Pressan - 03.11.1988, Blaðsíða 18

Pressan - 03.11.1988, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 3. nóvember 1988 sjúkdómar og fólk Sökkið hans Jóns míns Stórkostlegir stofugangar Á sjúkrahúsunum telja læknar sig vera ókrýnda konunga þeirrar starfsemi, sem þar fer fram. Þeir vilja ráða mestöllu og eru stöðugt að taka stórkostlegar ákvarðanir. Sér til fulltingis telja þeir sig hafa mikinn fjölda af alls konar aðstoð- arfólki, sem því miður stundum misskilur hlutverk sitt og hlutverk læknanna. Slíkt veldur miklum og þekktum deilum um starfssvið hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa og ann- arra sem vilja fá meiri völd inni á sjúkrahúsunum. Sjúkrahússtarf læknisins felst í viðtölum við sjúkl- inga, útskriftum, innskriftum, að- gerðum, pappírsvinnu, stjórnun og fundum, en hápunktur dagsins er stofugangurinn. Stofugangurinn er gamalt fyrirbæri í sögu sjúkrahúsa, þar sem lækninum gefst færi á að líta til allra sjúklinga sinna og sjúkl- ingunum gefst kostur á að sjá lækninn sinn daglega. Stofugang- urinn gegnir þannig margþættu hlutverki í meðferð, eftirliti og stjórnun. Herfrœðileg niðurröðun Sjúklinginn, sem liggur í rúmi sínu og sér stofuganginn „ganga“ prúðmannlega inn á stofuna, grunar ekki, hversu flóknar reglur gilda um niðurröðun og skipulagn- ingu þeirra sem þar eru. Fyrstur fer yfirlæknir og heldur á tilskipunar- bókunum eins og veldissprota. Næstir honum ganga svo sérfræð- ingarnir á deildinni sem telja sig í raun eiga viðkomandi sjúklinga og leiðist að þurfa að standa yfirlækn- inum einhver skil. Sérfræðingarnir eru því oft með ólundarsvip. Næstir koma síðan aðstoðarlæknarnir, sem ætla sér að verða sérfræðingar einhvern tímann og telja sig með réttu vita meira um sjúklinginn en bæði yfirlæknirinn og sérfræðing- urinn. Með aðstoðarlækninum ganga svo hjúkrunarfræðingarnir, tveir eða fleiri, og fyrir þeim fer hjúkrunardeildarstjórinn. Hjúkr- unarfræðingarnir telja sig í raun sjálfstæða stétt innan sjúkrahús- anna, sem lúti ekki stjórn lækn- gagnváti peim óg þVfott iúe'o pver- móðskusvip eins og sérfræðingarn- ir. Á eftir þessum koma svo hjúkr- unarnemar og læknanemar og sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfarar og í besta falli einn sjúkraliði. Stofu- gangur á góðum degi getur talið 12—16 manns og ganga allir í röð þar sem farið er eftir menntun og mannvirðingum. Síðan er farið í einum hnappi að rúrni hvers sjúkl- ings og hann spurður um Iíðan sína og tilveru. Sjúklingnunt bregður oft mikið þegar hersingin kemur og missir bæði mál og skilning og hafa margir verið álitnir annaðhvort elli- ærir eða kjánar vegna þess. Sam- talið er síðan milli yfirlæknisins og sjúklingsins, en aðrir þátttakendur heyra fæst af því sem fram fer. Gamall maður að vestan Ég lá einu sinni á sjúkrahúsi vegna sýkingar. í næsta rúmi lá gamall maður að vestan. Hann var í rannsókn vegna blóðs í hægðum og vaxandi slappleika undanfarna mánuði. Hann var tiltölulega ný- kominn inn og að vonum hræddur við höfuðborgina þar sem allt var framandi. Hann vitnaði gjarnan í lækninn fyrir vestan, sem i augum gamla mannsins vissi allt. Gamli maðurinn var fölleitur og tekinn, hann heyrði fremur illa og sat stundum einn frammi og reykti pípustert, klæddur í brúna flóka- inniskó og brúnleitan slopp. Þenn- an morgun kom síðan stofugangur- inn allt í einu í öllu sínu veldi. Hurðin opnaðist og herbergið fyllt- ist af endalausum fólksstraumnum. Hópurinn myndaði eins konar hálf- hring um rúm gamla mannsins og stóð þá yfirlæknirinn næstur honum á hægri hönd og siðan raðaðist kringum rúmið eftir mannvirðingum. — Og hvernig líður, Jón minn? spurði yfirlæknir- inn blíðlega en jafnframt ópersónu- lega. Á sama tíma var sérfræðing- því að honum, af hverju Jón væri kominn. Ég heyrði orðin blóð í hægðum og rannsókn. Jón virtist missa málið. Hann stamaði eitt- hvað en sagði fátt. — Kannski eitt- hvað dement? sagði yfirlæknirinn í spurnartón við sérfræðinginn í hálfum hljóðum. — Nei, það held ég ekki, sagði sá síðarnefndi. — Nei, ég heiti ekki Arent, sagði þá Jón, sem greinilega hafði misskilið og heyrt illa. Stofugangurinn fór að hlæja og við það'varð Jón enn vandræðalegri. Hvernig er sökkið? Yfirlæknirinn sagði eitthvað að lokum og snerist svo á hæli og ætl- aði að næsta rúmi, þegar Jón stundi upp: Hvernig var sökkið hjá mér. Hann sagði að það hefði verið full- hátt, læknirinn minn lyrir vestan. Yfirlæknirinn stansaði og sagði: töluðu um ball í Lækjartungli kvöldið áður. Þau hlógu og Jón gamli kipptist við og hélt að þau væru að hlæja að sér. Stofugangur fór svo til mín og eftir stuttar inni- haldslausar samræður hvarf hópur- inn á braut. Jón var alveg eyðilagð- ur eftir þessi fyrstu viðskipti sín við stofuganginn: Þeir hafa ekkert viljað segja mér, sagði hann, og svo var bara hlegið. Sökkið var 55 Eftir smátíma kom svo einn af aðstoðarlæknunum og settist á rúmstokkinn hjá Jóni til að segja honum að sökkmælingin væri nú komin í leitirnar og væri 55. — Er svo þú ert of hár, sagði læknirinn. Þessi hækkun á sökki hjá þér, Jon minn, segir manni ekki mikið. Þetta gæti verið allt í iagi og ekki þýtt nokkurn skapaðan hlut, en nú ertu hingað kominn í rannsókn vegna blóðs í hægðum, svo við rann- sökum það til hlítar. Eftir svona 5—6 daga vitum við miklu meira og þá getum við lagt mat á þetta. Vertu ekki hræddur við þetta. Jón róaðist mikið við þessar upplýsingar og honum leið miklu betur. Stórkostlegar rannsóknir Næstu daga fór hann svo í enda- þarmsspeglun og síðan röntgen- mynd af ristlinum eftir tilskildar hreinsanir. Hann bölvaði þessum rannsóknum mikið, en bar sig þó vel, eins og oft er sveitamanna siður. Stofugangurinn kom á hverjum morgni. Eftir vikurann- sóknir fékk hann að vita, að fundist hefði æxli í ristlinum, og hann ætti að flytjast yfir á skurðdeild. — Þetta er sennilega krabbinn, helvítis sökkið var alltof hátt, hann sagði það læknirinn minn fyrir vestan, sagði Jón við mig um nótt- ina, þetta lifi ég ekki af. — Jú, jú, sagði ég, þetta verður allt í lagi. — Nei, ég finn það á mér, sagði hann og varð ákaflega alvarlegur. Við spjölluðum saman um dauð- ann góða stund inn í nóttina. Um morguninn var hann síðan fluttur yfir á aðra deild. Daginn eftir hitti ég Jón svo í sjoppunni, hann var að kaupa sér tóbak. — Ég verð skor- inn á morgun, sagði hann. Heyrðu annars þú hefur gaman af vísum, það rifjuðust upp fyrir mér tvær vísur eftir hann Guðmund heitinn Sigurðsson nóttina sem við vorum að tala saman um dauðann. Þær segja kannski allt. Hann fór með tvær vísur: Nálgast grand og neyðarstand, nálykt andar blærinn, beislar fjandinn bleikan gand, bakvið landamærin. Nóttin herjar nær og fjær nestið ber ég glaður. Vooan skeria jik-íifl rapr Hann snerist á hæli, það glamp- aði á tár og við sáumst aldrei framar. Sökkið, við skulum sjá. Hann leit- það ekki fullhátt, spurði Jón, hann aði í bókunum en fann hvergi um- sagði að svo væri læknirinn minn rætt sökk, svo hann sneri sér að sér- fyrir vestan. — Jú, það er fullhátt, fræðingnum og spurði hvert sökkið sagði þessi Iæknir, en sökkið segir hans Jóns væri. Sérfræðingurinn kannski ekki alla söguna. — Hvað mundi þetta ekki heldur svo hann er þetta ansvítans sökk? spurði þá sneri sér að aðstoðarlæknunum og Jón. — Sökkið mælir hversu hratt spurði þá þess sama. Þeir fóru í rauðu blóðkornin sökkva í til- baklás því þetta var nokkuð sem raunaröri. Rörið er sett upp á þeim fannst að þeir ættu að muna. endann í klukkustund og síðan Þeir urðu mjög vandræðalegir og mælt í millimetrum hversu mikið af sneru sér undan og hver og einn tærum vökva er fyrir ofan. Sam- bölvaði í hljóði að muna þetta ekki loðun rauðra blóðkorna eykst við og missa þannig af gullnu tækifæri ýmsa sjúkdóma sem þannig hækka til að vinna sig í álit. Hjúkrunar- sökkið. Sökið er mikið notað sem fræðingarnir vissu ekkert um sökk- fyrsta rannsókn til að sjá hvort eitt- ið hans Jóns og þannig vissi stofu- hvað er að, þar sem það hækkar við gangurinn ekki hverju svara skyldi. marga sjúkdóma eins og sýkingar Yfirlæknirinn sneri sér að Jóni og og hjartadrep, eietariiúkdórna. Jón minn. Á sama tíma höfðu tveir kynjasjúkdóma. Stundum þýðir þó' læknanemargreinilegafengiðleiðá svona sökkhækkun ekki neitt. þessum stofugangi og voru komnir — Hvað á sökkið að vera? spurði utan í fallegan hjúkrunarnema og Jón. — Hjá körlum undir 20—25, FRANSKIR KARLMENN KVARTA Nýlega birti franskt tímarit niðurstöður úr könnun á því hvað helst væri að hjá frönskum konum að áliti eiginmanna þeirra og kærasta. Listinn er langur og strangur, en því má bæta við að skilnaðir í Frakk- landi hafa aukist mikið á sið- ustu árum og eru þaó konurnar i 73% tilvika sem fara. Ekki til að giftast öðrum, heldur til að búa einarmeð börnin. Hérá eftir fer listinn og forvitnilegt væri að vita hvort íslenskir karlmenn tækju undir með frönskum þjáningarbræðrum sinum: 1. Hún er alltof árásargjörn. 2. Eg elska pils, en hún er allt- af i buxum. 3. Hún kyssir köttinn/hundinn meira en mig. 4. Hún er alltaf kvartandi. 5. Síreykjandi. 6. Hefur ekkert ímyndunarafl. 7. Segir mér i tíma ogótímaað hún elski mig. 8. Hún talar um kynlíf okkar við vinkonur sínar. 9. Hún er alltaf í náttslopp heima, því henni er alltaf kalt. 10. Konur eru alltaf aó kveikja í karlmönnum, án þess að meina nokkuð með því. 11. Sínöldrandi um sömu smá- atriðin. 12. Hún er alltaf að týna öðrum sokknum mínum i þvotti. 13. Hún er alltaf hjá mömmu sinni. 14. Pétur er fyndnari en ég, Páll er grennri, Jón smartari... hún finnur stanslaust að mér. 15. Konur vilja alltaf breyta manni! 16. Hún er alltaf að lesa ástar- sögur! 17. Hún brjálast ef ég gleymi afmælinu hennar. 18. Hún hugsarbaraum börnin. 19. Hún er með tiltektaræði. 20. Það er svo mikið að gera hjá henni. 21. Hún vill alltaf hanga heima. 22. Hún er alltaf að versla. 23. Hún á svo mikið af skóm. 24. Hún litar allar skyrturnar mínar í þvotti. 25. Hún er orðljót. 26. Þykist alltaf vita allt best. 27. Hún er alltaf sein. 28. Hún gerir allt til að eiga sið- asta orðið. 29. Frosin í rúminu. 30. Of frek í rúminu. 31. Of hæversk i rúminu. 32. Þaðeralltafméraðkennaef samfarir okkar misheppn- ast. 33. Hún er svo heimsk, þegar við erum ein. 34. Hún tekur allar ákvarðanir án þess að spyrja mig. 35. Konur tala sífellt um megr- un. 36. Hún þolir ekki vini mina. 37. Hún er ekkert skemmtileg. 38. Hún þjösnast á bílnum, svo á ég að halda honum gang- andi. 39. Hún dregur alltaf vinkonur sinar með okkur um allt. 40. Kennirmérum allt sem mið- ur fer. 41. Hún vill alltaf fara heim svo snemma, þegar við erum að skemmta okkur. 42. Hún ber mig saman við ein- hvern herra fullkominn, sem hana dreymir um. 43. Hún vill alltaf kreista fila- pensla á mérá óhentugasta tíma. 44. Hún segir mér aldrei að ég sé bestur og myndarlegast- ur. 45. Hún er svo köld. 46. Hún lifir fyrir að allt sé i röð og reglu. 47. Hún kallar mig karlrembu- svín. 48. Hún er alltaf að pissa og til- kynnirþað i hvert skipti eins og það sé fréttaefni. 49. Hún vill vera jafnoki minn á viðskiptasviðinu, svo á ég að opna fyrir hana hurðina. 50. Þegarhún ætlarað leggja af um 3 kg setur 'hún mig i megrun líka. 51. Hún er ekki nógu blið. 52. Hún er alltaf að kjafta við mömmu sína og vinkonur i síma. 53. Tortryggnin er að drepa hana. Hún myndi kíkja í vasa kattarins. 54. Alltaf þreytt. 55. Afbrýðisemin er að drepa hana. 56. Hún getur aldrei staðist út- sölur. 57. Konur verða eldri en við. En karlmennirnir vilja ekki skilnað, a.m.k. ekki fyrr en þeir geta farið beint til annarrar konu. Einhvern tíma varsagt að frönsk kona komin yfir 35 ára aldur ætti álíka mikla mögu- leika á að gifta sig aftur og að verða fyrir sprengjuárás. En nú er þeim farið að verða sama. Hverjar eru ástæður þeirra fyrir skilnaði? ílangflestum tilvikum er það vegna drykkju eigin- mannsins, en lögfræðingar heyra oftar og oftar: „Ég geri allt á heimilinu, bý til mat, þvæ þvott, sé um börnin. Utan heim- ilisins vinn ég fyrir álika laun- um. í raun breytist ekkert i lifi minu við skilnaðinn, nema ég losna við nöldrið! “ (Þýtt og endursagt SMV)

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.