * * **»*»« *.'»
. . C£
31
Stöð 2 kl. 22.10
OFSAVEÐUR**
Tempest
Bandarísk gerð 1982. Leikstjóri
Paul Mazursky, aðalhlutverk Gena
Rowlands, John Cassavetes, Molly
Ringwald, Susan Sarandon, Vitt-
orio Gassman.
Mazursky hefur fengið til liðs við
sig stjörnufans, hjónin Rowlands
og Cassavetes, unglingastjörnuna
Ringwald og hina undurfögru Sus-
an Sarandon (Rocky Horror,
Witches of Eastwick), auk hins
þekkta Gassman. Myndin sækir
hugmyndir sínar til Ofviðris Shake-
speares. Mazursky er hins vegar
frægari en hann er góður og þessi
saga um arkitekt frá N.Y., sem leitar
hamingjunnar í Grikklandi ásamt
unglingsdóttur sinni, gengur langt
frá því upp. Verður bara hallærisleg
í lokin.
Rikissjónvarpið kl. 22.25
EKKJAN OG EKILLINN* * * *
The Hireling
Bresk, gerð 1973. Leikstjóri Alan
Bridges, aðalhlutverk Sarah Miles
og Robert Shaw.
Stórsnjöll mynd sem fjallar um
kæfandi stéttamun og segir frá bíl-
stjóra (Shaw) sem huggar yfirstétt-
arekkju(Miles) eftir fráfall eigin-
manns hennar. Hann fær það á til-
finninguna að eitthvað sé meira á
ferðinni en umhyggja.
Stöð 2 kl. 00.30
GAMLA BORGIN****
ln Old Chicago
Bandarísk gerð 1938. Leikstjóri
Henry King. Aðalhlutverk Tyrone
Power.
Mynd sem fjallar öðrum þræði um
samband tveggja bræðra og ólík
viðhorf þeirra, hinsvegar um stór-
bruna og baráttu gegn honurn.
Power er óttalegur sjarmör með
áherslu á seinna atkvæðið. Myndin
fékk mikla aðsókn á sínum tíma og
er ein af stórmyndum Hollywood
þeirra daga.
Stöð 2 kl. 02.00
HOWARD
Howard the Duck
Bandarísk, gerð 1986. Leikstjóri
Willard Huyck. Aðalhlutverk Lea
Thompson, Jeffrey Jones.
Hrein hörmung frá upphafi til
enda. Hvernig fólki gat dottið þetta
í hug...
LAUGARDAGUR
5. nóvember
Stöð 2 kl. 12.55
HEIÐUR A0 VEÐI* * *
Gentleman’s Agreement
Bandarísk, gerð !94j\ leiksljóri Elia
Kazan, aðalhlutverk Gregory Peck,
Dorothy McGuire.
Fjallar um blaðamann (Peek) sem
falið er að skrifa grein urn gyðinga-
hatur. Hann dulbýr sig að hætti
Walraffs og kemst að raun um
ógeðfelldar hliðar kynþáttahaturs.
Góð mynd en efnið hefur nokkuð
misst sín í tímans rás.
Stöð 2 kl. 21.45
ÁSTARORÐ***
Terms of Endearment
Bandarísk, gerð 1983. Leikstjóri
Jaines L. Brooks, aðalhlutverk
Shirley MacLaine, Jack Nicholson,
Debra Winger.
Fimmföld Óskarsverðlaunamynd,
m.a. fyrir bæði aðalhlutverk og
handrit, leikstjórn og sem besta
mynd. Semsé öll merkilegustu verð-
launin. Leikararnir fara allir vel
með sitt, auðvitað enginn i neinni
líkingu við Nicholson. I’etta ár,
1983, voru Kanar óvenjuviðkvæmir
á sálinni og allar myndir sem vel
gengu voru ljúfsárar. Ekta amerísk
afþreying þar sem hún rís hæst.
Rikissjónvarpið kl. 23.00
GLEÐILEG JÓL
HERRA LAWRENCE***
Merry Christmas Mr. Lawrence
Bresk/japönsk, gerð 1983. Leik-
stjóri Nagisha Oshiina. Aðalhlut-
verk David Bowie, Toin Conti,
Ryuchi Sakainoto.
Myndin fjallar um veru breskra
stríðsfanga í japönskum fangabúð-
um 1942. Sýnirótrúlegaþrautseigju
þeirra þar þrátt fyrir að Japanirnir
fari ekki sem best með þá oft á tíð-
um.
Stöð 2 kl. 00.20
UM MYRKA VEGU
Wege in der Nacht
Ekki bandarísk, leikstjóri Krzyztof
Zanussi.
Myndin segir frá ungum þýskum
liðsforingja sem fellir hug til
pólskrar stúlku. Ekkert undarlegt
við það nema hvað síðari heims-
styrjöldin stendur sem luest og Pól-
land er hernumið af Þjóðverjum.
í MA.RT1N
Stöð 2 kl. 02.00
SKÖRÐÓTTA
HNÍFSBLAÐIÐ* * *
Jagged Edge
Bandarísk, gerð 1985. Leiksljóri
Richard Marquand, aðalhlutverk
Glenn Close, Jeff Bridges.
Sannarlega tvcir stórleikarar á lerð
í þessari hörkuspennumynd sem
byggist á sambandi lögfræðings
(Close) og skjólstæðings hennar
(Bt idges), en hann erásakaður fyrir
að hafa myrt eiginkonu sína. Endir-
inn er nú ekkert sérstaklega óvænt-
ur en flækjurnar þeint mun hress'i-
legri.
SUNNUDAGUR
6. nóvember
Stöð 2 kl. 13.50
ÁN ÁSETNINGS* * *
Absence of Malice
Bandarísk, gerð 1981. Leikstjóri
Siclney Pollack, aðallilutverk Paul
Newinan, Sal/y Field.
Newman leikur kaupsýslumann
sem skyndilega verður fyrir því að
vera ásakaður opinberlega fyrir
aðild að sakamáli. Hann neyðist til
að loka fyrirtæki sínu. Sally Field
leikur blaðakonuna sem ritaði
greinina sem kom Newman á kald-
an klaka og hann ákveður að ná sér
niðri á henni.
Ríkissjónvarpið kl. 14.35
SJÖ SAMÚRÆJAR****
Seven Samurai
Japönsk, gerð 1954, leikstjóri
Akiro Kurosawa.
Eitt af stórvirkjum kvikmyndasög-
unnar og segir frá íbúum lítils þorps
sem ta sjö vígamenn til liðs við sig
til að verjast illmennum. Mynd sem
hefur verið endurgerð í ýmsum
niyndum síðar meir en ekkert stenst
þessari snúning. Skyldumynd fyrir
þá sem vilja kallast kvikmyndafrik.
Athugið lika skyldleikann við
Hrafn Gunnlaugsson.
Stöð 2 kl. 23.25
í VIÐJUM
UNDIRHEIMANNA*
Hardcore
Bandarisk, gerð 1979, leikstjóri
PaulScltrader, aðalhlutverk George
C. Scott.
Scott leikur loður i örvæmingar-
l'ullri leit að dóttur sinni, sem hverf-
ur sporlaust inn í heim klánnnynd-
anna þar sem ofbeldi og eiturlyfja-
notkun eru daglegl brauð. Ekki er
allt of geðslegt sem við honum blas-
ir í þeirri veröld. Sæmileg mynd.
Stöð 2 kl. 01.10
LAGAREFIR* * *
Legal Eagles
Bandarísk, gerð 1986, leikstjóri
Ivan Reitman, aðallilutverk Robert
Redfor, Debra Winger og Darryl
Hannah.
Spennumynd í gamansömum dúr.
Saksóknari og verjandi, sem í mörg
ár hafa deilt í dómsölunum, eru
loks sama sinnis þegar þeir fá mál
listakonu einnar til meðhöndlum-
ar. Hannah er engill og Redford lít-
ur enn út eins og hann sé 28 ára
gamall. Skemmtileg mynd.