Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 38

Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. JANÚAR 1992 L I F I Ð ÓDÝRT ÓdýR RÁð FRysTÍð sokkAbuxuR Það hljómar ótrúlega og jafnvel fáránlega. En áður en sokkabuxur eru teknar í notkun er gott að frysta þær! Alveg satt, þær endast leng- ur. Fyrst á að bleyta þær, vinda þær síðan vel og setja í plastpoka og þar næst í fryst- inn. Þegar þær eru gegn- frosnar skaltu þíða þær í bað- kerinu og hengja þær svo til þerris. Og þær endast og end- ast. STRAlijAÖ ÁN STRAujÁRNS Margir karlmenn kunna ekki að strauja, það eru bæði gömul sannindi og ný. En þeir ættu að minnsta kosti að geta skrúfað frá sturtunni skamm- laust. Ef flíkin sem þú ætlar að nota akkúrat núna er krumpuð má reyna að hengja hana upp í baðherberginu og skrúfa frá sturtunni á mesta hita og loka herberginu. Svo má blanda sér í annað glas meðan gufan frá vatninu sér um að slétta úr krumpunum. MÁlNÍNq qEyivid Ef geyma á málningu er ágætt að setja álpappír, í réttri tilskorinni stærð, á yfir- borðið. Þá myndast ekki skán. Ef um olíumálningu er að ræða er ágætt að hella ör- lítilli terpentínu efst og hræra ekki í fyrr en að næstu notk- un kemur. Og þess má líka geta að ef lokin eru sett mjög þétt á dósirnar og þær geymdar á hvolfi myndast ekki skán. SNjÓR Á plÖNTURNAR Ef þið viljið dekra við plönt- urnar er rétt að láta hreinan snjó bráðna og vökva plönt- urnar með honum. í snjónum er nefnilega fullt af steinefn- um sem eru blómunum bráð- holl. TannI<reivi í NAqUqÖTÍN Naglagöt eru Ijót, en þau má auðveldlega fela með tannkremi. Setjið tannkrem, alveg sama hvaða bragð, í gatið og strjúkið yfir með rökum klút. Ef þú ert að selja íbúðina þína er þetta kjörið. Það er að segja ef þú hefur samvisku í að koma jafnlítil- mannlega fram. DýRT AÖ VÍNNA í hAppdRÆTTÍ Vísitölufjölskyldan, þessi sem býr á Hagstofunni og tel- ur 3,48 manns, eyðir 36.000 krónum í happdrætti á ári. Það vill segja að hún tapar 36.000 krónum á hverju ári í viðleitni sinni til að verða rík. Fæstir verða ríkir á þátttöku í happdrættum en það má lengi halda í vonina. En þeir sem eru heppnir og vinna geta í raun tapað á því! Þetta þykir ýmsum sjálfsagt mótsagnakennt en dæmi um þetta eru engu að síður til. Fræg er sagan af unga náms- manninum sem vann 500.000 krónur í skafmiða- happdrætti. Hann bjó í for- eldrahúsum, átti svo sem ekki mikið og raunar ekki neitt sem verulega verðmætt gat talist. En hann skuldaði heidur ekki neitt. Svo varð hann ríkur í skafmiðahapp- drættinu. Og það var eins og við manninn mælt; hann keypti sér bíl á milljón og borgaði 500.000 út. Og vakn- aði upp við vondan draum: í stað þess að vera skuldlaus skuldaði hann nú hálfa millj- ón!^ Á þessu má sjá að það getur kostað sitt að verða ríkur — þótt margir telji sjálfsagt hálfa milljón ekki mjög svo stóra upphæð. ÞörF á aImennara skipuUqi SpARAST IVIEST eF þjÓðÍN ER veL Á siq koMÍN SEqÍR SÍqMAR B. HauIíSSON blAÖAMAðuR, SEM IieFuR STÓRTæIíAR buqMyNÓÍR UM buqSANUqAR SpARNAÖARlEÍðÍR íslENskRA UeÍMÍLa „Eg tel að öll heimili ættu því hún er bæði holl og góð taka sig saman og gera sam- að hafa kartöflu- og græn- fyrirandlegu hliðina. ímatar- eiginleg innkaup. Þannig er metisgarð. Sömuleiðisætti að innkaupum er hægt að spara hægt að komast yfir töluvert leyfa almenna hænsnarækt, ef fjölskyldur eða vinafólk magn af vöru og spara um helming í vissum tilfellum. Síðan ættu fjölskyldurnar af kaupa saman trillu og róa til fiskjar yfir sumartímann. Fólk á alltaf að versla í sér- verslunum, kaupa fiskinn í fiskbúðum en ekki kjörbúð- um og fara með skóna í við- gerð til Gísla Ferdinands skó- smiðs. Það á að sjálfsögðu ekki að drekka bjór á veit- ingahúsum heldur heima hjá sér. Sumarfrí skal taka á vet- urna og í framhaldi af því eiga íslendingar að eiga jeppa, ekki fólksbíla. íslensk- ir vegir og náttúra eru ekki gerð fyrir fólksbíla og má því segja að hér sé sparað í við- haldskostnaði. Hvað heilbrigðisgeirann varðar þá sparast mest ef þjóðin er vel á sig komin lík- amlega. Ég ráðlegg fólki að synda fjórum sinnum í viku og fara í einn góðan göngutúr vikulega. Þá er nauðsynlegt að borða að minnsta kosti þrjár grænmetismáltíðir og fjórar fiskmáltíðir yfir vikuna og drekka eitt rauðvínsglas vikulega. Á þennan hátt verðum við miklu heilbrigð- ari og lifum lengur." ÞaÖ ER Áq/ETÍS bílbÓT AÖ VERÓA Ekki VEÍkuR SEqÍR EÍRÍkuR HjÁlMARSSON, ÚTVARpSMAÖUR Á RÁS 2 „Það sem mér dettur fyrst í hug er að hætta í bókaklúbb- um þar sem þeir senda reglu- lega stóra pakka sem kosta offjár. Maður verður að hætta þessu, því ekki er mikill tími aflögu til að lesa allar bæk- urnar. Ég á ég líka svo mikið af þeim. Skiptimarkaðirnir eru líka gott sparnaðarráð út af fyrir sig. Annað gott ráð er að borga meðlagið á réttum tíma. Ástandið er allt annað eftir að ég fór að vinna hjá ríkinu, því þá sér ríkisféhirðir um þetta og ég losna við alla vexti. Þriðja húsráðið væri svo að skemmta sér í heimahúsum frekar en á böllum. Annars ligg ég heima í flensu ásamt syni mínum, sem er með í eyrunum. Ég tel það ágætis búbót að verða ekki veikur því meðalakostnaðurinn hef- ur þotið upp um fleiri þúsund síðasta árið." í MATARÍNNkAUpUNUM SteUa JÓhANNSdÓTTÍR, STArFsMAÖUR FáUqS EÍNSTÆÖRA FoReIÓrA, SEM luMAR Á MÖRqUM qÓðuM RÁðUM „Mér dettur fyrst í hug hús- næði og ráðlegg ég þá fólki í eigin húsnæði að viðhalda eignum sínum jafnóðum. Þá þarf ekki að koma til meiri- háttar útgjalda. Það sama má segja um bíla. Því fyrr sem tekið er á vandanum því minni viðhaldskostnaður. Eins og við vitum er leiga á íbúðum í Reykjavík mjög há. Ég ráðlegg leigjendum að slá til og leigja saman stærra hús- næði. Þá deilist allur kostnað- ur niður á fleiri aðila og kem- ur gífurlega vel út. Því miður hefur verið allt of lítið um þetta sambýlisform hingað til. Handahófsinnkaup eru á bannlista og best að fara aldr- ei út í búð án innkaupalista. Það er gömul regla að versla aldrei svangur heldur vera saddur og sæll, ef hægt er að koma því við. Góð vinkona mín hefur þann háttinn á að gera matseðil fyrir vikuna og fylgja honum í einu og öllu við innkaupin. Fleiri mættu fara að hennar ráðum. Það er þörf á almennara skipulagi í matarinnkaupum. Ég er mikil þvottakerling og sannfærð um að spara má með því að þvo fatnað á rétt- an hátt. Mikilvægt er að skoða vel allar merkingar og setja mátulega mikið í vélina. Það er til dæmis rafmagns- bruðl að setja aðeins eina blússu í þvottavélina. Rafmagnstæki, og þá aðal- lega frystikistur og orkufrek tæki, þarf að stilla. Hitakerfin mega ekki verða útundan því oft rennur of mikið vatn út og nýtist illa. Fyrir barnafólk og stórar fjölskyldur er hægt að spara gífurlega fjármuni með því að láta barnaföt, rúm, kerrur, vagna og þess háttar ganga manna á milli. Það verður að hafa hugfast að skila öllu í góðu ástandi til að tryggja að fleiri geti notið."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.