Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 15

Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. JANÚAR 1992 15 Þjóðviljinn skuldar 130 milljónir við lok greiðslustöðvunar LANDSBANKINN TAPAR TIIGUM MILLJÓNA VIB GJALDÞROT Fimm mánaða greiðslu- stöðvun Þjóðviljans er að renna út núna 19. janúar. Um leið hefur Blaðamannafélag íslands boðað vinnustöðvun vegna hátt í þriggja milljóna króna skuldar á lífeyrissjóðs- og félagsgjöldum. Þar sem viðskiptabanki Þjóðviljans, Landsbanki íslands, hefur lokað viðskiptareikningum blaðsins verður ekki séð hvernig komist verður hjá gjaldþroti. Þrátt fyrir að ná- kvæmar tölur um skuldir fyr- irtækisins liggi ekki fyrir bendir margt til þess að þær séu ríflega 130 milljónir króna. Ef blaðið verður gjald- þrota má gera ráð fyrir að Landsbankinn tapi mörgum tugum milljóna króna. ,,Ég reikna með því að við náum að semja við Blaða- mannafélagið um greiðslu á þessari skuld þannig að við getum gefið blaðið út til mán- aðamóta," sagði Hallur Páll Jónsson, framkvæmdastjóri Þjóðviljans, í samtali við PRESSUNA. Hallur treysti sér hins vegar ekki til að spá um framhaldið — það ylti á því hvort tækist að stofna nýtt blað. SKULDIRNAR SETTAR NIÐUR í SKÚFFU Það er ekki langt síðan mikil uppstokkun var gerð á útgáfu Þjóðviljans. í desem- ber 1990 var gengið frá því að Útgáfufélagið Bjarki hf. tæki við rekstrinum og leigði hann af Útgáfufélagi Þjóðviljans, sem er sjálfseignarfélag sem gefið hafði út blaðið fram að því. Útgáfufélagið á meiri- hluta í Bjarka en auk þess skrifuðu ýmsir einstaklingar sig fyrir hlutafé. Tilkoma Bjarka var lokatil- raun til að blása nýju lífi í út- gáfuna. Var ætlunin að það héldist í hendur við skuld- breytingu af hálfu Lands- bankans og var rætt um að bankinn veitti skuldbreyting- arlán upp á 50 milljónir króna til 12 ára. Setti bankinn þau skilyrði að nýtt hlutafé- lag yrði myndað um rekstur- inn, sem mundi leigja hann af Útgáfufélaginu. Átti hlutafé hins nýja félags að vera 20 milljónir og sömuleiðis átti það að hefja rekstur skuld- iaust. Aldrei tókst þó að safna hlutafé nema upp á 12,8 millj- ónir króna. Ekki er ljóst hve mikið af því hefur verið greitt inn. Helgi Guðmundsson: Til- raun Bjarkahópsins til aö blása lífi í Þjóðviljann mis- tókst. Tap varð á blaðinu frá fyrsta degi. Seinna skilyrði bankans er sérlega forvitnilegt. Það byggðist á því að þingflokkur og framkvæmdastjórn Al- þýðubandalags gæfu út yfir- lýsingu um að tiltekinn hluti eða hlutfall blaðstyrks af fjár- lögum yrði notaður til að greiða lánið niður. Þrátt fyrir að ekki væri far- ið út í að gefa út nýtt skulda- bréf varð sú niðurstaðan að allar skuldir Þjóðviljans voru ...settar í eina skúffu í Landsbankanum. Ofan á það var lagt blað þar sem stóð einhver tala sem átti að segja til um heildina á skuldinni, með hvaða kjörum og hvaða ábyrgð væri á þessu". — Svona lýsti einn aðstandenda Bjarka aðgerðunum sem bankinn stóð fyrir um áramót 1990—91. Þessi „skuldabréfa- aðferð" tók saman allar skuldir blaðsins við bankann, svo sem yfirdrátt á ávísana- heftinu, skammtímavíxla og eldri skuldir. BJARKI TAPAÐI FRÁ FYRSTA DEGI Útgáfufél agið Bjarki hf. var stofnað 20. desember 1990 og virðist hafa tapað frá fyrsta degi. Erfitt er að fá ná- kvæmar upplýsingar um tap Björgvin Vilmundarson: Var með málefni flokks- blaðanna í Landsbankanum en nú er útlit fyrir að hann tapi milljónatugum við endalok Þjóðviljans. Bjarka, en það mun að minnsta kosti hafa verið þrjár eða fjórar milljónir króna á mánuði. Um leið saxaðist á áskrifendafjölda, sem hélt áfram að minnka fram eftir ári. Er talað um að þeir hafi fallið úr um 4.500 í 3.500. Síð- an þegar 750 áskriftum ríkis- ins var sagt upp varð ljóst að ekki yrði haldið áfram. „Þeg- ar við skoðuðum málið í júlí kom í Ijós að staðan var mun verri en okkur hafði órað fyr- ir,“ sagði einn af aðstandend- um blaðsins. Því var sótt um greiðslustöðvun aðeins hálfu ári eftir að Bjarki tók við út- gáfu Þjóðviljans. HALLDÓR NEITAÐI FREKARI FYRIRGREIÐSLU Það sem knúði síðan að- standendur blaðsins til að fara fram á greiðslustöðvun í ágúst var afstaða Halldórs Gudbjarnasonar, banka- stjóra Landsbankans, sem neitaði frekari fyrirgreiðslu af hálfu bankans. Halldór tók þá við málum flokksblaðanna í Landsbank- anum. Þau höfðu áður verið í höndum Björgvins Vilmund- arsonar bankastjóra. Til- koma Halldórs túlkaði af- stöðubreytingu, en áður hafði tíðkast að veita þeim sérstaka fyrirgreiðslu í bank- anum, meðal annars „öðru- vísi“ tryggingar eins og sést í blaðstyrksábyrgðinni. Halldór sagðist ekkert geta tjáð sig um stöðu Þjóðviljans gagnvart Landsbankanum. „En menn gera sér betur grein fyrir því í dag að ef þeir vilja hafa hendur í einhverj- um rekstri þá verður hann að bera sig. Menn standa ekki lengi í útgáfu né öðru ef þarf að borga með því ómælt fé,“ sagði Halldór þegar hann var spurður um hvort í þessu fæl- ist afstöðubreyting hjá bank- anum. GREIÐSLUR FLOKKSINS HÆTTA EF ÞJÓÐVILJINN HÆTTIR AÐ KOMA ÚT Gífurleg skuldastaða Þjóð- viljans vekur upp spurningar um hver staða Alþýðubanda- lagsins verður ef blaðið verð- ur gjaldþrota, eins og flest bendir til. Það hefur tíðkast í gegnum tíðina að í kringum rekstur- inn hafi verið mörg félög. Út- gáfufélagið sem slíkt hefur vanalega verið eignalaust. Hins vegar átti félagið Mið- garður hf. húsnæði Þjóðvilj- ans í Síðumúla 29 og það sem átti að verða framtíðarhús- næði uppi á Krókhálsi 10. Þær eignir hafa tapast í tap- rekstri undanfarinna ára. Prentsmiðja Þjóðviljans hf. hefur síðan átt ýmsan útbún- að í tengslum við útgáfuna, svo sem tölvukerfi í setningu og umbroti. Það eru helst þær eignir sem rætt er um að Þjóðviljinn fór úr húsnæðinu í Síðumúla 29, sem var í eigu Miðgarös hf„ í Síðumúla 37 sem er í eigu Sigfúsarsjóðsins. Nú er hins vegar spurningin hvort hann er kominn ó enda- stöð. Flest bendir til þess að útgáfudög- um Þjóðviljans sé nú að fækka eftir að blaðið hefur komið út í 57 ár. Blaðið þarf að semja við BÍ fyrir mánudaginn til að geta komið út til mánaðarloka. Hvað þá tekur við veit enginn fyrir víst en margir telja óumflýjanlegt að blaðið verði að fara í gjaldþrotsmeðferð sem þýðir væntanlega að Landsbanki íslands verði að afskrifa verulegar upphæðir. Iáta inn í nýtt blað — ef af verður. Núverandi húsnæði Þjóðviljans í Síðumúla 37 á hins vegar Sigfúsarsjóðurinn, sem einnig á húsnæðið á Laugaveginum þar sem flokksskrifstofurnar eru. Eins og áður segir er búið að taka ákveðið veð í blað- styrk Alþýðubandalagsins fyrir afborgunum á lánum Landsbankans. Nú er búið að fella niður blaðstyrkinn og um leið er rætt um að greiðsl- ur flokksins hafi verið skilyrt- ar á þann veg að þær væru bundnar við að Þjóðviljinn kæmi áfram út. Það virðist því liggja fyrir að enginn verði til að greiða af lánum Þjóðviljans nú þegar greiðslustöðvun lýkur og hann hættir að koma út, eins og hefur verið boðað frá og með mánaðamótum. Engar frekari tryggingar virðast vera til og tók til dæmis Margrét Frímanns- dóttir, formaður þingflokks Alþýðubandalags, fram að þingmenn hefðu sérstaklega spurt eftir því, þegar blað- styrkstryggingin var veitt, hvort einhverjar persónuleg- ar ábyrgðir þeirra væru þar meðfylgjandi. Þegar þeim var tjáð að svo væri ekki hefði tryggingin verið veitt. LANDSBANKINN VERÐUR AÐ AFSKRIFA MILLJ ÓN ATUGI Sömuleiðis kom það fram hjá Stefáni Sigfússyni, for- manni stjórnar Sigfúsarsjóðs, að sjóðurinn hefði ekki geng- ið í ábyrgð fyrir neinu af skuldum blaðsins. Sagði Stef- án að þeirra framlag hefði verið að útvega blaðinu og flokknum hagstætt leiguhús- næði en þeim hefði verið óheimilt að ganga á eigur sjóðsins með því að veita veð fyrir skuldum. Það er því álit flestra þeirra sem PRESSAN ræddi við að Landsbankinn hafi litla sem enga möguleika á að fá eitt- hvað upp í lánveitingar sínar til Þjóðviljans ef til gjaldþrots kemur. „Það er alveg öruggt að tugir milljóna króna eru með afar hæpnum ábyrgðum og verulegar líkur til þess að Landsbankinn tapi þeim ef til gjaldþrots kemur,“ sagði mað- ur tengdur Þjóðviljanum. Framkvæmdastjóri blaðs- ins sagði hins vegar að staðið væri í skilum vegna skulda Útgáfufélags Þjóðviljans og sagðist hann ekki vita annað en svo yrði áfram þótt Þjóð- viljinn hætti að koma út. Hann treysti sér hins vegar ekki til að tiltaka hvaðan tekj- ur fvrir þeim greiðslum ættu að koma. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalags- ins, neitaði að tjá sig um stöðu Þjóðviljans og það hvort flokkurinn hefði ein- hverja möguleika á að koma til hjálpar. Það segir sig hins vegar sjálft að þar sem flokk- urinn skuldar á milli 10 og 15 milljónir eftir síðustu kosn- ingar hefur hann varla bol- magn til að bjarga Þjóðviljan- um fyrir horn í þetta skipti. Sigurður Már Jónsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.