Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JANÚAR 1992 jóhannes jónsson, kaupmaöur í Bónus. Leitað hefur veriö til hans um aö opna verslun á Kópaskeri. jóhannes gunnarsson. Hann er formaður Neytendasamtakanna og hefur sagt sig úr Alþýðu- bandalaginu. TRAUSTI VILL FÁ BÓNUSÁ KÓPASKER Engin matvöruverslun er á Kópaskeri. Eftir að Kaupfé- lagið varð gjaldþrota hafa heimamenn þurft að sækja nauðsynjar um langan veg. Atvinnumálafulltrúinn í sveitinni, Trausli Þorláksson, reynir nú að bæta úr þessu ófremdarástandi. Hann hefur meðal annars leitað til Jó- hannesar Jónssonar í Bónus um hvort Jóhannes sé fáan- legur til að setja upp verslun á Kópaskeri. Jóhannes mun hafa tekið fálega í þessar hugmyndir Trausta, enda markaðurinn á Kópaskeri ekki stór og eins hitt að þar er erfitt að halda vöruverði mjög lágu þar sem flutningskostnaður kemur til með að verða mikill, sama hver á og rekur verslun á Kópaskeri. Nú fá íbúar á Kópaskeri mjólk afgreidda tvisvar í viku. Brauð geta þeir hins vegar keypt nærri hvenær sem er, þar sem sjoppan á staðnum selur brauð og ann- an nauðsynlegan smærri varning. Allt annað er sótt í verslunina í Ásbyrgi. JÓHANNES HÆTTUR í ALPÝÐU- BANDALAGINU Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtak- anna, hefur sagt sig úr Al- þýðubandalaginu. Hann ætl- ar að vera áfram félagi í Birt- ingu, en ekki með aðild að Al- þýðubandalaginu. Ástæða úrsagnarinnar er fyrst og fremst sú að Jóhann- es er afar óánægður með hvernig þingflokkur Alþýðu- bandalagsins tók á GATT-málinu. Þingmenn flokksins í Reykjavík og á Reykjanesi sáu ekki ástæðu til að fjalla um málið þegar það var á dagskrá Alþingis, en landsbyggðarþingmenn- irnir, undir forystu varafor- mannsins og landbúnaðar- ráðherrans fyrrverandi, Steingríms J. Sigfússonar, töl- uðu mikið og þá eingöngu út frá sjónarhóli bænda. Jóhannesi þótti sem sjónar- mið neytenda fengju ekki að koma fram. Það varð til þess að hann ákvað að segja sig úr flokknum, eins og fyrr segir. ERLINGUR VILL í ÞJÓÐLEIK- HÚSRÁÐ Á næstunni verður skipað í nýtt þjóðleikhúsráð. Ekki virðist það ætla að gerast al- veg átakalaust, a.m.k. ekki innan Alþýðubandalagsins. Erlingur Gíslason leikari mun hafa sótt það fast að komast í ráðið. Hann er gegn alþýðubandalagsmaður og mun vera hallur undir Ólaf Ragnar Grímsson formann, en er hins vegar lítill vinur Stefáns Baldurssonar þjóð- leikhússtjóra sem gerði til- raun til að reka úr starfi konu FYRST FREMST undir samkomulag við Adal- stein Júlíusson, sem var for- stjóri Vita- og hafnamála- stofnunar, um starfslok Aðal- steins. Hann lét af starfi árið 1985, þá tæplega sextugur að aldri. Samkomulagið tryggði honum óbreytt laun til sjö- tugs, eða á annan áratug. Samtals lætur nærri að þess- ar greiðslur verði um 25 millj- ónir króna þegar upp er stað- ið. Þetta samkomulag hefur velkst talsvert í kerfinu. Spurningar hafa vaknað, svo sem um hvort samkomulagið sé fordæmisgefandi fyrir aðra ríkisstarfsmenn. Eins og kunnugt er er erfitt að reka ríkisstarfsmenn nema sanna á þá afglöp í starfi eða eitt- hvað þaðan af verra. Það var ekki gert í þessu máli Aðal- steins Júlíussonar. Eflaust er hann og hefur verið umdeild- ur, eins og aðrir dauðlegir menn. Ráðherrarnir ákváðu að greiða Aðalsteini laun í á ann- an áratug. Við starfi hans tók Hermann Gudjónsson. steingrímur j. sigfússon. Meö málflutningi sínum í GATT-málinu fældi hann Jóhannes Gunnarsson, formann Neytendasamtakanna, úr Alþýðubandalaginu. erlingurgíslason. Ýmsir alþýöubandalagsmenn telja aö hann yröi vargur í véum í þjóðleikhúsráði. svavargestsson. Er í vinfengi viö Þjóðleikhússtjóra og vill helst ekki hleypa Erlingi að. stefán baldursson. Gerði tilraun til að reka Brynju, konu Erlings. guo- Rún helgadóttir. Var ekki að marki áhugasöm um aö komast í þjóðleikhúsráö. trausti þorláksson. Hann vill Bónus. DREGUR HALLDÓR HVALINN INÝMÆLI? Um næstu mánaðamót skýrist væntanlega hvort undirbúningshópnum fyrir nýtt dagblað tekst að fá nýja aðila til liðs við sig. Nú er að sjálfsögðu fyrst og fremst leit- að að fjársterkum aðila til að koma inn í útgáfuna með hugsjónamönnunum. Eftir því sem PRESSAN kemst næst hefur Halldór Ás- grímsson, fyrverandi sjávar- útvegsráðherra, haft milli- göngu um að Hvalur hf. komi inn í félagið. Hvalur hf. er tal- ið mjög vel stætt félag en árið 1990 var velta þess 655 millj- ónir króna. Aðaleigandi og forstjóri Hvals er Kristján Loftsson, en þeir Halldór áttu mikið sam- an að sælda meðan á hval- veiðideilunni stóð. í samtali við PRESSUNA sagðist Kristján ekkert geta tjáð sig um þessar hugmynd- ir. „Það eru nú svo margir sem maður hittir að það verð- ur líklega til þess að svona sögur fara á kreik," var það eina sem Kristján lét hafa eft- ir sér. Hann gerði þó hvorki að neita né játa þegar þessar sögusagnir voru bornar undir hann. Erlings, Brynju Benedikts- dóttur leikstjóra. Auk þess uar Erlingur alla tíð á móti breytingum á sal Þjóöleik- hússins, sem uoru mikið metnadarmál Suauars Gests- sonar í ráðherratíð hans. Því hafa ýmsir alþýðu- bandalagsmenn talið að Er- lingur yrði hálfgerður vargur í véum í þjóðleikhúsráði, ekki sist Svavar Gestsson, en með honum og Stefáni er ágætt vinfengi. Svavar hefur því beitt sér nokkuð gegn útnefn- ingu Erlings og hafa nokkur nöfn verið nefnd í staðinn. Stungið var upp á Guðrúnu Helgadóttur sem málamiðl- un, en hún hafði ekki áhuga. Svavar sjálfur hefur verið nefndur til, en ólíklegt er að það verði, og einnig Helga Hjöruar, skólastjóri Leiklist- arskólans. Málið verður útkljáð á þingflokksfundi Alþýðu- bandalagsins nú í vikunni og eru líklegustu málalyktir taldar þær að Erlingur komist í ráðið — en naumlega. KOSTAÐI RÍKIÐ 25 MILLJÓNIR Matthías Bjarnason, þáver- andi samgönguráðherra, og Þorsteinn Pálsson, þáverandi fjármálaráðherra, skrifuðu Er þá ekki ráð að Gull- skipið fari í strand- flutninga, Eykon? „Gullskipið er ekki falt og það bíður í sandinum betri tíma.“ Eyjólfur Konráö Jónsson þing- maður er formaöur nefndar um kaup á eignum Ríkisskips. Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra hefur hafnað erind- um nefndarinnar, í bili aö minnsta kosti, og snúið sér til Samskips. L í T I L R Æ Ð I afgeðfötlun Stundum er Breiðholtið nefnt í sömu andránni og Beirút í Líbanon, Belfast eða Harlem. Kirkjubrunar, skólabrun- ar, sundurskornir og tættir strætisvagnar þannig út- leiknir af farþegunum að nánast er hægt að taka farar- tækin í nefið, likamsárásir, nauðganir og ofbeldi. Fréttir úr Breiðholti hafa semsagt lengi verið nokkuð á einn veg einsog frá Har- lem, Beirút og Belfast og þessvegna hættir fólk að taka eftir ósköpunum þó ástandið sé viðvarandi. Það góða fólk sem á heima í Breiðholti hefur lengi þurft að búa við ógnarástand eins- og það verður verst þegar óuppdreginn skríll rottar sig saman og lætur til skarar skríða eirandi engu. Heiðarlegt og friðelskandi fólk, í Breiðholtinu, þarf þús- undum eða tugþúsundum saman að búa við þessa ógn- arlegu skálmöld og það und- arlega skeður að ástandið verður fyrst „viðvarandi" og síðan „eðlilegt". Fréttir hætta að berast þó menn séu svolítið að dangla í kellingarnar sínar, limlesta þær og pína, unglingar að skera strætisvagna í spað eða börn að brenna ofanaf sér skólana og ölæði sem endar undir mannahöndum eða í kv^nnaathvarfinu sé ríkjandi ástand víðar en góðu hófi gegnir. Þó allt sé á öðrum endan- um eru menn farnir að trúa því að þeir búi við mikla og eftirsóknarverða friðsæld. Og henni má ekki spilla. Nú hefur hinsvegar dregið til tíðinda í Breiðholtinu. Friðsæld Breiðholtsins hefur verið ógnað. í húsi einu við Þverárse! hefur nokkrum manneskj- um sem eiga við geðræn vandamál að stríða verið bú- ið húsaskjól. Þetta mun hafa verið gert vegna þess að eitthvert vel- meinandi fólk álítur að þeir sem þjást af geðrænum kvillum verði bæði að eiga einhversstaðar heima og séu þaraðauki lasnir og þurfi á aðhlynningu að halda eins- og aðrir sjúklingar. Ekki verður framhjá því horft að það hefur löngum þótt svolítið ófínt að vera sinnisveikur á íslandi og þessvegna er að sjálfsögðu ofur skiljanlegt að íbúar Þverársels kæri sig ekki um að hafa „geðfatlaða" (einsog það er kallað) akkúrat í þess- ari götu. Auðvitað hefði málið horft öðruvísi við ef stofnað hefði verið til sambýlis fólks með húðsjúkdóm eða þvagsýru- gigt- Nú les ég hinsvegar í Tím- anum að hið geðfatlaða fólk í Þverárseli sé með morðhót- anir, ógnanir og fyllirí þarna í Breiðholtinu og þykir tíð- indum sæta þar sem um að- komumenn er að ræða. Þó slíkt atferli sé nú dag- legt brauð á þessum slóðum geta íbúar Þverársels illa un- að því að fólk sem er lasið hegði sér einsog fullfrískir Breiðhyltingar. Einsog vænta mátti hefur Félagsmálastofnun brugðið hart við og efnt til sérstakrar þjóðmálakönnunar fyrir „Þroskahjálp" um afstöðu fólks til sambýlis geðfatl- aðra. Útúr þessari könnun kom það að það eru aðallega sjálfstæðismenn, sér- fræðingar og atvinnurek- endur sem geta ekki hugs- að sér að búa í sömu götu og geðfatlaðir. Eftir heilögum Ambrósíusi sem uppi var í Róm á fjórðu öld eru þessi orð höfð: „Si fueris Romae, Roman- um vivito more," sem út- leggst: „Sértu í Róm, þá semdu þig að háttum Rómverja." Þetta hefur frá öndverðu þótt grundvallarregla í mannlegum samskiptum og verður ekki annað séð en sambýlisfólkið i Þverársel- inu hafi haft hana að leiðar- ljósi í Breiðholtinu. Eða einsog segir í hinu hugljúfa ljóði frá sambýlis- fólkinu til nágrannanna í Þverárseli: Ykkur færum ást og frið engan viljum styggja. Erum bara einsog þið eftir að fer að skyggja.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.