Pressan - 03.11.1988, Blaðsíða 22
Árni Gunnarsson, 3. þingmaður Norðurlands eystra; Ásendi
13, Reykjavik. Þetta er framhliðin, bakhliöin er stærri og
meiri. Árni hugsar margt, en útkoman verður ekki alltaf af
stærðargráðu áformanna.
Svavar Gestsson, 7. þingmaður Reykjavikur; Ásgarður 77,
Reykjavík. Svavar býr i blokk eins og hann telur sjálfsagt
sæma fulltrúa verkalýösflokks. I Svavari eru pólitíkusinn og
privatmaðurinn einn og sami náunginn.
Guörún Helgadóttir, 13. þingmaður Reykjavikur; Túngata
43, Reykjavík. Guðrún er uppalin í gamla bænum i Hafnar-
firði og býr nú i gamla bænum í Reykjavik. Hún vill vera
nálægt hringiðu atburðanna og væri ómögulega i sveit sett
i einhverju úthverfinu.
Geir Gunnarsson, 5. þingmaður Reykjaness; Þúfubarð 2,
Hafnarfirði. Geir baðar sig ekki í kastbjörmum hversdags-
ins. Hann hefur verið þingmaður i 30 ár án þess að öðlast
teljandi frægð. Húsið vekur heldur ekki neina eftirtekt.
Fimmtudagur 3. nóvember 1988
Skúli Alexandersson, 4. þinqmaður Vesturlands; Stóragerði
22, Reykjavik. Þetta er nú ekki alveg aö marka. Skúli á vita-
skuld hús vestur á Hellissandi.
Kristín Einarsdóttir, 12. þingmaður Reykjavikur; Brekkubær
39, Reykjavík. Raðhús meðal raðhúsa.
Ragnar Arnalds, 4. þingmaður Norðurlands vestra; Lauga-
lækur 38, Reykjavik. Ragnar á lika annaö heimili, norður i
Varmahlíð. En hér má sjá ýmis merki þess hversu grandvar
maður Ragnar er, enginn flottræfilsháttur á honum.
Þórhildur Þorleifsdóttir, 18. þingmaöur Reykjavíkur; Óðins-
gata 9, Reykjavik. Ekkert of, ekkert van, hagnýtt, en ekkert
prjál. Hér býr fólk, húsiö er ekki til annars. Þórhildur er
heldur ekki gefin fyrir málalengingar, hvorki sem leikstjóri
né þingmaöur.
Steingrimur J. Sigfússon, 4. þingmaður Norðurlands
eystra; Brekkusel 19, Reykjavik. Steingrimur er dreifbýlis-
maður sem flutti á mölina. Fyrst bjó hann i kjallaranum hjá
Gunnari Thoroddsen, en vísast er hann hæstánægður með
raðhús í Breiðholtinu. Likt og með þingsætið — og ráð-
herrastólinn.
Kristin Halldórsdóttir, 10. þingmaður Reykjaness; Forna-
strönd 2, Seltjarnarnesi. Oálítið broddborgaralegt, sem
verðurvarla sagt um Kristínu sjálfa. En þekkjast ekki aðrai
eins mótsagnir innan Kvennalistans?
Hjörleifur Guttormsson, 2. þingmaður Austurlands; Espi-
gerði 4, Reykjavik. Það geislar hvorki húmor né fjör af þess-
ari blokk, og varla heldur af Hjörleifi. Fyrir honum er póli-
tikin ekkert grín. Það er mikil og þung steinsteypa i þessu
húsi, og lika í Hjörleifi.
Oanfríður K. Skarphéöinsdóttir, 6. þingmaður Vesturlands;
Kringlan 61, Reykjavík. Húsiö er nýbyggt og varla aö nokkur
hafi tekið eftir því að það spratt allt í einu upp úr jörðinni i
nýju hverfi. Líkt og Danfriður.
Guðrún Agnarsdóttir, 6. þingmaður Reykjavikur; Lækjarás
16, Reykjavik. Húsiö er svosem nógu stórt, en arkitektúrinn
ekkert sérstaklega hugmyndaríkur, reytingur úr ýmsum
áttum eins og oft vill verða á íslandi.
Málmfriður Sigurðardóttir, 7. þingmaður Norðurlands
eystra; Hjaröarhagi 46, Reykjavík. Öllu jafnaðarmannslegri
húsakynniervarla hægt að hugsa sér. En erekki Málmfríöur
líka sósialisti af gömlum skóla, hjarta og eðlisávisun?