Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 32

Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 32
 KOTASÆLA fitulítil og freistandi Þessi fitulitla og kalkríka afurð býr yfir óþrjótandi fjölbreytni: Hún er afbragð ein sér, frábær ofan á brauðið með t.d. kryddjurtum, gæðir súpuna rjómabragði og gefur sósunni á grænmetissalatið fyllingu og ferskleika. KOTASÆLA - fitulítil og freistandi Launamiðum ber að skila í siðasta lagi 21. janúar Allir sem greitt hafa laun á árinu 1991 eiga nú að skila launamiðum á þartil gerðum eyðublöðum til skattstjóra. Skilafrestur rennur út 21. janúar. Gó ðar líkur eru á að vatnsverk- smiðja Davíðs Scheving Thor- steinssonar verði reist í Hafnar- firði, þótt reyndar falist annað hvert bæjarfélag á landinu eftir rekstrinum. Vatnið í Hafnarfirði er gott og vonast er til að hagstæðir samningar náist við bæjaryfirvöld um aðstöðugjöld. Davíð hefur reyndar líka talað við Reykjavíkurborg, en þar er minni áhugi og ekki síður hagsmuna- árekstrar, enda hefur borgin lagt fé í annað vatnsfyrirtæki sem væntan- lega verður í beinni samkeppni við Davíð . . . s k-ru saga hefur flogið að Eim- skipafélagið ætli að kaupa Hag- kaupsbúðirnar, en ekki mun flugu- fótur fyrir því. Hörður Sigur- gestsson, forstjóri Eimskips, hefur ekki undan að afneita slíkum kjaftasögum og þá yfirleitt með svarinu: „Nei, Eim- skip er ekki að kaupa Hagkaup, Eimskip er ekki að kaupa Sam- bandshúsið og Eimskip er ekki að kaupa Stálfélagið. Fleiri spurning- ar?“. . . M Jleð vorinu er von á nýju tíma- riti, sem ætlað verður sístækkandi og áhrifameiri þjóðfélagshópi, nefnilega eldri borgurum. Útgef- andi verður Júlíana Erlendsdótt- ir auglýsingastjóri. .. Styrkir úr Minningarsjóði Theódórs Johnsons í samræmi við skipulagsskrá Minningarsjóðs Theó- dórs Johnsons hefur Háskóli íslands ákveðið að út- hluta 5 styrkjum, að upphæð kr. 125 þús. hver. í 4. gr. skipulagsskrár sjóðsins segir m.a.: Þeim tekjum sem ekki skal leggja við höfuðstól, sbr. 3. gr., skal varið til að styrkja efnilega en efnalitla stúdenta, einn eða fleiri, til náms við Háskóla Islands eða framhaldsnáms erlendis að loknu námi við Háskóla íslands. Umsóknareyðu- blöð fást í skrifstofu skólans. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar1992. TRIMM FYRIR ALLA (Vorönn) UMSJÓN: Jakob Bragi Hannesson, maraþonhlaupari og kennari. NÁMSKEIÐ: í Námsflokkum Reykjavíkur tvisvar í viku tvær stundir í senn. LÝSING Á NÁMSKEIÐI: Stuttir fyrirlestrar um eftirfarandi: 1. Kynning (aldrei of seint að byrja) 2. Útbúnaður 3. íþróttir og næring 4. Teygjur 5. Þolþjálfun Trimmað verður í hverjum tíma og þátttakendum gefst kostur á að fara í sturtu að trimmi loknu. Upp- hitun mun fara fram í leikfimisal og einnig munu þátttakendur teygja sameiginlega eftir sérhvert skokk. TAKMARK: Víðavangshlaup ÍR sumardaginn fyrsta, 3—4 km op- ið almenningshlaup í Hljómskálagarðinum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.